Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 3
Miðviku<?agttT,,1?. nóv. 1965 M0RGUN8LAÐIÐ 3 :«gg; Frá fundi forsæfisráöherra * HELSINKI, 30. okt. (AP). Myndin hér að ofan var tekin á fundi forsætisráð- herra Norðurlanda, sem haldinn var í Imatra í Finn landi. — Fyrir miðju sitja þeir Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, Guð- mundur Benediktsson, deildarstjóri, og Sigurður Bjarnason, forseti Norður- landaráðs. Neðri myndin var tekin er ráðherrarnir gengu á fund Urho Kekkonen, Finnlandsforseta, í Hels- inki, er fundinum var lok- ið. Myndin sýnir Tage Er- lander, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, ásamt Urho Kekkonen, forseta Finn- lands. fslandsdagskrá í siónvarpi í USA MIÐVIKUDAGINN 27. októ- ber var sjónvarpað í Banda- ríkjunum kvikmynd, sem Hal Linker tók á íslandi sl. sumar, er hann var hér ásamt Höllu . — Hann ók Framhald af bls. 1. - 1 fyrri atrennunni ók Breed- love með 876 km. hraða, en í þeirri seinni rúmlega 911 km. Fyrra heimsmetið átti landi hans, Art Sarfons, og var það 863,750 km. Breedlove gerði tilraun til að hnekkja heimsmetinu í síðasta xnánaði Var hann kominn upp í 965 km. hraða þegar framendi bifreiðarinnar tókst á loft og fór út af brautinni. Breedlove sakaði ekki, en hann lét setja vængi framan á bílinn til að sag an endurtæki sig ekki. v konu sinni vegna 15 ára stúd- entsafmælis hennar og 15 ára brúðkaupsafmælis þeirra hjóna. Er þetta klukkutíma sjónvarpsþáttur, og er utan við hiiyi vikulega hálftima þátt þeirra hjóna í sjónvarp- inu. Kvikmyndin frá íslandi er í litum og var henni sjón- varpað kl. 8.30—9.30 e.h. í þættinum kynnir Halla ætt land sitt, landið og þjóðina. M.a. er sýnd flugferð yfir Surtsey og hina gjósandi Syrtlu, íslenzk glíma, skoðun- arferð um Reykjavík o. fl. Og þau hjónin ræða hið nýfram- komna Vínlandskort og fara í kvikmyndinni á Skólavörðu- holt að styttu Leifs Eiríksson- ar, sem Bandaríkjamenn gáfu íslendingum árið 1930. Þessi sjónvarpsþáttur er 14. sjón- varpsþátturinn, sem þau Hal og Halla Linker hafa um fs- land í Bandaríkjunum. I þessum sama sjónvarps- þætit er sagt frá nýrri bók eftir Höllu Linker, „íslenzk ævintýrabrúður", sem er að koma út hjá Skuggsjá á ís- lenzku ,en enska útgáfan kem- ur ekki út fyrr en á næsta árL Halla Linker kynnir ættland sitt í sjón- varpskvikmynd, sem maður hennar tók á IslandL SIAKSTH^AR Fiam&óknarstefnan sigrai í Bandaríkjunum Framsóknarmenn á Islandi eiga ekki sína líka í veröldinni. Þeir eru sérkennilegt fyrirbæri, sem vaxið hafa upp vegna ein- angrunar Islands og hnýtt sig svo rækilega aftan í öflug al- manna- og kaupsýslusamtök, að landsmenn hafa ekki getað losað sig við þá, þótt öllum sé ljóst, að þeir tilheyra öðrum timúm en síðari hluta 20. aldarinnar. Kannski er það einmitt vegna uppruna síns sem Framsóknar- menn hafa alltaf verið svo um- svifamiklir í stjórnmálum ann- arra ríkja. Þeir hafa í örvænt- ingu leitað eftir stjórnmála- flokkum í öðrum löndum sem eitthvað líktust þeim. Sú leit hefur lítinn árangur borið nema á síðum Tímans. Síðasta dæmi þess mátti sjá í blaðinu sl. sunnu dag, en þá var þessi undirfyrir- sögn á grein eftir Walter Lipp- mann: Er framsóknarstefna tryggð í Bandaríkjunum til fram- búðar? Miklir menn Framsóknarmenn eru miklir menn. Svo sem kunnugt er hafa þeir nýverið unnið mikla kosn- ingasigra í Noregi og Þýzkalandi en skv. skrifum Tímans eru það framsóknarmenn þeirra í Noregi og Þýzkalandi, sem unnu nýaf- staðnar kosningar. Per Borten er auðvitað Framsóknarmaður. Að vísu var honum ekki sýndur sá heiður fyrr en hann var út- nefndur forsætisráðherra en fram að því hafði Tíminn gert sér dælt við Röiseland, sem tal- inn var Iíklegastur forsætisráð- herra Norðmanna. Erhard og Schröder eru auðvitað líka fram sóknarmenn. Það verður spenn- andi að sjá, hver af helztu leið- togum heimsins hlýtur þennan titil næst/ Kannske De Gaulle? Hvað segir Johnson? En hvað skyldi Johnson karl- inn segja við því að hr. Jónsson leiðtogi demókrata uppi á is- landi eigni sér allan heiður af störfum löggjafarþings Banda- ríkjamanna. Johnson er nú ekki mikið gefin fyrir að þakka öðr- um, það sem hann telur vera sín verk og sjálfsagt er honum því ekkert um tilraunir demókrata á islandi að stela skrautfjöðrun- um hans. Annars er margt líkt í fari Johnsons og Eysteins en ósagt látið hvort sú samlíking er jákvæð eða neikvæð fyrir Ey- stein. En hvort sem við tölum um framsóknarmenn í Bandarikjun- um og demókrata á islandi eða demókrata í Bandarikjunum og framsóknarmenn á íslandi geta fylgismenn Johnsons, — sem eru auðvitað kátir yfir löggjafar- starfi Bandaríkjaþings nú, en eru samt svolítið hræddir um, að allar hugmyndir séu uppurnar og litið verði hægt að leggja fyrir næsta þing, — yljað sér við þá óumdeilanlegu staðreynd, að hér uppi á islandi er flokkur manna, sem nefnist Framsóknar flokkur. Þar rikir mikil hug- myndaauðgi og þeim verður ekki skotaskuld úr að sjá Johnson fyr ir stefnumálum á næsta þingi. „Framsóknarstefnan verður því vafalaust tryggð til frambúðar" í Bandaríkjunum en mikil er gæfa islands að ólukkufuglar Framsóknarflokksins eru svo. önnum kafnir vestan hafs. Þeir láta islendinga þá í friði á með- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.