Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. nóv. 1965
Norðurlöndin voru fyrst allra til að hefja byggingu síns sýningarhúss. Þannig leit það út fyrir
nokkrum dögum.
SÝNINGARHUS norðurlanda
FOKHELT FYRIR JÖL
Neínd skipuð innan tíðar tii að annast
uppsetningu íslenzku deildarinnar
á heimssýningunni í Montreal
SÝNINGARHÚS Norðurlanda
á heimssýningunni í Monteral,
sem haldin verður frá 28.
apríl til 27. október 1967,
verður væntanlega fokhelt
um 20. desember n.k., fyrst
allra sýningarhúsanna.
Að því er Gunnar Frið-
riksson, fulltrúi íslands í norr-
aenu sýninigarnefndinni, tjáði
blaðinu í gær yrði reisugildi
líklega haldið 20. nóvemlber
n.k. af ræðismönnum Norður-
landa í Montreail. íslenzki
ræðismaðurinn þar heitir Guy
Gauvreau.
Gunnar sagði, að undirbún-
ingur fyrir íslenaku deildina
væri lítið kominn áleiðis, en
líklega yrði sett á laggirnar
nefnd á næstunni til að velja
það sem sýna .skyldi. íslend-
ingar fengju um 115 fermetra
sýningarsvæði, auk þess sem
sýnt væri sameiginlega með
hinum Norðurlöndunum, t.d.
í anddyrinu.
Þá sagði Gunnar að klú'bb-
ar norrænna manna í Montiæ-
al hefðu stofnað sameiginlega
nefnd til að auðvelda Norður-
landabúum að heimsækja
borgina á meðan á heimssýn-
ingunni stendur, m.a. með því
að útvega gistingu á heimil-
um norrænna manna. Sá sem
hefði haft forgöngu um þetta,
væri Vestur-íslendingur, Jón
Friðriksson, verkfræðingur,
æm er formaður Scandinavi-
an Club.
Vatnsbólið í Þjórsar-
túni oliulaust
í allra fyrsta
>EIR Jón Jónsson, jarðfræðing-
ur og Eggert Ásgeirsson, fulltrúi
hjá borgarlækpi fóru í fyrradag
austur að Þjórsártúni, ti'l að líta
á • olíumengunina í vatnsbóli
bóndans. En þeir ætla í rann-
sóknarskyni að fylgjast með
þessari olíumengun í vatnsbólinu
á næstu mánuðum og árum.
Jón tjáði Mbl. í gær að vatns-
bólið sé alveg ónothæft vegna
olíu og allt sé mengað olíu í
kring um það. Með allra mestu
bjartsýni, mundi hann telja að
bóndinn yrði að vera án vatns-
bólsins í ár, en vel gæti það
orðið miklu lengur. Þarna hefði
lccgi efiir wr
mikið magn farið niður, en það
hefði þó bjargað nokkuð, að
þetta gerðist að afstöðnum mikl-
^im rigningum og mýrin var ful'l
af vatni, svo mikið af olíu rann
burt ofanjarðar.
Aðspurður hvort ekkert væri
hægt að gera til að losna við
olíuna, sagði Jón, að svo væri
ekki. Það eina hefði verið að
kveikja strax í olíunni, áður en
hún seig niður, en sá hængur
hefði verið á því í þessu tilfelli,
að bæði var olíubíllinn þarna á
hvolfi og svo liggur þjóðvegurinn
mjög nærri. Þvi hefði hann ekki
lagt til að það yrði gert.
Nómskeið um ræðumennsku 09
iundursköp ú vegum FUS,
Arnessýslu
FUS í Árnessýslu efnir til nám-
skeiðs í fundarsköpum og ræðu-
list sem hefst nk. sunnudag kl.
15.00 í Landsbankasalnum á Sel-
fossi. Námskeiðið hefst með
ræðu Ingólfs Jónssonar, land-
búnaðarráðherra en siðan mun
Magnús Óskarsson, hrl. flytja er-
indi um fundarsköp. Að lokum
verður kvikmyndasýning.
Annar fundur á námskeiðinu
verður laugardaginn 13. nóv. og
hefst hann kl. 2 í Landsbanka-
salnum. >á mun Magnús Jóns-
son, fjármálaráðherra flytja er-
Keflavík
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ „Sókn“ heldur aðalfund
fimmtudaginn 4. nóvember kl. 9
síðdegis í Æskulýðshúsinu.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf. —
Kaffidrykkja. Bingó. Glæsilegir
vinningar.
indi um ræðumennsku. Magnús
Óskarsson hrl., stjórnar umræð-
um, sem fram fara að lokinni
ræðu fjármálaráðherra. Aðrir
fundir á námskeiðinu verða boð-
aðir síðar en þeir verða haldnir
bæði á Selfossi og annars staðac
í Árnessýslu. Ungir Sjálfstæðis-
menn í Árnessýslu eru eindregið
hvattir til þess að fjölmenna á
þetta námskeið.
