Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 11
ihinrunjtagur 11. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 Þeir höfðu hrugðið sér úr bænuni í hjólatúr. ar aðrar viðhafnarbyggingar að fomu. Á þessum slóðum ha/a því að fornu staðið sam- an tveir siðir í nýju landi: eitt mesta hof landsins og fyrsta kirkjan. } Þegar ekið er fyrir Músarnes blasir Hvalfjörður við aug- um. Von bráðar sjáum við nútímamenn áþreifanlegt tákn um byggingarháttu horfins tíma. Eyðibýlið Ártún er á tiægri hönd, þegar ekið hefur j verið yfir Blikadalsá. Ekkert | er eftir, sem minnir á, að hér j hafi áður fyrr verið blómlegt i t>ú, nema ef til vill kýrnar, sem eru þarna á beit. Þær hætta að jórtra um stund og horfa forvitnum augum á tvo ókunna menn, sem vappa um hlaðvarpann óg horfa ekki síður forvitnir á þessi hibýli forfeðranna. Þáð er ekki svo ýkja langt síðan bærinn lagð- ist í eyði, en nú er hann að niðurlotum kominn. Skor- i steinninn er tákn hins nýja j tíma, — hann er steyptur, en i ekki hefur steypan dugað bet- j ur en svo, að þurft hefur að Styrkja hann með timbri og járni. Þess verður eflaust ekki langt að bíða að járnið láti líka undan. Inni í bænum eru leifar af eldavél. Byðið er á góðri leið með að éta hana í sig. Brátt verður ekkert eftir af bænum néma kannski þúst, I lem segir börnum framtiðar- í innar, aS bærixm Ártún hafi •taðið þarna. 1 hlaðvarpanum stendur •taur. Okkur býður 1 grun, að þar fari síðustu leifar af vind myllu. en þær voru hafðar til að knýja rafmagn. Þess finnast enn dæmi á Austfjörð um. Á girðingarstaurunum val hoppar sf>óí, — hann er lík- Ie.|a sammála kúnum um það, •ð það sé óþarfa hnýsni í mönnunum að gera sér ferð heim að bænum. Hærra uppi öögrar lóa um eirðarlaus að vanda, en i fjarskanum jarm- •r lamb. Þetta er smíórr x náttúrunnar. — ★ — Við spyrjum kýrnar, þegar við yfirgefum Ártún, hvort þær séu ekki orðnar leiðar á grasinu, en auðvitað anza þær engu, enda bjuggjumst við satt að segja ekki við svari. Hinum megin þjóðvegarins gnæfir tákn nútíma bygging- arhátta í stíl Le Corbusier. Ef laust hefði sá mæti maður rekið upp stór augu, hefði hann séð þessi tvö hús standa andspænis hvort öðru, En við hættum að brjóta heilann um fortíðina og funkisöldina. Við erum komnir að TíðaskarðL Hér opnast hið fegursta út- eýn inn Hvalfjörðinn, og ljós- myndarinn, sem er ákaflega næmur fyrir fallegum „mót- ívum“ grípur ósjálfrátt fastar um myndavélina sína. Við er- um komnir í Kjósina. Kjós merkir „þröngur dalur“. Undir Útskálahömrum geng ur Hvalfjarðareyri, lö'ng og flöt út í fjörðinn. Hér hafa framsýnir menn hugsað sér að leggja brú yfir Hvalfjörð- inn. Fyrir rösklega þremur áratugum ferjaði bóndinn í Kalsistaðakoti fólk hér yfir fjörðinn. Vegur hefur verið lagður niður að Katanesi og þar hefur verið gerð bryggja. Voru þessar framkvæmdir gerðar að ráði nokkura stór- huga manna, sem ætluðu að ráðast i það fyrirtæki að ferja fólk og bíla yfir fjörð- inn. í því skyni voru kéyptir innrásarprammar, en þessi hugmynd datt algerlega upp- fyrir, og prammamir hvíla víst einhvers staðar í Borgar- firðinum