Morgunblaðið - 21.10.1965, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. október 196!
island vanþrðað land í prentlist
segir HalSdór Laxness nýkominn heim
i
i
i
i
HALLDÓR Laxness er sem
kunnugt er nýkominn heim af
þingi evrópska rithöfunda-
sambandsins, sem nýlega var
haldið ' Rómaborg. Af þessu
tilefni, svo og vegna þess, að
Laxness hefur ávallt frá ýmsu
fróðlegu og skemmtilegu að
segja, fór fréttamaður blaðs-
ins til fundar við hánn.
— Hvert er markmið evr-
ópska rithöfundasambandsins?
— Markmið sambandsins er
að' vinna að gagnkvæmri
kynningu meðal evrópskra rit
höfunda og nær félagsskapur-
inn til allra Evrópuþjóða.
— Hefur orðið vart við gagn
rýni á einhverjar ákveðnar
framúrstefnur á þingum sam-
bandsins?
— Nei, alls ekki, því við
viljum hafa fuiltrúa fyrir sem
allra flestar bókmenntastefn-
ur innan okkar vébanda, og
ræðum um þær af fullu um-
burðarlyndi á ráðstefnunum.
Þing þessa félagsskapar eru af
ýmsu tagi; snemma í haust
var haldið í Prag þing sem
tileinkað var Kafka og tékk-
neskum bókmenntum og fyrir
skömmu var einnig haldið
þing fyrir ritstjóra tímarita.
Þetta nýafstaðna þing í Róm
var svo einskonar allsherjar-
þing.
— Er yður kunnugt um að
bækur yðar hafa verið notað-
ar við íslenzkukennslu vestan
hafs?
— Já, bækur mínar hafa
verið notaðar í þessum til-
gangi í ýmsum stöðum vestra
um nokkurt skeið, en ekki er
mér kunnugt um það hverjar
þeirra eru notaðar. Sjálfur hef
ég lesið úr verkum mínum á
segulband fyrir háskólann í
Wisconsin.
— Hvaða verki eruð þér að
vinna að þessa stundina?
— Ég er að vinna við leík-
rit, sem ég vonast til að ljúka
við einhverntíma á næsta ári.
Annars hef ég of lítinn tíma
til ritstarfa. Ýmiskonar full-
trúastörf og félagsstarfsemi,
eins og t.d .þetta þing í Róm,
verður mér tímafrekt. Beiðn-
um um ritgerðir rignir yfir
mig og reyndar engin leið að
sinna nema broti af þeim. Það
er mikils krafist af einyrkjum
eins og rithöfundar eru. Sum-
ir lesendur vilja fá skáldsög-
ur, aðrir vilja greinar um allt
.milli himins og jarðar og enn
aðrir heimta að ég skrifi um
dægurþras. Það er engin leið
að gera öllum til hæfis. í sam-
bandi við félagsmál vil ég
minnast á félag, sem nýstofn-
að .er fyrir tilstilli franskra
manna. Félag þetta hefur á
stefnuskrá sinni að sameina
fulltrúa fyrir smáþjóðir og
þjóðarbrot, sem hafa sjálf-
stæð tungumál og bókmennt-
ir, en er haldið niðri; gefa út
ritverk þeirra og hvetja við-
komandi stjórnarvöld til að
styðja þessar minnihlutamenn
ingar; mikil hætta er á að
þessar tungur og menningar
deyi út. Félagsskapur eins og
þessi á mikið verkefni fyrir
höndum; sem dæmi vil ég
nefna að" í Frakklandi einu eru
um 20 milljónir manna, sem
franskan er ekki arfgengið
móðurmál; svipaða sögu er að
segja um mörg önnur Evrópu-
lönd. Mér hefur verið boðin
þátttaka í þessum gagnlega fé
lagsskap og vilja upphafs-
menn hans gera mig að for-
manni, ekki sízt af því Xs-
lendingar eru einhvef fámenn
asti minnihlutahópurinn, sem
til er á sviði bókritunar í
heiminum.
— Berast yður ekki oft
beiðnir um fyrirlestra?
— Jú, en til þeirrar iðju hef
ég engam tíma, það tekur mig
um 4—6 vikur að vinna al-
mennilega úr efni til fyrir-
lestrar, og einyrki hefur ekki
efni á að leika sér þannig með
tímann. Þar að auki hef ég
Þessi mynd af Laxness var tekin í gær. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ).
engan áhuga á fyrirlestra-
haldi og tel mig ekki hafa það
tjáningameðal á valdi mínu.
