Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 21
Sunnudagur 11. ]úlf 19(55 MORCUNBLAÐIÐ 21 Þannig er gert ráð fyrir að hið nýja hverfi, Iðngarðar, sem nú er það er fullgert. að rísa milii Suðurlandsbrautar og Miklubrautar, líti út þegar Svttr tíl dr. Matt- híasar Jónassonar ÞVÍ miður get ég ekki tekið fullgiida afsökun dr. Matthíasar Jónassonar í Mbl. þann 19. júní í.l., og má þó af henni sjá, að honom þykir ekki heiður að þvi, sem ég sakaði hann um. — Dr. Matthías segir, að hann hafi í umræddum bókarkafla sínum ekki átt við neinn sérstakan mann. En hversvegna er hann þar þá að tala um, að „íbúar þessa kalda lands“ hafi ekki orðið svo afskiptir að eignast engan 'spámann? Er hægt að skilja það öðruvísi en svo, að hann eigi þar við einhvern sér- stakan mann íslenzkan? Og hver væri svo sá spámaður íslenzk- ur, sem taia mætti um, að boð- ið hafi „þjóð sinni upphefð for- ystuhlutverksins, að opna mann- kyninu óþrotlegan lífveg yfir stjörnur og vetrarbrautir"? Ég er ekki sá eini, sem þykist ekki geta betur séð en að hér hafi þrátt fyrir heldur fáránlegt orða lag, verið átt við ákveðinn ís- lending, þ.e. dr. Helga Pjeturss, 6em að vísu var ekki spámaður íyrst og fremst, heldur maður, sem rétt er að segja að unnið hafi vísindastörf á brautryðjandi hátt. Dr. Matthías segir, í svari sínu, að ég hafi í grein minni talað um þá „bilun“, sem lengi hafi þjáð dr. Helga,“ og er slíkt í góðu samræmi við afsökun hans. Mín orð voru einungis á þá leið, að svefnskortur sá, sem lengi þjáði dr. Helga, hafi orðið til þess, að hann hafi sérstaklega farið að hugleiða eðli og nauð- syn svefnsins, og er slíkt ákaf- lega eðlilegt. Það er sagt að eng- inn viti, hvað hann átt hefir fyrr en misst hefir, og þýðir það nokkurn veginn hið sama og hann fari þá fyrst að hug- leiða það. Hefir þetta, eins og dr. Helgi dró heldur enga dul á dregið úr framkvæmdamætti hans. En lesi menn það með skilningi og ekki alltof smá- smugulegu hugarfari, sem hann þrátt fyrir svefnskort sinn hefir ritað, þá munu þeir geta gengið úr skugga um, að hjá honum hefir ekki verið um að ræða þá „bilun“, sem dr. Matthías senni- lega á við og af sumum hefir verið haldið á loft. Sannleikur- inn er, að í ritum dr. Helga er um.að ræða ljósari hugsun og í sumum greinum meira raunsæi en fundið verður í ritum nokk- urs íslendings annars honum samtíma, og sný ég ekki aftur með það, að dr. Matthíasi og ýmsum öðrum hefði betur tek- izt við sumt, ef þeir hefðu haft sjálfstæði og þor til að færa sér það í nyt. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum Góður heyskapur BÆ, Höfðaströnd, 8. júní. — Undanfarna daga hefur heyþurrk ur verið með ágætum hér í firð- inum. Flestir bændur eru byrjað- ir heyskap og hafa náð inn eftir •hendinni. Þó er í Fljótum og Sléttuhlíð ekki byrjað vegna Slæmrar sprettu. Á Hofsósi hefur verið ágæt vinna við nýtingu sjávarafurða. Aðeins eitt frystihús er á staðn- um og þar leggja upp 4 bátar. Þeir hafa aflað sæmilega fram að þ^su, en afli er nú að tregð- ast. Mér er sagt að konur, sem vinna við frystihúsið, hafi haft um 4000 kr. á viku undanfarið. Heilsufar er ágætt í héraðinu. ÞAÐ LENGIR STUTTA SUMARFRIIf) EF FARIÐ ER MEÐ HINUM FULLKOMNU ÞOTUM PAN AMERICAN. . Vinsælustu þotu-ferðirnar í dag eru þessar: j NEW YORK 21 dags fargjald) Kr. 8.044,00 báðar leiðir. MIAMI, FLORIDA (21 dags fargjald) Kr. 12,393,00 báðar leiðir. í sumar er loks hægt að fara til Kaupmannahafnar og annarra borga á Norðurlöndum með þotum Pan American og SAS — um Glasgow og Oslo. Leitið upplýsinga hjá okkur. Látið okkur skipuleggja ferðina. Aðalumboð á íslandi: G. Helgason & Melsted hf. Hafnarstrœti 19 Símar 10275 11644 Árekstiir á Akranesi FAUTAMIKILL árekstur varð í dag kl. 16.10 fyrir framan kirkj- una, á milli E-5 og E-664. E-5 ók niður Skólabraut,. en E-664 kom niður Laugarbrekku og beygði fyrir kirkjuna út á Skólabraut. því birtist E-5. E-664 hemlaði, en hemlar voru óvirkir og því renndi hann á E-5 eins og reiður boli á rautt klæði. Hvorugan manninn sakaði, en bílarnir stórskemmdust. — Að minnsta kosti annar bíllinn var gljáfægð ur og í tipp-topp-standi. — Oddur. Sumorleyfis- ferðii Furfuglu i juhmanuoi I. ) Vikuna 10.—18. júlí verð- ux dvalið í Landmannalaugum. Þaðan verða svo farnar göngu- ferðir um nágrennið. II. ) 17.—25. júlí hefst 9 daga ferð um Vestur-Skaftafellssýslu. í þessa f-erð er ætlaður mjöig rúm ur tími enda margt fagurra staða á leiðinni. Ekið ver’ður austur byggðir og skoðaðir helztu stað- ir á þeirri leið. Góðar horfur eru á að kömast megi að Lakagígum og verða þá teknir 3—4 dagar í þá ferð, að öðrum kosfi verður ekið austur í Núpstaðaskóg oig gengið að Grænalóni og á Súlu- • tinda. Ráðgert er að fara Fjallabaks- veg um Eldgjá á heimleiðinni. Farfuglar leggja til fæði í ferð inni og tjöld ef ós'ka’ð er. Kostnaður er áætlaður kr. 3800. Skrifstofa Farfugla að Lauf- ásvegi 41 veitir allar nánari upp- lýsingair. i STUTTU m London — Guðshús Gyð- inga í Southgate í London eyðilagðist nýverið af eldi. — Nokkuð hefur borið á því und anfarið, að eldur kæmi upp 1 synagogum og öðrum bygg- ingum Gyðinga í London og talið vera af mannavöldum. Washington — Bráðlega er rágert að senda á loft tvo froska í geimfari fullu af vatni og eiga þeir að vera fjóra daga í ferðinni. YFIR 50 ÁRA REYNSLA OUTBOARD MARINE I SMÍÐI UTANBORÐSHREYFLA ER TRYGGING YÐAR ÞEGAR ÞÉR KAUPIÐ 5 hö. 9,5 hö. kr. 12,366 kr. 19,955 EVINRUDE LAUGAVEGI 178 SlMI 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.