Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nokkuxt annað íslenzkt biað IRQ ElNANCnUNARGLEB 20ára reynsla hérlendis 154. tbl. — Sunnudagur 11. júlí 1965 Gerðarddmur í flugmannadeilunni Wiimufíini styltur og auka- WHBinugreiðsKur h|á flugmönnum EtR-400 flugvéla Sl. fimmtudag var gerðardómur kveðinn upp til lausnar kjara- deilu atvinnufiugmanna, en hæsti réttur hafði skipað 3 menn í gerðardóminn 12. maí sl. vegna deilu um kjör flugmanna á Rolls Roys 400 flugvélum Loft- Jeiða. Samkvæmt dóminum verða hin föstu laun flugmanna óbreytt, en þeir fá 175—350 kr. greiðslu fyrir hverja aukavinnustund og mánaðarvinnutimi þeirra styttist úr 95 stumdum í 88 stundir. I gerðadóminum segir m. a. Þegar litið er til munar þess, sem er é flugvélum þeim, sem kjara- samningurinn frá 27. maí 1964 með breytingum frá 22. júlí 1964 fjallar um, og flugvéla af gerð- inni RR-400, er ljóst að stærð, þungi og flughraði hinna síðar- nefndu gerir meiri kröfur til flug mannanna og er þetta talið valda jþeim meiri þreytu og tauga- éreynslu. Styðst slíkt við erlenda reynslu. Þykja því flugmenn á flugvélum af gerðinni RR-400 eiga rétt til skemmri starfstima við flugið og til nokkru hærri greiðslna fyrir það, en þeir aðrir flugmenn, sem kjarasamningur- inn fjailar um. Gerðardómur ákvað m. a. að Loftleiðir tryggi hverjum flug- manni þóknun fyrir 780 flug- stundir á ári, fiugstjórum greið- ist 250 kr. fyrir hverja flugstund Nóg mjólk ídag I SNEMMA í gærmorgun tókst samkomulag í kjaradeilu mjólkurfræðínga og Mjólkur- samsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna Voru samningarn ir svipaðir og samningar ann arra launþega. Mjólkurvinnslan komst í eðlilegt horf seinni hluta dags í gær og nóg mjólk er í búðum í dag. og 350 kr. fyrir hverja flogna flugstund fram yfir 70 stundir á mánuði. Aðstoðarflugmönnum skal greiða umrædda flugstunda- þóknun að háifu miðað við flug- stjóra. Föst laun á mánuði eru í fyrsta launaflokki 14.600 upp í 19.000 kr. eftir 15 ár og í öðrum iaunaflokki 12.000 upp í 14.200 eftir 6 ár. í>á eru ákvæði um hámarksflugtíma. Er þar m. a. sagt að vakttími megi að há- marki vera 180 klst. á hverjum 30 dögum, en nánari ákvæði eru um flugtímana á skemmri tíma-, bilum og í einu. T. d. þegar áætl- að er að flug milli 12—16 kist. eða vakttími verði lengri en 17 klst., þá skuli hafa þrjá flug- menn í áhöfn o. s. frv. Að lokum er tekið fram að verði breytingar á föstum mánaðalaunum flug- manna og dagpeningauppbót, þá skuli samsvarandi greiðslur til, flugmanna á flugvélum af gerð- inni RR 400 breytast í sama hlut- falii. í gerðadómi áttu sæti Svein- björn Jónsson, hæstaréttarlög- maður, Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður og Svavar Pálsson, lögg. endurskoðandi. Hondteknir við ófengisknup fyrir unglingn TVEIR menn voru handteknir fyrir utan áfengisverzlunina í Nýborg á föstudag fyrir að kaupa áfengi fyrir unglinga. Voru þeir staðnir að verki sinn í hvoru lagi, er þeir höfðu tekið við pen- ingum af 16 ára unglingum og farið inn í búðina til að kaupa áfengi fyrir þá. Sem kunnugt er má ekki selja unglingum yngri en 21 érs áfengi, og eiga þeir refsingu yfir höfði sér sem kaupa áfengi fyrir þá sem yngri eru. Nokkur brögð hafa verið að því að ménn reki slík erindi fyrir krakkana og hafa menn áður verið handteknir fyrir það. Yfirvinnubannið olli erfiðleikum við losun togaranna i Reykjaví k. Júpiter kom i gær og var strax tekið við að landa úr honum, en Togaraafgreiðsluna skorti þó m enn til verka. (Ljósm.: Gislí Gestsson). Sjá bls. 3. Ernir sjást í Skaga- firði og í