Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 32
f" Ml—- La%ng stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 1 Þannig kemur sýningarhúsj Norðurlanda á heimssýning'- unni í Montreal til með að líta' út íullgert, en sýningin stend- ur frá 28. apríl til 27. októberj 1967. Sjá frétt á bls. 2. Watnsleysið á Seyðisfirði Enn eru vandrseði af vatnsskorti á Seyðisfirði. Ekki hefur enn tekizt að koma nýju vatns- leiðslunni frá Fjarðará í sam- band við bæinn, en fjórtán sinn ■um hefur rifnað á hana gat eða hún bilað á annan hátt. Gamla vatnsleiðslan flytur of litið vatn, því að lítið er í vatnsból- um hennar. Ástandið hefur þó eitthvað skánað við það, að dælt hefur verið inn í þá gömlu. Sýningarhöllin í Laugardal kostar 28 milljónir króna Sýningarsamtök atvinnuveganna ákveða að auka hlufaféð um 2,5 upp í 4,5 millf. kr. SÝNINGASAMTOK atvinnuveg anna h.f., héldu aðalfund sinn 27. október sl. Samtökin voru Umferðarslys STOLIÐ ÚR BÍL Á SLYSSTAÐ • Kl. að ganga tíu á mánu- dagsmorgun varð 87 ára garnall maður, Einar Maack, Eskihlíð 31, fyrir bíl á Miklubraut nálægt Miklatorgi. Orsakir slyssins eru óljósar; Einar ætlaði yfir götuna og telur líklegt, að hann hafi ver- ið kominn út á hana, er hann varð fyrir bílnum, en kona, sem ók bílnum, er ekki viss um, hvort Einar var kominn út á götuna. Fát kom á konuna, og sáust merki þess, að annað framhjól bílsins hafði lent upp á gang- stéttarbrún. Einar mun ekki hafa meiðzt neitt að ráði. • Um kl. eitt aðfaranótt þriðjudags varð ungur maður, Jónas Þór Guðmundsson, Óðins- götu 4, fyrir bíl á móts við Flóka- götu 43. Hann lærbrotnaði og hlaut einnig minni háttar meiðsl. Var hann fluttur í Landsspítal- ann að lokinni athugun í Slysa- varðstofunni. • Rétt fyrir kl. 16 í gær varð stúlka fyrir bíl rétt við gatnamót Laugarnesvégar og Sundlauga- vegar. Mun hún hafa ætlað að hlaupa yfir Laugarnesveg til þess að ná í strætisvagn, en lenti þá á bifreið, sem var á leið suður veginn á mjög hægri ferð og nam þegar staðar. Stúlkan mun lítið sem ekkert meidd. • Mbl. reyndi í gær að afla sér upplýsinga um líðan fólksins, sem lenti í árekstrunum fjórum utan Reykjavíkur nú um síðustu helgi. Eftir því, sem blaðið komst næst, mun hvergi um mjög alvar legt slys að ræða eða lífshættu- legt og líðan fólksins góð eða 6æmileg eftir atvikum. 0 Akranesi, 2. nóv. — Ólafur J. Þórðarson, skrifstofustjóri Kaupfélags Suður-Borgfirðinga, fór á rjúpnaveiðar árla sl. sunnu- dagsmorgun. Svona ríflega í birt- ingu var hann kominn rétt inn fyrir Lambhaga. Glerhál ísing var á veginum. f hallanda við veg inn missti hann bílinn út á flug- hálkuna, og fór bíllinn þrjár velt- Framha'ld á bls. 2. stofnuð 1. júní 1957 og eru hlut- hafar landssamtök aðalatvinnu- vega þjó'ðarinnar og einstök fyr- irtæki. Tilgangur félagsins er að koma