Morgunblaðið - 21.10.1965, Side 28
28
MO&GUMBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. október 1965
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
band um hálsinn, og hárið var
vandlega greitt. Ef hún yrði
dsemd- til að mæta augnaráði
nágrannanna, ætlaði hún að
minnsta kosti að gera það með
fullum virðuleik.
Allt í einu sagði hún: — Ég
ætla að fara til hans bróður
míns í Hampstead, dálítinn
tíma. Ég vona, að það geri yður
engin óþægindi?
Ég kinkaði kolli. — Það þætti
mér mesta ráð. Ef þér viljið
bara gefa mér heimilisfangið, ef
við þyrftum að hafa samband
við yður. Að minnsta kosti þarf
að ná í yður í sambandi við
réttarhaldið.
Hún sneri sér hægt frá glugg-
anum og settist á stól gegnt
mér. Henni hafði ekki tekizt
eins vel með andlitið á sér og
klæðaburðinn. Hún var föl org
tekin, og illa lögð málning gerði
ekki nema illt verra. Dökku
skuggarnir undir augunum og
svarta strikið kring um ofmál-
aðar varnirnar gerðu útlit henn-
ar eitthvað óraunverulegt.
— Gerið svo vel að fá yður
sæti, fulltrúiv Afsakið.
Ég settist á röndina á hörð-
um stól og kom hattinum mín-
um fyrir á borði skammt frá.
— Kannski þér vilduð svara
fáeinum spurningum?
Hún yppti öxlum og starði á
vasaklútinn,
— Þekkti David Dane dóttur
yðar?
— Hvaða Dayid?
— Dane.... sjónvarpsleikar-
inn.
— Nú ungi maðurinn í næsta
húsi? Hún fór þangað oft í boð,
skilst mér.
-tt Hann var hérna áðan.
— Það var bara til að votta
saipúð. Henni þótti svo vænt
um litla hundinn hans. Tárin,
sem komu í augu hennar ýttu
á mig að flýta mér.
— Þér segið, að hann eigi
heima hérna í næsta húsi?
— Já, í hornhúsinu. Hann hef
ur íbúð þar.
— Hefur nokkur annar haft
samband við yður í morgun?
— Bara blaðamenn — og Al-
bert hringdi til þess að vita,
hvernig mér liði.
Nú kom að mér að ganga út
að glugganum. Gatan var nú
□---------------------------n
6
□---------------------------n
manntóm, og ég gat séð, að
Saunders var að skrafa við lög-
regluþjóninn. Hann var nú bú-
inn að setja upp hattinn. Hreyf-
ingar hans voru eitthvað dul-
arfullar.
— Frú Twist, sagði ég í til-
raunaskyni. — Þér áttuð einu
sinni heima í Aylesbury?
Ég gat merkt, að hún varð
eitthvað óróleg enda þótt hún
hefði góða stjórn á sér.
— Stendur heima. Fyrir mörg
um árum.
Ég vissi, að ég var kominn út
á hálan ís.
— Mér skilst, að þar hafi ver-
ið eitthvert óstand með dóttur
yðar. Ég sneri mér nú og leit á
hana. Hún hélt vasaklútnum
fast upp að múnninum, og augna
ráðið eins og öskraði á mig að
halda 'ekki áfram.
En ég lét það ekki á mig fá.
— Eignaðist hún barn?
Augun lokuðust og hún skalf
öll. Ég gekk skref áfram. —
Trúið mér, að þetta er ekki af
forvitni spurt, en það gæti ver- i
ið mikilvægt að vita það í sam-
bandi við málið. Eignaðst hún
barn?
Hún hristi höfuðið, ósjálfrátt
eins og liðabrúða.
— Það er allt gleymt og graf-
ið nú orðið.
— Og verður áfram, fullviss-
aði ég hana.
Köddin í henni var ekki nema
hvísl.
— Ég varð hrædd. Húij var
svo ung. Við ... losnuðum við
það. Ég veit, að það var rangt,
en ég var svo hrædd.... um
hana. Hún leit á mig. — Þér
megið ekki segja blöðunum það
.... ég gæti ekki þolað það. Hún
er nú farin og hverju skiptir
það þá nokkurn m^nn? En það
er einmitt svona blaðamatur,
sem þeir eru að sækjast eftir.
— Þeir skulu aldrei fá að
vita það frá okkur. En þér skilj-
ið, að okkur er áríðandi að vita
það. Ég hikaði. — Gætuð þér
sagt mér, hver faðirinn var?
Svipurinn á henni harðnaði
og hrukkurnar við munnvikin
dýpkuðu. — Ég fékk aldrei að
vita það. Og langaði heldur ekki
til þess.
Ég horfði rannsakandi á hana,
andartak.
— Afsakið, að ég segi það ...
en svona viðbrögð af hendi móð
ur eru óvenjuleg. Ég hefði hald-
ið, að þér hefðuð gjarna viljað,
að sökudólgurinn hefði fengið
makleg málagjöld.
