Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 30
30 /iji /\ n /• ii ii n i « n ■ n !!i/nuuiie Miðvikudagur 3. nóv. 1965 Ræit um norrænar frjálsíþróttir hér 12 fulltrúar á fundi hér um helgina DAGANA 6. og 7. nóvember n.k. íeir fram í Reykjavík norrænt þing frjálsíþróttaleiðtoga, hið tuttugasta og annað í röðinni. — J>essi þing eru haldin árlega í höfuðborgum Norðurlandanna til skiptis og síðasta þing í Reykjavík var haldið árið 1960. Rátttakendur að þessu sinni eru: 2 frá Danmörku, 1 frá Finn- landi, 2 frá Noregi, 1 frá Svíþjóð og 6 frá íslandi. Meðal mála, sem fyrir XXII. nonræna þingi frjálsíþróttaleið- toga liggja eru m.a.: 1. Uppgjör og skýrsla Norður- landameistaramótsins 1965, sem fram fór í Helsinki í sumar. (Framsaga Finmland). 2. Norðurlandameistairamótið og framtíð þess (Framsaiga ís- land). 3. Norrænt unglingameistara- mót (Framsaga Island). 4. Sjónvarpið og frjálsíþrótta- keppnir (Finnland). 5. Á að taka upp skrásetninigu á morrænum metum fyrir ungl- ingsstúlkur? (Framsaga Dan- mörk). 6. Tillögur Norðurlandanna til I.A.A.F. um breytingar á alþjóða keppnisreglum (Framsaga Nor- egur). 7. Sameiginleg tillaga Norður- landa um staðarval Evrópumeist- aramótsims 1970 (Framsaga Sví- Þfóð). 8. Keppnin Norðurlöndin gegn Balkanlöndum árið 1967 (Sví- Þjóð). Enska knattspyrnan 15. UMFERÐ ensku deildar- keppninnar fór fram s.l. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 2. deild. Aston Villa — Sheffield W. 2—0 Blackburn — Everton 1—2 Blackpool — Manchester U. 1—2 Fulham — Newcastle 2—0 Leeds — Burnley 1—1 Leicester — Arsenal 3—1 Liverpool — N. Forest 4—0 Sheffield U. — Chelsea 1—2 Sunderland — Northampton 3—0 Tottenham — W.B.A. 2—1 West Ham — Stoke 0—0 2. deiíd. Bristol City — Plymouth 0—0 Bury — Middlesborugh 2—0 Cardiff — Ipswich 1—0 Carlisie — Bolton 1—1 Coventrý — Porthmouth 3—2 Derby — Birmingham 5—3 Manhester City — Charton 0—0 Norwich — Huddersfield 1—1 Rotherham — Preston 6—3 Southampton — Leyton O. 1—0 Woiverhampt. — Chrystal P 1—0 í Skotlandi urðu úrslit m. a. þessi: Celtic — Stirling 6—1 Hamilton — Rangers 1—7 Kilmarnock — Clyde 1—2 St. Mirren — Dundee 2—5 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Leeds 20 stig 2. Burnley 19 — 3. Ttottenham 19 — 4. Sheffield U. 19 — 2. deild. 1. Coventry 21 stig 2. Manhester City 21 — 3. Hudderfsfield 21 — 9. Ákveðnir dagar meistara- móta Norðurlanda og landskeppn ir. 10. Staðfestimg nýrra norrænna meta fullorðinna, ungliniga og kvenna. Hinir norrænu gestir koma til landsins 4. og 5. nóvem'ber og fara mánudaginn 8. nóvember. — Fundarstaður þingsins _ er ákveðinn í fundarsala Í.S.Í. í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. — Þingið hefst laugardaginn 6. nóvember kl. 10 árdegis og lýkur á sunnudag. — Gestimir munu 'búa að Hótel Sögu. . Hinn heimsfrægi ástralski hlaupari Ron Clarke setti sl. miðvikudag tvö heimsmet í langhlaupum. Annað þeirra var í keppni um það hvað hægt sé að hlaupa langt á einni klukkustund. Clarke hljóp 20.232 m, sem er nýtt heimsmet. í leiðinni hljóp hann 20 km á 59:22.7 mín. Eldri metin átti Ný-Sjálend- ingurinn Bill Baillie og voru þau 20.190 m-etrar og 59:28.6 minútur. 6,4 BÚllj. mmma iðko frjáls- íþróttlr í Sovét Frjálsíþróttir eiga mestum vin sældum að fagna allra íþrótta í Sovétríkjunum, að því er marka má af tölum er Izvestia birti sl. þriðjudag. Af 208.8 milljón íbú- um landsins iðka 6.397.000 frjáls íþróttir. Blak er í öðru sæti hvað vinsældir snertir og fjölda iðkenda eða með 5.586.000 og síðan koma; skíðaíþróttin með 5.397.000, skák 3.531.000 iðkend- ur, knattspyrna 2.994.000 iðk- endur, körfuknattleikur 2.852. 000 iðkendur, borðtennis 2.194. 000 iðkendur, sportveiðar 1.937. 000 og sund 1.132.000 iðkendur. Mótherjai KR Á sunnudaginn fer fram fyrri leikur Islandsmeistara KR í körfuknattleik og sænsku meistaranna Alvik í úthverfi Stokkhólms l Bromma. Hér eru sænsku leikmennirnir sem KR-ingar I mæta. Nánar verður rætt um I leikinn síðar. I Belgía vann Báigorín 5-0 BÉLGÍA sikraði Búlgaríu með 5 mörkum gegn 0 í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knatt spyrnu. Leikurinn fór fram í Brussel. Staðan í riðlinum eftir þennan leik er að bæði Belgía og Búlg- ar,a hafa 4 stig eftir 3 leiki. Bdeði eiga þau eftir leik gegn ísrael til að fá úr því skorið hvort þeirra fer í lokakeppnina í Eng- landi að sumri. Frá lands- leikjum kvenna Hér eru tvær myndir frá landsleikjum íslendinga og Dana í handknattleik kvenna. Bjamleifur Bjarnleifsson hrá sér til Kaupmannahafnar og tók þær auk annarra. Á ann- arri myndinni eru fyrirliðar liðanna að skiptast á gjöfum (Sigríður Sigurðardóttir fyrir liði ísl. liðsins t.h.) Á hinni eru Gullfossmenn sem fjöl- menntu til að hvetja ísl. liðið. Þeir höfðu með sér ísl. fána og voru góður styrkur liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.