Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. nóv. 1965
SJötugur í dag:
Erlingur Pálsson, yfirlögregluþj.
í DAG á sjötugsafmæli Erling-
tir Pálsson, yfirlögregluþjönn,
J>ekktur, reykvískur borgari,
landskunnur lögregluforingi og
íþróttaleiðtogi. Á langri starfsævi
hefir hann gegnt tveimur, mikil
vægum hlutverkum í þágu þjóð-
félagsins, annarsvegar að halda
uppi lögum og rétti og hinsvegar
að starfa fyrir íþróttaæsku lands
ins. Hann hefir vakað yfir vel-
ferð Reykvíkinga um nærri hálfr
ar aldar skeið og varið fjölda
mörgum tómstundum í þágu sund
íþróttarinnar, en á báðum þess-
um starfssviðum hefir hann unn-
ið hið merkasta brautryðjanda-
starf. Erlingur hefir alla tíð ver-
ið ríkur af hugsjónum, sem hann
hefir ótrauður barizt fyrir. Hann
er enn ungur í anda, á mörg hugð
arefni og er óragur við að leggja
þeim málum lið, er hann telur
mega verða til farsældar.
Erliogur Pálsson er fæddur 3.
nóvember 1895 að Árhrauni á
Skeiðum. Hann er af góðu fólki
kominn. Móðir hans var Ólöf,
hann fyrir þær sakir.
Erlingur yfirlögregluþjónn hef
ir verið mikill áhugamaður um
framfarir á sviði löggæzlunnar.
Hann hefir tekið virkan þátt í
kennslu lögreglumanna um langt
árabil, annazt og haft umsjón
með þjálfun þeirra og staðið fyr
ir mörgum lögreglunámskeiðum.
Hann hefir ávallt verið mjög
hvetjandi til notkunar nýjustu
tækni við löggæzlustörfin, og
bygging nýtízku aðallögreglu-
stöðvar hefir lengi verið hans
hjartans mál.
• Félagsfrömuður er Erlingur
Pálsson mikill. Ber í þeim efn-
um fyrst að nefna, að hann var í
áratugi oddviti stéttarfélags lög-
reglumanna og vann af áhuga og
alúð að velferðarmálum þeirra.
Varð honum mjög mikið ágengt
á því sviði og naut þeirrar á-
nægju að sjá á stjórnarárum sín
um gjörbreytingu verða á kjör-
um lögreglumanna. Erlingur
saméinar óvenju vel þá góðu
kosti að geta verið jöfnum hönd-
dóttir Steingríms bónda á Fossi Um einbeittur yfirmaður og góð
á Síðu, Jónssonar, en faðir hans
var hinn gagnmerki frömuður í
sundkennslu hér á landi, Páll
Erlingsson, bróðir Þorsteins
skálds. Erlingur ólst upp hjá
foreldrum sínum og fluttist með
þeim ungur að árum til Reykja-
víkur. Hann mun hafa verið á
fermingaraldri, er hann hóf að
hjálpa föður sínum við sund-
kennsluna. Kviknaði þá þegar sá
eldlegi áhugi Erlings fyrir sund-
iþróttinni, sem enn lifir í honum
sjötugum, góðu lífi.
Árið 1919 urðu þáttaskil í lífi
Erlings Pálssonar. Að beiðni Jóns
Hermannssonar, lögreglustjóra,
ókvað hann að verða lögreglu-
maður og sigldi skömmu síðar til
Danmerkur. Settist hann þar á
skólabekk í lögregluskóla Kaup-
mannahafnar og tók að nema
lögreglufræði. Að loknu prófi I
skólanum kynnti Erlingur sér
ýmsar sérgreinar á sviði lögreglu
' mála, bæði í Danmörku og Þýzka
landi. Er heim kom, tók hann við
lögregluþjónsstarfi, en þegar á
árinu 1921 var Erlingur Pálsson
gerður að yfirlögregluþjóni í
Reykjavrk og gegnir hann því
embætti ennþá. Þrátt fyrir dags-
ins önn, hefir Erlingur aldrei
slegið slöku við að fylgjast með
nýjungum í löggæzlumálum og
hefir allt fram á síðari ár sótt lög
reglunámskeið í borgum ná-
gr. nnalanda okkar.
Vart er hægt að hugsa sér
meiri breytingu á þjóðfélagshátt
um en þá, sem orðið hefir hér á
landi, í Reykjavík og annars-
staðar, á því tímabili, sem Erling
ur Pálsson hefir gegnt yfirlög-
regluþjónsstarfi. Margvísleg og
umfangsmikil löggæzluleg vanda
mál hafa fylgt í kjölfar hinnar
öru þjóðfélagsþróunar. Hefir
það ávallt fallið í hlut yfirlög-
regluþjónsins að vinna að lausn
þeirra vandamála við hlið lög-
reglustjóranna. Mikil breyting
hefir og orðið á skipun lögreglu-
mála og starfsaðferðum lögregl-
unnar á starfstima Erlings Páls-
sonar, enda hefir tala lögreglu-
manna um tuttugufaldazt á því
tímabili og gjörbylting orðið,
hvað búnað snertir.
