Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1965 Dr. Björn Sigfússon: Bókasafn í Skálholti VIÐ sjáum teymda frá Skál- holti hesta klyfjaða bókum, tutt- ugu í lest. Þær eiga að hverfa til höfuðstaðar vors við Sundið, 1720. Þessar bækur eru dýrasta fasteign vor, þeirra er menn þorðu að verðleggja. Biskups- setrið og land allt er orðið of illa húsað til þess, að biskupinn og prófessor Árni, sem senda lestina til hafnar, vilji ætla neinni skinnbók lengri dvöl hér- lendis. Var það tilætlun þeirra 18. aldar manna, sem oss beri að hlýða, að aldrei meir skyldi bóka- kost efla í Skálholti? — Öðru nær. Allir voru 18. aldar biskup- ar þess bókgefnir í meira lagi og hinn síðasti, Hannes Finnsson, eigi minnst. Handrita- *og bóka- stofn hans og Steingríms biskups varð einn hinna mikilvægustu þátta, sem eru í Landsbókasafni frá fyrstu áratugum þess, og ekki Finnskur styrkur FINNSK stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenzkum fræðimanni, rithöfundi eða lista manni til dvalar í Finnlandi til að stunda fræðistörf eða kynn- ast finnskum bókmenntum og listum. Til greina kemur að veita tvo styrki, er nemi hvor um sig 450-550 finnskum mörk- um um allt að 4 mánaða skeið. Styrkumsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg, fyrir 1. desember 1965. Auk almennra upplýsinga um umsækjanda skal í umsókn tek- ið fram, hversu lengi umsækj- andi hefur hug á að dveljast í Finnlandi og greint ýtarlega frá tilgangi fararinnar. Umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið skorti meistara Jón, biskup 1698—1720, trúna, að Skálholt yrði að efla skólahald sitt og menntun lesna á bók. Húslestrar hans eru m. a. til marks um, hve næmur hann var á vorboða upp- lýsingaraldar, en taldi skinn- bækur tilheyra mikilsverðri for- tíð sem önnur hús skyldu geyma, en köllun Skálholts fælist í trú og nytsemd. Biskupssetur féll í rúst 1785, og olli það stólsflutningi, sem annars er hugsanlegt, að hefði dregizt fram yfir daga Stein- gríms biskups eða fram undir það, er hornsteinn var lagður að núverandi dómkirkjuhúsi í Reykjavík. Gerum þó allt eins ráð fyrir að eftirmaður Hannes- ar Finnssonar hefði fengið að flytjast til Reykjavíkur. Én hefði eftir missi Skálholts barðist við dauðann um árabil í Reykjavjk, en var bjargað með því að hafa þar áfram þann lærða skóla, sem eftir. missi Skálholts barðist við dauðann um árabil í Reykjavík, en var bjargað með því hafa hann á Bessastöðum í 40 ár til 1846. Þá mundi hafa myndazt þarna skólabókasafn, sams konar og varð við Lærða skólann, sem er í Reykjavík. Þá ætti Skál- holt, hver sem staðarskólinn nú væri, skuldlaust bókasafn í dag. Álykta má að það var fyrir ófarir Móðuharðinda og síðan af húsleysi og fátækt, sem Skál- holt gegndi ekki latínuskólahlut- verkinu til 1846, ef ekki marg- þættara hlutverki og langlífara á staðnum. Bókasafn þess, .e.t.v. raunar burtflutt þaðan um 1846, mundi þá vera vel varðveitt ein- hversstaðar og möguleiki að skila einhverjum merkum þætti þess aftur þangað. þegar hús eru orð- in góð og menntastofn skal grund valla. í stað þessarar menningareign- ar í bókum, sem Skálholti 19. aldar bar að ávaxtá og eiga, en fékk ekki, er nú staðnum skilað bókasafni því, er Þorsteinn Þor- steinsson náði saman og Kári Helgason jók. Það kostar fé, sem almenningur verður að skjóta saman af myndarskap. í ár hlutu menn fullvissu um, að fyrir höfðinglund Danaþings verður flutt heim Árnasafn úr höfuðstað við Sundið í höfuðstað vorn nýjan við sundin blá. 1 Reykjavík er einnig sá biskups- stóll, sem er arftaki kirkjustjórn- ar, sem í Skálholti var, og þjóð- bókasafn vort geymir Skálholts- arf, eins og ég veik að. Ekkert mikilvægt, sem tilheyrir þessu þrennu: Árnasafni, Landsbóka- safni og yfirbiskupsvaldi lands- ins ætti að flytja í Skálholt þrátt fyrir rætur þess þar. Þeim mun brýnni og helgari skylda er oss hitt, og það einmitt 1965, að búa vel að framtíð þess staðar, meðal annars með bókasafni af þeirri tegund, sem