— Umferðarslys
Framhald af bls. 32.
ur fyrir utan það, sem hann rann
á þakinu. Mildi var, að Ólafur
meiddist ekki. Hann smaug út úr
bílflakinu, en á meðan hann
hljóp til þess að ná sér í hjálp.
var stolið frá honum úr bilnum
leðurjakka og byssunni. Krana-
bíll frá Daníel ók hinum ilia
farna bíl á bifreiðaverkstæðí
Vísis. Sagt er, að kosti milli 40
og 50 þúsund krónur að gera við
bílinn. Á meðan fljúga rjúpurnar.
Arndís Björnsdóttir heiðruð
SL. mánudagskvöld héldu leik- | ætlaðar til utanferðar. Auk
arar við Þjóðleikhúsið, Iðnó og
Ríkisútvarpið Amdísi Björns-
dóttur, leikkonu, samsæti í
Þjóðleikhússkjallaranum í til-
efni af sjötugsafmæli hennar
fyrir skömmu.
Veizlustjóri var Brynjólfur
Jóhannesson, leikari. Avarpaði
hann leikkonuna og afhenti
henni að gjöf frá leikurum
15.000 krónur, sem haun sagði1
þess ávörpuðu leikkonuna frú
Herdís Þorvaldsdóttir, for-
maður Leikarafélags Þjóð-
leikhússins, Guðlaugur Rósin-
kranz, þjóðleikhússtjóri, og
leikararnir Valur Gíslason, Har-
aldur Björnsson og Gunnar
Eyjólfsson.
Meðfylgjandi mynd var tekin
í hófinu af þeim Arndísi og
' Brynjólfi. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
Iflbð hf. tekur að sér veitingarekstur
í limferðarmiðstöða nni
STJÓRN Hlaðs h/f hefur fyrir
nokkru undirritað samning við
samgöngumálaráðuneytið um
rekstur veitingastarfsemi og
greiðasölu í Umferðarmiðstöð-
við Hringbraut. Unnið er nú að
undirbúningi og framkvæmdum j stöðin verður opnuð. Gunnar
í Hveragerði, þar sem Hlað h/f I Hansson, arkitekt, hefur þegar
hafizt handa um teikningu á
innréttingu í Umferðarmiðstöð-
stöðinni.
hyggst reisa gisti- og veitinga-
hús, en starfsemin í Umferðar-
miðstöðinni hefst, um leið og
Samkomulagið fellt
VERKFALL YFIRMANNA
Á YCICSARAFLOTANUM
— hið fyrsta í sögu togaraútgerðar á Islandi
Á HÁDEGI í gær lauk at-
kvæðagreiðslu yfirmanna á
togurum um samninga þá,
sem samninganefnd þeirra
og samninganefnd Félags
íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda undirrituðu að
morgni 27. októbers. — At-
kvæði voru flest greidd
um talstöðvar eða með stm
skeytum. 189 skipstjórar,
stýrimenn, vélstjórar og
loftskeytamenn á 27 togur-
um höfðu atkvæðisrétt,
eða sjö menn á hverju
skipi. 182 atkvæði bárust
frá 26 skipuni, og féllu þau
þannig:
Já sögðu 43
Nei sögðu 109
Ónotuð atkvæði 30
Verkfall yfirmanna á togur-
um, sem hófst á miðnætti að-
faranótt 27. október, heldur
því áfram. Verkfallið nær til
þeirra 27 togara, sem nú eru
gerðir út hér á landi, 23
þeirra eru enn á veiðum og
munu sennilega sigla með afia
sinn til erlendra markaða. —
Verkfallið nær þegar til fjög-
urra togara. Þeir eru bv. Jón
forseti og bv. Narfi I Reykja-
vík, bv. Röðull í Hafnarfirði
og bv. Sléttbakur á Akur-
eyri.
Þetta er fyrsta verkfall yfir-
manna á togurum í rúmleg
60 ára sögu togaraútgerðar á
íslandi, ef undan er skilið átta
klukkustunda verkfall á árinu
1960. Hefur ekki komið til
þess áður, að deila um kaup
og kjör milli togaraeigenda
og yfirmanna hafi stöðvað
rekstur skipanna.