Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 28
2S MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN Meðan þessu fór fram, var Soffía á gangi í kjarrinu með Hubert. Henni hafði ekki dulizt það, að undanfarna daga hafði hann verið ýmist ofsakátur, eða í hreinu örvæntingarskapi. Hún hafði nefnt þetta við Ceciliu, en hún hafði bara sagt, að Hubert hefði alltaf verið svona duttlunga fullur, og hafði svo ekki hugsað uin það meir. En Soffía þoldi ekki að sjá neinn í döpru skapi án þess að kynna sér ástæðuna til þess, og bæta úr því ef hægt væri. Henni fannst hún vera orð- in honum svo góðkunnug, að hún gæti vel minnzt á það, enda þótt honum þætti kunningsskap- urinn ekki vera orðinn svo mik- ill, að hann minntist á það við hana að fyrra bragði. Hann viður kenndi, að hann hefði nokkrar áhyggjur, en það væri ekkert stórvægilegt og hann vonaði, að það yrði komið í lag eftir fáeina daga. Soffía hafði gengið á undan honum að lurkabekk, sem þarna var, og neyddi hann nú til að setjast niður. Hún rissaði eitt- hvað í moldina með oddinum á sólhlífinni sinni, og sagði svo: — Ef þetta er út af peningum .... eins og það er nú næstum alltaf .... og þú þorir ekki að tala við hann pabba þinn, þá get ég lík- lega hjálpað þér. — í>að væri nú til nokkurs að fara að tala við pabba! sagði Hubert. — Hann á ekki skítugan eyri, og í eina skiptið, sem ég hef leitað til hans, stökk hann upp á nef sér og var miklu verri en nokkurn tíma Charles! — Verður Charles vondur? — Ja, ekki beinlínis, en‘ ég vildi næstum heldur, að hann yrði það. Hún kinkaði kolli. — Þá vilt'u ekki leita til hans? Segðu mér alla söguna! — Nei, svei mér þá! svaraði Húbert og vildi standa sem fast- ast á virðuleika sínum. — Það er fallega hugsað af þér, Soffía, en svo djúpt er ég enn ekki sokk- inn! — Hvað áttu við? — Ég á við að fara að slá kvenfólk um peninga, vitanlega! Auk þess er engin þörf á því. Það rætist úr þessu og það áður en ég fer aftur til Oxford, svo er guði fyrir að þakka. — Og hvernig? — Sleppum því, en það getur ekki brugðizt. Ef það verður, sem óhugsandi er .... Ég kann að eiga föður, sem .... jæja, slepp- um þvL Og ég kann að eiga bróð- ur, sem heldur svo fast að aurun- um, að hann er verri en nokkur JúðL en sem betur fer, á ég nokkra góða vini .... hvað svo sem Charles kann að segja um þá. — Er honum lítið um þessa vini þína? v Hu'bert hló stuttaralega. — Já, bara af því að þeir eru dálítið veraldarvanir og slá sér svolítið út öðru hverju, þá fer hann að predika eins og Meþódisti .... Nei, Soffía þú mátt ekki nefna þetta við hann Charles. — Auðvitað dettur mér það ekki í hug. Það er naumast þú heldur mig vera mikið kvikindi. — Nei, alls ekki,. en það er 'bara .;. Jæja, það skiptir engu máli. Ég verð orðinn kátur eins og fugl á kvisti eftir vikutíma, og svo ætla ég alls ekki að koma mér í svona klípu oftar, geturðu verið viss um. Hún varð að gera sér þessa fullyrðingu að góðu, þar eð ekki fékkst meira upp úr honum. Þau gengu síðan stundarkorn, en þá yfirgaf hún hann og fór inn í húsið. 25 Hann fann hr. Rivenhall, sem sat undir álmtré í garðinum og við fætur hans lá Tina, sem var að fá sér lúr eftir ríkulega mál- tíð. — Ef þú vilt sjá sjaldgæfa sjón, sagði hann, — þá kíktu inn úm gluggann á setustofunni. Mamma er þar steinsofandi á ein- um legubekk og greifafrúin á öðrum! — Nú, ef það er þeirra aðferð til að láta sér líða vel, ætla ég ekki að fara að ónáða þær, svar- aði hún. — Það er nú ekki mín aðferð til að skemmta mér, en ég reyni að muna, að sumt fólk vill helzt eyða hálfum tímanum í að gera ekki neitt. Hann rýmdi fyrir henni á bekknum. — Nei, líklega er iðju- leysið ekki þín