Sjálfur hlusta ég aldrei á fyr-
irlestra nema tilneyddur:
— Hafið þér kynnt yður
hinn mikið umtalaða korta-
fund?
— Hið eina sem ég veit um
það mál enn, er það sem ég
hef lesið í blöðum. Einhvern-
veginn sýnist mér þetta vera
einhverskonar nýr'Kensington
steinn.
Að því er viðveik útgáfum
á verkum hans erlendis, svar-
aði Laxness því til, að bækur
hans komi út jafnt og þétt á
ýmsum málum, bæði frum-
prentanir og endurprentanir.
Að lokum sagði Laxness:
— Fyrir skömmu las ég
grein í erlendu blaði um
prentlistarsýningu, sem ný-
lega var haldin í Kaupmanna-
höfn. Þess var getið að ísland
væri ekki meðal þátttakenda.
Þegar spurt var um ástæðuna
fyrir fjarveru fslands, var sú
skýring veitt, að ísland væri
vanþróað land á sviði bóka-
gerðar, því fslendingar kynnu
hvorki að setja, prenta né
binda bækur. Þegar' handritin i
koma heim til fslands og farið
verður að vihna úr þeim hér
og gefa -c um þau fræðirit,
eru íslendingar farnir að
prenta vísindárit fyrir allan
heiminn. Prentlist okkar er
sem stendur ekki fær um að
sinna þessum kröfum.
jsj.
OPIÐ BREF
til dómsmálaráðherra Jóhanns Hafstein
Reykjavík, 17. október 1965.
Dámsmálaráðherra
Jóhann Hafstein.
ÉG ER yður þakklátur fyrir
ávarp yðar í útvarpi í síðastlið-
inni viku vegna hinna geigvæn-
legu og sívaxandi umferðarslysa
í landinu.
Það hlaut að koma að því, að
jafnvel æðsta mánni dóms og
laga hlyti að ofbjóða, og þér er-
uð hinn fyrsti dómsmálaráðherra,
sem finnur sig knúinn til að
ávarpa alþjóð, í tilefni af þessuin
þjóðfélagsvanda. Þér segið í
ávarpi yðar, að fhargt gott hafi
verið lagt til þessara mála, en
ljóst er, að betur má ef duga skal
— og að því „skal stefnt". Mun
það eiga að skilja sem loforð
yðar, sem dómsmálaráðherra, og
,þér eigið skilið þökk alþjóðar, ef
þér standið drengilega við það.
Mér er ekki ljóst, að fyrirrennar-
ar yðar í hinu háa embætti hafi
yfirleitt hafizt neitt að í þessu
máli, sem snertir öryggi lands-
manna svo mjög.
Þegar ég svo fyrir tveimur
dögum, las ávarp yðar í „Vísi“,
verð ég að viðurkenna, að mér
fannst það veikara en skyldi.
Aðeins bón um „að sýna hver
öðrum tillitssemi í umferðinni“.
En ekki minnzt einu orði á aðal-
orsök allra bílslysa hér á landi:
Hinn ofsalega drykkjuskap
margra manna sem aka bílum.
Hér eru drykkjusjúkir menn —
alkohólistar — á öðru hverju
strái, og ef þeir ná að komast í
Ibíla, drukknir og setja þá í gang,
þá er voði vís öllum, sem verða
á vegi þeirra, líka öðrum þeim,
sem sýna „kurteisi og tillitssemi"
í umferðinni. Ofdrykkja er geysi-
lega útbreidd hér á landi, sjúk-
dómur af verstu tegund, mjög
erfitt að lækna hann og sjúkling-
arnir háskalegir fyrir umhverfi
sitt. Þó eru þessir sjúklingar
langháskalegastir, ef þeir kom-
ast á bílum út í umferðina. Þá
sýna þeir enga tillitssemi, og erú
of mörg sorgleg dæmi héðan um
það.
Ég hef á síðastliðnum hálfum
mánuði verið í námunda við tvö
stórslys, sem urðu af völdum
þessara vesalings alkohólista.
