Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 21
r Miðvikudagur 3. náv. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 21 „Skammvinna ævi ]»ú verst í vök, þitt verðmæti gegnum lífið er fómin. En til þess veit eilífðin alein rök.“ Kinar Benediktsson. NÝKOMINN heim aftur frá 63. þingi Alþjóða-Ólympíunefndar- innar, sem haldið var í höfuð- Iborg Spánar — Madrid — frá 5. til 10. október sl., þykir mét hlýða að segja hér nokkuð frá því, sem var gerðist. Þetta var eitt merkasta Olympíuþing, sem háð hefir verið, vegna þess hve 'v 1 - -r ‘-X' Útsýni yfir Madrid, í baksýn sést konungshöllin. Benedikt G. Waage: A þingi alþjdða Qlympiu- nefndarinnar í Madrid vel tókst að Ieysa deilumálin, sem virtust óleysanleg í fyrstu, og blöð um allan heim höfðu deilt um meir og minna. En það var um þátttöku Austur- og Vest ur-Þjóðverja í Olympíuleikun- um. Austur-Þjóðverjar vildu fá að keppa, sem sjálfstæð þjóð á Olympíuleikunum og óháð Vest- ur-Þýzkalandi, þrátt fyrir það að Olympíulögin mæla svo fyr- ir, að aðeins EIN þjóð megi aenda keppendur á leikina undir þjóðfána sínum. — Benedikt G. Waage Þann 3. október *!. lagði ég efstað á Ólympíuþingið. Flug- ferðin, með GULLFAXA gekk ágætlega til Lundúnaborgar, — og svo þaðan eftir nokkra klst. bið, til Madrid, með spánskri flugvél (þotu). Flugferðin tók réttar átta klst. Veðrið var ekki sem bezt í Madrid, meðan ég dvaldi þar; gekk á með rigninga skúrum, rétt eins og hér heima, þótt rokið væri þar ekki eins mikið og hér. Þann 6. október var Ólympíu- þingið sett í hinu stóra og vist- lega Þjóðleikhúsi í Madrid með inikilli viðhöfn, að venju. Forseti Ólympiunefndar Spánverja, José Antonio Elola-Olaso, bauð full- trúana sérstaklega velkomna, svo og aðra gesti, en þama voru allir helztu forystumenn Spánverja með Franco í fararbroddi. Hús- ið var fullskipað. Þá flutti for- seti Alþj. Ól.-nefndarinnar ræðu og þakkaði viðtökurnar og minnt ist hugsjóna Ólympíuleikanna og starfsemi í rúm 70 ár, er væri í þágu allra þjóða. En Alþjóða Ólympíunefndin var stofnuð 23. kvæði franska íþróttaleiðtogans júní 1894 í Parísarborg, að frum- Pierre de Couibertin. Bað hann •ð lokum Franco, einræðisherra Spánverja, að sitja Ólympíuþing- ið, sem hann og gerði, með fáum orðum. Síðar um kvöldið bauð Franco þingfulltrúum á sinn fund í stjórnarhöllinni. Þar sæmdi hann forseta Alþj. Ól- nefndarinnar, háu heiðursmerki. Áður en ræðuhöldin hófust við þingsetninguna, lék Synfóníu- hljómsveit Madrid nokkur fög- ur hljómsveitarverk sem mikil ánægja var að heyra. Að lokum lék hljómsveitin þjóðsöng Spán- verja og ólympíu-hljómkviðuna, en nær 200 manns voru í hljóm- sveitinni. Væri skemmtilegt ef við ættum svo fjölmenna hljóm- sveit. Þegar að þjóðsöngur Spán- verja var leikinn stóðu atllir upp nema knéfiðluleikarar („selló-leikarar). —■ Daginn eftir hófust svo þing- fundir, en þeir fóru fram í gisti- húsinu Palace og stóðu yfir dag- lega í vikutíma, eins og áður segir. 38 málefni lágu fyrir þing inu, og voru mörg þeirra vanda- söm og erfið úrlausnar eins og um þátttöku Þýzkalands í leikj- unum. Eins og áður segir tókst samkomulag um þátttöku Austur og Vestur-Þjóðverja í Ólympíu- leikunum á þann hátt, að þeir skyldu keppa sameiginlega, sem EIN þjóð; ganga inn á leikvöll- inn undir hinum gamla þrílita þjóðfána þeirra, með Ólympíu- hringjunum fimm í miðju fán- ans, eins og var á Tokíó-leikjun um, 1964. Heimilt var þeim þó að ganga í tveimur fylkingum inn á leikvöllinn, ef þeir vildu það heldur. Báðir forystumenn Ólympíunefnda lýstu ánægju sinni yfir þessum úrslitum. Þá var mikið rætt um keppn isgreinar sumarleikjanna, hve margar þær skyldu vera. Áður var búið að samþykkja að þær skyldu vera 18 í Mexico City 1968, auk tveggja sýninga-íþrótta en nú var samþykkt