núna. — ★ — Hvalfjörður er hinn merki- legasti fyrir margar sakir. Plágan mikla eða Svarti dauði barst fyrst hingað árið 14&2 með Eina'ri Herjólfssyni, kaup- manni. Mikil fiskgengd hefur tíðum verið á firðinum. Síld- argöngur hafa verið algengar á fjörðinn fram eftir öldum, en forn ömefni henda méðal annars til þess. Hér hefur ver- ið mikil selvéiði og æðarvarp. Um eítt skeið var hér aðal verzlunarhöfn landsins. Fyrr á öldum var Hvalfjörður höf- uðmiðstöð nýrra atvinnuhátta. Þá má ekki gleyma því, að Hvalfjörður var í arinarri heimsstýrjöldinni um skeið aðalhöfn bandamanna við norðanvert Atlantshaf. Fjörð- urinn er víða hyldjúpur, allt að 200 metrar á dýpt, enda sigldu stórir vígdrekar inn fjörðinn. Áfram höldum við um bratt ar skriður inn með Hvamms- vík. Á einum stað stendur sér kennilegur steinn, sem mörg- um verður starsýnt á. Þetta er Staup>asteinn, og hér var áður fyrri áningarstaður. Heiti steinsins er dregið af lögun hans. í bókinni „Merkir Borgfirðingar“ segir, að brennivínið muni hafa verið helgað Birni Jórsalafara, sem fór um þennan veg í sinni síðustu för. Ef nánar er að gætt, má sjá, að ofan í stein- inum er bikarlaga hola. 1 björgunum fyrir ofan Staupastein var Arnarhreiður til skamms tíma. Örninn er nú horfinn úr Hvalfirði og má þar ugglaust um kenna refa- eitrinu, Þegar við erum komnir skammt framhjá Staupa- steini ökum við fram á tvo snaggaralega stráka, sem aug- sýxúlega hafa brugðið sér úr bænum i hjólatúr, en það er mjög vinsælt sport með ungu kynslóðinni um sumardaga. Við námum. staðar og tökum þá tali. — Við erum að koma frá Reykjavík og erum að fara inn í Botnsdal, sögðu þeir, þegar við spurðum, hvert ferðinni væri heitið. Bara að gamni, sögðu þeir. Við ætlum að skreppa svona. Þeir sögðu heita Stein- grímur Steinþórssori ( sonar- sonur fýrrverandi ráðherra) og Geir Haarde. Báðir 14 ára. — Hvað ætlið þið að vera lengi í Botnsdalnum, strákar, spurðum við. — Fram á mánudag. Það er verkfall í dag og á morgun, og svo ætlum vi# að vera yfir helgina. — Eruð þið með tjald? — Já. já. Tjald og allar græjur, maður. — Þekkið þið fjöllin 1 Hvalfirðinum? — Það er nú lítið. En við erum með landakort. — Hafið þið hjólað svona langt áðxir? — Nei; Við höfum farið lengst að Álafossi. — Hvað er langt inn í BotnsdaJ? — Það eru sextíu og eitt- hvað k’lómetrar. að óskum hingað til? — Já. já, nema hvað pok- inn datt einu sinni af hjól- inu. — En ef það springur nú hjá ykkur, hvða gerið þið þá:? — Við erum með græjur. — En ef hann fer nú að rigna? — Þá erum við með úlpur og regnkápur. — Svo að þið eruð þá færir í flestan sjó — Já, já, sgðu þeir bros- andi, en við vildum ekki tefja þá lengur, veifuðum til þeírra og óskuðum þeim góðrar ferð ar og skemmtunar í Botnsdaln um. — ★ — Brátt erum við komnir að Hvítanesx, þar sem sjá iná merkilegar minjar úr sögu þjóðarinnar. Hér höfðu Banda menn bækistöð í annarri heimsstyx-jöld. Við beygjum út af þjóðveginum og ökum afleggjarann, sem liggur niður að húsunum, rústunum Og bryggjunni. Steinhnullung arnir á veginum opinbera, að þetta er ekki fjölfarin leið. Þegar