Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 22
22 M ORC U N BL ADIÐ Sunnuo?»ur 11, jálí 1965 Hjartans þakklæti til allra, er sýndu mér hlýfaug og vináttu, á 80 ára afmæli mínu hinn 29. júní s.l. Guð blessi ykkur ölL Sigriður Friðriksdóttir, Áiftröð 3, Kópavogi. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBORG ÁRMANNSDÓTTIK verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 13. þ.m. kl. 3 e.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu ,er bent á liknarstofnanir. Skapti Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Bálför fósturmóður minnar, systur og mágkonu SIGURBJARGAR KRISTMUNÐSDÓTTUR fer fram frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 12. júlí kl. 1,30. — Blóm afbeðin. — Þeir. sem vildu minnast hennar, láti Sjálfsbjörg (félag fatiaðra og lamaðra) njóta þess. Esther Bjarnadóttir; Halldór Kristmundsson Hrefna Björnsdóttir Útför eiginmanns míns SIGURÐAR ÞORKÉLS SIGURÐSSONAR Ránargötu 9 a, fer fram frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 13. þ.m. kl. 1,30. • • Bjarney Bjamadóttir.. . Konan min ANNA STEINSEN andaðist 7. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 34 þ.m. kl. 1% e.h. Blóm og kransar afbiðjast. Fyrir hönd aðstandenda. Steinn Steinsen. Elskuleg eiginkona mín, JÓNÍNA PÁLSDÓTTIR Skipholti 38, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, miðvikudaginn 14. júlí. Athöfnin hefst klukkan 10,30 árdegis og verður henni útvarpað. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar iátnu, er bent á líknar stofnanir. Fyrir hönd barna, barnabama og tengdabarna okkar, föður hennar og systkina. Ásgeir Einarsson. Faðir okkar, afi og langafi SIGURÐUR EINARSSON Starhaga 14, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. júíí kl. 10,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Vilhelm G. Kristinsson, Sigfríður Sigurðardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Erla Wiium og fjölskylda. Eiginmaður minn KARL SIGURÐSSON leikari, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. júlí kl. 1,30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á hús- byggingarsjóð Leikféiags Reykjavíkur Minningarspjöld fást á skrifstofu L. R., hjá Eymundsson og hjá Júlíusi Bjömssyni. Fyrir hönd föður hans og barna okkar. Anna Sigurðardóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarföi eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður KRISTJÁNS JAKOBSSONAR Margrét Vigfúsdóttir, börn og tengdabörn. Hjartanlega þökkum við öllum sem auðsýndu samúð og á margvíslegan hátt heiðruðu útför eiginmanns míns, föður og bróður ARNLAUGS EINARSSONAR Túngötu 9, Sandgerði. Valgerður Jónsdóttir, Ása Amlaugsdóttir, ®g systkini. — í Hvalfirði Framhald af bls. 11. Hátt yfir höfði gnaefir Þyrill en við rætur hans er kísíl- steinsnám Sementsverk- smiðju Ríkisins. Við nemum staðar og íylgjumst með fram kvæmdunum. Tvær stór- virkar véiar eru að starfL Kísilsteinninn er sprengdur úr berginu, en síðan er hon- um ekið í vinnslustöð. Uppi á hairarinum staria tveir menn við loftknúinn bor. Þeir bora niSvtr á 11 metra dýpi, en setja svo sprengiefni í hol- umar. Á ári hverju notaT Se men+sverksmiðjan 18 tonn af kísilstemL — ★ — ‘ Skammt undan er Hval- stöðin og það er mikið uni að Vera þar þessa stundina. Strákamir á pláninu éru snar ir í snúmngum, —• það liggur við að þeír séu á sífelldum harðahlaupum. Þeir hafa gert að f jórum hvölum yfir daginn og eru að vinna að þeim síð- asta. Þetta sagði okkur ungur tanniaeknanemi, sem vinnur í hvalnum á planinu. Um nótt- ina eru þrír