upp alhliða sýningaaðstöðu í höfuðborg landsins fyrir með- limi sina og aðra, er þess kynnu að óska. Eftir stofnun félagsins var gengfð til samstarfs við borgar- yfirvöld Reykjavíkur, íþrótta- bandalag Reykjavíkur og Banda lag æskulýðsfélaganna um sam- eiginlegt átak til að koma upp sýninga- og íþróttahúsi í Laugar dal. Sýningasamtök atvinnuveg- anna h.f., eiga samkvæmt samn- ingi 41% í hinu nýja sýninga- og Framhald á bls. 23 Farnir á Faxaflóasilcl Akranesi, 2. nóv. AFLI línubáta í gær var 4 til tæplega 5 tonn á bát. Faxaflóasíldin er komin. Vb Sólfari kastaði í fyrrinótt vestur í Kolluál og fékk 15 tunnur af fallegri síld. Síld- arsöltun hófst í gær í Öskju, söltunarstöð Þórðar Óskarsson ar inni á Kampi. Vb Harald- ur, Höfrungur III. og Sól- fari fóru út á síldveiðar í dag. — Oddur. IMíu fá verzlun- ar- og iðnað«ar- lóðir BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sinum sl. föstudag, að eftirtöid- um aðiljum verði gefinn kostur á þargreindum verzlunar- og iðn- aðarlóðum, með skilyrðum og skilmálum, sem lóðanefnd gerir tillögur um: Hannesi Þorsteinssyni, heildv., lóð við Dugguvog. Jens Árnasyni hf., lóð við Súð- arvog. Sindra hf., lóð við Borgartún. Einari Þorkelssyni hf., lóð i Ár- múla 9. Nathan & Olsen hf., lóð í Ár- múla 8. Gamla Kompaníið hf., lóð í Siðumúla 22. Blika hf., lóð við Sigtún. Stefáni Árnasyni, Syðri-Reykj- um, lóð við Sigtún. Forsætisráðherra kominn frá Finnlandi BJARNI Benediktsson, forsætis- frá í Morgunblaðinu. Sigurður Bjarnason, íorseti Norðurlandaráðs, kom einnig til landsins í gær af þessum fundi, sem haldinu var í finnska bæn. ráðherra, kom í gær til lands- ins frá Finnlandi, þar sem hann sat fund forsætisráðherra Norð- urlanda og forseta Norðurianda- ráðs, eins og skýrt hefur veríð um Imatra. Skarðsbók með heil- agra manna sögum K':; wm ín'ílílim rtjBi í f ihs» Sn$.imn<t :.f Itm ►'Tmi tass 8 œj«|n. fctnfVittmij.jnStirœ bmf ÍMKisá^ i)ra | bö þ.var rmrm í tðm ftlTiítítftlííiðliýííEr aniiíw! íítmit Tíi« Í'íiíítmtru; iwtj Sðtftíi twftatri timmmKÍ Jm,?£ tliiiElBji'Sirn) .Sa^tSroj líroírS ítöaHtf mta srúnrSti SSTlímrar p *•>« í|iisþfi,|!sýt!®á í tesTnú.Bítíf ttf fflBpSfittr tfeiÍMl fslii; ji«twCT pm'altemftjtssrsi-fisttfjft. : tvsáWjttfiwjréláísaífsiifarfcíitrtBÍiá if» 5ft sini; iwjnltflia stf trítfirti.fit tojn miiiwik þúr$tð«k)»« »|«* tafií fbaprfStTt.þs Srrtr tjá I nS Í»*«8»ítp fixsfiíáSsffl atotfi Utt EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær, verður Skarðsbók með heilagra manna sögum boðin upp hjá Sotheby í Lundúnum í lok þessa mánaðar. Hér er um að ræða 94ra fólíósíðna skinmbók, sem tveir ritarar skráðu vestur á Skarði á Skarðsströnd á 14. öld. Bók- in er stór og myndarleg, en ekki telst þetta handrit í tölu veglegustu handrita, sem skrifuð voru hér á landi. Einn i-g er bókin