Þ. Þ. átti og biskup ráðstafaði þangað. Auk þess sem þorri hins dýrmæta í því safni fær notkunargildi í stofnunum, sem vænta ber í Skálholti, er' minjagildi þessa safns einmitt þeirrar tegundar, sem táknar framhald af starfi og vonum Skálholtsmanna, lærðra og leikra, á 18. öld, en síður frá eldri tímum, síður frá því skeiði, sem meistari Jón leyfði 1720 að flytja klyfjaflutningi til höfuðstaðar. Hefði skólasafn stöðugt verið eitthvert á staðnum, mætti hugsa sér að með bókakjarna þess og safni Þ. Þ. sæist merkilegur skyldleiki. Með þessu safni er því ekki verið að móta Skálholt neitt í liðinna mannsaldra form. Þetta er því líkara að gróður- setja þar trjátegund, sem átti og á þar heima, en var útrýmt um skeið fyrir slysni. Ég trúi ekki öðru en almenn- ingsundirtektir við fjársöfnun 1965 til Skálholtssafnsins sanni, að menn vilja bæta ómaklegt staðartjón og leggja þar smá- upphæð á vöxtu. Sveinn Kristinsson skrifar um KVIKMYNDIR / myrkviði stór- borgarinnar (Western jungle). Brezk mynd, að nokkru byggð á sannsögulegum heimildum. Á ÖNDVERÐUM stjórnaráium MoMillans voru sett lög í Bret- landi, sem lögðu þung viðurlög við því, að vændiskonur öfluðu sér viðskiptavina á götum stór- borganna. Áður hafði slíkt að vísu verið bannað, en viðurlög við brotum verið svo væg, að hagsýnum gleðikonum þótti ekki áhorfsmál að taka á sig refsing- aráhættuna, heldur en missa af þeim gjöfulu miðum sem götur og gangstéttir höfðu upp á að bjóða. — En skyldu nú hin nýju lög hafa upprætt vændi með öllu? Nei, ónei. „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir“, segir skáldið, og eins og bent er á í þessari mynd, þá munu vændiskonur verða við lýði meðan markaður er fyrir þær. — Virðist lögmál framboðs og eftirspurnar ráða rikjum á því sviði sem fleirum. Mynd þessi lýsir á hvem hátt vændiskonur og útgerðarmenn þeirra snúast við hinni nýju laga setningu. í stað götuflandurs er síminn tekinn í þjónustu hins klassiska, en umdeilda atvinnu- vegar. Þannig hefur t.d. virðu- legur forstjóri stórs fyrirtækis í London símanúmer ýmissa „fínna“ vændiskvenna í vasa- bók sinni, og þegar hann hefur gert kaupsamning, sem hann er ánægður með og gefið viðskipta- vinum sínum whisky-sjúsis og vindil, ja, þá er að vita, hvernig þeir hafa hugsað sér að eyða nóttinni. Fæstir þeirra hafa á móti því að sænga hjá fríðri blómarós, jafnvel þótt það kosti allt að 25 sterlingspundum yfir nóttina. Almúgamaðurinn sem hefur úr minna að spila, verður að sætta sig við skjótari. afgreiðslu og lægra kvalítet, og til em þeir, sem greiða nokkur sterlingspund fyrir það eitt að fá að horfa á nakinn kvenmann. — En eitt er öllum þessum mönnum sameig- inlegt. Þeir glata skerf af sjálfs- virðingu sinni og sitja eftir með tómleikakennd og samvizkubit. Þeir hafa ekki orðið meiri og betri menn við að fullnægja hin- um frumstæðu hvötum sínurn. Sumir halda því fram, að vændi hafi sínu jákvæða hlut- verki að gegna í þjóðfélaginu. Ef ekki sé vændi til að dreifa þá freistist ýmsir hvatamiklir menn til að leita sér ástkvenna af þeim veittvangi sem sízt sé A fturgöngur AFTURGONGUR er fjórSa leikritið eftir Henrik Ibsen, sem Þjóðleikhúsið hefur tekið til sýningar, en hin eru Pétur Gautur, Villiöndin og Brúðu- heimilið. Sýningin á „Afturgöngun- um“ fékk ágæta dóma hjá gagnrýnendum, og er óhætt að hvetja alla, sem unna góðum leikbókmenntum, að sjá þessa sýningu í Þjóðleikhúsinu. Næsta sýning verður á fimmtudagskvöld. Myndin er af Gunnari Eyj- ólfssyni og Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur í hlutverkum sínum. . heppilegri og geti valdið meiri truflun á hjúskaparlíf þeirra og þá oft annarra um leið. Virðist þá raunar byggt á þeirri for- sendu, að ekki nægi öllum mönn um samlíf við eina konu (og þá líklega gagnkvæmt) og geti þeir verið nær knúnir til þess af líkamfræðilegum eða andlegum orsökum að rjúfa þann eið, sem þeir bundust með hjúskaparsátt- mála sínum. Sé þetta rétt þá sýnist koma sterklega til greina, að