Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 27. maí 1965 MORGUNBLAÐID 31 — Minning Framhald af bls. 6 að vitja læknis sem oftar vegna veikinda á heimili mínu, að sendimaður kom ekki aftur fyrr en eftir viku. Hafði veður og ófærð tálmað för hans, og ekki kom hann með lækninn. Vegna læknisleysisins reyndi oft mjög á yfirsetukonuna. Eitt sinn varð Regína að framkvæma verk, er hú.n mátti ekki gera lögum samkvæmt, til þess að bjarga lífi sængurkonu. Gat þetta kostað hana stöðu hennar. En er 'loks náðist til læknis, sagði hann að Regína hefði gert það sama og hann hefði orðið að gera, ef hann hefði verið yfir konunni. Dáði hann kjark henn- ar og úrræði hennar, og að henni skyidi takast að bjarga lífi konunnar og annars barns- ins, en konan fæddi tvíbura. En heyrt hefi ég eftir Regínu, að þetta verk hafi hún tekið sér svo nærri, að hún myndi vart treysta sér til að gera slíkt aftur, þótt um samskonar tilfelli væri að ræða. Þau Jón og Regína fluttu til Reykjavíkur árið 1919, ög þar bjuggu þau til dauðadags. Jón andaðist árið 1932. Eftir lát manns síns vann Regína fyrir sér með saumum og ýmsum fleiri störfum. Börn þeirra Jóns og Regínu voru: Nanna, gift Grími Magn- ússyni, lækni. Helga, dó á 1. ári. Helga, gift Sigurliða Kristjáns- syni, kaupmanni. Páli, dó 18 ára gamall árið 1921. Þórunn, gift Vigni Andréssyni, íþróttakenn- ara. Ingibjörg, gift Þórarni Jóns syni, tónskáldi. Gunnar Valdi- mar, dó nýfæddur. Ástþórunn, dó 10 ára að aldri árið 1920. Sama árið, sem þau hjón misstu yngstu dóttur sína, dó einnig fósturdóttir þeirra, Þórunn Helgadóttir. Er Regína var aðeins 67 ára að aldri missti.hún sjón á báð- um augum. Þrátt fyrir þetta mikla áfall hinnar þróttmiklu og vinnusömu konu, er nær aldrei hafði látið sér verk úr hendi falla, hélt hún kjarki sín- um og mælti aldrei æðruorð. Skömmu eftir að hún missti sjónina flutti hún til þeirra Helgu, dótt.ur sinnar og Sigur- liða, tengöasonar síns. Á því heimili var hún jafnan umvafin ástúð og umhyggju. Hin síðustu æviár sín var hún oft sárþjáð. Hún andaðist laugardagsmorg- uninn 22. þ.m. Af systkinum Reglnu lifa enn, Erlingur 91 árs, Geirlaug 89 ára og Guðrún 81 árs, öll bú- sett hér í Reykjavík. Allir, sem kynnzt höfðu Regínu Filippusdóttur að nokkru ráði, munu jafnan minnast henn ar með hlýhug og virðingu. Þorsteinn M. Jónsson. — íbróttir Framhald af bls. 30 Fyrri hálfleikur 2—0. Englendingar náðu snemma forystu í leiknum og varð eingöngu fyrir mistök mark- varðar Keflvíkinga. Vinstri út- herjinn Mitten var með knöttinn á 12. mín. nokkra metra fyrir utan vítateig, skaut að því er virtist frekar löngu skoti að ís- lenzka markinu. Kjartan mark- vörður virtist misreikna skotið og hafnaði knötturinn í netinu öllu til mikillar undrunar. Á 23. mín. skoruðu Englend- ingar aftur og var þar að verki hægri útherjinn Turner, sem skaut úr mjög þröngri stöðu og hefði Kjartan átt að loka betur markinu (sjá mynd). Keflvíkingar áttu í þessum hálf leik nokkrar hættulegar sóknar- lotur en voru oft fljótfærir. Vörn in var heldur ekki samstillt. Síðari hálfleikur. í síðari hálíleik voru Keflvík- ingar mun ákveðnari og sóttu meira en Englendingar og sköp- uðust hættuleg