Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Á slóðum Ferðafélagsins Leiöir af Fjallabaksvegi ALGENGT er að tala um Fjallabaiksveg nyðri og Fjalla baksveg syðri, og er þá Land mannaleið köl'luð Fjallabaks vegur nyðri. Af ýmsum or- sökurn, sem ég fer þó ekki nánar ut í hér, nota ég nafnið Fj allabaks vegur eiingönigu um syðri leiðina, og finnst mér, að sú aetti að vera reglain. Þegar ekið er úr bygg*ð á Kangárvöll'um, er farið aust- ur hjá Keldum og Fossi, norð- an Eystri-Rangár, al'lt austur fyrir Kerlingafjöll. Hér skipt- ast leiðir. Reiðvegurinn liigg- ur áfram til austurs en öku leiðin liggur norðauistur á Laufaleitir. Þessi hluti leiðar- innar er heldur eyðilegur, mest vi'kurfyillt hrauin, og er nokikiuð þungfært á köflum. Tilkomumikið er þó að horfa til Tindafjallajökuls, og 1 Blesá er mikiU foss, sem blas ir við hár og fallegur frá veginum skammt vestan Kerl ingafjalla. Á hestaöldinni var oftast farfð austur um Hungurskarð, Hungurfit, Reiðskarð og á- fram austur á Krók. Þar er vað á Markarfljóti, að viisu nokkuð viðsjálft, því að botn- inn er skoróttur. Skammt of- an við vaðið fellur fttjótið svo þröngt, að aúðvelt er að hoppa þar yfir, þegar lítið er í. Þama er brúað með flekum og féð rekið yfir 1 göngum. Markarfljót á upptök sín norðan og vestan í Hrafn- timnuskarði. Fyrst kraekir það norðurfyrir Hrafntinnuhraun eftir Austur- og Vestur- Reykjadölum, og rennur svo fast austanundir Laufafelli. Síðan suðúr á milli Sátu og Faxa allt súður á Krók. Þar sveigir það til norðausturs og krækir norður og austur fyrir Stóra-Grænafjall og fellur um þröng gljúfur norðaustan undir fjalilinu. Þjóðsagan seg- ir, að þaT hafi Torfi nobkur hlaupið yfir með brúði síma, og heitir þar síðan Torfa- hlaup. Um þétta má lesa í Huld og ritum Brynjólfs á Minna-Núpi. Ég hefi ekki séð Torfahlaup, en eftir myndum að daema hefir þetta veri'ð allglæfralegt stökk hjá hon- um Torfa. Þarna er talið á- gætt stæði fyrir göngu.brú yfir Markarfljót og mundi s-lí'k brú auðvelda mjög gönguferð- ir milli Tindfjalla- og Torfa- jökulssvæðamna. Vonandi verður brúin að veruleika, og vonandi hætta íslendingar ekki alvag að nenna að garnga. Á bílum hefir verið ekið austur á Krók, én sú lefð hef ir þó ekki verið rudd enn sem komið er. Á Hungurfit er nýtt og gott leitarmannahús. Áin Hvítrmaga kemur úr Tindfjalilajökli og rennur austur um Hungurfit, Reið- Skarð og i Markarfljót á Krók. Á uppdrætti íslands er hún sumstaðar ranglega nefnd Torfakvísl. Nafnaruglimgur virðist nokkuð algengur á þessu svæði. Bílvegur austur í Hvann- gil var lagaður fyrir nokkr- um árum og má teljast ágæt- ur fyrir tveggja-drifa bíla. Þessi leið verður þó vanalega ekki fær fyrr en kemur fram í júií. Austan Kerlingafjalla er sveigt til norðausturs um Rangárbotna að Laufafelli. Þar skiptast leiðir enn. Ef ekið er til norðurs með Laufa felli að vestan opnast miklir möguleikar. Þetta var fyrst gert fyrir tveim árum af nokkrum jeppamönmuim, sem seinna koma við sögu. Tiltölu lega auðvelt er að aka um Vestur- og Austur-Reykjadali inn á svæðið miHi Landmanna lauga og Hrafntinnuskers og jafnvel upp á Hrafntinnusker. Á þessu svæði eru víða renni- sléttir og hai*ðir