Hið fyrra varð í Bændahöllinni,
og það hafði nær kostað forstjóra
Hótel Sögu lífið. Vesalingurinn,
sem olli því, var út úr drukkinn
og slangraði inn á hæð Búnaðar-
félagsins, en var strax leiddur
út þaðan. Andartaki síðar reyndi
hótelstjórinn að losa húsið við
manninn, sem þá brást hið versta
við og steypti sér yfir handriðið
og tókst að draga hótelstjórann,
sem var að reyna að bjarga hon-
um, með sér í fallinu, sem hæg-
lega gat kostað báða lífið. Blaða-
maður frá Morguriblaðinu sagði
svo frá þessu morgunin eftir, að
þetta hefði verið gestur á hótel-
inu og hann hefði verið „eitthvað
miður sín“.
Um hitt slysið, á Langholts-
veginum, get ég ekki rætt, þar
sem það snerti mig og fjölskyldu
mína djúp og af hlauzt þa,ð tjón,
sem aldrei verður bætt. — Það
mun hafa orðið orsök til þess að
þér, dómsmálaráðherra, gáfuð út
ávarp yðar til þjóðarinnar.
Það virðist bersýnilegt, að um-
ferðarlöggjöf landsins er orðin
úrelt með öllu, enda víst upp-
haflega miðuð við hægfara farar-
tæki, en ekki við þann ofsahraða,
sem einkennir umferð nútímans,
á landi, sjó og í lofti. Þó væri
máske ekki vonlaust, éf alltaf
væri um allsgáða menn að ræða
í umferðinni, en þegar vesalings
drykkjumennirnir eru viða við
stýrið í farartækjum, er ekki von
að vel fari.
Þér eruð nýlega tekinn við
hinu háa og ábyrgðarmikla em-
bætti yðar, og máske ekki von,
að þér hafið enn kynnzt öllum
vandamálum í umferðinni t.d.
því hve almennt það er að ölvað-
ir menn stjórni bifreiðum. Því
sneri ég mér, eftir að slysið varð
á Langholtsveginum, til lögregl-
unnar hér í bæ og bað um upp-)
lýsingar um, hve margir bílstjór-
ar hefðu verið teknir fastir vegna
ölvunar síðastliðin tvö ár. Því
var greiðlega svarað.
Árið 1964 voru 677 bílstjórar
handteknir fyrir ölvun við akst-
ur.
Það sem af er þessu ári var 7.
október, búið að handtaka 403
vegna þessa sama.
Yður, dómsmálaráðhera, hlýt-
ur að blöskra þessi tala^og þó
má vafalaust hækka hana mikið
hér í bæ, því lögreglan nær
aldrei til allra, sem aka bílum
ölvaðir. Frá öðrum kaupstöðum
og sveitum er sama sagan, því
drykkjuskapurinn er um allt
land.
Lögreglumenn eru víst flestir
af vilja gerðir í að framkvæma
'Skyldu sína í umferðinni, en þeir
eru oft lítils megnugir gagnvart
þessu, og dag eftir dag eru
geymslurnar fullar, þar sem
þessir drykkjusjúklingar eru
geymdir, unz af þeim rennur
og þeim er sleppt út aftur, svo
þeir geti á ný komizt á túr. Hafi
ökuleyfi verið tekið af ölvuðum
bílstjórum, líður oft ekki langur
tími, áður en þeir labba upp í
sakdómaraembættið eða ráðu-
neytið til þess að ná í ökuskír-
teini sitt aftur, og virðast ótrú-
lega oft fá það fljótlega. Ég veit
þess dæmi, að maður var tekinn
fastur fyrir ölvun við akstur hér
í Reykjavík fyrri part dags og
seint að kvöldi sama dag var
hann aftur tekinn drukkinn ak-
andi bíl í næsta lögsagnarum-
dæmi. í slíkum tilfellum verður
lögregla og dómsvald að athlægi.
Fyrir mörgum árum vissi ég, að
flugmaður var tekinn fastur fyr-
ir ölvun við akstur og sviptur
ökuleyfi. En hann mátti fljúga
eftir sem áður, því leyfissvipt-
ingin náði aðeins til bifreiða-
aksturs, en ekki til flugvélar.
