Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 25
^ SunnuÆagtir 11. Jðlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Joiin Lindsay stórkaupmaður Minning LÁTINN er Mr. John Lindsay, stórkaupmaður hér í bænum, og verður hann lagður til hinztu hvíldar í íslenzkri mold á morg- un mánudaginn hinn 12. júlí. And iát hans bar þannig að höndum, að þau fajónin, ásamt dóttur þeirra, voru á ferðalagi sér til hvíldar og hressingar, og voru þau stödd í borginni Yittel á Vogesahálendinu í Frakklandi, er hann varð bráðkvaddur. Hér er sannarlega hægt að segja, að horfinn sé af sjónar- sviðinu stói'heiðarlegur kaup- sýslumaður, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Hann var vandaður í viðskiptum, orðheld- inn og hjálpsamur, — hafði til að bera öll beztu einkenni brezkra kaupsýslumanna. John Lindsay var skozkur að •ett, fæddur í Edinburgh hinn 8 marz 1893. Fjölskyldan var fjölmenn og voru þau níu syst- kini. Af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, elzta systirin 82ja ára og Archie fyrrv. lögregluforingi, sem komið hefir hingað 1 heim- sókn, og er vel kunnugur ís- lenzkum högum og háttum. Hefir hann orðið mörgum íslendingum að liði þar ytra. John Lindsay hélt ávalt tryggð við ættingja sína og hafði samband við þá meðan hann lifði. Eins og aðrir iandar hans, þjónaði hann í brezka hernum um skeið og var í einni herdeild riddaraliðsins — The Kings Body Guard. — Hann barðizt í heims- styrjöldinni fyrri 1914 til 1918, tók þátt í orrustunni við Ypres 1915, særðist þar, og fyrir fram- göngu sína var hann sæmdur mörgum tignar- og heiðursmerkj- um. Hann lézt því mjög s,vo nærri þeim slóðum, þar sem hann hafði faáð harðasta hríð á yngri árum. Hann kom hingað fyrst til landsins árið 1914 til fiskkaupa é Austfjörðum. Síðar er það svo að hann kemur aftur hingað ár- ið 1926, til að ganga frá sérstök- um samningum vegna fiskkaupa. Var svo til ætlast að hér yrði aðeins um þriggja vikna dvöl að ræða. En þessi dvöl varð lengri en ráðgert hafði verið, því hér ílentist hann og starfaði í nær- felt fjörutíu ár. Á árunum 1906 til 1932 hafði hann á hendi umsvifamikil fisk kaup hér á landi fyrir hið þekkta fyrirtæki Hawes & Co., Ltd., í London. Komu þá þegar í ljós í fari hans þeir frábæru eiginleik- ar hins vandaða manns — að lofa engu nema því sem hægt var að efna — og að efria allt sem lofað var; gilti þar jafnt um munnleg loforð og skriflega samninga. Síðar stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, og rak hér happasæla umboðs- og heildverzlun um margra ára skeið. John Lindsay naut hins bezta trausts margra erlendra stórfiyrirtækja, Qg hafði mörg ágæt umboð. Hann hefði vitanlega getað siglt hærra, og rekið kaupsýslu sína í stærra formi, en þar kom til greina var- kárni hans og vönduð skaphöfn. Fyrir tveim árum seldi hann svo fyrirtæki sitt, en veitti því for- stöðu til dauðadags. John Lindsay kvæntist hinn 12. nóvember 1936 hinni ágæt- ustu konu, Sigurborgu, dóttur þeirra hjóna Ólafs G. Eyjólfsson- ar stórkaupmanns, fyrsta skóla- stjóra Verzlunarskóla íslands og Jónínu Magnúsdóttur, Sigurðs- sonar, hins alþekkta bændahöfð- ingja að Grund í Eyjafirði, og standa því að henni hinar ágæt- ustu ættir. Hjónaband þeirra var farsælt, og eru börn þeirra þau John Ólafur, kvæntur Arnheiði Agnarsdóttur, og Ann Helen ó- gift heima. Á heimili þeirra hjóna var gott að koma, þar mætti manni alúð og höfðingsskapur þeirra beggja. Ég sem þessar línur rita, þekkti það af eigin raun, og er mér ljúft að minnast þeirra stunda með ánægju og þakklæti. Ég held að Jofan Lindsay hafi verið gæfumaður hér á fslandi. Hér eignaðist hann trausta og trygga eiginkonu, góða vini og bar