Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. júlí 1965 MORGUNBLAÐID 17 Römm er sú taug ' Á íslandi þurf um við ekki lengi um að litast til að sjá menn af útlendu foreldri, sem eru jafn- sannir íslendingar og þeir, sem eingöngu eiga forfeður, er dval- izt hafa hér í meira en þúsund ár. Á sama veg hefur farið fyrir flestum þeim af íslenzku bergi brotnum, sem setzt hafa að er- lendis. Þeir hafa orðið góðir þegn ar þeirrar þjóðar, sem þeir hafa dvalizt með. Slíkum mönnum er hinsvegar nokkur vandi á hönd- um, þegar þeir eru sendir sem fulltrúar heimalands síns, til þess •lands, sem þeir eru ættaðir frá. í þeim vanda hefur Bjarne Paul- son, sendiherra Danmerkur á ís- landi, nú verið í rúm 5 ár. Faðir hans var bprinn og barnfæddur á íslandi, en gerðist góður og gegn embættismaður suður við Eyrarsund. Sonur hans var alinn upp sem hreinn Dani, og hefur setíð talið sjálfan sig danskan. Vegna frábærs dugnaðar varð Frá Reykjavíkurtjörn REYKJAVIKURBREF LaugarA 10. júlí - Danir urðu að eigast einir við hann, miðað við það, sem í Dan- mörku tíðkast, ungur að árum sendiherra. Hann var þá sendur til ættlands föður síns. Hér á hann fjölda náinna skyldmenna. í gamla daga var sagt, að enginn væri spámaður í sínu föðurlandi. Það er bæði kostur og galli að vera svo tengdur landi, sem mað- ur er sendur til, eins og Bjarne Paulson er íslandi. Öllum, sem til þekkja, er ljóst, að gallana hefur hann yfirunnið og neytt kostanna eins og bezt mátti verða. Hann hefur verið virðuleg ur fulltrúi síns heimalands, sam- vizkusamur og kappsfullur, eins og eðli hans stendur til, en sam- tímis góður vinur íslands. Eng- inn hefur nokkru sinni efast um •ð hann er ágætur fulltrúi fóstur jarðar sinnar. En á honum hefur einnig sannazt, að römm er sú taug, er rekka dregur foðurtúna til. . • \næ"juríkvir ávöxtur f samskiptum Dana og íslend- Inga. frá stríðslokum 1945 hefur verið eitt erfitt viðfangsefni, lausn handritamálsins. Að henni hafa; margir góðir menn unnið. fsleridingum hefur verið þar erf- Itt um vi'k, vegna þess að þarna var úm að xseða mál, sem Danir einir geta tekið ákvörðun um. Þeir urðu að gera það upp við ajálfa sig, hvort þeir teldu rétt að láta handritin fara aftur til ís- lands. Harkaleg afskiptasemi af ísledinga hálfu var aldrei líkleg til þess að greiða fyrir því, að handritin kasmu aftur. Hinsvegar urðu ísiendingar að leitast við að vekja skilning Dana á málinu, að þessu hafa sendiherrar Islands í Danmörku látlaust unnið undan farna áratugi.' Dr. Sigurður Nor- dal var vaiinn til sendiherra- •tarísins með þetta íyrir augum. Eins og Vænta mátti, vann hann i þyí ómetarilegt verk auðriaðlst þó ekki að'færa ávöxt iðju sinnar í hús. Eftirmaður hans, Stéfán ' Jóh. Stefánsson, komast þar sýnu nær. Með sinni alkunnu iagni og óbrigðulu sam- böndum við ráðaridi danska stjórn xnálárrtérih; greiddi hann mjög fyr' ir framgangi málsins. Löggjöfin um afhendingú handritanna var •amþykkt 'í hans sendih'et-ratíð. En hiriir dörisku seridiherrá á ís- landi eiga éinnig sinn þaft f'því, hversu vel málinu þefur vegnað. Þar er einnig órofin röð þeirra manna, sem lagt hafa sig alla fram úm að leiða * þetU mál til farsællegra lykta. Því héfur nýlega verið haldið fram, að íslendingar hafi