Hlutur blaðamanna og blaða er
vesæll í þessum málum. Þeirra á
að vera að skapa heilbrigt al-
menningsálit gagnvart öllu, sem
miður fer. í þessum málum, sem
snýr að hinum ölvuðu bílstjór-
um, er eins og blöð og blaðamenn
haldi hlífiskildi yfir þeim, t.d.
með því að birta aldrei nöfn
þeirra, nema þegar afbrotin eru
svo geigvænleg, að með engu
móti verður hjá því komizt. Ekki
veit ég, hvort þetta eru bein
samtök blaðamanna, eða fyrir-
skipanir til þeirra frá æðri stöð-
um. Að birta nöfn þeirra, sem
sviptir eru ökuleyfi vegna ölv-
unar, er ekki aðeins sjálfsagður
hlutur, heldur bæri einnig að
skylda það embætti, sem með
þessi mál fer, að auglýsa opin-
berlega, þegar hinir dómfelldu
fá ökuleyfi aftur. Það vekur ill-
an grun, að þegar rannsókn
Langholtsslysins var lokið í
Sakadómi Reykjavíkur, og Morg-
unblaðið óskar að fá nöfn sak-
borninganna þriggja til birting-
ár, þá er því neitað, og blaðið
verður að fá „nöfn þeirra eftir
öðrum leiðum“. Slík hlífð við
afbretamenn vekur illan grun.
Fulltrúi umferðardeildar bæjar
verkfræðings, hr. Pétur Svejn-
björnsson upplýsir, að ölvun og
of hraður akstur, valdi 95% um-
ferðaslysa.
Öllum heilbrigðum mönnum
ætti að vera ljóst, að það þarf
að finna ráð til að fjarlægja
þessa ofdrykkjumenn úr um-
ferðinni, sem eru að flækjast þar
fyrir, ýmist fótgangandi á hest-
baki eða akandi bílum sínum.
Stjórnendur vátryggingafélaga
hafa tekið á sig nokkra rögg, því
að vonum svíður þeim sárt hið
mikla fjárhagslega tjón félaga
sinna. Þeir stofnuðu til sýninga
rétt eftir að Langholtsvegsslysið
varð. Drápsvélarnar, slysabif-
reiðarnar, voru fluttar á al-
mannafæri. Án þess að ég hefði
nokkra hugmynd um þá sýningu,
lá leið mín þar um, þar sem bif-
reiðin stóð, ötuð blóði náins lát-
ins vandamanns og ættingja, en
í kringum hana var forvitið fólk
á öllum aldri, hlæjandi og fliss-
andi. Hefur. mér ekki verið gerð
meiri skapraun. Við sýningar-
nefnd þessa hefði ég viljað segja:
Gerið aldrei slíkt aftur.
Slíkar sýningar hafa engin
áhrif á þá, sem þeim er ætlað að
verka á, en gætu haft hroðaleg
áhrif á aðra, máske þá sem sízt
skyldi. — Eftir blaðafregnum
að dæma hefur ölvun við akstur
sjaldan verið meiri en eftir að
þessi „sýning“ var haldin. Einn
daginn teknir níu alkohólistar úr
umferðinni. Nær hefði stjórn-
endum vátryggingarfélaganna
verið að snúa sér til réttra aðila;
Löggjafarvaldsins og yðar, til að
knýja fram varnir gegn þessu
ægilega böli, sem ég ræði hér
um.
Dómsmálaráðherra.
Ég hef tekið nærri mér að
skrifa yður 'þetta bréf. En mér
fannst að ég yrði að gera það.
Ekki eingöngu mín vegna, heldur
einnig vegna allra annarra, sem
eiga um sárt að binda vegna
bifreiðaaksturs ölvaðra manna.
Og þá ekki sízt vegna þeirra,
sem lifa og eru í sífelldri hættu
á götum og strætum.
Aðgerðin gegn þessu þjóðar-
böli verður að koma ofan frá,
frá Alþingi — og frá yður. Það
er von mín, að alþingismenn,
sem nú eru nýkomnir til þings,
gefi sér tíma til að lesa þetta
bréf til enda. Fyrrverandi dóms-
málaráðherrar virðast ekki hafa
látið þessi mál neitt til sín taka.
En nú hefir hin þunga ábyrgð,
að tryggja líf og limi saklauss
fólks gegn alkóhólistunum í um-
ferðinni flutzt yfir á yðar ungu
herðar, og það er von allra, að
þér bognið ekki undan þyngsl-
unum.
Að síðustu endurtek ég þökk
mína fyrir ávarp yðar, því~eg
hygg, að þér séuð maður, sem
ekki lætur sitja við orðin tóm.
Ragnar Ásgeirsson.
Benedik* Blöndal
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 3. - Sími 10223.
FELAGSHEIMILI
Opið hús í kvöld
Kynningarkvöld
fyrir verzlunarfólk
Gunnar Helgason
mætir á funainum
HEIMÐALLAR