við erum komnir nokk- uð áleiðis. sjáum við hvar kind hefur komið sér fyrir á veginum með lömb sín tvö. Þau líta uþp öll í einu, og það má sjá, að þeim er ekkert um þessa röskun gefið. Ekki virðast þau hafa í hyggju að víkja af veginum, svo að Ijós- myndarinn hefur á orði að réttast væri að kæra þau fyrir hreppstjóranujtn. Sitja svona á miðjum vegi og tefja alla umferð, ekki nema það þó! Við erum komnir að mst- um gamals samkomuhúss. Okkur kemur í hug, það sexn mætur maður sagði einhverju sinni: Nú er hún Snorrabúð stekkur. Ekkert er eftir af samkomuhúsinu nema þrep og fordyri, sem þó er að nokkru hrunið. Upp ú.r stein- lðgðum þrepunum gægist mosi, en leifar af ryðguðu bárujárni eru á við og dreif. Ugglaust hafa hérna staðið stórmenm, sem ákváðu örlög þjóðanna á sínum tíma. Okk- ur kom í hug Winston Churc- hill. Ljósmyndarinn klöngrað- ist yfir grjóthrúgu og hverfur inn í fordyrið en hann kemur snarla atftur og gefur skýrslu um ástandið þar inni: „Það má greina lykt af kindum og öðru“. í samkomuhúsi Bret- anna eiga kindur nú sama- stað. Á (leiðinni lengra niður eftir standa gamlir ljósa- staurar við veginn. Þeir eru fyrir löngu hættir að gegna hlutvérki sínu, en einu sinni lýstu þeir upp sögulegan vett- vang. Niðri við bryggjuna standa uppi útveggir tveggja húsa. Tímans tönn hefur ekki megnað að granda þeim, enda eru þessi hús byggð úr varanlegu efni. Samt sem áður getum við ekki varizt þeirx-i bugsun, að hér hljóti að vera draugalegt á vetur- nóttum. Bryggjan stendur enn uppi. Nokkrir lestarvagnar eru á bryggjusporðinum. Þeirra hlutverk hefur verið að flytja vistir úr skipunum í vöru- skemmurnar á næsta leiti. Þessar skemmur sjást að visu ekki lengur. Aðeins steyptir grunrar, sem vitna um til- vex-u þeirra. Við bryggjuna lágu stórir og miklir vígdrek- ar við festar 1 eina tíð. Þaðan lét Hood, hið fræga brezka orustuskip, úr höfn hinzta sinní. Það kom aldrei til baka. „Það sökk daginn, sem ég fæddist“, sagði Ijósmyndar- inn og bætti svo við: „Já, þetta gekk ekki alveg átaka- laust!" Þegar við göngum eftir biyggjimni sjáum við hrúgur af ryðguðu kafbátaneti, sem slætt hefur verið upp. Ofan af brúnni sáum við helming af innrásarpramma. Hann var orðinn grænköflóttur af slýi. Hinn helminguritin lá í fjöru- borðinu, ef betur var að gáð. Við ökum upp á þjóðveg- inn aftur, og fáum samfylgd spóa, sem trítlar á undan okkur. Og enn sækja að okk- ur hugrenningar: Hvað skyldi styrjöldin hafi kostað í pen- ingum fyrir utan mannslíf? An alls efa væri hægt að byggja margar brýr yfir Hval fjörð fyrir þá upphæð — og yrði þó afgangur! — ★ — Það er fagurt um að litast, þegar hórft er inn í fjarðar- botninn: þama blasa við Múiafjall, Selfjalí, Hval- féll og Botnssúlur, sem eru rúst forris eldfjalls. Hval- bátur er að leggja úr höfn frá Hvalstöðinni. Úti á sjónum er fuglágei. Þýrill speglast í sjónum. Þetta er fallegt og næstum ólýsanlegt sjónspil. Frahald á bls. 22. Frá Hvítanesi: Á bryggjusporðinum standa enn nokkrir lestarvagnar. Hrúgan fremst á • myndinni er kafbátanet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.