læknar og sálfræðingar taki að sér að pússa það fólk saman í hjónaband, sem þeir telja ástæðu til að ætla að hafi líkam- lega og andlega heilsu til að vera hvort öðru trútt, eða séu a.m.k. prestum og lögfræðingum meir til ráðuneytis um það efni en nú er. — Og gefa þá hinum hluta mannskapsins kost á að njóta ein hvers konar vændis eftir því sem ástæður leyfa. Ofangreind mynd lítur ekki á starfsemi vændiskvenna sem þjóðfélagslega nauðsyn, heldur þjóðfélagsböl sem að vísu sé lítil leið að girða fyrir. Eins og að ofan greinir, leggur hún sérstaka , áherzlu á þá niðurlægingu, er menn sæta, þegar þeir lúta veldi gleðikvenna og hefur því greini- legan boðskap að flytja. Algeng- ast mun að leggja meiri áherzlu á niðurlægingu gleðikvennanna, en þeirra, sem kaupa blíðu þeirra, en réttilega sýnis.t bent á ‘það í þessari mynd, að það mat sé ekki sígilt að sannleika. Þótt kvikmynd þessi sé einhæf að efni, þá virðist hún hafa all- mikið viðvörunargildi sem heim- ildarkvikmynd. Og þeir, sem skella skollaeyrum við viðvörun- um hennar, geta kannske sótt í hana heimildir til að leiðbeina sinni óstýrilátu skektu um grunn mið ástarinnar. Athisgasemd um með- fierð UðagigtarsJúkL í ÁGÆTU og greinargóðu út- varpserindi um liðagigt 27. okt. s.l. segir Jón Þorsteinsson lækn- ir á þessa leið um króniska liða gigtarsjúklinga: „Eins og alþjóð veit, er sjúkrahúsaskorturinn svo geigvænlegur, að fæstir þessara sjúklinga komast inn á spítala, þegar þörfin er mest. Komist þeir loks inn eftir margra mánaða bið, verða þeir fljótt að víkja fyrir enn veik- ari sjúklingum og hafa þá í eng- in hús að venda þar eð engin hæli eru til fyrir króniska liða- gigtarsjúklinga, sem uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til slíkra stofnana um aðbúnað all- an, læknisþjónustu og hjúkrun- arlið“. Hér mun sennilega fyrst og fremst átt við rúmliggjandi sjúklinga. En vegna þeirra, sem kynnu að skilja orð fyrirlesar- ans þannig, að rólfærir sjúkl- ingar ættu ekki kost á hælis- vist hér á landi, vil ég benda á að gigtlækningadeild Heilsuhæl is Náttúrulækningafélags ís- lands í Hveragerði tekur á móti slíkum sjúklingum til meðferð- ar. og hefir allur aðbúnaður þar farið batnandi ár frá ári og verður nú að teljast mjög sæmi- legur (leirböð og leirbakstrar, ýmiskonar vatnsböð, ljósameð- ferð og hitalampar, hljóðbylgj- ur, stuttbylgjur, sundlaugar, sjúkraleikfimi, nudd). Vel menntaðir sjúkraþjálfarar hafa um árabil starfað við hælið, svo og lærðar nuddkonur, hjúkr unarkonur, fastráðinn læknir, og öll gigtarmeðferð er undir stjórn sérfræðings í gigtlækn- ingum, sem skoðar alla sjúkl- inga, fylgist reglulega með þeim og segir fyrir um meðferð. Gigt- lækningadeildin er viðurkennd af heilbrigðisstiórninni. Sjúkra- samlög greiða um % hluta dag- gjalda í allt að 5-6 vikur á ári, og landlæknir, yfirlæknir Tryggingastofnunar ríkisins og Tryggingaráð koma við og við í hælið til eftirlits, síðast nú fyrir skemmstu eftir nýafstaðna stækkun hælisins og umbætur á bað- og sjúkraþjálfunardeild. Vissulega stendur margt til bóta í hælinu, og er stefnt mark visst að því að gera allan að- búnað og meðferð sem full- komnastan. Og eins og sakir standa nú, hygg ég óhætt að segja, að margir króniskir liða- gigtarsj úklingar, sem þarfnast hælisvistar, t.d. eftir rannsókn- ir og meðferð í sjúkrahúsum, séú betur komnir í þessu hæli en í heimahúsum. Hitt er ann- að mál, að suma tíma árs verða margir að bíða eftir að komast að, þótt að sjálfsögðu sé eftir föngum reynt að láta þá sitja fyrir, sem sízt mega bíða, að dómi lækna þeirra eða hælis- læknanna. Ég bendi á þetta hér til að stuðla að því, að ókunnugleiki lækna eða sjúklihga á möguleik um til lækninga hamli því ekki, að sjúklingar komist í viðeig- andi meðferð. Og að lokum vil ég beina þeim tilmælum til lækna, að þeir komi sem flestir og skoði hælið og kynnist af eigin sjón aðbúnaði þar. Björn L. Jónsson. Bezt að auglýsa Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.