hvalíf væntan- legir og þá kemur annar mann skapur og heldur áfram að hlaupa. Þeir vinna á tveim- tu- vöktum dag og nótt. Allur mannskapurinn er um 80 samanlagt, mest er Um skóla- pilta, sem vinna sér hér inn drjúgan skilding yfir vertíð- ina, sem er júní júlí og ágúst. Vikulaun hvers einstaklings eru að jafnaði fimm þúsund krónur. í hömrunum fyrir ofan sátu kostgangarnir og hvíldu sig milli þess sem þeir sveimuðu yfir „veizlulx>rðinu“. Þeir sátu þarna í stórum röðum og horfðu með velþóknun á kræs ingarnar. Það er alveg áreið- anlegt, að ekki búa allir svart bakar víð svo gott viðurværi, sem svartbakarnir í Hvalfirð- inum. — ★ — Nú rennum við í hlað hjá Olíustöðinni en þar er stór og vinsæll söluskáli. Það er þröngt á þingi þar eins og endranær. Stórir fólksflutn- ingabílar eru að koma að norðan á leið til Reykjavíkur. Auðvitað þurfa þeir að koma á sama tíma og við! Eftir nokkra viðdvöl höld- um við áfram og höldum nú að Hallgrímskirkju í Saurbæ, sem var raunar fyrirheitni staðurinn, þegar við lögðum að stað í ferðalagið. Á upp- hækkuðum grasbala gnæfir þassi veglegi minnisvarði um sálmaskáldið góða. Kírkj- Schannongs minnisvarðar Bíðjið um ókeypis verðskrá Kþbenhavn 0. 0 Farimagsgade 42. an er í senn tíguleg og falleg. Degi er tekið að halla, þegar við göngum að kirkjunni, og allt er svo undarlega hljótt. Hér hafa margir nafntog- aðir klerkar setið fyrr og síð- ar, en nafn Hallgríms Péturs sonar ber að sjálfsögðu hæst. Hallgrímur hóf prestskap í Saurbæ árið 1651. Hér orti hann flest það bezta, sem eftir hann liggur. í kirkju- garðinum er afmarkaður reit- ur, þar sem segir, að gamla guðshúsið hafi staðið. Það var flutt í burtu fyrir fáum ár- um, þegar nýja kirkjan vár risin af grunni. Á næsta leitit er leiði Hallgríms Pétursson- ar. Kvöldsólin hellir gullnum geislum yfir kirkjuna á hóln- um. Álengdar stöndum við, tveir ungir menn, og þykj- umst skynja hið óumræðilega breiða djúp. sem liggur stað- fest milli andans stórmenna og ósköp venjulegs hvers- dagsíolks. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 29., 30. og 32. tbl. LögbirtingabJaðsins 1965 á hluta í húseigninni nr. 50 við Hæðargarð, hér í borg, talinn eign Sigurðar Jónssonar, fer fram eftir kröfu, Grjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfii miðvikudaginn 14. júlí 1965, kl. 3% síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1965 á hluta í húseigninni nr. 12 við Hjálmholt, hér í borg, þingl. eign Emils Hjartarsoiiar, fer frani eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Ragnars Ólafs- sonar, hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. júlí, 1965, kl. 3 síðdegjs. Borgarfógetaembæltið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 19., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1965 á húseignunum Ljósheimum 14 til 18, hér í borg, þingl. eign Ljósheima 14—18 s.f., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 15. júlí 1965, kL 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Vegna jarðarfoior JOHN LINDSAY heildsala verða skrifstofur okkar lokaðar fyrir hádegi mánudaginn 12. júlL Austurver hf. John Lindsay hf. GLASG0WI s//r /CELAWDA/R *r fIu| I i I a c fslands og þaðaít er sleirtsnar til Edinborgar, binnar fornfrœgu höfuðborgar Skotlands, sem nú er nafntoguð fyrir listahátíðina miklu ár hvert. Leiðin liggur um skozku hálöndin, bar sofa sólfáin vötn í blómlegum dölum, og hjarðir reika um lynggróin heiðalönd. — Flugfólagið flytur yður tíl Glasgow. AGLEGAR FERÐIR TIL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.