Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIO
Miðvikudagur 3. nóv. 1965
☆
Rhodos, 6. okt.: —
HÉR er mikið um að vera
þessa dagana; öll hótel yfirfull,
enda stendur túristavertíðin
sem hæst. Fólk frá flestum
löndum Evrópu leggur hingað
leið sína, á náðir hins ákjós-
anlegasta veðurfars, víðáttu-
mikilla baðstranda, en ekki
sízt vegna hins sögulega ljó.na,
sem hvarvetna má finna á þess
ari litlu eyju.
Norðurlandabúar eru í mikl-
um meirihluta ferðámanna.
Allar helztu ferðaskrifstofur
Skandinavíu fljúga fullum
Presturinn frá Tjæreborg -
Hinn nýi „Helios“ Rhodos
Einkaboðströnd Hotel Des Roses. Ströndin og stjórinn eru þ arna eins og bezt getur verið.
Fremst eru bin skemmtileg u sjóhjóL . (Ljósm. Kormákr).
Þrátt fyrir mikinn straum
útlendinga hingað, er þesa
vandlega gsett af yfirvöldun-
um, að þeir festi ekki fé í fast
eignum eða fyrirtækjum. Fyr-
ir nokkrum árum var heims-
fræg kvikmynd, bandarísk,
tekin hér „Byssurnar í Navarr-
one“. Einn leikarinn, Anthony
Quinn, varð mjög hrifinn af
Rhodos og keypti sér góða
spildu við eina ströndina. En
þegar hann hugðist byggja sér
hús á landi sínu, var leyfi til
þess allsendis ófáanlegt. f»etta
stingur mjög í stúf við Spán
og eyjamar þeirra. Þar eru út-
lendingar beinlínis hvattir til
að reisa hús, hótel og hvers-
konar verzlanir.
Eins og ég gat að framan,
eru hótel hér mjög mörg og
fjöldinn allur í byggingu. Víða
vegar um bæinn má sjá grafið
fyrir grunnum og er þá oft
komið niðux á gamlar rústir.
Ekki veit ég hvort fornleifa-
fræðingar eru þá kvaddir til
og látnir gramsa, en verkefni
fyrir þá virðast næg.
Nokkur hótelanna teljast 1
luxusklassa, og má nefa Hotel
des Roses, sem er hið elzta 1
borginni, byggt af ítölum i
kringum 1930, Hótel Ibiscus
(skýrt í höfuðið á algengustu
rósategund Rhodos), Hotel
Mediterranian, og Grand Hotel
Aðeins það síðastnefnda
myndi falla í flokk luxus á
meginlandinu. Hin færu öll i
1. flokk
Matur á þessum hótelum
flugvélum fram og til baka
mörgum sinnum í viku. Stór-
tækastur er presturinn frægi
frá Tjæreborg, en fast á eftir
fylgir Spies, sá hinn sami og
kom til Reykjavíkur í sumar,
með fjóra fallega „einkaritara“
sér til aðstoðar. Innfæddir eru
að vonum kátir yfir þessu
mikla flóði fólks og um leið
peninga og tala í gamni um
að endurbyggja styttuna miklu
af Helios og láta hana líkjast
Tjæreborgprestinum. Um
þennan víðförla prest hafa
spunnizt margar skemmtilegar
sögur og fer sú bezta, að min-
um dómi. hér á eftir.
Tvo litla drengi í Danmörku
langaði í ferðalag, en vantaði
farareyri. Þeir skrifuðu þá til
Guðs og báðu hann senda sér
kr. 150.00 fyrir kosnaðinum.
Bréfið settu þeir nú í póstkass
ann, en þó að þjónustan sé
góð í Danaveldi, vafðist adress
an samt fyrir póstmönnum.
Þeir tóku til þess snjallræðis
að senda bréfið til prestsins í
Tjæreborg. Hann hafði gaman
af öllu saman, en fannst nóg,
að þeir fengju helming þess,
sem þeir báðu um. Snáðarnir
fengu svo peninga og fóru í sitt
ferðalag. En nokkru seinna
kom frá þeim annað bréf í
póstinum. I því stóð: „Góði
Guð, við þökkum þér fyrir
ferðalagið, en nú langar okk-
ur aftur. í þetta sinn - skaltu
ekki senda peningana í gegn-
um Tjæreborgprestinn, því
hann tekur helminginn“.
Það er ótrúlegt hvað prest-
urinn býður góð kjör og með
betri þjónustu en aðrir, sem
eru meira en helmingi dýrarL
Fimmtán daga ferð frá Kaup-
mannahöfn, búið á fyrsta
flokks hóteli og flogið á þotu
(Caravelle) kostar aðeins tæp-
ar 800 danskar krónur. í þessu
er innifalið morgunmatur og
ein máltíð á dag. Ekki veit ég
kjörin hjá Spies, en „Stjerne-
resjer“ er með jafn langan
tíma á 1600 krónur, og flogið á
gömlu gerðinni (DC 7b).
Þarna er ótrúlegur munur á
og ferðin með þotu tekur að-
eins 3V4 klst.,- en með hinum
12 tíma (viðkoma í Aþenu).
Aðal ferðamannatíminn er á
vorin, fram í júní, og svo aft-
ur frá miðjum ágúst, fram í
nóvember. En nú ætlar Spies
að koma hingað með fólk í all
an vetur, og þá á betri kjör-
um en í „sæson“. Ég spurði
innfæddan hvort ekki væri
hér væri hér leiðinlegt veð-
ur á veturna. Ég hafði heyrt,
að þá væri alltaf rigning.
