Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 14
 MORCUNBLAÐIÐ Sunnucfagur 11. júlí 1965 Sól yfir Héraði Heimsókn á prestsetrið að Eiðum Frá Guðna* Gíslasyni. SÓLSKINIÐ er svo mikið yfir Fljótsdalshéraði þennan vorlanga dag, að manni finnst það ætti að nægja fyrir landið allt, — Og það sem meira er um vert, það er líka mikið af sólskini í sálum mannanna hér einsog annarsstað- ar, þrátt fyrir ísinn á hafinu og kalið í túnunum. Ég get ekki talið mig nema málkunnugan sr. Einari á Eiðum og aldrei séð hans ágætu hún- vetnsku frú, Sigríði Zophonías- dóttur, ekki vitað að þeirra indælu börn, Guðrún litla, Ás- laug og Zophonías, væru til. En hvað um það. Sigþór, hóndi á Hjaltastað, hjá hverjum ég hef notið þj óðlegrar og þokkafullrar gestrisni, segir við mig í jeppan- um á leið til Egilsstaða: „Þú mátt til að koma við hjá honum séra Einari. Ég veit þau hafa gaman af því prestshjónin, að fá gest“. Og það er satt. Þau hafa gam- an af gestum. Prestshjónin taka gestinum opnum örmum, og áður en hægt er að átta sig á því, er maður dumpaður inn í dásamlegt kaffi- boð, sem þau eru að halda fyrir kennara og nemendur á organ- istanámskeiði Þjóðkirkjunnar. Það stendur á Eiðum þessa dag- ana. Hér eru samankomnir 10— 12 manns. Söngmálastjóri, hlað- inn krafti og gleði músikurinnar, leikur á píanóið og við hvern fingur. Það er rætt af mesta fjöri um messusvör og modulationir og ýmis fleiri atriði, sem varða störf presta og organista. Þetta er þriðja organistanám- skeiðið, sem núverandi söng- málastjóri stjórnar. Auk hans eru kennarar frú Guðrún Sveinsdótt- ir, sem kennir söng og raddbeit- ingu og frk. Gýja Kjartansdóttir, sem kennir orgelleik. Nemendur eru allir af Austurlandi nema einn. Hann er að sunnan. Þú ert víst ekki í vandræðum með organista, séra Einar? Ann- ars er það nú aðalvandamálið í mörgum sóknum. Nei, það. er nú bara gæmilegt hér á Héraði, a. m. k. samanborið við það, sem maður heyrir sum- staðar annarsstaðar frá. Hér í Eiðasókn eru t. d. þrír organist- ar. Hér á heima formaður kirkju- kórasambands Austurlands, Krist ján Gissurarson. En ef organista vantar einhvérsstaðar, þá þleyp- ur kona mín undir bagga. Hún kemur þá með mér á kirkjurnar. Það er ómetanlegur stuðningur fyrir hvern prest í starfi hans að kona hans kunni að leika á orgel og geti leitt sönginn við guðs- þjónustuna.... Góður hundfæru- ofli vestru ísafirði, 9. júlí. ÁGÆTUR afli hefur verið hjá handfærabátum á Vestfjörðum að undanförnu og mikil vinna er í ' frystihúsunum, enda mikill hörgull á vinnuafli og nær ein- göngu unglingar að störfum þar. Þessa viku hefur verið mjög gotl veður hér vestra, mikið sól- far og yfirleitt hlýtt í veðri, þótt nokkur þoka væri fyrstu daga vikunnar.fe Sívaxandi straumur ferðamanna leggur nú leið sína til Vestfjarða. — H. T. Stykkishólmi, 9. júlí. ÁGÆTIS handfæraafli hefur ver ið við Breiðafjörð undanfgrinn hálfan mánuð. Hafa bátarnir komið inn með allt að 20 tonn eftir 3 sólarhringa. Gæftir hafa verið mjög góðar. — FréttaritarL Svo er þessu skemmtilega hófi lokið. Gestirnir