Morgunblaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ
t
8
Sunnudagur 11. júll 1965
Er uppstokkun í
væntum í Kreml?
99
Fjórir valdamenn
týndir,, Yfingar sagðar
með Kosygin
og Brezhnef
eítir William L. Ryan
New York, 8. júlí — AP
MERKI þess að ýfingar
séu nieð umbótamönnum
og hinum íhaldssamari inn
an sovézka kommúnista-
flokksins henda nú til þess
að uppstokkun á æðstu
embættismönnum í Kreml
kunni að standa fyrir dyr
urn.
Svo nokkur merki séu
nefnd:
— Leiðtogar kommún-
istaflokksins hafa hersýni
lega ákveðið að fresta
v flokksþinginu. Flokksþing
ið á a.m.k. í orði kveðnu
I að vera æðsta valdið yfir
hinum 12 milljónum
flokksmanna í Sovétríkjun
um og á að koma saman
fjórða hvert ár. Síðasta
flokksþing var haldið í
október 1961.
— Fjórir háttsettir em-
bættismenn í Kreml hafa
ekki sézt í fimm eða sex
vikur við nein opinher
tækifæri. Allir komust
þeir í stöður sínar undir
handarjaðri Nikita Krús-
jeff.
— Fjarvera þessara
manna kann að standa í
sambandi við fall tveggja
annarra stuðningsmanna
Krúsjeffs fyrr á þessu ári.
Þetta gæti einnig bent til
þess að ákveðin og ráðandi
öfl hafi nú hafið ákveðna
baráttu fyrir því að losna
við úr flokksforystunni
alla „Úkraínumenn“ og
endurbótamenn á sviði
efnahagsmála, sem komust
til valda og mikið bar á
meðan Krúsjeff fór með
völd.
Látið hefur verið í það
skína, allt frá þeim degi, er
Krúsjeff var steypt úr stóli,
að árekstrar hafi verið með
þeim tveimur mönnum, sem
skiptu völdum hans á milli
sin, Leonid I. .Brezhnev,
æðsta manni kommúnista-
flokksins, og Alexei N.
Kosygin, forsætisráðherra.
Árekstramir virðast stafa af
skiptum skoðunum á umbót-
um á sviði efnahagsmála,
áhrif slíkra umbóta á stjórn
flokksins og valdasvið hans,
en það á að vera, að dómi
hinna íhaldssamari kommún-
ista, gjörsamlega ríkjandi og
ráða öllum hliðum lífsins í
Sovétríkjunum, enda þótt það
komi niður á framleiðslunnL
Hinir íihaldssamari komm-
únistar — sem hafa óbeit á
öllu því, sem draga mundi
úr miðpunktsstjórn landsins
— hafa ekki látið mikið á sér
bæra á síðari árum.
Ýmis önnur atriði en efna-
hagsmálin gera erfitt um vik
að skera úr um hvaða menn
tilheyra hvorum herbúðum í
þessum efnum. En það virðist
hins vegar líklegt að Brezh-
nev, þrátt fyrir stöðu sína
sem æðsti maður flokksins,
kunni að vera leiðtogi um-
bótasinnanna og Kosygin
mun vera umboðsmaður
hinna ihaldssamari kommún-
ista.
Leiðtogarnir fjórir, sem
saknað er, hafa orðið horn-
steinn kenningar, sem segir
að „Úkraínumennirnir“ séu
nú í vandræðum, sem ekki
þurfi endilega að vera hin
sömu, og nú hrjá hina yngri
umbótasinna.
Menn þessir eru:
1. Nikolai N. Podgorny,
fyrrum æðsti maður komm-
únistaflokksins í Úkraínu,
sem varð einn æðsti ritari
kommúnistaflokksins undir
handleiðslu Krósjeffs.
2. Pyotr Y. Shelest, málm-
bræðsluverkfræðingur, einn-
ig framámaður í flokknum á
valdatímum Krúsjeffs. Hann
varð varamaður í hinu alls-
ráðandi framkvæmdaráði
flokksins á valdatíma Krús-
jeffs og meðlimur eftir fall
hans.
3. Gennady L Voronov, sem
Krúsjeff gerði að forsætisráð
herra stærsta Sovét-„lýðveld
isins“, Rússneska lýðveldigins
og einnig meðlimur fram-
kvæmdaráðsins.
4. Pyotr N. Demichev, einn
hinna ungu, gáfuðu manna,
sem Krúsjeff hafði á sínum
snærum. Dgmishev er aðeins
46 ára gamall, og hinn yngsti
Sovétleiðtoganna. Hann var
einn af riturum flokksins frá
1961, og yfirmaður flokks-
skrifstofunnar í þeim málum,
sem lúta að efnaiðnaði og létt
um iðnaði. Hann er varamað-
ur í framkvæmdanefndinni.
I vor var Vitaly N. Titov,
Úkraínumaður, settur af sero
einn æðsti maður flokksins og
látinn fara til Kazakhstan.
sem annarsflokks ritari. Hann
gegndi hlutverki í lögregl-
unni og skipulagsmálefnum
flokksins.
Vasily I. Polyakov, land-
búnaðarsérfræðingur Krús-
jeffs, var annar háttsettur
embættismaður, sem missti
stöðu sína í vor.