Erlingur Pálsson hefir verið í
fararbroddi við allar meiri'háttar
lögregluaðgerðir á almannafæri
hér í borginni um áratugi. Hefir
hann á þeim vettvangi oft þurft á
miklu þreki og karlmennsku að
halda. Enda þótt Erlingur hafi
óhjákvæmilega þurft á stundum
að beita hörðu gagnvart ofstopa-
mönnum og öðrum hættulegum
efbrotamönnum, er hitt þó miklu
tíðara, að hann hafi með mildum
höndum snúið afvegaleiddum inn
6 réttar brautir. Ótalin eru þau
spor, sem hann hefir gengið bón
erveg til þess að rétta hlut þeirra
sem halloka hafa farið í lífinu.
Eru margir í þakkarskuld við
ur félagi og trúnaðarmaður.
Undirmenn leita til hans með
vandamál daglegs starfs, en einn
ig með sín einkamól, er þeir
þurfa á hollráðum að halda. Og
aldrei er yfirlögregluþjónninn
svo önnum kafinn, þrátt fyrir
erilsöm störf, að hann hafi ekki
tíma til að hlusta og ráðleggja,
hversu smátt sem erindið kann
að sýnast.
Erlingur Pálsson hefir beitt sér
á fleiri sviðum þjóðfélagsins en
á sviði löggæzlumála. fþróttir
virðast honum í blóð bomar.
Sjálfur er hann allt fram á þenn-
an dag mikill íþróttamaður, eink
um á sviði sundsins, sem hann
telur, vafalaust með miklum
rétti, íþrótt íþróttanna. Ungur
að aldri fetaði hann í fótspor
fornkappans og synti fyrstur nú-
tímamanna hið fræga Drangeyj-
arsund. Á langri ævi hefir hann
síðan unnið íþróttaæskunni allt
það gagn, sem hann hefir getað.
Sem dæmi um þau störí má
nefna, að Erlingur var formaður
Sundfélags Reykjavíkur árin
1926 til 1931. Sundráðs Reykja-
víkur 1932 til 1950, varaforseti
íþróttasambands íslands 1933 til
1951, aðalfararstjóri á Olympíu-
leikana í London árið 1948. Hann
hefir verið formaður Sundsam-
bands fslands frá stofnun þess
árið 1951 og til þessa dags. Hér
skal ekki fleira upp talið, enda
þegar nóg komið til þess að sýna,
að hér hefir heldur ekki verið
legið á liði.
Fyrir margháttuð störf í þágu
alþjóðar hefir Erlingur Pálsson
verið sæmdur ýmsum heiðurs-
merkjum, bæði innlendum og út-
lendum.
Erlingur er kvæntur merkri
konu, Sigríði Sigurðardóttur,
pósts frá Síðu í Skaftafellssýslu.
Hefir Sigríður reynzt eiginmanni
sínum hin mesta stoð og stytta í
löngu hjónabandi. Þau Erlingur
eiga 7 mannvænleg börn á lífi,
4 tengdasyni og 17 barnabörn,
þar af þrjá drengi, sem bera nafn
Erlings afa síns. Lengstum hafa
þau hjónin búið að Bjargi við
Sundlaugaveg og eiga þar fallegt
heimili.
Erlingur Pálsson er gæfumað-
ur. Hann hefir séð góðan ávöxt
iðjusemi sinnar í miklu lífsstarfi
og nýtur viðurkenningar sem
drengskaparmaður. Öll sín störf
hefir Erlíngur unnið þannig, að
hann hefir notið virðingar og ein-
lægrar vináttu allra sinna yfir-
boðara, er bezt máttu þekkja
kosti hans. Vini á hann svo
marga, að fáir eiga fleiri.
Um leið og ég þakka Erlingi
Pálssyni fyrir tuttugu ára sam-
starf, sem aldrei hefir borið
skugga á, sendi ég honum og fjöl-
skyldu hans einlægar hamingju-
óskir með merkisafmælið.
Sigurjón Sigurðsser
Kveðja frá
Ben. G.
Waage
NÝKOMINN heim frá Olympiu-
þinginu í Madrid, heyri ég að
hver íþróttafrömuðurinn á fætur
öðrum eigi merkis afmæli. í gær
var Ólafur Sveinsson vélsetjari,
sjötíu og fimm ára — og
nú er Erlingur Pálsson, yfir-
lögregluþjónn sjötugur. Beggja
þessara afreks- og hæfnismarma
er gott að minnast, og hin mikils
verðu störf þeirra á sviði íþrótt-
anna.