Hún tók því fjarri. — Og láta
um leið koma upp um Úrsúlu?
Nei, það var nú hlutur, sem
mig langaði ekki að láta grenja
um stræti og torg. Skaðinn var
skeður. Þetta var orðið nægi-
lega leiðinlegt og ekki við bæt-
andi. Það eina, sem hægt var
að gera, var að koma sér burt,
og það gerðum við líka.
— Það er nú hugsanlegt, að
maðurinn hefði reynzt henni
vel. Kannski hefði hann gengið
að eiga hana?
Þetta var nú óþarflega til-
finningasemi, enda tók hún
því fjarri. Hún glennti upp aug-
un.
— Giftast sextán ára stúlku?
Hún var ekki nema sextán ára.
Hún var enn í skóla!
Ég tók þessu án frekari at-
hugasemda og gekk fram og aft-
ur um gólfið, en stanzaði að lok
um við arininn, þar sem ég fór
að horfa á útskorinn skrautgrip
úr tré, sem var á arinhillunni.
Ég dró andann djúpt.
— Haldið þér... sagði ég hik-
andi... — haldið þér, að hún
hafi sjálf vitað, hver faðarinn
var?
Það var eins og allur heimur-
inn væri hættur að draga and-
ann; ég gat heyrt, að armbands-
úrið mitt hafði eins hátt og
sjálfur Big Ben, en úti fyrir
gelti hundur stanzlaust. Þegar
hún svaraði, var röddin svo lág,
að ég efaðist um, að hún hefði
nokkuð sagt.
— Hvað eigið þér við með
því?
— Frú Twist, sagði ég aum-
ingjalega, — þér verðið að, gera
yður Ijóst, að ég veit talsvert
um feril dóttur yðar. Veit meira
að segja miklu meira um þetta
tímabil ævi hennar en það síð-
ara. Ég fékk að vita það fyrir
hreina tilviljun og ég fullvissa
yður um, að eftir þetta viðtal
okkar verður það ekki nefnt á
nafn.
Hún reis upp úr sæti sníu og
állur líkaminn var eins og stjarf
ur af reiði.
— Nú, það er þessi kennslu-
kona, eða hvað? Enginn annar
hefði getað sagt yður frá þessu.
— Ég er hræddur um, að ég
megi ekki skýra frá heimildum
mínum.
— Það vissi þetta enginn
nema hún. Til hvers þurfti hún
að vera að sletta sér fram í
þetta? Hún bar út allskonar ljót
ar sögur um Úrsúlu — lygasög-
ur allt saman! Þér verðið að
trúa því. Hvernig gæti stúlka
á hennar aldri gert neitt svo
ljótt? Hún var fullkomlega
venjuleg og eðlileg stúlka, en
var afvegaleidd......
— Hver gerði það?
— Það veit ég ekki. Og hvaða
máli skiptir það nú? Hvaða
gagn er í þessu öllu? Róta upp
því, sem er löngu liðið og
gleymt og grafið, og engin man
lengur nema ég ein.
Ég lagði hönd á handlegg
henni til að stilla hana. — Þessi
maður hver svo sem hann er,
gæti enn verið atriði í lífi dótt-
ur yðar ... og líka dauða. Það
hljótið þér að skilja. Ef hægt er
að finna hann, munum við að
minnsta kosti gera það, sem við
getum til þess. Ég þagnaði en
hélt síðan áfram og vó orðin: —
Frú Twist, þó að það kosti það,
að óróa yður frekar, þá er ein
spurning, sem ég verð að leggja
fyrir yður: Hvað er til í því
að dóttir yðar hafi verið ....
lauslát?
Sem snöggvast hélt ég, að hún
ætlaði að berja mig, svo mjög
blossaði reiðin upp í augnaráði
hennar, en loksins þegar hún
fékk málið, skalf röddin, rétt
eins og hún væri að fá tauga-
áfall.
— Ég er móðir og einkadótt-
ir mín er nýfallin fyrir nendi
morðingja .... undir mínu eigin
þaki! Ég ætla ekki að hlusta á
meira, skiljið þér það? Hún
skalf öll og gerði árangurslausar
tilraunir til að stilla sig. — Lát-
ið þér' mig í friði . . . Kannski
seinna, en bara ekki núna!
Ég tók upp hattinn minn og '
sneri til dyra, en stanzaði á
þröskuldinum. Er yður sama
þó að við förum -upp? spurði
ég rólega.
Hún hristi höfuðið. Ég reyndi
aftur.
— Viljið þér að við útvegam
yður bíl til að komast út í
Hampstead?
— Bróðir minn kemur í sín-
um bíl seinnipartinn, þakka yð-
ur fyrir.