aldrei skugga á þá vináttu. ísland reyndist honum vel; á sama hátt reyndist hann hér góð ur borgari. Hann hélt tryggð við ættland sitt, en bar ávallt hlýjan hug til íslands. Hann vann meira landkynningarstarf en flesta hefir grunað. Eftir hann liggur fjöldi greina í brezkum blöðum og tímaritum, varðandi íslenzk mál og íslenzka hagi. ann var mikilvirkur þátttakandi í félag- inu „Anglia" og vann þar bæði þjóð sinni og íslandi mikið gagn. Þegar vð kveðjum John Lind- say, þá höfum við í huga mætan og grandvaran mann, og munu þeir sakna hans lengi sem til hans þekktu. Ég og fjölskylda mín vottum eiginkcnu hans og börnum þeirra okkar innilegustu samúð. Sveinn Þórðarson. Karl Sigurðsson leikari — Minning Starfsaldur margra ísflenzikra leikara hefur reynzt sorglega stuttur og er ekki örgrannt um að erfiðum aðstæðum megi stund tim um kenna. Leikarar Leikfé- lags Reykjavíkur hafa löngum átt strangan og langan vinnu- dag, því að bæði hafa heimtað sinn tíma, listin og brauðstritið. Nú er að rofa til eitthvað, um leið og gerðar eru listrænar kröf- ur til okkar leikara sem atvinnu leikara, verður einnig að búa þeim skilyrði til að hafa atvinnu af list sinni. Þeim mun sárara er að missa nú einn úr hópnum, sjá enn einn leikarann falla fyrir aildur fram. Karl Sigurðsson var fæddur í Bolungarvík 20. nóvemiber 1919. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir Bachmann (d. 1957) og Sigurður Sófus Karlsson pípu lagningameistari, sem enn lifir. Fluttist hann með foreldrum sínum til Rvíkur þegar 1920. Hann nam iðn föður síns og stundaði hana lengst af með meistararéttindum. Hin síðustu ár starfaði hann hjá J. Þorláks- son og Norðmann. . Leikferill Karls Sigurðssonar var ekki óslitinn og hlutverkin urðu því ekki eins mörg og ætla mætti. Hann lék kornungur mik- ið méð Litla leikfélaginu, sem Sigurður Minning Fæddur 12. janúar 1882 Dáinn 6. júU 1965. í gær var til moldar borinn Sigurður Einarsson verkamaður Starhaga 14, en hann var bráð- ikvaddur að heimili sínu 6. þm„ 83 ára að aldri. Sigurður fæddist að Vindboriði á Mýrum við Horna fjörð 19. j-anúar 1882. Hann var sonur hjónanna Hólmfríðar Bjarnadóttur og Einars Sigurðs- sonar, sem litlu síðar fluttu að Hauikafelli í sömu sveit og bjuggu þa-r, unz þau fkittu austur á land um aldamótin, og nokkr- um árurn síðar fluttu þau vest- ur á Patreksfjörð. Þau hjón áttu 8 börn, 6 sonu og 2 dætur, og bjuggu við fátækt á litlu býli, sem nú er fyrir nokkru komið í eyði. Sigurður heitinn var elztur bræ'ðranna, og ha-nn fór úr for- eldralhú&um, þegar hon-um var vaxinn svo íiskur um hrygg, að hann taldi sér fært að spila á eigin spýtur. Hann fór austur á fjörðu, en á þeim árum lá þang- að leið þeirra, sem fundu að sér kreppt heima í Hornafirði. 23 ára að aldri kvæntist hann Mar- gréti Benjamínsdóttur frá Ósi í Hjaltastaðaþinghá, mætri og mikilhæfri konu. Þau hófu bú- skap í Vopnafirði og bj-uggu þar til ársins 1920. Þá fl-uttu þau til Patreksfjarðar, en þangað voru þá foreldrar hans og systkini komin. Þá hittust þeir bræðurnir 6 á ný og héldu þar hópirnn um tvo áratugi. Þeir gengu undir heitinu Kambsbræ'ður og settu svip á þorpið um skeið fyrir framtak og dugnað við sjósókn og forustu í verkalýðsmálum. Einarsson Þar stundaði Sigurður . sjó- mennsku með bræðrum sínum, en lagði jafnfram stund á önnur störf, svo sem trésmíðar og skó- smíði. Ek-ki er mér k-unnugt um, að hann hafi stundáð nám í þess- um greinum, en hann var hagur að eðlisgáfu og gekk með sannri alúð að hverju því starfi, sem hann tók sér fyrir hendu-r. Á efri árum sínum, þegar þrek var tekið að dvina, van<n hann við netahnýtingar heima hjá sér, og það voru ekki marga-r stund- ir, sem honum fél'l verk úr hendi fram til hins síðasta. Þau hjónin eignuðust 3 dætur, og andaðist ein þeirra í æsku. Fjölskyldubönd voru sterk og innileg. Ári'ð 1949 fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem þau bæði hafa nú borið beinin. Dæturnar báðar voru með þeim í heimili og dóttir annarrar þeirra. 