Morgunblaðið - 29.10.1965, Page 22

Morgunblaðið - 29.10.1965, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. október 1965 Beztu þakkir til allra þeirra er ámuðu félaginu heilla á sextugsafmæli þess, þann 18. október 1965. Fiskveiðihlutafélagið ALLIANCE Lokað í dag föstudag frá kl. 1—3 vegna jarðarfarar. Verzlun Axels Sigurgeirssonar Barmahlíð 8. FELIX ARNGRÍMSSON andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. okt. Fyrir hönd ættingjanna. Guðjón Arngrímsson. i Konan mín og móðir okkar, SÓLVEIG KRISTBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Mávahlíð 10, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju laugardaginn 30. október kl. 10,30 f.h. Eiríkur Guðjónsson og böm. Jarðarför mannsins míns, HERMANNS ÞÓRARINSSONAR bankaútibússtjóra, Blönduósi, fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 30. október kl. 2 e.h. Þorgerður Sæmundssen. Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Sigtúni 21, er andaðist 24. október, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju laugardaginn 30. október kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Þórður Stefánsson, Pálína Þórðardóttir, Stefán Þórðarson. Við þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar, JAKOBS JÓNSSONAR frá Lundi. Börn hins látna. Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýjan hug við fráfall, SIGURBJARGAR ERLENDSDÓTTUR frá Hlíðarenda í Breiðdal. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, GUÐMUNDAR ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR frá Reykjaskóla, Hrútafirði. Dætur hins látna. Innilegar þakkir færum við þeim er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns, löður, sonar, bróður og tengdasonar, MAGNÚSAR KRISTLEIFS MAGNÚSSONAR netagerðameistara, Illugagötu 14, Vestmannaeyjum Jóna G. Óskarsdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Þuríður Kristleifsdóttir, Magnús K. Magnússon, Þorvaldur Kristleifsson, Inga Magnúsdóttir, Magnús Kristleifsson, Guðjón Magnússon, Jón Ragnar Björnsson, Kristín Jónsdóttir, Óskar Ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar för eiginmanns míns, föður og tengdaföður, VALDIMARS HANNESSONAR Smyrlahrauni 2, Hafnarfirði. Fyrir hönd annarra vandamanna. Anna Guðnadóttir, Hanna Valdimarsdóttir, Ragnar Pétursson. AKIÐ SJÁLF NÝJUM BÍL Almenna bifreiðaleigan hf. Kkppoistíg 40 sími 13776 MAGNUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190-21185 eftir lokun simi 21037 Fastagjald kr. 250,00, og kr. 3,00 á km. Volkswagen 1965 og ’66 T==>JMLAA£fEJlM ER ELZTA REYNDASTA OG ÓDÝRASTA bilaieigan i Revkjavik. Sími 22-0-22 L X T L A biireiðaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM Daggýald kr. 250,00 og kr. 3,00 hver km. BIFREIDALEIGAN VAKUR Sumllaugav. 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Daggjald kr. 250,- og kr. 3,- á hvern km. Sigurður B. Jónsson frá Litla-Hrauni — Minning HANN fæddist 2.\ febrúar árið 1880 og lézt 23. þ.m. og varð því fullra 85 ára að aldri. Benjamín eins og hann var jafnan nefnd- ur af kunnugum var sonur hjón- anna Ástríðar Benjamínsdóttur frá Stóra-Hrauni, Kolbeinsstaða hreppi og Jóns Sigurðssonar frá Tröðum á Mýrum. Jón og Ástríður byrjuðu bú- skap á Fáskrúðarbakka í Mikla- holtshreppi, en fluttust þaðan mislingavorið 1882 að Litla- Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi. Höfðu þau þá eignast þrjú börn og var Sigurður Benjamín eitt þeirra. Jón maður Ástrí'óar féll frá úr mislingum vorið 1882. Elzta og yngsta barn þeirra hjóna dóu einnig á sama ári. Þetta er hinn örlagaríki inngang ur að ævi Benjamíns. Ástríður kona Jóns hélt áfram búskap á Litla-Hrauni. Hún tók sér ráðs- mann, Þórð Þórðarson og eign- aðist me'ð honum sex börn. Lifðu tvö þeirra, það - elzta og það yngsta, dætur tvær, sem óíust upp með Benjamín hjá móður sinni á Litla-Hrauni. Þórður Þórðarson dó árið 1900. Vai'ð þá Benjamín stoð móður sinnar. í æsku naut Benjamín fræðslu séra Guðmundar Einarssonar^ Mosfelli, sem var þá á Þverá, í Eyjahreppi hjá Kristjáni Jörundá syni, bónda þar, að kenna syni hans undir skóla. Kristján tól$ námfúsa pilta á heimili sitt og hafði Benjamín mikið gagn af þeirri fræðslu er hann naut á 'þessum stað. Hann nam þar Norðurlandamálin auk annarrá fræða svo sem mannkynssögu, sem honum var æ síðan einná hugstæðust