að keppnis- greinar skyldu vera 21 alls á Ólympíuleikunum 1972. Hinar nýju íþróttagreinar voru boga- skot, handknattleikur og japanska glíman Júdó. Munu allir hand- knattleiksmenn fagna því, að nú loksins er handknattleikur Ólym píuíþrótt. En í þessari flokka- íþrótt hefir íslendingum vaxið ásmegin hin síðari árin, eins og alkunnugt er. Þar 9em íþróttagreinum er mjög áskipað á sumarleikunum, var nokkuð rætt um það, hvort ekki mundi heppilegra og flytja nokkrar íþróttir frá sumarleik- unum á vetrairleikina, eins og blak, handknattleik, körfuknatt- leik og £i. — þar sem hér væri eiginlega um vetraríþróttir að ræða, sem auk þess færu fram innanhúss. Þó var ekkert endan- lega afráðið um þetta. — Virðist þó hér vera fundin leið til að fækka íþróttagreinum sumar- leikjanna sem nú er varla hægt að ljúka á hálfum mánuði, eins og vera ber. — Þá hafa nokkur vandamál skapast vegna knatt- spyrnunnar. Eins og kunnugt er keppa áhugamenn og atvinnu- menn innan Alþjóða knatt:pyrnu sambandsias (FINA), en á Ólym píuleikunum mega aðeins keppa áhugamenn. Hefir því komið til mála að FINA yrði aðeins sam- band áhugamanna; en að at- vinnumenn yrðu að stofna sitt sérstaka samband. Er þetta nú í athugun fyrir næsta þing þeirra. Þá voru ræddar tillögur um bréytingar á Ólympíulögun- um og flestar þeirra samþykkt- ar; ganga þær í þá átt að full- komna skipulag Ólympíuleik- anna, svo að þeir verði sú frið- ar- og frelsishátíð, sem allir þrá og óska. Um litarhátt keppand- ans, stjórnmálaskoðun éða trúar- brögð var ekki deilt, enda hafa þau engin áhrif eða þýðingu á þátttöku keppandans í Ólympíu leikunum. Þar eru allir réttháir. Og frá því mikilsverða atriði verður aldrei fallið. Ólympíu- leikarnir standa og falla með þessu ákvæði, um fullt frelsi keppandans á leikvelli, þar sem stjórnmálaskoðun hans, trúmál eða litarháttur hefir ekkert að segja, heldur aðeins afrek hans og ágæti. Af þessum átæðum er Ólympíuleikir nútímans, mesta frelsisins og friðarhátið mann- kynsins í verki. Ólympíuleikim- ir em haldnir fjórða hvert ár víðsvegar um heim. — Á leikvellinum er aðeins spurt um afrek og ágæti kepp- andans: Hvað hann geti hlaupið hratt, stokkið hátt, glímt glæsi- lega, synt rösklega eða farið létt á skíðum. Keppandinn á að sanna oss manngildi sitt og mátt með því að hlaupa hraðar en beppinauturinn, stökkva hærra, glíma glæsilegar, synda röskleg- ar eða fara léttar á skíðum, hvort sem er í bruni, göngu, stökki eða svigi. Þess 'vegna er það svo mikilsvert að íþrótta- maðurinn æfi svikalaust. Hann nær aldrei verulega góðum árangri, nema hann æfi daglega og dyggilega að staðaldri. Gleym ið ekki að með samvizkulegiri þjálfun nást afrekin. Þessvegna vetrða þeir íþróttamenn, sem hugsa til Ólympíufarar 1968, að fara nú þegar að æfa, svo að beir komist í þá þjálfun, sem sæm- andi er þátttakanda í Ólympíu- leikunum. Að þeir nái auðveld- lega lágmarks-takmarkinu í íþrótt sinn. Þá gaf Ólympíunefnd Frakka ítarlega skýrslu um undirbúning vetrarleikjanna 1968, sem fram eiga að fara í fjallaborginni Grenoble í Alpafjöllum. Sömu- leiðis flutti Ólympíunefnd Mexico fróðlega og fjölibreytta skýrslu, um undirbúning sumar- leikjanna, sem fram eiga að fara í höfuðstað þeirra, Mexico City í október 1968. Báðar þess- ar skýrslur báru vott um að framkvæmdir og undirbúningur vetrar- og sumarleikjanna 1968 ganga samkvæmt áætlun. Nær öll íþróttamannvirki eru full- gerð. Verið er nú að byggja bíla- brautir yfir fjallaskÖrðin hjá Grenoble, svo fljótara verði að komast á milli skauta-, skíða- og sleða brautanna. Bæði Frakkar og Mexicanar hafa mikinn áhuga á að vanda sem bezt allan undir búning og mannvirkjagerð, svo að allir verði ánægðir. Kostnaður hvers keppanda á vetrar- og sumarleikjunum 1968, verða aðeins sex dalir