höfuðsynd, sagði hann. — Stunduhi dettur mér í hug, hvort það væri ekki betra fyrir okkur hin, ef svo væri, en við höfum nú komið okkur sam- an um að rífast ekki í dag, svo að ég ætla ekki að fara frekar út í þá sálma. En, segðu mér, Soffía: Hvað er hánn frændi minn að hugsa, að ætla sér að giftast þessum kvenmanni? Hún hnyklaði brýnnar. — Hún er afskaplega góðlynd, skilurðu, og Sir Horace segir, að hann kunni bezt við rólegar konur. — Ég furða mig á því, að þú skulir hafa samþykkt svoná hjónaband! — O, vitleysa! Ég hef ekkert atkvæði um það! , —■ Mér dettur nú í hug, að þú hafir einmitt öll atkvæðin um það, svaraði hann. — Vertu ekki að spila neinn sakleysingja við mig, frænka sæl! Þú veizt, að ég er þolanlega viss um, að þú hefur kallinn alveg í vasanum og hefur sennileg varið hann fyrir tutt- ugu greifafrúm um dagana! Hún hló. — Það er nú kannski ekki alveg fjarri sanni, en það voru konur, sem hefðu gert þenhan blessaðan engil ólukku- legan, en það held ég að Sancia geri hann e'kki. Því að ég hef fyrir löngu ákveðið með sjálfri mér, að hann skuli giftast aftur. — Næst ferðu líklega að segja að þú hafir kjaftað þau saman! — Nei, nei. Sir Horace þarf alldrei á neinni slíkri hjálp að halda sagði hún hreinskilnislega. — Hann er hrifnæmasti maður, sem ég þekki, og það er það versta, því að það þarf ekki ann- að en snoppufríð kvensa fari að gráta upp við öxlina á honum, þá gerir hann hvað sem er fyrir hana. Hann svaraði engu, en hún sá, að athygli hans beindist að Cec- iliu og Sir Vincent, sem komu fyrir hornið í sama bili. Hann varð harður á svipinn, en Soffía sagði í áminningartón: — Vertu nú ekki að fárast yfir því þó að hún Cecilia dufli ofurlítið við hann Sir Vincent! Þú ættir að þakka fyrir að hún gefur sig að einhverjum öðrum en skáldinu! En það er aldrei hægt að gera þér til hæfis! — Að minnsta kosti yrði það samband aldrei við mitt hæfi! — O, þú þarft ekkert að vera hræddur! Sir Vincent lítur ekki við öðrum en þeim, sem eiga arfsvon, og er ekkert að hugsa um að bjóða í Ciciliu. — Þakka þér fyrir, en það var nú ekki það, sem ég var með áhyggjur af, svaraði hann. Hún gat engu svarað þessu, því að í sama bili var hitt fólkið kom ið til þeirra. Cecilia, sem var nú fallegri en nokkru sinni áður skýrði frá því, hvemig Sir Vin- cent hefði náð í einhverja vinnu- kind sem gaf þeim mais handa dúfunum. Hún hafði svo gefið þeim og frænku hennar fannst hún hafa haft miklu meiri áhuga á því en hinu að hlusta á lævís- lega gullhamra Sir Vincents. Brátt kom Hubert til þeirra. Hann sendi Soffíu augnatillit, sem var svo fullt glettni, að hann leit miklu fremur út eins og prakkarastrákur, en sá borgar- spjátrungur, sem hann hélt sig vera. Hún gat ekki hugsað sér, hvaða prakkarastriki hann hefði fundið uppá, síðan hann yfirgaf hana fyrir skammri stundu, ‘en áður en hún kæmist að niður- stöðu um það, váktist eftirtekt hennar á greifafrúnni, sem birt- ist við setustofugluggannn og gaf merki um þá ósk sína, að þau kæmu öll inn í húsið. Almenn kurteisi neyddi jafnvel hr. Riven- hall til að gegna þessu kalli. Þau urðu þess vör, að greifafrúin hafði haft svo gott af þessum blundi sínum, að nú var hún næstum fjörug. Þegar fólkið kom inn, höfðu . þær frúrnar lokið langri umræðu um heppilegustu lyf til að varðveita hörundslit sinn, og ef þær hefðu verið ósátt- ar um gildi lambakets til að eyða hrukkum þá voru þær að minnsta kosti á einu máli um kramin stiklsber. Þar eð nú voru liðnar tvær heilar klukkustundir frá fyrri máltíðinni, fannst greifafrúnni vera orðin þörf á einhverju meira til lífsins viðurhalds, og lagði fast að gestunum að gæða sér nú á tei og englakökum. Það var þá, sem