Mbl. hefir óskað þess að ég
minntist Erlings Pálssonar, sund
kappa. Og þó lítill tími sé til
frá Englandi 1914, þa<r sem hann
hafði verið við sundnám. Sund-
sigrar hans voru margir og góðir
en mesta afrek hans tel ég vera,
er hann svamm úr Drangey til
lands 1927, fyrstur nútímamanna
og sannaði þannig Dramgeyjar-
sund Grettis Ásmundssonar, er
hann sótti eldinn til lands. En
margir hafa efað það sundafrek.
Erlingur braut ísinn og ber hon-
um þjóðarþökk fyrir það. (Sjá
Iþróttablaðið 1927). Síðan hafa
þvL — Erlingur er fæddur 3.
nóvember 1895 á Árhrauni á
Skeiðum, sonur hjónanna Páls
Erlingssonar sundkennara og
Ólöfu Steingrírmsdóttur. Hann
ólst upp með foreldrum sínum
og fluttist með þeim til Rvíkur
árið 1906, og hér hefir hann átt
heima siðan — að Bjargi við
Sundlaugarveg. — Erlingur
lærði sund snemma hjá föður
sínum í gömlu sundlaugunum.
Varð hann síðar sundkennari
með föður sínum frá 1908 til
1919, er hann gekk í lögregluna
hér, en þar hefir hann starfað
síðan með ágætum. Það var mik-
ið lán fyrir sundíþróttina, er
Björn heitinn Jónsson ritstjóri
og ráðherra, fékk Pál Erliágsson
fyrir sundkennara við Laugames
laugarnar en þar háði hann sitt
þrjátíu ára sundstríð. Vér nem-
endur hans gleymum ekki hóf-
semi hans, þolinmæði og þraut-
seigju við sundkennsluna. Og
margir minnast hans sem bezta
kennara, sem þeir hafi haft, þrátt
fyrir erfiðar" aðstæður við sund-
keiinsluna. Synir Páls og þá
fyrst og fremst Erlingur tóku við
sundkennslunni, og fórst það
ágætlega úr hendi. Og enn í
dag, haldá þeir Jón og Ólafur
sundkennslunni áfram við ágæt-
an orðstír.
Ungur að árum þreytti Erling-
ur kappsund og setti mörg sund-
met. Þá var hann oftar sigur-
vegari í Nýárssundinu en nokk-
ur annar; þrisvar sinnum var
hann Sundkappi fslands. Hann
hóf hér fyrstur kennslu í skrið-
sundi, eftir að hann kom heim
stefnu, vil ég eigi skorast undan nokkrir aðrir sundgarpar synt
frá Drangey til lands — og þann
ig sannað Drangeyjarsund Grett-
is og ágæti sundlistarinnar.
Margir telja það höfuðgalla á
íþróttahreyfingunni, hve margir
hætta áhugastörfum, eftir afrek-
in á leikvellinum. Erlingur hefir
aldrei svikizt undan merkjum. í
hinu félagslega starfi hefir hann
tekið mikinn þátt og góðan.
Hann átti sæti í stjórn íþrótta-
sambands íslands í 17 ár, var þar
varaforseti. Þá hefir hann verið
formaður Sundsambands íslands
frá stofnun þess 25. febrúar 1951.
Átt s'æti í Olympíunefnd fslands
og var kjörinn fararstjóri á Ol-
ympíuleikana í Lundúnaborg
1948. Loks má geta þess, að
hartn á sæti í Laugardalsnefnd-
inni sem nú er að vinna að því,
að hin stóra sundlaug í Laugar-
dal verði fullgerð, sem væntan-
lega verður næsta vor. —
Auk þessara áhugastarfa Er-
lings, hefir hann um áratugi
gegnt starfi yfirlögregluþjóns
með prýði. Aldrei sofið á verðin-
um. Fyrir það þakka löghlýðnir
borgarar Erlingi Pálssyni í dag.
Og margir munu sakna haris,
þegar hann lætur þar af störf-
um, því mörgum, ekki sízt kon-
um, hefir hann leiðbeint og leitt
yfir götu og forðað frá slysum
í umferðinni. Vér sundlbræður
hans þökkum honum samfylgd-
ina, áhugann og drengskapinn og
óskum að mega njóta hans sem
lengst, til að efla áhuga á sund-
listinni: ÍÞRÓTT ÍÞRÓTTANNA.
Rvík, 2. nóv. 1965.
BENNÓ.
Fimmtugur í dag:
Eiríkur Briem framkvæmdastióri
I D A G er fimmtugur Eiríkur
Briem, rafmagnsveitustjóri ríkis-
ins og framkvæmdasljóri Lands-
virkjunar.