á dag, þ.e. fæði og gisting í Ólympíu- þorpinu. Vetrarleikirnir eiga að byrja 5. febrúar 1968 og standa yfir í tíu daga; en sumarleikirnir í Mexico City hefjast 10. október 1968 óg ljúka væntanlega á 16 dögum, þó íþróttagreinar verði þá 20 að tölu. Vonandi fær Ólympiu- nefnd Íslands góða samninga, við hin góðu og glæsilegu flugfélög vor um Olympíuförina 1968, þeg ar þar að kemur. Vegna þess að höfuðborg Mexico liggur á 2200 metra há- sléttu, hefir mikið verið rætt um hvort háfjallaloftslagið hefði ekki óþægileg áhrif á keppendur. Sumar þjóðir telja loftslagið heppilegt fyrir keppendur, aðrar óheppiley' ”:i þess að ganga úr skugga ’ tta, hafa nokkrar þjóðir, j meða.1 Bandaríkja- menn, Bretar og Svíar sent íþróttagarpa sina þangað, ásamt læknum, sérfræðingum og þjálf- urum. Verður fróðlegt að sjá þessar skýrslur sem þeir hafa lofað að gefa um athuganir sínar, því eftir þeim munu flestir haga þjálfuninni. Nýjustu fréttir segja að maraþon-hlaupið verði í 1000 m hæð og kappróðurinn í 1500 m hæð, en þetta eru með erfið- ustu íþróttagreinunum. Aðrar greinir er ekki talin þörf á að fiytja af leikvangnum í Mexico City. — Loks má geta þess, að þeir hafa fengið fyrrv. forseta landsins, Adolfo Lopez Mateos, til að takast á hendur forystu- og framkvæmdastjórn Ólympíu- leikanna. Og mun ekkert til spar að, að þeir megi fara sefn bezt úr hendi, og verða þjóðinni til sóma. Vitanlega færa þeir sér í nyt, allt það bezta, sem fram hef- ir komið á undanförnum Olym- píuleikum. Þá voru nokkrir nýir fulltrúar samþykktir í Alþjóða ólympíu- nefndina, og nokkrar þjóða-Ol- ympíunefndir, sem nú eru orðn- ar 120 að tölu, — og í öllum heimsálfum. Á næsta Ólympíu- þingi, sem haldið verður í Róma- borg næsta ár, verður tekin ákvörðun um hvar Ólympíuleik- arnir 1972 skulu háðir. Sagt er að Frakkar vilji halda þá í París arborg. En fleiri koma þar við sögu, eins og t.d. Bandaríkja- merm. Loks var rætt um fjármálin og framtíð Ólympíuleikanna og þá hugsjón, sem við þá eru tengdir. Ólympíunefnd íslands þarf að taka það til athugunar, hvort ekki er hægt að fá að sýna isL glímuna á Ólympíuleikunum 1968, eins og á leikunum 1908 og 1912. Ekki er um það að ræða að glíman okkar verði keppnis- íþrótt, á Ólympíuleikunum þar sem a.m.k. 25 þjóðir Verða að iðka íþróttina, svo hún sé talin Ólympíuíþrótt. _ Oft vilja menn gleyma því að Ólympíuleikimir eru annað og fleira en íþróttakeppni. Þar geta menn líka þreytt andlegar íþrótt- ir, tekið þátt í bókmenntum, hljómleikum, höggmynda- og málverkakeppni. Höfum við áð- ur tekið þátt í höggmynda- og málverkakeppni 1948 í Lundúna- borg og 1952 í Helsinki. Voru þar listamennirnir Ásgeir Bjarn- þórsson og Guðmundur heitinn Einarsson, frá Miðdal, sem það gerðu með góðum árangri. Sjálfsagt er að hinn fagri krossfáni vor blakti á Ólympíu- leikunum í framtíðinni, meðal annarra fána fullvalda þjóða, svo vor litla þjóð á Norðurslóðum, gleymist ei, þegar keppt er um manndóm og menningu. Gleym- um ekki, að manndómur og menning fer ekki éftir mann- fjölda heldur eftir ágæti og af- reki hvers og eins. Heim frá Spáni fór ég um Kaupmannahöfn, þar sem ég heyrði um vinsældir sendiherra hjónanna Gunnars Thoroddsens og hans glæsilegu húsfreyju. — Allir íslendingar, sem ég hitti í utanförinni, en þeir voru marg- ir, báðu að heilsa heim. Rvík, fyrsta vetrardag 1965. B E N N Ó. Lærið félagsstörf og mælsku lijíi óháðri fræðslustofnun Námsflokkur í félagsstörfum og mælsku hefst n.k. sunnudag í kvikmyndasal Austurbæjarbarnaskóla kl. 2 e.h. Kennt verður 10 sunnudaga, 2 klst. í senn. Kennari: Hannes Jónsson, félagsfræðingur. Þátttökugjald kr. 350.00. Innritun í bókabúð KRON. FELAGSMALASTOFNUNIN Póstholf 31 — Iteykjavík — Simi 10621

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.