fræða. Benjamín fór ungur að stunda sjó á opnum skipum og reri marg ar vertíðir í Garði syðra. Þótti — Nóbelsverðlaun Framhald af bls. 6. verið fólgið í rannsóknum og framleiðslu á mikilvægum gerfiefnum. Þar er helzt að nefna kinin, cortison, styrknin og blaðgrænu. Woodward hef- ur ekki einskorðað sig við gerfiefni, hann hefur einnig unnið með ýmsum vísinda- mönnum við margkonar anti- biotica svo sem aiu-eomycin og terramycin og sömuleiðis ýmsar tegundir af deyfilyfj- um. Það var árið 1961 að honum tókst, með aðstoð starfsmanna sinna, að framleiða gerfiblað- grænu (Klorofyl). Klorofyl, hið græna efni í plöntum, er mikilvægasta efnið til við- halds lífs á jörðinni. Plönt- urnar taka við kolsýrunni úr loftinu en gefa frá sér súr- efni, en án þess getur ekkert líf þrifist. Vísindamenn hafa lengi beð ið þess að Woodward yrði veitt Nóbélsverðlaunin og það þykir auka hróður hans oð hann skuli hafa fengið þau óskert að þpssu sinni, en iðu- lega er verðlaummum í efna- fræði deilt miili nokkurra manna, eins og gert var í sam bandi við eðlisfræðina að þessu sinni. Þegar Woodward frétti að honum hefði verið veitt verðlaun þessi, sagði hann að honum einum bæri ekki þessi verðlaun, því án samstarfsmanna sinna í rann- sóknarstofunni í Harvard, hefði honum ekki tekist að framkvæma þær yfirgrips- miklu tilraunir sem liggja að baki gerfiefnaframleiðslunnar. í því sambandi hefur hann látið í té eftirfarandi upplýs- ingar: Árið 1944 framleiddi hann kinin með einum aðstoð armaxmi, árið 1951 cortison með fjórum aðstoðarmönnum, árið 1954 styrknin með fimm aðstoðarmönnum, og árið 1961 blaðgrænu með sautján að- stoðarmönnum. f dag starfa 25 vísindamenn undir hans stjórn á rannsóknarstofunni og eru þeir að vinna við „víta mín B 12“. Efnafræðingar víða um heim, svo og sam- starfsmenn hans við Harvard bera djúpa lotningu fyrir dr. Woodward og kemur það má- ske bezt fram í orðum brezka vísindamannsins dr. David Dolphin, sem starfað hefur undir hans stjórn í nokkra mánuði. „Allur heimurinn veit að dr. Woodward er fremstur okkar allra og það er ástæðan fyrir því að við erutn hér. Ég tel það mikinn heiður að geta sagt: ég starfa fyrir fremsta efnafræðing heimsins.“ hann í hvívetna hinn efnilegasti maður að öllu atgervi. Árið 1913 fastnaði Benjamín sér stúlku. Áttu þau saman einn son en eigi varð af hjúskap. Þessi sonur er Eyþór Dalberg læknir, sem býí erlendis. Ástríður, móðir Benjamíns lézt sumarið 1928 og eftir það bjó Benjamín á Litla-Hrauni ásamt konu sinni Þórönnu Guðmunds- dóttur frá Kolviðarnesi í Eyja- hreppi fram til ársins 1946 er þau hjón brúgðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Þau hjón eignuðust tvær dætur: Ástu Jónu og Ástríði Oddnýju, hj úkrunarkonu. Hér í Reykjavík starfaði Benjamín hjá Kassagerð Reykja- víkur um skeið. Árið 1953 varð hann fyrir því slysi, þá aldraður maður, að falla á götu í hálku með þeim afleiðingum a'ð hann varð að gangast undir heilaað- gerð sem að vísu bjargaði lífi hans, en fyrri heilsu náði hana þó ekki aftur. Með Benjamín er liðinn mað- ur sem var um marga hluti sér- stæður perósnuleiki, og munu þeir sem honum kynntust vafa- lítið taka undir þessi orð. Hann var barn þess tíma er þrá eftir fróðleik og menntun var ein sterkasta tilfinning í brjósti hvers gáfaðs ungmennis. Tæki- færi til þess að láta þessa drauma rætast voru á hans æsku- árum lítil fyrir fátækan pilt sem auk þess var fyrirvinna heimilis. Þeim mun meiri furðu gegnir hve Benjamín tókst með árunum að afla sér víðtækrar og stað- góðrar þekkingar á ólíklegustu málefnum þeim sem ekki eru kennd við venjulegt brauðstrit. Þar komu tvennt til: athyglis- gáfa hans og hið frábæra minni. Á stundum, í persónulegum við- ræðum er hinar leiftrandi gáfur hans og frásagnargleði nutu sín bezt, gátu viðmælendur hans sannfærzt um þann víðféðma hugarheim sem var riki þessa manns. Það gat því ekki hjá því farið að persónuleiki hans markaði sín spor í hug þeirra sem næstir honum hafa staðið. Slíkur maður var hann. Sá sem þetta ritar vottar með þakklátum hug kynni sín af Benjamín. Göfuglyndi hans og hjartahlýju í garð lítils frænda og hæfileikum hans til að fræða og upplýsa mun aldrei verða gleymt. Aðstandendum hans votta ég dýpstu samúð. Sigurður B. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.