líparítmelar, og sjálfgerðir filiugvellir, þegar þurrt er orðið seinnihluta sum ars. Það er ákafilega girnilegt fyrir ferðafólk að koma í Hrafntinnusker. Vestan í því er eitt mesta hverasvæði lands ins og víða stórir íshellar, gangar og hvelfingar. Af Hrafntinnuskeri er líka á- gætt útsýni í allar áttir, enda er það 1128 metra yfir sjó. TillvaMð er að hafa bæki- stöð á bökikum Markarfljóts í Austur-Reykjadölum, og fara þa'ðan leiðangra í allar áttir, akandi eða gangandi. Aúðvelt er till dæmis að kom- ast bakdyramegin að Brenni- S'teinisöldu, Mtskirúðugaista fjalli á íslandi. Þaðan er stutt að ganga í Landmannalaugar. Einnig má fara austur með Stóra-Hamragili og Hattveri, allt austur að Þrengslum I Jökulgilinu. í Hattveri eða ná grenni er taHð, að Torfi í Klofa hafi hafzt við með liði S'ínu, þegar síðari plágan geysaði árið 1493, eins og frá segir í Þjóðsögum Jóns Árna sonar. Auðvelt er einnig að komast að Stórahver og á Háöldu. Úr Austur-Reykjadöl um er stutt að aka norður yfir hálsinn vestan Litla-Mógils- höfða og á Landmannaleið hjá Sátubarni. Sé þessi leið ekin suður yfir, getur oft verið þungt fyrir bílana í vikur- brekkunni norðan í hálsinum. Af hálsinum er stutt að ganga á Litla-Mógilsihöfða, en af hanuim er einstaklega gott út- sýni, jafnvel enn betra ©n af sjálfum Loðmundi. En hverf- um nú aftur að Laufiafelli. Suðvestan undir fjallinu er- um við í tæplega 700 metra hæð, og er því ekki nema um 500 metra hæ'ðarmunur á veg- inum og Laufafelli. Að vísu er fjallið miikið um siig og fremur flatt að ofan, svo að hel'Zt þarf að ganga fram á brúnir til að njóta útsýnis. Sarot er sjálfsagt að ganga á fjallið ef tími vinnst til. Sunnan Laufafells liiggur vegurinn um dal eða skarð, sem hallar til austurs, og er þar mjög stórbrotið landslag. Hraunspýja hefir gubbasit út vestast í skarðinu og mikill hluti hennar falli'ð austur á báginn. Er það mjög úfið ag allt í dröngum. Lítið stöðu- vatn er þarna undir Laufa- fielli, og meðfram hra'uninu rennuT lækur milili gras og mosavaxinna bakika. Þarna er gott að tjalda. Til austurs opnast nú út- sýni, vítt og fagurt, og blasa fyrst við manni Kaldaklofs- fjöll. Rétt austanundir LaufafelM komum við að Markarfljóti, sem venjulega er ekki ýkja vatnsmikið þarna eða erfitt Hungurfit yfirferðar, enda fáar stórár komnar í það. Austan fljóts- ins eru rennisléttir líparítmel- ar, sem Launfitarsandur nefn- ist, og er þar sjálfiger'ður flug völlur. Þaðan er stutt austur í Grashaga, sem er vel fallinn til bækistöðvar. Á öllu þessu svæði er græni liturinn áiber- andi, en stafar fremur af mosa gróðri en grasi. Úr Grashaga er auðveld ganga á Kalda- felofsfjöll, þótt reyndar megi aka af Launfitarsandi með- fram Ljósá í 700 metra hæð. Leiðin liggur upp Jökultung- Ur sunnan gilja og er mjög auðfarin, éins og áður er sagt. Nökkrir hverir ertt við jökulröndina, og myndast þar stórir íshellar eins og í Hrafn tinnuskeri. Af Háskerðingi er afbragðs útsýni. Hann er 1278 metrar og hæsta fjalil á þess- um slóðum. Ganga á Hásker'ð ing ætti að verða sjálfsagður liður í Fjallabaksferð, ef Háskerðingur þá farið að styttast i Hvann- gil, en þar er gó’ður áningar- staður og aftur kómið