van- rækt að hafa sig nóg í frammi í þessu mikla máli. Sú kenning er furðuleg, einmitt eftir að fengin er sú lausn, sem ætla mætti að örugglega sannaði, að rétt hefur verið á málum haldið. En ætíð verða einhverjir til þess að finna að öllu því, sem gert er. Ljóst var, að ótímabær afskipti íslend- inga hlutu að spilla fyrir þeim góðviljuðu mönnum, sem vildu leysa málið okkur í hag. Við eig- um sannarlega mörgum góðum mönnum miklar þakkir að gjalda. Nöfn þeirra, sem í þeim efnum lögðu á sig mikið erfiði og settu jafnvel stjórnmálafylgi sitt í stór hættu fyrir drengskap í okkar garð, munu verða greypt í hug- um fslendinga um langan aldur. Við erum fáir, en langminnugir á það, sém okkur er gott gert. Hinu megum við gjarnan gleyma, sem misfarið hefur í skiptum okk ar við Dani. Þó er það harla lær- dómsríkf, að það er hin gamla yfirráðástétt, sem öldum saman misfór méð mál islands, er einnig nú hefur reynzt okkur verst. Þetta skaðar ekki að hafa í huga, um leið og við þokkum allri dönsku þjóðinni, því að hennar er heiðurinn af að láta ekki þessa hérra ráða lengur. Okkur tengdastir Bjarne . Paulson sagði í viðtali, við Morgunblaðið eitthvað á þá leið, að engin þjóð væri íslend- ingum tengdari én Danir. Þéttá er vissulega rétt.' Hvergi erléndis eru fléiri islenzkir námsmenn en í Danmörku. Til einskis lands kjósa íslendingar fremur að ferð- as.t en til Darimerkur. Ðönsk'blöð — ekki öll ýkja merkileg —r eru Honum me'ra lesin hér á landi en nokk- ur önnur útlend blöð. Dánska er fyrsta útlenda málið, sem íslend- ingar læra í skólum, og það, sem okkur er auðveldast ao tala — að vísu á okkar veg — ef nokkur æfing fæst. Því fer svo fjarri, að sliiin á hinum óeðlilegu stjórn- málatengslum landanná hafi orð- ið til þess að fjarlægja íslend- inga frá Dönum, að samskipti þjóðanna hafa aldrei verið báð- um jafnhagkvæm, einá óg nú, og hugur okkar til þeirra aldrei verið hlýrri. Einmitt hinn víðari . sjóndeildarhringur, sem sjálfstæð ið hefur gefið ók'kúr, hefur vakið skilning okkar á því; hvílík af- bragðsþjóð Danir eru, og hversu margt við getum af þeim lært. Þetta er svo, þótt landshættir séu þar allir aðrir en á íslandi, svo ólíkir, að Danir eiga nú sem fyrr mjög erfitt með að setja sig í okkar spor, og við ættum í mörgu fremur að leita fyrirmynda -þar sem fólkið er okkur bæði skyld- ara og landshættir líkari. Efogef Fróðlegt er að íhuga spurningu háttsetts Norðmanns, ekki alls fyrir löngu; sá er ekki stjórn- málamaður en hygginn og marg- reyndur, Hann varpaði því fram í einkasamtali við íslending, hvernig farið hefði með samband íslands og Danmerkur, ef Krist- ján X. hefði flúið undan Þjóð- verjum til íslands og setið hér á meðan á stríðinu stóð. Norðmað- urinn spurði, hvort hérvist kon- ungs mundi hafa haft áhrif á sam band landanna á þann veg, að konungdæmi hefði haldizt á ís- landi. fslendingurinn svaraði án umhugsúnar hiklaust, að svo mundi hafa farið. Ef konungur héfði hegðað sér svo, mundi hann hafa rótfest konungdæmið á ís- landi. Hann valdi hitt, sem Dön- um kom bétur, og íslendingum hefur aldrei komið til hugar að setja út á, en hlaut áð leiða til af- náms konupgsdæmis hér. Slíkar bollaleggingar eru vitanlega gjör samléga þýðingarlausar, en þó vakna ætíð upp