Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGU NBLADIO Sunnudagur 11. júlí 1963 " landsins, hver Um hvað skyldu þeir bíl- stjórar hugsa, sem fara dag hvern tvær ferðir um Hval fjörð? — ★ — Við ökum leiðina inn með Sundum um lág grágrýtis- holt, þar sem risið hafa upp fjölmörg smáhverfi. Leiðin liggur fram hjá Korpúlfsstöð- um, því reisulega býli. Áður stóðu þarna tvö kot, Korpúlfs staðir og Blikastaðir, en á 3. tug aldarinnar urðu þau ein- Hallgrímskirkja í Saurbæ — . á upphækkuðum grasbala gnæfir kirkjan sem veg- legur minnisvarði um sálmaskáldið góða“. vegurinn fyrir Hvalfjörð er ekinn, ef fólk aðeins hef ur augun opin og gefur um hverfinu gaum. Þorsteinn Erlingsson segir um Hval- fjörð í einu ljóða sinna, að hann hafi fátt prúðara litið og víst munu fleiri taka undir þau orð. Hvalfjörður skömmu áttum við leið um Hvalfjörð og notuðum þá tæki færið til þess að staldra við og huga að ýmsu markverðu á leiðinni. Þetta var um sum- ardag eins og þeir gerast feg- urstir hér á landi. Óhjákvæmi lega hvarflaði það að okkur þegar við Vorum komnir út fyrir borgarmörkin, hve öfug- snúið það væri, þegar menn Um tíma átti Thor Jensen Korpúlfsstaði og var þar þá um skeið stærst bú á Islandi. Reykjavíkurborg á nú Korp- úlfsstaði, eins og kunnugt er. Geldingarnes kemur brátt í ljós, en fornar sögur herma, að fálkaveiðarar konunga hafi alið þar sauði til saðnings fálkum konungs á Val'hús- hæð. 1 dalverpinu handan * - » Við Ártún ____ • ekkert er eftir, sem minnir á, að hér hafi áður verið blómlegt bú, nema ef til vill kýrnar, sem eru þarna á beit“. (Myndir: Gísli Gestsson). er einn af fegurstu f jörðum landsins. Þótt sumum þyki fjörðurinn ef til vill leggja lykkju á leiðina, hverfa slíkar hugrenningar út í veður og vind á fallegum sumardögum, þegar náttúr an skartar í öllum sínum fjölbreytileik. töluðu um „að hrista af sér borgarrykið“. Við ókum frem ur hægt með því að við ætl- uðum einu sinni að gefa okk- ur tíma til að líta í kring um okkur. Hver bifreiðin á fæt- ur annarri skauzt framúr okkur. f>að var mikil umferð þennan dag og allir áttu það sammerkt að vera að flýta sér. Margir voru án efa að leggja upp í skemmtireisu með fjöl- skylduna, en mikið var um vörúflutningabíla, olíuflutn- ingabíla og stóra fólksflutn- ingabíla. f>egar ein olíuflutningabif- reiðin skauzt fram úr okkur með ógnarhraða og skildi eftir stórt rykský á veginum, fór- um við ósjálfrátt að brjóta heilann um það, um hvað þeir bílstjórar hugsuðu, sem færu dag hvern tvær ferðir um Hvalfjörð. Skyldu þeir hugsa um kílómetra, olíu og benzín eða skyldu þeir vera alvarlega þenkjandi og hugsa um ástandið í Suður-Víet- nam? Eða skyldu þeir kannski vera að horfa á blágrýtið í Esju frá fyrri hluta tertiertíma jarðsögunnar og velta því fyr- ir sér, líkt og Helgi Pjeturs, hvort jökulurðirnar í fjallinu hafi orðið til við eldgos á jök- ultímanum. Hver veit? Lágafellshamra eða Hamra- hlíðar, eins og Reykvíkingar nefna þá yfirleitt, stendur kirkjan að Lágafelli, sem sjá má frá Reykjavík. Fyrst við minntumst á Thor Jensen hér áðan, má geta þess, að hann bjó síðast að Lágafelli. Á næsta leiti, hinum megin vegarins er Skálatún, en þar er hæli fyrir vangefin börn — og nú kemur Reykjadalur í ljós. í brekkunni við veg- inn standa nokkur hús, eitt þeirra minnir helzt á flugvél séð úr fjarskanum. f>að er nemum staðar, kaupum okk- ur benzín á bílinn og fáum okkur kaffi hjá fallegum og brosandi afgreiðslustúlkum. Við höldum fram hjá Hlé- garði, félagsheimili Kjalnes- inga, þar sem Lúdó sextett og Stefán lfeika tíðum um helgar fyrir unglingana í borginni. En auðvitað er Hlégarður fyrst og fremst miðstöð félags lífsins í sveitinni. Þarna í grenndinni er klæðaverk- smiðjan að Álafossi og sam- nefnt fosskríli í ánni að baki verksmiðjunnar, en í þessa á gengur talsvert af álum. f>arna eru líka stórbýlin Helga fell undir samnefndu felli og Syðri Reykir undir Reykja- fjalli. Mikið ber á sumarbú- stöðum en mest þó á þorpi við vinnuhæli berklasjúklinga að Reykjalundi. — ★ — Nú komum við í Kollafjörð en í botni fjarðarins stendur samnefndur bær, þar sem til- raunastöð ríkisins hefur feng- ið inni fyrir laxa og silungs- eldi. Mógilsá er þar skammt undan, kennd við lækjar- sprænu, sem fellur þar úr Esju. í gili árinnar er kalk- náma, þar sem íslendingar hugðust afla byggingarefnis til þess að bæta húsakost sinn. Kalkið var flutt til Reykjavík ur og brennt í kalkofninum, sem Kalkofnsvegur er kennd- ur við. f>ess má geta í þessu sambandi, að húsið við Lækj- argötu 10 er úr Esjukalki. Niður við sjó er malarnám, og heitir þar að Kleifum. Á mjórri vallendisræmu skammt frá ætla menn að hið forna Kjalarnesþing hafi ver- ið háð. Heitir þar Leiðvöllur, en haustþing nefndust leiðir að fornu. f>að var Þorsteinn Ingólfsson, landnámsmaður, sem stofnaði Kjalarnesþing, en það var allsherjarþing og undanfari alþingis við Öxará. Á sunnanverðu Kjalarnesi er bærinn Móar, þar sem sr. Matthías Joöhumsson hóf prestsskap, en undir fjallsrót- er ótvírætt gefið í skyn, að þar hafi staðið einhver fyrsta kirkja, sem reist var á ís- landi. Niðri við víkina stend- ur bærinn Hof. Álitið er, að Staupasteinn — hér var áður áningarstaöur. þar hafi staðið í heiðni annað stærsta hof á Islandi. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyr- ir fullri stærð þess, þar sem öll hof voru að sjálfsögðu reist úr timbri, eins og raun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.