Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 3
Surinudagur 11. Jffli 1965 MOHGUNBLAÐIÐ 3 Sr. Eiríkur JL Eiriksson: Tekið yar til óspilltra málanna við sorphreinsunina eftir lausn deilunnar. Vinna gekk víðast hvar eðlilega fyrir sig í gær Unnið aila helgina við sorp- hreinsun í borginni VINNA gekk víðast hvar eðlilega fyrir sig í gær- morgun eftir lausn verk- fallsins. Þó bar á því á stöku stað, að fólk kom ekki til vinnu. Var því kennt um, hversu seint bárust fréttir af lausn vinnudeilunnar og svo því, að margir höfðu farið úr bænum. Morgunblaðið hringdi á nokkra vinnu- staði í gær til að forvitn- ast um ástandið. Hjá Togaraafgreiðslunni vantaði marga til vinnu í gær Unnið við uppskipun úr Lagarfossi síðdegis í gær. Ljósm. Gísli Gestsson. morgun að því er Hallgrímur Guðmundsson sagði blaðinu í gær. Sagði Hallgrímur að marg- ir hefðu hætt vinnu á fimmtu dag, daginn fyrir verkfall, og taki sér nú langt helgarfrí, enda hefðu frettir um lausn vinnudeilúnnar ekki komið fyrr en undir kl. 1 aðfaranótt laugardags. Hallgrímur sagði, að um 50-60 menn hefðu verið að starfi á vegum Togaraaf- greiðslunnar í gærmorgun. Unnið hefði verið við losun í togurunum Hauki og Júpí- ter, svo og í flutningaskipun- ,um ísborg og Selá. Ekkert verður unnið á sunnudag, því samkvæmt fyrri ákvörðun Dagsbrúnar, verður ekkert unnið á sunnu- dögum við Reykjavíkurhöfn til 1. október n.k. ★ Hjá Eimskipafélagi íslands var vinna í fullum gangi í gærmorgun, bæði við skipin og í pakkhúsunum, að því er Sigurlaugur Þorkelsson, fulltrúi, tjáði Mbl. í gær. Sagði Sigurlaugur, að unn- ið yrði allan laugardaginn, enda væru 5 skip félagsins I Reykjavíkurhöfn. Gullfoss, sem fara átti kl. 3 síðdegis, svo og Brúarfoss, Fjallfoss, Goðafoss og Lagarfoss. ★ Sorphreinsun borgarinnar verður í fullum gangi um helgina, að því er Gísli Guðnason sagði blaðinu í gær. Átti að vinna til kl. 11 í gær kvöldi a.m.k. og til kl. 7 í dag. Alls eru 15 bílar notaðir við hreinsunina af 18, en 3 bílanna eru bilaðir. Að því að Gísli sagði, er vonazt til að um næstu helgi verði búið að vinna upp töf- ina sem varð vegna yfir- vinnubannsins, sem stóð frá 18. júní sl., en það hafði þau ahnf að hundruðum bílfarma færra var hreinsað en eðlilegt hefði verið á þessu tímabili. Byrjað verður að hreinsa þar sem biðin er orðin lengst og mun sorphreinsunin ekki sinna kvörtunum fólks á með an verið er að vinna upp tap- aðan tíma. IV. sunnudagur eftir Trinitatis. Guðspjallið. Lúk. 6, 36—42. VIÐ, sem komum á samkomur unglinga og berum þar nokkra ábyrgð, vitum, að oft þarf að beita lagni og lipurð, að allt fari sæmilega fram og gildir þá ekki harkan ein eða hugarfar hins stranga dómara.- Sá, sem þessar línur ritar, fylgd ist allnáið með störfum lögregl- unnar á stóru móti aðfaranótt síð astliðins sunnudags. Skátar áttu og merkán hlut að til góðs, og ber að þakka þeim einnig. En það, sem mer þótti ein- kenna vinnu lögreglumannanna í mannhafinu ' og stórborg tjald- anna, var lipurð þeirra og við- leitni að fá gáleysingjana að gæta sín og átta sig. Framkoma lög- gæzlumannanna við uriglingana minnti á, þegar læknir talar við sjúkling í lækningastofu sinni, eða þegar laginn kennari .eða skólastjóri talar um fyrir brotleg- um nemanda. Ýmsir munu varla telja þetta þakkarvert, en ég tel það að minnsta kosti umtalsvert. Við, sem erum eða höfum verið kennarar, vitum, að álag á taug- ar getur orðið skapsmununum um megn á stundum, og slíkt hendir löggæzlumanninn við erf- ið vinnuskilyrði, og þegar við andúð almennings eða ofurefli annað virðist vera að etja. Áberandi er, hve löggæzlumað- urinn nú reynir að setja sig inn í vandamálin af skilningi og sam- úð, en beitir ekki dómaravið- horfinu gamla með áfellisúrskurð inn í hverjum andlitsdrætti og hreyfingu. Það er kvartað yfir, því, að fólk vilji ekkert gera lengur, nema það megi til eða fái bein- harða peninga fyrir, verzlunar- mælikvarðinn sé orðinn alls ráðandi. Oft sér maður, þó fólk sýna lipurð og hjálpsemi lítilmögnum og furðu mikla þolinmæði. Það verður og að viðurkenna, að framkoma fólks í verzlunum, við símann, í bankanum og skrif- stofunni er yfirleitt frábær og betri einatt en viðskiptamaður- inn