Hvalfirði ÞAÐ þykir tíðindum sæta, þegar ernir sjást á stöðum, þar sem þeir hafa ekki sézt lengi, enda er arnarstofninn orðinn svo lítill að fengur er í að sjá þá. Mbl. hefur nú haft fregnir af því að ernir hafi sézt niýlega á tveimur stöð- um, í Skagafirði og í Hvalfirði. í Skagafirði hafa þeir ekki sézt í áratugi. Fréttaritari blaðsins á Sauðarkróki skýrir svo frá því. Nýlega fóru tvær grenjaskytt- ur úr Lýtingsstaðahreppi í Skaga firði að leita að grenjum fram á heiðar. Hjá eyðibýlinu Fornljóts- stöðum í Vesturdal sáu þeir allt í einu stóran og sérkennilegan fugl svífa yfir. Fóru þeir að velta því fyrir sér hvað þetta gæti verið. En nokkru seinna flaug fuglinn í nánd við þá og miklu lægra en í fyrra skiptið. Sussonno býr sig uf stoð UM miðjan dag á iaugardag var strandskipið Sussanna Reith komin að bryggju á Raufarhöfn. Var skipið að taka olíu og ætlaði að fá vistir um borð. Mannskap- ur var.til staðar og verið að búa skipið af stað í siglinguna til Reykjavikur. Gátu þeir þá fullvissað sig um að þarna var örn á ferð. Þetta þykir tíðindum sæta í Skagafirði, þar sem ekki er vitað að sést hafi til arnar í marga tugi ára. Laugardaginn 3. júlí, er ferða- fólk var á ferð eftir veginum sunnan megin Hvalfjarðar, hóf örn sig til flugs skammt frá og kom mjög lágt yfir bílinn, þann- ig að ferðafólkið gat séð hann mjög vel út um rúður báðum megin í bílnum. Og undruðust þeir hið geysimikla vængjahaf iþessa konungs fuglanna. Slys við Kaldárhöfða KLUKKAN 5 í garrmorgun valt bíll hjá Kaldárhöfða og slasaðist bilstjórinn mikið. I>etta var bíla leigubíli úr Reykjavík á leið til Þingvalla. Fór bjllinn út af og tvær veltur. Vegarbrúnin er þarna urn meter á hæð. í bílnum voru þrjár stúlkur, auk bílstjórans, og sluppu þær með skrámur. Gengu tvær stúlknanna eftir hjálp til Kald- árhöfða. Lögreglan áSelfossi kom á vettvang og var bilstjórinn íluttur til Selfoss, og þaðan á Slysavarðstofuna í Reykjavik og var sendur áfram á Landakot. Hann hafði fengið höfuðhögg og var talinn mikið meiddur. Nokkur síld á syðra svœðinu GOTT veður var á síldarmiðun- ( um í fyrrinótt og voru skipin að veiðum 130—140 mílur SA frá Gerpi eða á svipúðum slóðum og merkt var á kortinu í blað- j inu í gær. Fengu 36 skip samtals J 29.550 mál og tunnur þarna. í l gærmorgun hafði litið Verið kast I að þar og ekkert á veiðisvæð inu við Langanes. Síldarverksmiðjan á Djúpa« gær, Þetta er ný verksmiðja, sem á að bræða um 1000 mál á sólar- hring. Kambaröst var komin þangað með 200 mál, og væntan- leg voru Sunnlendingur með 800 og Sæúlfur með 700. í fyrradag voru saltaðar 400 tunnur á Raufarhöfn, en ekkert hafði borizt þar á land i gær, þegar blaðið hafði samband við fréttaritara sinn. Beyskapur að Eyri í HvaJfirði — Sjá frásögn og myndir úr Hvalfjarðarför á bls. 10 «g 1L Ljósm.: Gísli Gestsson. 70 þúsund mál komin til Eskifjarðar. Eftirfarandi síldarfréttir bárust frá fréttaritara blaðsins á Eski- firði: Á fimmtudag lönduðu á Es'kifirði þessi skip: Sigurður Bjarnason 400 mál, Höfrungur III 300, Kambaröst 300 og Þor- geir 200. Á föstudag komu Hann- es Hafstein með 1400, Ólafur Magnússon með 1200, Eldborg 1100, Oddgeir 1650, Reykjaborg 1100. í dag er kominn Páll Páls- son ÍS með 300 tunnur, sem á að athuga hvort er söltunarhæf. Og væntanleg er Súlan með 1200 mál, Guðrún GK með 800 mál. Hara þá borizt yfir 70 þús. mál til Eskifjarðar. Þessi skip tilkynntu afla í fyrrinótt: Dalatangi Þorleifur OF 300 mál, Þorlákur II 1000 mál Eiliði GK 2200 mál, Súlan BA 1200 mál, Bjartur NS Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.