Þetta virðist benda til þess
að í gangi sé herferð, sem
miðar að þvi að fjarlægja
síðustu leifar Krúsjeffs-tíma
bilsins og losna við „Úkra-
ínumennina". Krúsjeff var
sjálfur á sínum tíma æðsti
maður flokksins í Úkraínu,
•og þeir, sem þar þjónuðu hon-
um, uppskáru ríkulega, er
hann varð æðsti maður Sovét
ríkjanna. Einn þessara manna
var Leonid Brezhnev, núver-
andi æðsti maður flokksins.
Hin augljósa ákvörðun um
að fresta flokksþinginu virð-
ist hafa verið tekin sökum
þess að órói muni vera með
æðstu mönnum landsins og
menn keppist nú hver um
annan þveran að verða sér úti
um stuðningsmenn í tog-
streitunni.
Yfirmenn hers Sovétríkj-
anna hafa að undanförnu lát-
ið nokkuð á sér bæra á stjórn
málasviðinu, og þeir munu
e.t.v. gegna mikilsverðu hlut
verki er til kastanna kemur.
Sem gott dæmi má nefna að
Brezhnev lagði í ræðu, sem
hann flutti 3. júlí s.l. yfir for-
ingjaefnum í hernum, mikla
áherzlu á að „einn maður
stjórnaði og gæfi skipanir",
en þetta er viðkvæmt mál fyr
ir atvinnuhermenn í yfir-
mannastöðum í hernum^ sem
líkar ekki við afskipti fiokks
ins af hernaðarmálum. Brezh
nev minntist á, að yfirmenn
hersins yrðu að reiði sig á
flokkssellurnar i öllu því er
að stjórnmálaleg'u starfi lytg
*• en það var ákveðinn eftir-
gjafartónn í ræðu hans.
Orðrómur er nú í Moskvu
um að háttsettir foringjar í
hernum, sem afskipti hafa af
eldflaugamálum, séu nú látn
ir hverfa í skuggánn emn af
öðrum Þeir blómstruðu á
valdatíma Krúsjeffs, sem
reyndi að draga úr hernaðar-
útgjöldum með því að leggja
áherzlu á eldflaugavarnir. í
dag ber æ meira á foringjum
hinna deilda hersins.
Grundvallarástæðan er hins
vegar efnahagsmálin. Umræð
ur í blöðum um efnahagsmál
hafa að undanförnu verið all
hvassar og jafnvel naprar.
Sum ummæli blaðanna mætti
jafnvel túlka sem dulbúnar
árásir á Brezhnev.
Umbótasinnar búast við
víðtækum stuðningi almenn-
ings, en hins vegar hafa hinir
íhaldssamari kommúnistar
miklu meira vald á bak við
sig. En til beggja vona getur
brugðið með hvernig þessum
málum kann að lykta.
Leonid Brezhnev
— umbótamaður
Alexel Kosygin
— íhaldssamur
Pyotr Demivhev
— horfinn.
Vitaly Titov
— annars flokks.
Fyotr Shlest
— horfinn.
Nikolai Padgorny
— horfinn.
Gennady Voronov
— horfinn
Genfarsamning-
urinn / fullugildi
segir I) Thant
London, 9. júlí, NTB.
XJ THANT, framkvæmdastjóri SÞ
sagði í dag, að fyrsta skilyrði til
þess að unnt yrði að koma aftur
á friði og öryggi í Vietnam væri
að þar linnti öllum hernaðarað-
gerðum. Annað skilyrði kvað
U Thant vera að kalla saman á
nýjan leik Genfarráðstefnuna frá
1954.
Ummæli þessi voru höfð eftir
U Thant við brottför hans frá
London, en þar hefur hann átt
viðræður við Wilson, forsætis-
ráðherra og Michael Stewart ut-
anríkisráðherra, um ýmis mál en
þó einkum um Vietnam.
Kvað U Thant nauðsyn bera til
að menn gerðu sér þess ljósa
grein hversu ætti að reyna að
leysa vanda þann sem Vietnam-
málið væri nú í statt og sagði að
sér fyndist Genfarsamningurinn
frá 1954 mjög raunsær og gagn-
legur og hann væri í fullu gildi
enn í dag. U Thant sagði að Kína
og Norður-Vietnam væru þeirrar
skoðunar, að SÞ ættu ekki að
skipta sér af Vietnammálinu.
Viðræður Wilsons og U Thants
stóðu í tvo tíma og hélt U Thant
að svo búnu áleiðis vestur um
haf. Hann hafði áður komið við
í París á leið sinni frá Genf og
m. a. rætt þar við Maurice Couve
de Murville, utanríkisráðherra.
Stjórnin í Honoi
og sendiför
Dnvies
STJÓRNIN í N-Vietnam lét þau
boð út ganga í dag, að heimsókn
Harold Davies, sérlegs sendi-
manns Wilsons forsætisráðherra,
myndi engan veginn verða til
þess að hún heyktist á sínum áð-
ursögðu orðum um sáttanefnd
samveldislandanna, sú nefnd
myndi ekki til Hanoi koma nú
frekar en fyrri daginn og allt
tal um slíkt væri einber mark-
leysa.
Wilson forsætisráðherra er þó
sagður á öðru máli og talinn líta
svo á, að það eitt, að stjórnin I
Hanoi hafi veitt viðtöku Harold
Davies sem hún viti fullvel að sá
ráðherra í brezku ríkisstjórninni
og hljóti því að tala hennar máli.
sé gleðilegt tákn um að ekki sé
með öllu vonlaust að komast að
samningum, þó síðar verðL
ATH U GIÐ
að borjð saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
I Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.