Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. júlí 1965 KAMPAKÁTIR ríða smalarnir að heiman í morgunsárið og stefna úr byggð, því að í dag á að smala til rúnings. Það er kom spretta úr spori um leið og rið- ið við á bsejunum og látið ið er í hlað. Öðru hverju æja menn ögn og leyfa hestunum að grípa niður, ekkert liggur á; framundan er heitur júlídagur og sumarnótt björt og hlý. Við þeysum að efsta bænum, þar sem bóndi stendur fyrir dyr um úti ásamt sveinum sínum og býður góðan dag. Og við látum svo sem á okkur sé asi og okkur sé mest í mun að tefja ekki frek- ar, heldur stefna til heiða. En bóndi sér gegnum ólíkindalætin og byður okkur að ganga til eldhúss, þar sem rjúkandi kaffi er á könnunni. Húsfreyja segir, að hér sé varla manni inn bjóð- andi í svo skuggalega og ótízku- lega vistarveru, en við eyðum því af kurteisi. — Einhver er að tuldra úti við vegg, og mér verð- ur litið að litlum glugganum, sem horfir við norðri, og sé upp í heiðan himininn. Nú heyri ég, að það er hundurinn minn, sem er éítthvað að muldra í barm sér. Hann er forvitri og geltir aldrei að fé, sízt í smalamennsK- um. Hundurinn segir ,að hér sé gott að koma. Hann segir, að þetta sé bezta eldhúsið, sem hann hafi komið í á ævi sinm, — og ef ég héldi að þú rnættii missa mig, mundi ég vilja eiga hérna heima. Hér hafa fleiri stoltir hundar þegið bita en í öðr um eldhúsum, segir hann. Um- ræðuefni eru óþrjótandi. (Dýr- bitið lamb fannst í heimahögum í gær. Sumir óttast, að hundur- inn hafi sloppið, þegar refaskytt an vann grenið hérna uppi í urð um á dögunum). En það er ekki til setu boðið. Og nú eru allir, sem von er á, komnir í einn hóp. Flestir hafa tvo til reiðar og skipta hérna um hest. Menn ríða léttan, þó að öll leiðin sé á fótinn. Á kögunarhóli, sem víðsýnt er af, æja smalamenn saman í sein- asta sinn, en fjallkóngurinn geng ur snertispöl frá öðrum og er hugsi; það er komið að þeirri mikilvægu stund, að skipt verði í leitír. Bezt væri að losna við að fara upp, eins og þeir kalla það. Þeir, sem ganga á fjallið og eru efstir, verða að skiljast við reið- skjótana. í dag verður heitt þar uppi og féð latrækt. Þá væri betra að halda sig í námunda við klárana. Hingað til hefur ekki verið farið að neinu óðslega, engu lík- ara en þegar skákmaður er að þreifa fyrir sér í upphafi tafls. Leitarmenn hafa hver um sig velt deginum fyrir sér eins og efni- við, sem þeir skuli nokkuð smíða úr. Þeir hafa þuklað hann og farið um hann höndum á ýmsa vegu, þefað af honum og leitt hann augum frá öllum hliðum. Þetta gjöra þeir af mikilli leikni, án áraunar, án þess að veita þvi sérstaka athygli. Að baki hafa þeir reynslu af morgnum þúsund ára í þessu landi. Leitarmenn hverfa hver í sína áttina, og rokið er út í buskann kankvíslegt skeytingarleysi morg unsins. Frá þeirri stund, að skipt hefur verið í leitir, hefur hver gangnamanna ófrávíkjanlegt hlut verk eftir reglum, sem hafa gilt í mörg hundruð ár. Og það er fjallkóngsins að sjá um, að þeir hlíti þeim meginreglum, sem sett ar voru í öndverðu. Við Snati geysumst um holt og móa, mosaþembur, hraunbreið- ur og mýrasund. Mest er gleði okkar þar sem fjalldrapinn vex. Þá er ekki um annað að gjöra en skreppa af baki, ná sér í kvist og stinga upp í sig. Eða þá sortu- lyngsbekkurnar, enginn stenzt eggjunarorð þeirra; rammur safi þeirra veldur stórflóðum í lend- um munnvatnskirtilsins. Alls stað ar dunar af lifi, jafnvel mýflug- an hefur slæðzt upp eftir. En skemmtilegasti íbúi heiðarinnar þykir okkur Snata þó rjúpukarr- inn, sem öðru hverju sprettur upp rétt undan hófum hestanna og ropar ákaflega. Snata.finnst eðlileg kurteisi að skokka snuðrandi í humátt eftir honum, Gjarnan má hann eiga okkur að, þegar vetrar, ef hann skyldi þá slæðast heim að túngarði hvítur með loðnar tær. 1 dag ber