Eiríkur Briem er fæddur í
Viðey, sonur Eggerts Briem óð-
alsbónda í Viðey, athafnamanns,
fræðimanns og rithöfundar, og
konu hans Katrínar Pétursdótt-
ur Thorsteinsson útgerðarmanns
á Bíldudal. Eiríkur varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1934. Hann hafði þá ákveð-
ið að nema rafmagnsverkfræði
og kaus að fara til Svíþjóðar og
stunda nám við Konunglega
tækniháskólann í Stokkhólmi, en
það var þá nýjung að íslending-
ur færi til Svíþjóðar til verk-
fræðináms, enda þótt vitað væri
að skólar Svía væru mjög full-
komnir.
Að loknu verkfræðinámi 1939
réðist Eirikur til Statens Vatten-
fallsverk í Svíþjóð og vann hjá
þeim um fjögurra ára skeið.
Mikið af þeim tíma var hann í
Trollhattan þar sem er eitt hið
elzta og á sínum tíma þekktasta
hinna stóru vatnsorkuvera Svía
— í einu hinu fegursta héraði
Svíþjóðar.
Meðan Eiríkur starfaði í þjón-
ustu Vatnastjórnarinnar sænsku
kynntist hann sinni ágætu konu
Maju-Gretu, dóttur Haralds Erik
sons listmálara í Örebro. Þegar
hún fluttist til íslands með manni
sínum árið 1943 bættist íslandi
við góður ríkisborgari, sem tók
ástfóstri við landið og hefur áunn
ið sér sérstakt traust og vinsæld-
ir allra þeirra mörgu, er henni
hafa kynnzt. Synir þeirra Maju-
Gretu og Eiríks, Haraldur og
Eiríkur, eru annar við læknis-
nám en hinn enn í menntaskóla.
Kominn aftur heim til íslands
starfaði Eiríkur fyrst hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur við
stækkun Sogsvirkjunar o.fl., en
geriðst árið 1945 yfibverkfræð-
ingur hjá Rafmagnseftirliti rík-
isins. Árið 1946 samþykkti Al-
þingi raforkulögin. Tóku þau
gildi 1. jan. 1947, og voru Raf-
magnsveitur ríkisins þá formlega
stofnsettar. Var Eiríkur skipaður
forstjóri þeirra, rafmagnsveitu-
stjóri ríkisins, og hefur gegnt
því starfi síðan þar til .nú er
hann er ráðinn framkvæmda-
stjóri hins nýja stórfyrirtækis,
Landsvírkjunar, sem stofnað er
með lögum um Landsvirkjun, er
afgreidd voru frá Alþingi
snemma á þessu ári.
Þótt Rafmagnssveitur ríkisins
hafi ásamt Rafmagnseftirlitl
ríkisins og rannsóknardeildum
raf orkumálast j órnarinnar alla
tíð verið starfræktar í náinni
samvinnu allra þessara starfs-
deilda um þá hluti, er samein-
ast mátti um svo að hagur var
að, hefur embætti rafmagnsveitu
stjóra ríkisins frá upphafi verið
mjög sjálfstætt. Á þessum nítján
árum, sem liðin eru síðan Eirík-
ur Briem varð rafmagnsveitu-
stjóri ríkisins hafa Rafmagnsveit-
ur ríkisins vaxið úr því að vera
aðallega ein rafmagnslína, Kefla-
víkurlinan, í það að reka 30 raf-
orkuver mismunandi stór, eiga
hátt á fjórða þúsund km af há-
spennulínum og veita raforku
beint og óbeint til rúmlega 60.000
manns. íbúar 52 kaupstaða
og kauptúna og þorpa og um
helmingur íbúa sveitanna fá nú
rafmagn beint frá Rafmagns-
veitum ríkisins, en auk þess selja
þær í heildsölu til 17 annarra
rafveitna, sem dreifa raforku
áfram til notenda. Stofnkostnað-
ur mannvirkja Rafmagnsveitna
ríkisins er nú orðinn töluvert á
annað þúsund milljónir króna
eftir nútíma verðlagi og árleg
gjöld hátt á annað hundrað
milljónir króna.
Eiríkur tekur þó nú við öðru
fyrirtæki, Landsvirkjun, þar sem
hann fljótlega mun hafa til um-
sjár enn meiri fjármuni og velta
enn hærri upphæðum í árlegum
rekstri. Hann hefur um nokkur
ár, jafnhliða embætti sinu, haft
umsjón með lokarannsókn og
undirbúningi fyrstu stórfram-
kvæmdar þessa fyrirtækis, virkj-
un Þjórsár við Búrfell, sem full-
gerð, 210.000 kw, mun vera ná-
lega helmingi stærri en saman-
lagt afl allra vatnsorkuvera
Framhald á bls. 15