Ég lokaði dyrunum á eftir
mér. Fötin límdust við mig. Ég
hefði eins vel getað hafa verið
í tyrknesku baði allan fyrri-
part dagsins. Gegn um opnar
dyrnar athugaði ég rólegan svip
inn á Saunders og ofurlitið sjalfs
traust kom upp í mér afttfr.
Hann sneri sér við og sá mig.
— Allt í lagi?
Glottið, sem ég sendi honum,
var álíka snúið og tappatogari.
— Mér líður ágætlega, sagði
ég, — nema hvað ég vildi óska,
að ég væri steindauður.
Hann elti mig þegjandi upp
í herbei'gi Úrsúlu, og við horfð-
um báðir á það í kaldri dags-
birtunni. Allt var í sömu skorð-
um og við höfðum skilið við
það, krukluð ábreiðan á rúm-
inu, blóðið á gólfábreiðunni - og
loftið var það sama. Ég hratt
upp' glugganum og horfði á út-
sýnið hálfblindum augum. Beint
á móti var eitt af þessum nýju
leiguhúsum sem gáfu til kynna,
að allir menn væru jafningjar.
Ég fylltist viðbjóði.
Ég sneri mér aftur að her-
berginu. Lítil kommóða við
vegginn, sem fjarst var, dró að
sér athygli mína, því að silki-
sokkur hékk út úr einni skúff-
unni. Ég reif hana upp. Ég bölv-
aði í hljóði. Þarna hafði heill
her manns verið á undan mér.
Og sama var að segja um hinar
skúffurnar. Ég ýtti aftur hurð-
inni í fataskápnum. Kruklaður
kjóll rann niður af herðatrénu
sínu, og þvaga af skórh og hand-
töskum var um allt gólfið.
Ég stökk fram að dyrum og
öskraði á lögregluþjóninn, sem
verið hafði þarna á verði. Hann
kom hlaupandi.
— Hver hefur verið hér inni?
— Enginn. Ég hef verið hér
í allan morgun.
— Síðan hvenær?
— Klukkan átta. Ég tók við
af Burns.
— Og hann var hér í alla
nótt?
— Að því ég bezt veit. Hann
leit framhjá mér. — Glugginn er
opinn, sagði hannn.
— Ég opnaði hann.
Ég gekk inn í baðherbergið,
en glugginn þar var rammlæst-
ur, svo að ekkert stærra en lít-
ill maur hefði getað komizt þar
inn. Ég sneri mér að Saunders.
— Læstir þú þessu herbergi
í nótt?
— Nei, það var enginn lykill
til að því... þess vegna skildi
ég Burns hér eftir á verði. Frú
Twist ætlaði að útvega honum
bedda. hérna fram á ganginn.
Ég sendi lögreglu’þjóninn
burt og eftir hávaðanum að
dæma hefur hann oltið niður
allan stigann.
— Fari þetta allt til fjandans!
öskraði ég. — Þurfti nú þetta
að koma fyrir? Hver gat kom-
izt hingað inn óséður?
— En gamla konan? sagði
Saunders.
— Vertu nú vænn og hlauptu
niður og spurðu hana. Og . . . ég
stöðvaði hann við dyrnar.......
— fullvissaðu þig um, að hún
segi þér satt.
Ég stikaði um svefnherbergið,
hengdi kjólinn upp aftur og lag-
aði ofurlítið til. Hver sem hafði
verið þarna, hafði verið svo
sem hálfa mínútu að verki. Ég
gat ekki trúað því, að hann
hefði fundið það, sem hann leit-
aði að — við höfum þegar farið
vandlega gegn um það og ekki
fundið neitt, sem sjálf Viktoría
drottning hefði getað hneyksl-
azt á, nema byssuna og eina iiæl
onsokka, sem eins og héngu við
fingurna á mér. En ég gat nú
ekki vitað, að hverju hann hefði
verið að leita, eða hvað? Ég
hélt áfram inn í baðherbergið.
Þar virtist ekkert hafa verið
fært úr lagi. Ég teygði mig út
um gluggann og sá þá að blóma
beðið var bælt í miðjunni, þar
sem einhver hafði stokkið nið-
ur í það.
Ég fann, að einhver augu
horfðu á mig og er ég leit upp,
var þarna komin konan í bað-
herberginu á móti, sem horfði
á mig í riiestu rólegheitum.
— Góðan daginn! kallaði ég,
kurteislega. Hún fitjaði upp á
trýnið eins og hrædd kanína og
ætlaði að forða sér í flýti. —
Afsakið andartak, æpti ég. —.
Farið þér ekki burt. Ég er lög-
reglumaður, og vildi leggja fyr-
ir yður nokkrar spurningar.
Hún var sveipuð í purpura-
rauðan slopp úr súki, með
hræðilegum kraga á. Hún hélt
að sér frunsukraganum og leit
kringum sig, til þess að sjá,
hvort nokkur væri að gægjast.
(VÖRUORVAL.)
HANDABURÐUi
ORVALSVÖRUR
Ö. JOHNSON & KAABER HF.