tiltölulega ung, en mun þó geyma hið uppruna- lega handrit. Um sögu hennar er það vit- að, að árið 1401 gefur Ormur Snorrason, lögmaður á Skarði, Skarðskirkju bókina. Ormur, sem var tvívegis lögmaður sunnan og austan, var sonur Snorra lögmanns Narfasonar. Ormur var hinn mesti höfð- ingi og auðmaður mikill. Bók- in var geymd í kirkjunni næstu aldir, en árið 1710 komst Árni Magnússon yfir Skarðsbók og afritaði hana nákvæmlega. Síðan er ekki vit að um afdrif hennar, nema talið er, að hún hafi verið komin til Englands um 1800. Á síðari hluta 19. aldar fann Eiríkur meistari Magnússon í Cambridge bókina í hinu mikla bóka- og handritasafni, sem Sir William Phillipps hafði komið saman. — Sir William var á sínum tíma tal-/ inn mesti og ötulasti handrita- safnari veraldar. Lagði hann mikla stund á að verða sér úti um sjaldgæf handrit og sendi aðstoðarmenn sína út um alla heimsbyggðina til bóka- og handritakaupa. Á tímabili er talið, að hann hafi átt 60 þús- und handrit. Fyrir nokkrum árum gaf danska forlagið Ros- enkilde & Baggers út mjög vandaða, ljósprentaða útgáfu af Skarðsbók með heilagra manna sögum, sem kostaði 710 danskar krónur (um 4.500 ísl. kr.). Þá kröfðust eigendurnir (núverandi eigendur fyrr- greinds safns) 200 þúsund danskra króna tryggingar, þegar bókin var send til ljós- prentunar í Danmörku. m : •yv. *« iBntartim.í! éíiBfiiltaitapiíSrtansislífiwisrí !«» ^tr--IWK i«rJt8j;8iftTjitT».> li.tmSJwi-éSftaí •> n tttítww Ite toT T s.ií « Safr ' 0 f«í» íW feti isilffiit !n» nfif*>> ! i> tetnim {fiinTfW ftv i«ti j»! f«it«*i%& f teffýnttti ujp tnftanmutti. i ýtnwr|i.s'níBínt'Bcííisn'fflt J| ....................... „ , þttaii,s>t!!f!rr«t_im!tol!i|ttf5(Witi OkjtMti) •rtrtaf.'i!s!»i&IröiaftT'fiBlwrtÍHi rliStíirtrtBisr j»fw!tmte<irirtfv*i>sfm»9vft!m;iiirt>tóf,,fl . wifatí, jwtrS»ii>»TÍmriíniiti«íif&»tíý — rtífiS rtirtnic» hafit fitnfatte «ji ffttir íifirftrtt tsgteííwi/nftRf.; ■ rítjii.itrtijetolíBnTfTjim'jí.'írtrtmfsaJj&iSSt jtgmœtn imfitófmitSfr.jjMi! Snjtsft.6. arðttir 7togito«tgk'i s>m,t fmpm 8c5«if«f 8»>t” «f! I«;r> r Rti^rt.f»»tn ib TWíjl ilttan.S’ olf'gt trn f fii‘5''1)f)hii1íi’f!)rtf'8ri))S!t5«3Bli>«w*e iMCrtjpfniltrrrfiilfiwV liniíta !tt»:ltfi«rY:rt-y.t>';»»'rt *.!'•',( Itttlwr !>• » i | tw trSr >■••> ‘fii p, fíir>‘‘in«vi^ji!Í jp, .1) 8)D $ twiiá «n>m» 6Í»iœ , |iPPilWHHpK'íf. ' J vxtfiteiteffteirtlmip.í , RQIIIJHRII * ' íi vr^tVj - jtjxrfintKlfrfitsfaitsf.'siisttt^ttMttSÍifaw', • nr -f.n X te'i'i^öfi'.pBfip’ffi)!! n jurli jiíffijií pns tír rrjf ýni Tif'-ti-^'—**>' “■ ■ ' rf fir itm n. Tit H'AlJr éllOrftfir. .fi;;;! Síða í Skarðsbók með heilagra manna sögum. Aðcins ein örk hefur glatazt úr bókinni sl. sex aldir. Sumar síðurnar eru trosnaðar á spássíum, en bókin er öll læsileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.