frú Ombersley varð þess vör, að ungfrú Wraxton og hr. Fawnhope vantaði í hópinn, og heimtaði að fá að vita hvar þau væru niðurkomin. Cecilia svaraði með hrolli, að þau væru — Konan hans, tamdi hundinn. sjálfsagt að lesa kvæði hvort fyrir annað úti í skóginum, en þegar tuttugu mínútur liðu, án þess að þau sýndu sig, tók ekki einungis frú Ombersley heldur og elzti sonur hennar að ókyrr- ast. Það var þá sem Soffía minnt- ist prakkarabrossins á Hubert. Hún leit til hans og sá, að svip- urinn á honum var svo áhyggju- laus, að furðu sætti. Það fór heldur um hana og hún fann sér átyllu til að færa sig um set og setjast við hliðina á honum, og hvíslaði að honum, svo að lítið bar á: — Bölvaður prakkarinn þinn, hvað hefurðu nú gert? — Ég lókaði þau bara úti í skóginum, sagði hann. — Það getur kannski kennt henni að vera ekki að leika siðsemi! Hún átti bágt með að stilla sig um að hlæja, en svo tókst henni að segja með viðeigandi strang- leik: — Það getur aldrei gengið. Ef þú hefur lykil að hliðinu, þá fáðu mér' hann, svo að engan gruni þig. — Æ, vertu nú ekki að eyði- leggja þetta fyrir mér! — svar- aði hann en neytti samt fyrsta tækifæris til að láta lykilinn detta í keltu hennar, því að enda þótt honum hefði fundizt það geta verið sniðugt að loka þau hjónaleysin í skóginum, þá var hann farinn að gera sér ljóst, að það yrði líklega ennþá erfiðara að losa þau úr prísundinni, hneykslislaust. — Þetta er svo ólíkt henni Eugeníu, þessari elsku, sagði frú Ombersley. — Ég get ekki hugs- að mér, hvað þau geta verið að gera. — En verdad, það þyrfti nú ekki að vera svo erfitt, sagði greifafrúin og henni var sýni- lega skemmt. — Svona fallegur ungur maður og svona róman- tískt umhverfi! — Ég ætla að fara að gá að þeim, sagði hr. Rivenhall, og stóð upp og gekk út úr stofunni! Hubert tók að gerast órólegur, I en Soffía sagði allt í einu: — En sú vitleysa í ykkur: Ég er viss um að einhver garðyrkjumað- urinn hefur bara lokað hliðinu út að skóginum. Hún Sancia er alltaf svo hrædd við ræningja og hefur skipað þeim að láta það aldrei vera ólæst! Hún þaut þvínæst út og náði fljótt í hr. Rivenhall. — Ég fékk lykilinn hjá honum Gaston. Hér er hann! Þegar kom fyrir beygju á mal- arstígnum, kom hliðið í ljós. Ungfrú Wraxton stóð fyrir utan það og var sýnilega ekki í neinu englaskapi. En að baki hennar sat hr. Fawnhope á bekk og var aðyrkja og vissi sýnilega hvorki í þennan heim né annan. Þegar hr. Rivenhall opnaði hliðið með lyklinum, sagði Soffía: — Mér leiðist svo þessi vitleysislega hræðsla í henni Sanciu. Var yður ekki farið að leiðast, ungfrú Wraxton? Og er yður ekki orðið kalt? JAMES BOND Eftir IAN FLEMING — Heira Bond, má ég kynna sam- ■tarfsmann minn, ungfrú Lynd. — Ég þekki hana betur undir nafn inu Vesper, hugsar Bond, en það er augsýnilega gert ráð fyrir, að ég hafi ekki kynnzt henni áður — og hún hefur breytt hárgreiðslunni. í Hermitass vínstúkunni Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboff Morgunblaðsins á Eskifirffi. FáskrCuisfjörður E R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunblaðsins og í verzlun hans og söluturni Kaupfé- lagsins er blaðið einnig selt í lausasölu. Raufarhöfn UMBOÐ SMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarhöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- ur hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupendur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Affkomumönnum skal á það bent að blaffiff er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. AKUREYRI Afgreiffsla Morgun'olaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur i dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.