þvílíkar spurn- ingar. Eins og þessi, sem Norðmað urinn spurði eingöngu sem hug- ardæmi, án þess að nokkuð ann- að byggi á bak við: Mundi það hafa leitt til sambands íslands og lýoregs, ef Nofegskonungur hefði sézt að á fslandi j stað Englands á striðsárunum? fslendingurinn svaraSi afiiráttárlaust neitandi. Svo mundu Senriilega allir aðrir einnig hafa gert. Þessi orðaskipti eru dæmi þess, sem Bjarne Paul- son réttilega sagði, að íslendingar eru tengdari Dönum en nokkrum öðrum. Deila um 50 eða dollara Áðúr fyrr voru það lög í Bandaríkj unum, . fgrðalangar, S|em fóru þaðan úr landi, máttu hafa héim með sér tollfrjálsar er- lendar vörur, allt að 500 dollara virði, Kennedy forseti fékk þessu breytt í sinni stjórnartíð. Um nókkurra ára bil vár upphæðin lækkuð ofan í 100 dollara. Sá fipstur hefði runnið út á þessu ári, ef ekki hefði verið að gert. Johitson fékk takmörkunina fram léngda, og vildj enn herða á ofan i 50 dollara virði. Bandarikja þing fékkst hinsvegar ekki til að lækka upphæðina úr 100 dollur- um í 50. Hærri upphæð vilja Bandaríkjamenn ekki heim- ila á tollfrjálsum innflutn- ingi ferðamanna, því að þeir telja, að slíkt mundi stofna greiðslujöfnuði sínum við aðrar þjóðir í voða. Hvað mættum við íslendingar þá segja? Við munum tímana tvenna. — Ekki alls fyrir löngu voru svo strangar gjaldeyrishömlur á þeim sem til útlanda fóru, að í fram- kvæmd nálgaðist farbann, ef al- varlega hefði verið tekið. Sumum yfirspekingum þótti þó ekki nóg að gert. Einn af helztu fjármála- forkólfum Framsóknar, sem stöðu sinni samkvæmt fór sjálfur oft á ári til útlanda, fjargviðrað- ist þá mjög yfir óhóflegum utan- landsferðum annarra íslendinga. Nú er fjárhagur landsins orðinn svo góður, að jafnvel Móðurharð- indamennirnir efna til hverr- ar utanlandsferðarinnar eftir aðra fyrir börn og ungl- inga Enginn telur slíkt eftir. En vissulega er þörf á því gagnvart öllum, sem til útlanda fara, h$ort sem er sér til skemmt unar eða stöðu sinni samkvæmt, að betur sé ■ fylgzt með því, að þeir flytji ekki inn óhóflega mik- ið af tollfrjálsum varningi. Tor- séð er, að við höfum efni á því að vera ríflegri í þeim efnum en ríkasta þjóð í heimi, Bandaríkja- menn. Gera sjálfa sig að fíflum Skoplegt ér að lesa skrif Tím- ans um það, að krafa stjórnarand stæðinga um aukafund Alþingis hafi átt þátt í því, að síldveiði- deilari leystist svo fljótt, sem raun bar yitni. Ef málið hefði vérið látið liggja, og eftir þeirri kröfu hefði verið farið, riiúndi það óleyst enn. Sennilega hefði þá þprft að biða til júlíloka, og jafnvel langt fram í ágúst, þang- að til síldveiðiflötirtn hefði látið aftur úr höfn. Skrítið er, að ó- héimskir menn skuli gera sig áð slíkum fíflum,’eins og skriffirinar Tímans gera í. þessu. Skiljanlegt er, að stjórnarandstæðingar tali um afi ríklsstjórhin hafi látið í minní pokann. Vissulega bæri nýrra við, ef þeir segðu um þetta það sem satt er, að allir höfðu sæmd af lausn deilunnar, þ.e. all- ir, sem að því unnu, að hún end- aði fljótlega. Engum getum skáí að því leitt, hversu 'mikið tjón hefði getað af henni orðið, ef að ráðum stjórnarandstæðinga hefði verið farið. Sem betur fér ér svO að sjá, að raunverulegt tjón hafi ekki orðið mikið, vegna þess að engin síldveiði hefði hvort er eð orðið þéssa daga. Hirin sýrtilegi árangur fyrir sjómenn og útgerð- armenn er hinsvegar sá, að síld- arverðið frá 10. til 15. júní hækk- aði um 9 til 10 milljónir, og flutn ingsgjald sem nam u.