Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 19
SunnudagtB* 11. júlí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 19 N auðungaruppboB sem auglýst var í 133., 135. og 137. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1965 á hluta í húseigninni nr. 76 við Miðtún, hér í borg, þingl. eign Þorsteins Arnar Þorsteinssonar, fer* fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudag'inn 15. júlí 1965, kl. 3 Vz síðdegis. Borgarfógetaembættið í Keykjavík. Útboð Óskað er eftir tilboðum í sölu á borðbúnaði, eldhús- áhöldum o.fl. (leir- og stálvörum) fyrir Borgar- sjúkrahúsið í Fcssvogi. Útboðsiýsinga má vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8 INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVÍKURBORGAR. ALCO reykjorpípur ALCO allra val. Vandlátir velja ALCO. ALCO reykjarpípan mælir með sér sjálf. Mjög hagstætt verð. Verzlunin ÞÖLL Veltusundi 3. Gegnt Hótel ísland, bifreiðastæðinu. Sími 10775. THRIGE Rafmótorar — fyrirli’ggj andi — 1 fasa og 3 fasa 220/380 V. 50 rið. Einnig RAFMAGNSTALÍUR fyrir 200 — 500 — 1000 kg. þunga. [ U D\ ;to riG 1 RR J 3L. J Tæknideild sími 1-1620 Hin upprunalega norska gummibeifa Heildsala — Smásala VERZLUN O. ELLINGSEN HF. Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins. - Á ferðasJóðum Framhald af bls. 23 Þórsmörk, og var það vel af sér vikið. Það er vel þess virði að koma að Syðri-Emstruá og Markarfljóti, þar sem þessar ár falla saman. Markarfljót rennur þarna í stórfenglegu og hrikalegu gljúfri, og ætti eng- inn, sem þessa leið fer, að sleppa því að fara fram á gljúfurbanminn. Ekki er mikill gróður á Emstrum, en samt trónir Hatt fell þar grænt upp eftir öllu. Það virðist sæmilega auðvelt uppgöngu að sunnan og norð- an en þaðan hlýtur að vera stórfenglegt útsýni til allra átta, enda er það miðsvæðis í þessum mikla jöklahring, og engin nærliggjandi fjöll, sem skyggja á það. Markarfljóts- gljúfur og Hattfell gera Emstruferð mjög eftirsóknar- verða, svo ekki sé minnst á hina stórfenglegu Entugjá í Mýrdalsjökli.. Á uppdrætti íslands í mæli kvarðanum 1/100 þúsund er Hattfell ranglega nefnt Stór- konufell, en hið rétta Stór- konufell er hins vegar eitt af Mófellunum austan við Hatt- fell. Ég hef hér drepið á ýmsar leiðir og möguleika á Fjalla- baksvegi og nágrenni, enda þótt mörgu sé eðlilega sleppt í stuttu máli. Nánari lýsingar má finna í Árbók Ferðafélags Islands 1960, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, en sú bók fjallar um suðurjökla Og svæðið milli þeirra. Einnig er ráðlagt að lesa lýsingu Pálma Hannessonar á Landmanna- leið í Árbók Ferðafélagsins 1933 eða í bók hans: Frá óbyggðum. Þann 17. júlí n.k. og um verzlunarmannahelgina ráð- gerir Ferðafélagið ferð á þess ar slóðir og gefst þá vonandi tækifæri til að ganga á Stóru- Súlu eða jafnvel sjólfan Há- sikerðing. Það er tiltölulega fá- förult á þessar slóðir, en þar er samt margt skemmtilegt að sjá. Einar Þ. Guðjohnsen. Vestur-þýzkar rakvélar fyrir battarí, hentugar í ferðalög.. G.E. brauðristar G.E. rafmagnspönnux G.E. gufustraujárn G.E. venjuleg straujárn G.E. hrærivélar, verð 2050 G.E. ryksugur G.E. rafmagnseldhúsklukkur G.E. rafmagnsvekjaraklukkur sjálflýsandi Generai Electric er. heims- þekkt gæðavara. Hf. Rofmogn Vesturgötu 10. — Sími 14005. iMiitimiiiiiii 11111111111111111111111111 miiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniM I Boðorð þjóðveganna | ÉG GET EKKI látið hjá líða, að minnast dálítið á um- i ferðarmál. Fyrir skömmu ók ég í bifreið um þvert | Frakkland, frá Perigeux til Nice. Á leiðinni urðum við í vitni að ótal slysum, smærri og stærri. Kramdir bílar i lágu eins- og hráviði á vegunum, ólöglegar hrúgur Í stáls og glers, en þeir, sem í bílunum höfðu setið, | særðir eða dánir. Enda þótt við æskjum af stakri var- Í kárni, var líf okkar oft og mörgum sinnum í hættu i af völdum gálausra ökumanna. Ég ’sá ekki betur en i langflestum slysa þeirra, sem við urðum vitni að, Í hefði mátt afstýra með góðu móti. Yfirleitt var um að | kenna algerlega ónauðsynlegum „aksturstilbrigðum“ í eða gáleysi. Það er mikið um umferðarmál rætt og | ritað, en ég held, að aldrei verði of mikil áherzla á Í þau lögð. Eftirfarandi þrjú boðorð finnst mér ætti að kenna | í öllum skólum, kenna þau þar til börnin kunna þau | utan að og láta hafa þau yfir á hverjum degi, unz þau | eru orðin þeim samgróin: 1. Það er glæpur að fara fram úr öðrum bíl á hæð, í beygju eða við nokkrar þær aðstæður, sem byrgja útsýn framundan. 