á hinn eiginlega Fjallabaksveg. Læk- ur liðast þar um siléttar mosa grundir og er tjaldstæði gott. Stóra-Súla rís brött og tign- arleg skammt suðvest'urund- an, en Ófæruhöfði og Úti- göniguhöfði byrgja sýn til Kaldakílofsfjalla og Torfajök- uls. Nýtt og gott leitarmanna hús er í Hvanngili. Úr Hvann gili liggur bílvegurinn fyrst til suðurs yfir hraunkafla og Kaldaklofskvísl, og síðan aust ur yfir Mædifellssand og nið- ur í Skaftártungu, en látum þann hluta leiðarinnar bíða að sinni. Lei'ð þessi var fyrst ekin árið 1948. Nokkrir menn úr Reykjavik fóru hana á 4 jeppum og komu að austan. Guðmundur frá Miðdal segir frá þeirri ferð í áðurnefndri bók sinni. Fyrir nokkrum „árum var fyrst ekið úr Hvannagili suð- ur á Emstrur, og voru nokkr- ir þeir sömu í þeirri ferð, sem annars var á vegum Ferðafié- lags íslands. Farið er yfir Kaldaklofiskvístl og Bláfjalla- kvísl. Þessar ár voru ekki mjög vatnsmiklar þá, en samt heldur slæmar yfirferðar. Eft- ir að þær falla saman heita þær Emstrukvísl, og renna í sveig nofiður og vestur fyrir Stóru-Súlu, og síðan ásamt Bratthálskvísl í Markarfljót skammt sunnan við Torfa- hlaup. Emstrukvísl er á Upp- drætti íslands ranglega nefnd Efri-Bmstruá. Efri-Emstruá er hinsvegar nökkuð slæmit vatnsfall og getur verið erfið yfirferðar. Hún er ónafn- greind á kortinu, og kemuc úr Mýrdailsjökli norðan Mó- fellanna og rennur til vest- urs í Markarfljót suður af Stóra-Grænaf j alli. Efitir að yfir Efri-Emstruá er komið, er greið og torfæru- laus leið um sanda, súður á milli Stórkonufelis og Hatt- fells að Syðri-Emstruá eða Neðri Emstruá, sem er foraðs vatnsfall. Hún kemur úr Entu jökli og rennur stutta leið í Markarfljót. Aðalvatnsmagn- ið kemur undan jökiinum norðarlega og rennur fyrst til suðurs með jökulröndinni en sveigir svo til vesturs og fell- ur um djúpt giil og gljúfur í Markarfljót. Stundum er hægt að váða hana skammt frá jökl inum, en annars verður að fara hana á jökli. Samt hefir verið ekið yfir þetta vatns- fall, og gerðu það nókkrir af fyrrnefndum jeppamönn- um. Fóru þeir úr Hvanngili í Framhald á bls. 21. þess er nolfekur kostur. Mikil litadýrð er líka í Ljósérgilj- um. Ef ganga skal á Hrafntinnu skér að sunnan er bezt að fara upp Ljósártungur vest- an Ljósárgilja. Væri þá auð- velt að ganga áfram í Laugar, og stefna á Brennisiteinsöldu, (Myndir Þorst. Jósefsson) þegar komið er norður a.f skerinu. Þessa leið má fara á 8—10 tímurn. Einnig má gacga sunnan Kaldafelofsfjalla um Þvergil, Kaldaklof og svo út Jökulgil, eða jaínvel yfir Háskerðing jog niður í Jökulgil og svo í Laug ar. JökuilgilsVvíslina verður þá að vaða 10 til 15-sinnum fram gilið. Torfakvísl kemur úr Kaldaiklofsfjöllum og renn ur austan Grashaga og Sátu í Markarfljót við Torfahlaup. Hún er lítið vatnsfall og enginn fararlálmi. Vegurinn liggur um Álftaskarð milli Torfatinda og norðan við Álfta vatn. í Álftavatni varð mann- skaði fyrir alllöngu síðan, en þangað var áður sótt til Álfta veiða. Guðmiundur Einarsson frá Miðdal segir frá þeim at- burði í lýsingu sinni á þessu svæði í Árbók Ferðafélags íslands 1960. Austan við Álfta vatn er svo Brattháls og er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.