kveðja og ganga út í sólskin vorsins, áleiðis niður í skóla, þar sem kennsla og æf- ingar námskeiðsins fara fram. Frú Sigríður kemur með auka- sopa handa hinum langt að komna gesti. Hvenær fluttuð þið í þetta glæsilega’hús? Haustið 1962. Þá var bygging þess búin að standa yfir í hálft annað ár. Það er teiknáð af Jósef Reynis arkitekt í teiknistofu Gísla Halldórssonar í Reykjavík. Ég hafði séð eftir hann nokkur hús, segir séra Einar, og mér lík- aði þau svo vel, að ég fékk hann til að gera uppdrátt þegar til stóð að byggja prestssetur hérna á Eiðum. Svo var teikningin sam- þykkt af fulltrúa húsameistara ríkisins og byrjað að byggja. Raunar gekk þetta allt eins og í sögu. Það sér maður eftir á, þótt oft fyndist erfitt fyrir fæti, með- an á því stóð. Húsið hefur kostað yfir milljón krónur. £>að er mik- ið fé mun margur segja. En þetta er vandað hús, og ég vona að Eiðaprestakall megi lengi að því búa. -• Svo göngum við um húsið. Og gesturinn dáist að þeirri miklu híbýlaprýði, sem hér ríkir á öll- um hlutum, bæði stórum og smá- um. Síðan setjumst við sr. Einar inn í skrifstofu og skröfum sam- an, m. a. Um prestaköllin og kirkjulífið hér á Fljótsdalshéraði. Sr. Einar hefur verið hér allan sinn prestsskap, 9 ár. Hann vígð- ist að Kirkjubæjarprestakalli, er sr. Sigurjón sagði því lausu fyrir aldurssakir eftir næstum 40 ára prestsþjónustu. En ungi prestur- inn settist ekki á Kirkjubæ, hið forna prestssetur og höfuðból Hróarstungunnar. Þá var búskap ur prestanna liðinn tími, horfinn þáttur í kirkjusögu íslands. Nýi presturinn tók sér búsetu á mikla rausn og stórbúskap í tæpa tvo áratugi, unz hann fékk Mikla bæ 1874. Það var hánn, sem jarðsöng Bólu-Hjálmar. Af Eiðaprestum fara ekki mikl ar sögur. Þó skal hér getið eins þeirra lítilsháttar. Er þar farið eftir Prestaævum Sighvats. Sr. Ingimundur Ásmundsson hélt Eiðabrauð í sex ár — 1774—80. Hann var hraustmenni mikið, og sterkur sem föðurfræncfur hans, en neytti þess lítt. Sr. Ingimund- ur var mjög kvenhollur eins og frásagnir í Æviskrám bera vott um; átti hamingju andstæða og var lítið lángefinn. Hann týndist voveiflega seint um kvöld í dimmu í desember 1780, er hann reið frá Arnheiðarstöðum einn með Lagarfljóti um grýttan veg. Prestssetrið á Eiðum Prestshjónin á Eiðum og börn þeirra. menntasetri Héraðsins, Eiðum og þótti fara vel á því. En eðlilega söknuðu Tungumenn klerksíns í Kirkjubæ er þeir minntust stað- arins fornu frægðardaga. En „enginn stöðvar tímans þunga nið“. Þetta er þróunin, tímarnir breytast og mennirnir með. En stúndum endurtekur sag an sig. Nú kemur það í hug, að áður fyrr var prestsetur að Eið- um, að því er talið er í ein 400 ár. Og svo skemmtilega vill til, að þegar sr. Einar Þorsteinsson settist þar að árið 1956, var ná- kvæmlega ein öld liðin síðan síð- asti prestur fór þaðan. Það var sr. Jakob Benediktsson, hinn landskunni hestamaður, sem flutt ist að Hjaltastað og sat þar við Ætla menn, að hann hafi drukknað í fljótinu. Það er svo að sjá, sem lík hans hafi ekki fundizt. Þá var hann 39 ára, 11 ár prestur. Sr. Jón