2. Það er glæpur að fara út af réttri akrein til Í ■ þess að fara fram úr öðrum bíl. 3. Það er glæpur að stanza ekki við stöðvunar- l‘ merki eða fyrir rauðu ljósi. Þegar þeSSum þrem helztu orsökum slysa hefur | verið bægt frá, lækkar tala slysa á þjóðvegunum um | helming. Énn verða eftir ýmsar orsakir aðrar, bilanir i á vélum, slitnir hemlaborðar, sprungin dekk, en allt I slíkt gerist nú æ sjaldgæfara. Þar er líka um að saka Í aðgæzluleysi og trassaskap ökumanns, að láta ekki | athuga hemlana og hjólbarðana nógu oft. Þá eru Í ótaldir fífldjarfir fótgöngumenn og hjólreiðamenn, | sem oft tefla lífi sínu og annarra í tvísýnu af ótrúlegu Í kæruleysi. Þoka og dimma munu einnig enn halda í áfram að valda slysum. En ég ítreka það, sem ég sagði I áður, að ef menn hlýða ofangreindum þrem boðorðúm Í þjóðveganna, er verstu hættunum bægt frá. Hvers vegna skyldu svo margir ekumenn þrjózk- Í ast við að hlýða settum reglum um umferðina og verða í með því móti bæði drápsmenn saklausra og fórnar- Í lömb sjálfra sín í umferðarslysum á vegum úti? Yfir- Í leitt þekkja þeir ekki sem skyldi umferðarreglurnar Í og jafnvel þó svo megi heita, að þeir kunni þær, erú Í þær þeim ekki svo tamar sem verið hefði, ef þeir hefðu | farið með þær á hverjum degi þegar þeir voru börn Í að aldri.' Hroki, gikksháttur og fíflska eru líka oft orsök Í slysa í umferðinni,-Það er ekki óalgengt, að s?á öku- Í mann á litlum bíl þjösnast á honum eftir þjóðvegun- | um rétt eins og hann ætlaðist til að sá litli skilaði Í sömu afköstum og stærri og aflmeiri bifreiðir. Hann | reynir kannski að fara fram úr án þess að hafa til þess Í vélarafl og er svo allt í einu staddur á rangri akrein. | Slíka flónsku er erfitt að fyrirgefa fullorðnum manni. Þá eru það barnungir piltarnir, sem setjast undir I stýri í fyrsta eða annað sinn, hugfangnir af valdi sínu í" og mætti. Ég sé enn fyrir hugskotssjónum mér rauð- | hærða strákinn, sem engu munaði að dræpi farþega í þriggja bíla í einu, með því að skjóta sér allt í einu i vinstra megin við stóran bandarískan bíl, sem var að Í fara fram úr okkar bíl. Þessi ungi glæpamaður var svo | heppinn að sleppa framhjá, þótt með naumindum Í væri, og svo ánægður var hann með sjálfan sig og f hrifinn af þessu „afreki“ sínu, að hann mátti til með Í að snúa sér við — og fremja þar með annan glæpinn I til, því hvað getur ekki komið fyrir þegar ökumaður Í bíls á hraðri ferð horfir aftur fyrir sig í stað þess að | horfa fram á veginn? — til þess að fullvissa sig um að Í þessi einstæða leikni hans hefði nú ekki farið framhjá | ökumanninum á bandaríska bílnum. Þá er og ótalið eitt enn, sem árlega veldur fjölda | slysa, en það er það, þegar ökumenn hafa í svo mörgu Í að snúast meðan þeir sitja undir stýri, að þeir gefa eér | eiginlega ekki tíma til að aka, bara halda í stýrið. Ég Í lái það ekki ungum manni, sem situr með stúlkuna É sína í fanginu að hann sjái ekki rétt vel það sem fram- | undan er. Margir hafa farið yfir á rauðu ljósi og haft I til þess minni ástæðu. En — ökumannssætið er ekki | heppilegt til slíkra hluta og ekki vegur að sinna hvoru 1 tveggja í einu, stúlkunni sinni og fartartækinu. Annað | verður að ganga fyrir — en hvort, það er álitamál. En of hraður akstur kann heldur ekki góðri lukku 1 að stýra. Sjaldan er flas til farnaðar, sagði gamla kon- | an og hafði þó aldrei upp í bifreið komið. Sá, sem er | seinn fyrir, teflir oft á tvær hættur, gleyminn á þá § gagnmerku staðreynd, að það er betra að komast á | áfangastað ögn- síðar og heill á húfi, en að komast i þangað alls ekki. ■'.71 ill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.