rauðan kamb hans við brúnt lyngið. Að óvörum stöndum við and- spænis símalínunni, og hún trufl- ar okkur andartak i hugrenning- um smalamennskunnar, komin með skilaboð um langan veg, alla leið úr byggð einverunnar í fjöl- býli afréttarins. í dag höfum við engan tíma til að leggja eyrað að símastaurunum, hrjúfum eftir gadda klifurskónna, og hlera þar eftir fjarlægum röddum eins og forðum. Og til allrar hamingju komumst við í ham gangnamanns ins óðara aftur — svo Sem þrjá faðma frá staurunum liggja skin in bein í grárri mosaþembu. Þetta þarf nákvæmrar athugun- ar við. Þessar rytjur sýnast vera af þrevetlu eftir hornunum að dséma. Ef marka má ullartjás- urnar, hefur hún orðið hér til fyrir svo sem tveimur árum. Um eyrnamark er ekki að ræða fram ar, og brennimarkið er veðrað og ólæsilegt. Eftir að hafa stumrað hæfilega lengi yfir skininni beina • Er bezta æskufólk Evrópu á íslandi? Nýiega er komin út bók, sem fjallar um evrópska æska (Anthony Kerr: Youth of Europe) og ýmiss konar vanda mál hennar. Velvakandi hefur ekki séð bókina, en lesið rit- dóm-um hana. Er bókinni hælt um marga hluti, en heldur þyk- ir gagnrynandanum hún þó yfirborðsleg og _ höfundurinn stundum einfaldur. Mikið er fjallað um æskulýðsvanda- mál nútímans, það er óstýri- læti og illa hegðirn unglinga og afbrot þeirra. Segir gagnrýn- andinn, að þetta vandamál eigi sér hvarvetna stað, þar sein heil kynslóð ungs fólks hafi vaxið upp með mikinn eyðslu- eyri handa á milli og án ábyrgð grindinni held ég áfram að hóa og Snati að snuðra milli þúfna. En þegar minnst vonum varir, verður á leið okkar reisuleg hundaþúfa, græn í lituum mel- hól, og hún tekur fanginn hug rakkans um sinn, enda sýnir hann henni alla virðingu af háttvisi þess hunds, sem er hreinræktaður íslendingur að langfeðga tali. Við keppumst við að láta ekki hlut okkar eftir liggja, en jafn- framt gefum við nánar gætur að smölunum, sem eru næstir okk- ur á báðar hendur, því að eftir þeim verðum við að haga okk- ur, hversu hratt við rekum fram. Við og við heyrum við þá hóa, og einu sinni heyrðist okkur ekki betur en sá til vinstri syngi hástöfum: Inn milli fjall- anna hér á ég heima / hér liggja smaladrengsins léttu spor. Líður að nóni. Fjárhóparnir þéttast og stækka. Við rekumst ekki framar á eina og eina lambá á stangli rjátla makinda- artilfinningar. Slíka æsku sé óhjákværnilega að finna í hin- um háþróuðu iðnaðarlöndum undantekningar finnist segir gagnrýnandi. Til dæmis sé lítið um afbrot unglinga í hinu auðuga Svisslandi. Ástæðan sé sú» að þjóðfélagið þar hafi lengi verið í sömu skorðum, samfast og sjálfu sér sam- kvæmt. En slíkar undantekn- ingar séu aðeins til að undir- strika regluna. Jafnvel SvissL verði að ienda í öðru sæti fyrir Paradís norðursins, Islandi, landi jafnréttis, bræðralags og frjálsræðis. Á fslandi virðast — segir gagnrýnandi, engin vanda mál vera tiL, hvorki í sambandi við æskuna né annað. Þar þurfi engir að líða sálarkvalir vegna hinnar hræðilegu, ensku lega fjárgötur, sem hlykkjast um holt og móa tæplega spann- arbreiðar. Fasmiklir • hópar steypa sér hver af öðrum í breiða elfi fjársafnsins, sem Dyltist fram hægt og þungt. Hér er ær í ullarhafti. Við náðum henn á svipstundu og bregðum sjálfskeiðungnum á haftið. En það ætlar ekki að ganga greið- lega að losa það af hægri aftur- fæti, þar sem það hefur skorizt inn í bein. Sinar virðast þó vera óskaddaðar, svo að líklega fær hún fótinn aftur. Mikið anzi er hún hölt greyið. Frjálsræðið hef ur orðið henni nokkuð dýrkeypt, segir eigandinn og tekur í nefið. Þegar komið er til réttar, keyr ir hundgáin, fárjarmurinn og há- reysti smalanna um þverbak. Eng inn liggur á liði sínu. Og þó að nokkur lömb og einn eða tveir gemlingar sleppi við fyrstu at- rennu, hefir tekizt að reka allt safnið í gerðið fyrr