augnablik við enska markið. Englendingarnir urðu þó fyrri til áð skora, en það var á 10 mínútu; er Smith vinstri inn- herjinn skoraði með glæsilegri og viðstöðulausri spyrnu eftir góða sendingu frá vinstri út- herja. Tíu mlnútum síðar tókst ís- landsmeisturunum að skora og var það Sigurður Albertsson sem skoraði með skalla eftir góða sendingu frá Rúnari Júlíus syni. Mark þetta setti mikfð fjör í leikinn og sóttu Keflvíkingar á- kaft, en tókst ekki að bæta stöðuna þrátt fyrir góðar til- raunir. Englendingar skoruðu fjórða markið á 25. mínútu og var það Clementis sem skaut af _ löngu færi þrumuskoti, sem Kjartan hafði engin tök að verja. Enska liðið var sem áður nokk uð jafnt, þó bar mest á innherj- unum Clements og Smith og markvörðurinn Wesson var mjög traustur. Keflavíkurliðið áttf góða kafla og var það einkum framlínan. Einnig voru framverðirnir góð- ir. Aftasta vörnin var lakari hluti liðsins, einkum vegná lé- legra staðsetninga, en þetta er nokkuð, sem má lagfæra. Dómari var Baldur Þórðarson. NÆSTI L.EIKUR Næsti leikur Coventry er ann- að kvöld á Laugardalsvellinum og mæta þeir þá úrvalsliði lands- liðsnefndar. íslenzka liðið er þannig skipað: Heimir Guðjónsson KR Jón Stefánsson IBA Guðjón Jónsson Fram Högni Gunnlaugsson ÍBK Guðni Jónsson ÍBA Sigurður Albertsson ÍBK í KVÖLD varður lelkritið, Hver er hræddur við Virg- iniu Woolf? sýnt í sáðasta sinn i Þjóðleikhúsinu. Leik- rit þetta hefur nú verið sýnt 33 sinnum í Þjóðleikhúsinu við mjög góða aðsókn. í næsta mánuði verður farið með þetta leikrit í leikför út á land og verður sýnt í öllum helztu samkomuliúsum lands- ins á vcgum þjóðleikhússins í sumar. Myndin er af Gísla Alfreðs syni og Róbert Arnfinnssyni i hlutverkum sínum. arar kærðir fyrir svik EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var lögð fram kæra á hendur ensku spilur- unum Terence Reese og Boris Schapiro á Heimsmeistara- keppninni í bridge, sem fram fór í Argentínu í s.l. viku. Kæran var einkum byggð á því að þeír hefðu notað ýmis fingratákn meðan á sögnum stóð. Kæran var lögð fyrir dóm- nefnd keppninnar, sem rann- sakaði málið og kallaði síðan saman til fundar stjórn Al- þjóðabridgesambandsins. Fyr irliði ensku sveitarinnar Ralph Swimer var viðstaddur þennan fund ásamt formanni enska bridgesambandsins, G. Bulter. Að fundi þessum loknum ákvað fyrirliði ensku sveitarinnar að þeir Reese og Schapiro skyldu ekki spila fleiri leiki og jafnframt ósk- aði hann eftir því, að þeir leikir, sem þessir spilarar hefðu tekið þátt í, yrðu dæmd ir tapaðir fyrir ensku sveit- ina. Þeir Reese og Schapiro vildu lítið um málið segja og tóku sér far með næstu flug- vél til London. Reynist kæra þessi á rök- um reist geta þessir heims- kunnu spilarar átt það á hættu að verða útilokaðir frá bridgekeppnum æfilangt. IMyndin er frá leiknum milli Italíu og Englands í Heim ;meistarakeppninni í bridge. Þeir Schapiro (til viivstri) og Reese eru að spila við BeIladonna( snýr andliti að mynda- vélinni) og Avelelli. Tveir enskir bridgespil- Örn Steinsen KR Ingvar Elíasson Valur Rúnar Júlíusson ÍBK Karl Hermannsson ÍBK Ellert Schram KR Varamenn: Jón Ingi Ingvason IA Jón Leósson ÍA Axel Axelsson Þrótti Árni Njálsson