þ.b. 4 miilj. var fellt niður. Samtals verða þetta 13—14 milljónir króna, og geta menn reiknað út, hversu marga klukkutíma flotinn mundi vera að afla þess verðmætis, ef veruleg veiði er á annað borð. Af hverju drógust samningar við Dagsbrún? Það var fyrst í þeirri viku, sem nú er að líða, sem alvarleg- ar samningaviðræður tókust milli Dagsbrúnar og vinnuveit- enda. E.t.v. hafa hin hörmulégu veikindi Eðvarðs Sigurðssonar átt einhvern þátt í að seinka samningum. Þó hafa þau senni- lega valdið þar minna um en flestir ætla. í Hvítasunnusamn- ingunum við verkalýðssfélögin á Norður- og Austurlandi kom glögglega í ljós, að forráðamönn- um verkalýðsfélaganna, sem eru í Reykjavík og nágrenni, fannst ekkert liggja á um samningsgerð. Skýringarinnar á því var ekki langt að leita. Ekki þurfti annað en að lesa Þjóðviljann. Um þær mundir var þar skrifað dag eftir dag á þá leið, að verkalýðsfélögin ættu enga sámninga að gera. — Fullkomin ástæða er til þess að ætla, að flestir forustumenn verkalýðshreyfingarinnar hafi verið á annarri skoðun. En þeir lágu undir ofurþunga kommún- istaflokksins. Hann lagði blátt bann við því, að samningar væru gerðir. Kommabroddarnir vissu hvað þeir voru að gera. Eins og vant er, vilja þeir koma á öng- þveiti og telja, að með því geti þeir brotið niður það þjóðskipu- lag, sem þeir hatast við. Að þessu sinni töldu þeir sig hafa enn rík- ari ástæður en ella til að stunda sína þokkalegu iðju. Broddar þeirra hafa haft þá von, að ef þeir geti efnt til nógu mikils ó- friðar á vinnumarkaðinum, þá gætu þeir hindrað stóriðjufram- kvæmdir og Búrfellsvirkjun. Of- an á þetta bættist, að von var á heimsókn frá Rússlandi. Hingað áttu að koma erindrekar komm- únistaflokksins, svokallaðir „þing menn“ í Sovét-Rússlandi. Ekki var ónýtt að geta sýnt þeim vinnustöóvanir og skæruhernað í hinu isienzka „auðvaldasþjóðfé- '•■-'f-: í-'t t-r"? Þurítu tíma til a& suui frain Eiginlegir verkalýðssinnar eru stórvirkjuninni alls ekki eina fjandsamlegir og Mpskva-komm- ar. Þeir voru einnig ófúsir til þess að gera þann félagsskap, sem þeir eru ábyrgir fýrir, áð sýnis- grip fyrir hiná rtússnesku komma íeiðtoga með þeim hætti, sem línukommarnir hér vildu. En verkalýðssinnarnir höfðu ekki nægan styrk til þess, áð komá SÍnum vilja umsvifalaust fram. Þeir urðu að fara með löndum, og treystu sér' ékki til þeás að gera allsherjarsámninga i líkingu við það, sem gert var með júní- samkomulaginu í fyrra. Nú loks þegar þeir fengust til álvarlegra viðræðna komust samningar skjótlega á. Þá er miðað við 44 bíma vinnuviku í stað 45 í fyrri sa.min.gum í su.mar. Eftir Hvítasunnusamningana var ljóst að félögin hér fengjust ekki til að sernja' um irvinni vinriútíma- styttingu. Þetta eitt ræður ekki úrslitum um afkomu atvin.nuvega og að oðru leytí er grundvöllur- inn í flestu hinn sami og fyrir norðan. og austan. Vissulega er teftt á tæpasta váð um kaup- hækkánir og hljóta þó .aMir góð- viljaðir menn að fagna því, að samningar hafa tekizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.