én varir, enda eru krakkar og aðrir, sem komn- ir eru í réttina, ólatir að leggja fram lið sitt. Smalamenn bera saman bækur sínar, nokkrar kindur hafa slopp ið, einhverjar orðið milli gangna, tvær gefizt upp undir þykku reyf inu. Heimamenn spyrja tíðinda, og það er skrafað og skeggrætt. stéttaskiptingar, vegna þess að þar eru engar stéttir til, sem hægt er að tilheyra. Þar er ekkert seningasnobberi, vegna þess að svo að segja allir hafi 600—1200 sterlingspunda tekj- ur á ári (72 — 144 þús. kr.) Enginn munur sé gerður á mönnum eftir ætterni og upp- runa, því að allir íslendingar eigi svipaðar ættartölur, sem raktar eru til Jóns biskups Arasonar, en hann var sam- nefndur faðir þjóðar sinnar (nefndur Job Aranson í enska textanum). íslendingar eiga sér engin vandamál vegna lausa- leiksbama, segir gagnrýnand- inn enn, því að í landi þeirra ríkir ánægjulegt lauslæti sem allir eru ánægðir með („happy promiscuity“) meðal unglinga, sem geri það að verk- En nú er ekki beðið boðanna. Smalar gleypa í sig einhvern bita, svo fara allir að rýja, sem vettlingi geta valdið. Ómerking- ar eru leitaðir uppi og þeir dregn ir sér í dilk. Þeir, sem misstu óbornar ær út í vor, svipast um eftir þeim stinga þeim inn í dilk- inn til ómerkinganna. Ýmsir fjár margir og liðfáir rýja næturlangt og þá má stundum sjá vinnulega hönd grípa um lúið bak, er dreg- ur að morgni. Að aflíðandi óttu eru æmar rúnar og lembdar og undarlega kyrrt yfir þessum stað, sem í gæ- kveldi kvað við af rómi manns og kindar, meðan snefsnir rakkar urruðu og buðu hver öðrum byrg inn. Og þá er að leggja hnakk á drógína og láta lötra heim. Liggur hann þá ekki þarna enh hundkvikindið og bíður herra síns. Það, sem maðurinn leitar að, finnur hann hjá hundinum, kvað skáldið. Kannski mætti líka með nokkrum sanni segja, að það, sem hundurinn leitar að, finnur hann hjá manhinum. Og þó að seinasti jarmurinn sé dáinn út við réttarvegginn, held- ur hann enn lengi áfram fyrir svefnsljóum eyrum réttarfólks og smala. Bjarni Sigurðsson. Frakkar taka ekki þátt í kjarnorku- vopnanefnd NATO París, 9. júlí, NTB. FRANSKA stjórnin hefur til- kynnt fastaráði Atlantshafs- bandalagsins að hún hafi ekki áhuga á þátttöku í kjámorku- vopnanefnd, sem í eigi sæti vam- armálaráðherrar aðildarríkjanna, en hafi á hinn bóginn ekkert á móti því að önnur aðildarríkl NATO ræði tillöguna, sem Rob- ert McNamara, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, á uppá- stunguna að. í tillögu McNamara er gert ráð fyrir a, í nefndinni sitji fjórir eða fimm varnarmála- ráðherra og skuli samræma stefnu aðildarríkjanna í kjarn- orkumálum og ræða hversu skyldi dreifa upplýsingum milli ríkjanna ef ákvörðun yrði tekin um að nota kjarnorkuvopn. um, að elztu böru hverra for- eldra séu venjulega fædd utan hjónabands. • Eru menn sammála? Fleira segir gagnrýnandi, en óneitanlega væri fróðlegt að lesa, hvað höfundur hefur annars um íslenzka æsku að segja. Það er ekki ónýtt að heyra, að ungt fólk á íslandi hagi sér bezt allra jafnaldra sinna í Evrópu og sé laust við ýmsar sálarflækjur, sem hrjá annað æskufólk. Eklu er víst, að allir lesendur Velvakanda séu þessu sam- mála, en áreiðanlegt er þó, að hin svokölluðu unglingavanda- mál og afbrot æskufólks eru em minni í sniðum hér og auð- viðráðanlegri en víðast annara staðar. Kannske er það ef því, hve stutt er síðan ungt fóik fór að vinna sér inn miklar tekjur hér á landi og hafa ráð- stöfunarrétt á fénu sjálft. Annars er það svo, að ábyrgð- artilfinning ungs fólks vex að mun, þegar það fær sjálft að ráða fé sínu og hefur nokkurt fé undir höndum, en alltaf verða einhverjir til, sem kunna ekki r.ieð það að fara. Nýtt simanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgptu 3- — Lágmúia 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.