Valur Steingrímur Dagbjartsson Val. — Stormsvalan Framhald af bis. 32 ið sjósett, en það gerðist eftir einn eða tvo daga“, sagði hann við komuna hingað. Hann bætti því við, að skútan yrði síðan skírð „Stormsvalan“. Hörður sagði, að þeir fé- lagar yrðu reiðubúnir að leggja upp í íslendssiglinguna eftir um það bil viku. „Eftir að skútan hefur verið sjósett munum við koma fyrir í henni talstöð og miðunar- tækjum af fullkomnustu gerð. Við hyggjum á nokkrar æf- ingafeiðir I Clydefirði áður en við leggjum upp í heimsigl- inguna“. Siglingin til Islands mun táka viku til tíu daga, eftir því hvernig veðurguðirnir haga sér, og vera má að ís- lendingarnir hafi viðkomu í Færeyjum og gisti þar eina nótt eða svo. Hörður sagði að sigli'nga- klúbburinn Óðinn hefði greitt fyrir skútuna um 4.000 sterl- ingspund, og að auki um 1000 pund fyrir ýmsan útbúnað. „Stormsvalan" verður fyrsta seglskútan sinnar tegundar á íslandi. „Við vonumst hins vegar eftir að við getum byggt upp þróttmikinn, starf- andi siglingaklúbb heima“, sagði Hörður; sem A ur var stýrimaður. Með Herði komu hingað í dag Ólafur Bertelsson, sem verður stýrimaður á heimleið inni; Guðmundur bróðir hans, sem verður háseti og Einar Stefánsson, sem einnig verður háseti. 1 Glasgow hittu þeir fyrir Pétur Ingason, sem starf ar þar á vegum Flugfélags ís- lands og býr í Skotlandi. Enn er ókominn Einar Sigurðsson, flugmaður, sem mun verða matsveinn á heimleiðinni. ■— Álits Frakka Framhald af bls. 1 Fyrrnefnd yfirlýsing var gefin af upplýsingamálaráðherra Frakka, Alain Peyrefitte í dag. Segja Bandaríkjamenn að orða- lag Peyrefitte hafi bætt móðgun á skaða ofan, er hann talaði um „erlenda íhlutun". en það orða- lag hefur til þessa aðeins verið notað af kommúnistum í gagn- rýni þeirra á Bandaríkin. Bandarískir embættismenn sögðu í dag að sambúðin við Frakka mundi verða eitt helzta umræðuefnið er Erhard, kanzl- ari V-Þýzkalands, heimsækir (Bandaríkin 4 júní nk. Erhard mun hitta de Gaulle síðar í mán uðinum. Afstaða Frakka vegna Dómini kanska lýðveldisins bætir enn við þegar langan kvörtunarlista Bandaríkjamanna um andúð de Gaulle á öllu því, sem banda- rískt telst. McGeorge Bundy, ráðgjafi Johnsons forseta í öryggismál- um, heldur í dag til Washington frá Santo Domingo, samtímis því sem fyrstu bandarísku hermenn- irnir eru kvaddir heim frá land inu. Næstu daga verða alls um 1700 bandarískir hermenn kal-1- aðir þaðan, en gæzlusveitir Sam taka Ameríkuríkja (OAS) taka við. Leiðtogi dóminísku herfor- ingjastjórnarinnar, Imbert hers- höfðingi, sakaði í gær Banda- ríkjamenn, Sameinuðu þjóðirn- ar og OAS um að bíanda sér í innanlandsmál í Dóminikanska lýðveldinu. Imbert sagði að til- lögur þessara aðila væri akki hægt að taka til greina, því þær fælu í sér það skilyrði, að á laggirnar verði komið nýrri stjórn. Hann lýsti því yfir að herforingjastjórnin hyggist halda áfram varðstöðu sinni, sem hann nefndi svo, og stakk jafn- framt upp á því að sett yrði á stofn bráðabirgðaþing án kosn- inga. NÝTT FRÁ lykkjufastir sokkar framleiddir úr Cantrece Nylons sjúkrasokkar, kr. 290,00 parið. Verzlunin GYÐJAN ____________Laugavegi 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.