1954 sá Sigurðu-r á bak kon-u sinni, en hann bjó áfram í skjóli dætra sinna, og son dótt- urdótturinnar tók heimMið ti-1 fósturs, og hefur ekki verið til sparað að búa hann undir lífið, svo að rætast megi draumar um manndómsríka framtfð. Sigurður Einarsson var lágur méðalmaður á hæð, en þreklega vaxinn. Hann var manna við- felldnastur i viðkynningu, fram- gangan h-ljóðilát og sameinaði létta gamansemi og alvöruþunga. Þegar í barnæskun varð lífið nokkuð harður skóli, eins og víð- ar vildi verða fyrir aldamótin síðustu, en hann lærði að brjót- ast í gegn og gera sér lífi'ð á- nægjulega vegferð. Á æsku- himni hans voru ýmsar blikur, en því meir sem á leið, varð bjartara yfir lífi hans og bjartast um lokin. Síðustu kveðjum til faans fylgir þakklæti allra, sem honum kynntust, og ástúðarsökn- uður afkomenda hans og ekki sízt litlu dótturdótturbarnanna. Gunnar Benediktsson. Véismiðfa — Verkstæði Til leigu er góð vélsmiðja í fullum rekstri í ágætum húsakynnum. Tilboð merkt: „X -f Y — 7991“ sendist Mbl. m.a. sýndi nokkur leikrita Ósk- ars Kjarta-nssonar, en m-eð Leik- félagi Reykjavíkur lék hann fyrst sem unglingur í Allt er þá þrennt er 1935. Síðar stundaði hann n-ám í leiklistarskóla Ævars R. Kvarans og lék þá á eftir allnokkur hultverk í Þjóðleik- húsinu og Iðnó, m.a. í Jóni bisk- up Arasyni, Snædrottningunni og Heilagri Jóhönnu í Þjóðleikfaús- inu og í Önnu Pétursdóttur, Segðu steininum og Gald-ra- Lofti í Iðnó. En mest kvað þó að Karli Sigurðssyni á sviðinu und- anfarin 6—7 ár, hann var þá einn hinna traustustu í leikhóp Leikfélags Reykjavíkur. Hlut- verkin voru ekki alltaf stór, en hlutverk þurfa ekki alltaf a’ð vera stór til að verða minnisstæð, sem kunnu-gt er, og hver man ekki rukkarann í Hart í ba'k, hjúið Télegin í Vanja frænda eða Pétur bónda í Ævintýri á gönguför. Hann lók líka hkit- verk Assesors Svales í sama leik riti og naut þar góðrar söng- raddar sinnar, sem og í hlut- verki jafnvægismálaráðfaerrans í Delerium búbónis. Karl hafði yndi af tónlist og lék á ýmis faljóðfæri, m.a. var hann fór- göngumaður að stofnun mandó- - iín hiljómsveitar, sem starfaði hér I um nok-kurt skeið við góðan orð- | stír. Síðasta hlutverk Karls var ! lögreglu-stjórinn í Sú gamla kem- | ur í heimsókn eftir Dúrrenmatt. Karl átti góðan og virkan þótt í starfi Leikfélags Reykjaví-kur | hin síðust-u ár. Haain var vara- ritari félagsins og tók oft sæti 1 leikfaúsráði sem varamaður. Han-n i vár og iðulega í hópi prófdóm- i ara í leiklistarskóla félagsins. Og j hann átti sæti í samninganefnd Féla-gs ísl. leikara. öll þessi störf rækti hann af látlausum áfauga, en-da var honu-m velferð Leikfé- lags ReykjEvvikur mjög hjart- fólgin. Ha-nn var tillögugóðui maður, sem hugsaði vandlega favert m-ál, ósérfalífinn og greið- vikinn og óvenjulega ósíngja-rn maður, hreinskilinn og tryggur. Engan veit ég, sem ekki varð hlýtt ti-1 han-s við kyn-ningu, en yfirlætisleysi han-s var á þa-nn veg, að ekki M í augu-m uppi favers virði hann var Leikfélag- inu á sviði og utan. Hann vai drengur góðu-r og á minning faans feilur enginn skugigi. EftirHfandi konu hans, önnu Sigurðardóttur, votta ég samúð mína og annara vina hans i Iðnó, svo og föður hans og börnum hans sex. Sveinn Einarsson. AlLTAf FiÚlCAR VOLKSWAGEh VOLKSWAGEN tlCEBH 1965 UPPSELD IaiUMiiiiiiii _ HEKLA hfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.