gefur tilefni til. Þrátt fyrir allt kemur í ljós hugsunin: Ég skal gegna mínu starfi eins og því er fyrir beztu, þótt á skorti þína framkomu. Umburðarlyndis gætir og meira en áður og dómarasvipurinn ekki eins áberandi eins og áður var. Maður einn flutti ákaflega harðorða ræðu um löst einn manna. Ýmsum okkar þótti nóg um. Einn sagði: „Hann dæmir hart þessi. Ætli. hann sé mjög sterkur á svellinu sjálfur?" Þetta var erlendis. Einn úr okkar hópi mælti: „Svona ættu þeir heima að tala. Þá væri hlustað á þá“. Þessi maður féll fyrir lestin- um, sem um var rætt engu síður en við hinir. Dómharka í siðferðilegum efn- um getur .vissulega farið út í öfgar og kemur stundum úr hörð ustu átt. Sannur umbótavilji er ekki alltaf sterkastur þar, né Talsmaður ísbjarnarins h.f. tjáði Morgunblaðinu, að þar hefði verið unnið frá kl. 8— 12 í gær, en ekkert eftir há- degi. Heimtur á fólkinu til vinnu í gærmorgun voru þar ekki góðar, en talið var að nokkru hafi þar ráðið um hversu stutt var unnið. Hjá a.m.k. tveim fiskvinnslustöðvum var unnið eftir hádegi í gær,H.f. Júpíter og Marz og Hrað- frystistöðinni. hugsunin ákveðnust að gera hreint fyrir eigin dyrum. • Jesú segir í guðspjalli dagsins: .Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskuhnsamur. Og dæmið ekki, þá munuð þér ekki heldur verða dæmdir. Og sak- fellið eigi, og þá munuð þér eigi heldur verða sakfelldir. Sýknið, og þá munuð þér sýknaðir yerða“. Kunnur skólamaður sagði við utanskólanemanda, er kom ti'l prófs við skóla hans: „Vertu vel- kominn. Mér lízt þú manndóms- legur“. Þetta þorði skólameistari að segja, áður en hann vissi um nokkrá einkunn nemandans. Það er mikill vandi að kveða upp réttláta dóma og byggja þá á forsendum, sem máli skipta og hafa sígilda þýðingu. Viðhorf í dómsmálum og af- , brota, svo og, hvað aðbúð fanga snertir, hafa breytzt stórlega 'til batnaðar. Skilningur og nærgætni skipta þar miklu máli nú. En þess skyld- um við gæta, að þetta mál snertir ekki þann dæmda einungis, held- ur engu síður þann, sem dæmir: „En hví sér þú flísina, sem er í augg bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum, sem er í þínu eigin auga?-----Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga út flísina, sem er í auga bróður þíns“. Sök einstaklingsins er einatt alveg eins og sekt þess, er dæmir hann. Það, sem náunginn gerir illt af sér, er oft eins sök .umhverfis hans og þeirra, er áfellast hann, enhafa vanrækt skyldur sínar við hann og verið tómlátir um vel- ferð hans. Þessa gætir, hvað viðhorf okk- ar snertir til ungs fólks. Einu sinni .voru nærri öll börn á íslandi lögð nýfædd í jötu, 1 heymeis, laup úr trérimlum, og hey varð að vera undir barninu, annars fór því ekki fram, né heilsa þess á öruggum grunni. Mikil er breytingin orðin nú frá því sem áður var. Að flestu leyti er vél um þá þróun. En gamli meisinn með heyinu í minnir á skyldur okkar við börn okkar, að búa þeim náttúrleg skilyrði í uppvextinum og láta það vera okkar dóm yfir æsk- unni, en hlaupast ekki á brott frá skyldum okkar við hana um eðli- lega uppeldishætti, og fara svo að áfellast hana fyrir, að hún fetar í okkar eigin fótspor, sem allt okkar tildur er og tilbúið íf til sýnis, en hjartalaust, um of og án sannrar mannúðar. Miðalra maður fór niðrandi orð um um unglinga. Sjálfur var hann engan veginn án saka. Við gleymum því oft, þegar við dæmum unglinginn fyrir bjálk- ann í auga hans, að hann er kenn ari í bekk með 30 nemendum, þar sem við eldra fólkið erum bara með 10 í bekknum. Unglingurinn þarf að vera hús- bóndi yfir a.m.k. helmingi meiri kröftum en við höfum yfir að ráða með árunum og þreytan fer að sækja okkur heim og aldur- inn. Mér virtist því, að hvatning Frelsarans, að við dæmum ekki eigi sérstaklega erindi til okkar í viðskiptum okkar við yngri kynslóðina. Ef við erum virkir uppbyggj- endur í dómum okkar um hana, mun hún vaxa við það, æskan og við munum reyna, að hún er að- hlynningarverð og umönnunar, og mun koma okkur enda á ó- vart með manndómi sínum og glæsileika. Ástundum að auðsýna gott æv- inlega ungum sem aldnum. Vör- umst harða dóma. í Jesú nafni Amen. Dæmið ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.