Hann sagði þetta mik-
inn misskilning. Hér er veðrið
nokkuð jafnt allt árið, en að,
vísu svalara á veturna. Þó
rignir dag og dag, en ekki sam
fellt í langan tíma. Hitinn fer
varla niður fyrir 15 stig, þeg-
ar kaldast er. Nú, þegar þetta
er ritað, er að jafnaði 30 stiga
hiti á daginn, en um miðnætti
22-26 stig. Sólin skín alla daga
og vart sést ský á himni. Skil-
yrði til baðlífs eru hér hin-
beztu, sem hugsast getur, sjór-
inn silfurtær lygn og sléttur.
Margt er hægt að gera sér til
skémmtunar á ströndinni; þar
eru til leigu skemmtileg „sjó
hjól“, tveggja manna ,kajakar,
seglbátar, og svo má leigja sér
hraðbát með sjóskíðum.
En ekki er allt jafn gott við
Rhodos. Hér á að heita að eyj-
an sé öll ein fríhöfn, eins og
til dæmis Kanaríeyjar. Þetta
á að tryggja lægra vöruverð en
á meginlandinu. En Rhodos er
engin fríhöfn, nema að nafn-
inu til. Flest er hér jfan dýrt
og sumt dýrara en á venjuleg-
um markaði verzlana. Tök-
um nokkur dæmi: Amerískar
sígarettur kosta hér kr. 45.09
Það er mikið sport að fá sér siglingu á sjóhjóiinu og láta
sólina baka sig, umleikitm 30 stiga heitri goluunL
pakkinn! (en 8 kr. á Kanarí).
Svissnesk úr kosta hér kr.
3.600.00 íslenzkar (Omega), en
ekki nema brot af þessu verði
í raunverulegri fríhöfn. Þó má
gera hér góð kaup í vissum vör
um t.d. er gull í miklu úrvali
og ódýrt. Pelsar og skinnvara
er líka á góðu verði. Og reynd
in er sú, að önnur hver búð er
með gull og pelsa. Óvenjulega
er mikið um klæðskera og
virðast allir láta sauma á sig
eftir máli. Tlibúin föt sjást
hvergi á boðstólum. Og ferða-
menn láta sauma á sig í stór-
um stíL
„Papandreu á eftir að koma
aftur. Ef ekki hann sjálfur þá
einhver sem fylgir honum í
öllu“. Það er kaupmaður í
gömlu borginni sem talar,
(John Pavledos að nafni). Og
hann heldur áfram: „Yfir 80%
af fólki til 45 ára aldurs styð-
ur Papandreu ákaft, en þeir
Hér sjást hinir miklu vígm úrar, sem Musterisriddararnir
reistu um gömlu borgina R odos. Var borgin á sínum tima
álitin bezt víggirta borg í h eimi.
Þarna er lífvörður stranda rinnar á bát sínum, reiðubúinn
að elta uppi sundmenn í n eyð og eins þá, er hætta sér of
langt. Hans vinnudagur er samfelldur; frá 8 á morgnana,
þar til síðustu baðgestir fara af ströndinni.
(að Grand undanskildu), er
hvergi nógu góður eða fjöl-
br„eyttur. Á matseðli er hægt
að velja um 2-3 forrétti, en
aðalrétturinn er alltaf einn,
hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða verr.
Mér var sagt til skýringar,
af einum þjóni, að ástæðan
væri eftirfarandi: Eitt sinn
hugðist hótel hækka gjöld sín
verulega og græða þá ríflega
á túristunum. En Papandreu,
sem þá var við völd, sá hvað
verða vildi og bannaði allar
hækkanir með lögum, til að
f^yggja vaxandi straum ferða-
manna. Mótleikur hótelanna
er niðurskurður á fæði og ann
að slíkt.
Flest hótelanna eru í leigu
grískra einstaklinga, en ríkis-
banki Grikklands á þó fimm
þeirra, þar á meðal Hótel des
Roses, sem er vegleg bygging,
staðsett á bezta stað með
einkabaðströnd og miklum
garði. Ekkert hafa ítalir til
sem eldri eru fylgja konungi,
eða stendur á sama. Okkur
finnst að konungurinn eigi
ekki að skipta sér af stjórn-
málum“.
Já, en var Papandreu ekki
of róttækur?“ spyr ég. „Heims
pressan segir jafnvel að haun
sé kommúnisti“.
„Nei, hann er ekki komm-
únisti frekar en konungurinn.
Víst er hann róttækur, en þarl
ekki róttæk ráð til að koma á
umbótum í stöðnuðu þjóðfé-
lagi? Papandreu er demókrati
og ekkert annað. Ástandið nú
er bara tímabundin málamiðl-
un, þróunin verður ekki stöðv-
uð.“
Það er fróðlegt að heyra
þetta viðhorf, sem er mjög al-
mennt hér, og hve hlýtt öllum
virðist til Papandreu. Og eitt
er víst, að félagslegar umbæt-
ur vantar miklar og tilfinnan-
lega. Hér vinna allir 12 tíma
á dag fyrir sáralitlum launum
og aðeins fáir útvaldú geta
veitt sér hina sjálfsögðu hluti
nutímans.
sparað, þegar þeir reistu þetta
fyrirtæki. Á jarðhæðinni eru
t.d. 6 metrar til lofts og gríðar
stór, falleg listaverk prýða
alla veggi. En hvað viðhald
snertir er miklu ábótavant.
Ef eitthvað fer aflögu virðist
enginn áhugi á lagfæringu og
hlutirnir látnir níðast niður.
Ég hef stiklað á stóru í þess-
ari grein, en vænti þess að
einhverjir af henni gaman og
jafnvel gagn, ef þeir hyggjast
leggja hingað leið sína, en það
er vissulega peninganna virðL
Kormákr.