Hjaltalín getur andláts hans í Tíðavísum: Hættu snera heims á grund hitti síra Ingimund. Hýru beztur herma má. Hann var prestur Eiðum á. Hremmdur tröðum hætt- unnar, hann frá stöðum Arnheiðar, reið um grímu rökna þá. Rýr var skíma brautum á. Inn með fljóti Lagar lá, leiðin grjótug foldu á Organistanámskeið á Eiðum, kennarar og nemendur Einar að heiman að morgni og fermdi ungmenni í Möðrudals- kirkju stundu fyrir nón, kom heim og skírði barn í Gilsárteigi. næsta* bæ við Eiða um kvöldiðL Nú hin síðari ár hafa þeir sr. Einar og sr. Marínó í Vallanesl skipt á sig þjónustu Kirkjubæj- arprestakalls. Það leiðir af sjálfu sér, að prest ur á skólastað hlýtur að hafa meiri og minni afskipti af kennslu og skólastarfi. Fyrstu 9 árin bjó sr. Einar í húsnæði skól ans, en eftir brunann í júní 1961 þrengdist mjög um húsakost á Eiðum ög var þá hraðað bygg- ingu prestsbústaðarins. Kennirðu mikið við skólann, sr. Einar? Já, ég hef alltaf kennt nokkuð mikið og geri enn, aðallega krist- infræði, sögu og ensku. í vetur hef ég haft vikulega biblíu- lestra með nemendum. Það er utan stundaskrár og engum gert að skyldu að sækja þá, en þeir hafa verið vel sóttir, betur held- ur en ég þorði að vona. Er margt fólk hér á Eiðum? Yfir veturinn eru hér um 120 nemendur í héraðsskólanum auk þeirra, sem eiga hér fasta bú- setu.' Svo er barnaskólinn það em 50-60 börn úr tveimur sveiffim: Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá. í sumar, eins og í fyrrasumar, er rekið gistihús í héraðsskólanum, en í barnaskólanum verða sjó- mannakonur með börn sín með- an feðurnir veiða síld um víðan sjó.* Ur gluggum prestsbústaðarins er útsýni dásamlegt yfir skógi vaxna ása Eiðaþinghár, til, Eiða- vatns og hólmans unaðslega, reisulegar byggingar skólan* blasa við, fallega litla kirkjan hálffalin af laufmiklum krónum trjánna í hlýlegum lundi kirkju- garðsins. Það ber ekki mikið á henni. En samt á hún, einmitt hún á að setja svip sinn á þetta mannmarga æskuglaða skóla- heimili, því hér á kristin menn- ing að sitja í fyrirrúmi, og móta það unga fólk, sem gengur út I lífð og starfið eftir að hafa feng- ið veganesti á þessu fagrn menntasetri Fljótsdalshéraðs. Hryggðar veini harmaður. Hann þar meinast drukkn- aður. Með síðustu prestakallalögum var brauðaskipun á Héraði breytt þannig, að Eiðar voru gerðir að sérstöku kalli með annexíu á Hjaltastað, en Kirkjubær og Hof teigsprestakall sameinað með prestssetri í Kirkjubæ. En í þetta nýja kall hefur aldrei prest- ur komið. Og í 7 ár þjónaði sr. Éinar öllu hinu nýja Kirkjubæj arprestakalli ásamt sínu. Hafði hann þá 7 kirkjur. Og til að sýna yfirferðina' skulu kirkj- urnar nefndar hér ásamt fjar- lægð þeirra frá Eiðum: Hjaltastaðir 18 km Kirkjubær 50 — Hofteigur 60 — Sleðbrjótur 60 — Eiríksstaðir 90 — Möðrudalur 120 — En samgöngutæknin er líka orðin mikil. S.em dæmi um hvern ig hægt er að ferðast þegar veð ur og vegir eru upp á hið bezta má rjefna, að eitt sinn fór sr. Hjaltastaður — gamla læknishúsið og kirkjan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.