Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 28
28
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 3. nóv. 1965
Langt yfir skammt
/•
eftir Laurenee Payne
Roskin h;jón, samkvæmis-
klædd, voru að ,,fá sér bita“ eft-
ir leikhúsið. Tveir menn drukku
kaffi og lutu fram yfir einhver
hátíðlega útlítandi skjöl.... en
meira gat ég ekki séð, því að
andlitin, sem lengra voru í
burtu, voru ekki annað en ljós-
rauðar klessur, sem hálfhurfu
út í rpyrkrið.
Það virtist sannarlega ekki
mikil aðsókn þarna ... hún var
ólíkt meiri að lögreglustöðinni
í Putney, en kannski var klukk-
an ekki enn orðin nógu margt
fyrir svona stað. Eftir úrinu
mínu, var klukkan fáar mínút-
ur yfir eitt.
Ég var hálf-vonsvikinn ... það
var eins og eitthvað hefði brugð
izt mér. Ég veit nú ekki svo
gjörla, hvað ég hefði búizt við
að finna, en hvað sem það var,
þá hafði ég ekki fundið það.
Þetta hafði allt byrjað svo vel.
Miguel var góð viðbót við ,,hlut
verkaskrána“ en þessi rauðu
ljós og almennur sofandahátt-
ur ... mér varð hugsað til háv-
aðans sem ég hafði heyrt frá
efri hæðinni, og þegar ég skim
aðist um í þessu líkhúsi, fór
ég að hugsa um, hver hefði vald
ið þeim hávaða. Hér virtist eng
inn geta svo mikið sem brosað.
Ellilega konan var að horfa á
mig starandi augum. Ég starði
á móti og þetta varð löng við-
ureign. Augun í henni voru gul-
brún. En svo kom þjónninn með
drykkinn minn á milli okkar og
spillti þessu öllu.
Ég drakk skál yfirmanns
míns. Ég fór að velta því fyr-
ir mér, hvað orðið hefði getað
af eigandanum, og hvers vegna
hann hefði ekki boðið mér í
skrifstofuna sína til viðtals, því
að hann hlaut þó að minnsta
kosti að hafa einhverja skrif-
stofu. Ég leit vonaraugum á gat
ið í veggnum, sem hinn hafði
horfið gegn um, en sá ekkert
nema dimmu og vindlingareyk.
Ég fór aftur að horfa á ellilegu
konuna. Hún var þarna enn*og
enn starði hún á mig, og augna-
ráðið var líkast því, sem hún
væri að velta því fyrir sér,
hvernig ég mundi vera með lauk
sósu. Mig sárlangaði til að
gretta mig framan í hana, en í
stað þess beindi ég augunum
niður í borðdúkinn, og þegar ég
leit upp aftur, hafði hún trítlað
í áttina og stóð nú innan kali-
færis, slagaði ofurlítið og
kreisti glasið sitt, rétt eins og
það væri gullmoli sem hún
væri nýbúin að grafa upp.
— í>ér eruð einn, sagði hún
og röddin kom eins og úr óra-
fjarlægð. Það þurfti ég nú ekki
að sækja til hennar! Ég brölti
á fætur, en hún hneig niður í
hinn stólinn, eins og lauf, sem
fellur, og jafnvel skrjáfið í föt-
unum hennar var eitthvað haust
legt. Hún var eins og gömul
leikstjarna við hátíðasýmngu, í
einhverju gamalfrægu hlut-
verki.
— Ég hef verið að stara á yð-
ur, sagði hún laumulega. — Þér
hafið eftirtektarvert andlit. Ég
horfði með skuggasvip út í
myrkrið og þráði mest, að Neal
kæmi sem allra fljótast út um
gatið á veggnum. En þá byrj-
D-----------------------------□
16
□-------------;-------------□
aði negra-píanóleikarinn aftur
að leika eitthvað, sem vakti
upp gamlar minningar.
— Þetta er ,,Gesturinn í Para
dís“, sagði konan.
—• Afsakið . .. ?
— Gesturinn í Paradís. Finnst
yður það ekki vel viðeigandi?
Ég var dauðþreyttur eftir
strangan dag og hefði helzt vilj-
að vera í friði. — Ég mundi nú
varla kalla þennan stað Para-
dís, tautaði ég.
— Paradís er í manninum
sjálfum, hvíslaði hún.
Guð minn góður. Var hún
þá trúuð. í þokkabót?
Ég heiti Yvonne, fræddi hún
mig. — Hver eruð þér?
— Aðkomumaður. Mér fannst
sjálfum þetta gott svar. eins
og á stóð.
— Viljið þér kaupa eitt glas
handa mér, aðkomumaður?
Ég er hræddur um, að ég sé
ekki nægilegur heimamaður til
þess.
Hún setti á sig .stút og horfði
á mig þessum fölnuðu drykkju-
mannsaugum. Það var sviti á
fölu andlitinu. — Jæja, þá skal
ég kaupa glas handa yður.
— Nei, þakka yður fyrir. Ég
hef þegar fengið minn skammt.
— Eigið þér við, að ég hafi
fengið meira en ég hef gott af?
Ég kinkaði kolli og mér leið
hálfilla. En hún styggðist ekki
við þetta.
Það er ekki nema rétt hjá
yður.... alveg rétt. Það er
raunalegt að sjá konu drekka.
Raunalegt... raunalegt ... en
svo er ég líka raunamanneskja.
Rík, aumkunarverð, roskin
kona. Fáið þér sígarettu.....
þér verðið að þiggja eitthvað af
mér . ..
Hún sveiflaði gullveski fram-
án í mig og rétt sem snöggvast
datt mér í hug, að hún ætlaði
að gefa mér það, en hafi henni
nokkurntíma dottið það í hug,
varð hún því strax afhuga aft-
ur, og hélt dauðahaldi í það með
an ég var að taka sígarettuna.
Svo tók hún upp gimsteina-
skreyttan kveikjara en þegar
ég ætlaði að kveikja í hjá mér,
dró hún hann til baka og tók
um leið sígarettuna út úr mér.
— Nei, ekki þetta, aðkomu-
maður. Þetta er sígaretta hryggr
ar konu. Hérna! Hún valdi aðra
úr veskinu. — Reynið þetta!
Hún lagði fyrri vindlinginn í
öskubakkann en ég horfði á
hann eins og dáleiddur. Þetta
leit út eins og hver annar vind-
lingur, nema hvað hann sýndist
dýrari, úr þunnuin pappír og
með gullmunnstykki. En svo
fann ég reykinn af hennar vind
lingi um leið og hún saug fast
að sér og ég fékk skjálfta í nas-
irnar. Það var þá þetta, sem
gekk að henni!
Þungu augun horfðu enn á
mig.
— Þér siáið. Ég er drukkin...
— Um leið og ég er búinn með úlfinn, kem ég nióur að boröa.
ég er full. Líkami hennar reri
í gráðið, eins og eftir tónlist-
inni.
—- Hversvegna gerið þér þetta?
Hún leit þreytulega á vind-
linginn. — Ég man ekki lengur,
þess, en ég man hana ekki leng-
ur.
— En hversvegna talið þér
um það við mig, bláókunnug-
an?
Af því að þér eruð bláókunn-
ugur og afþví að þér hafið skiln
ingsríkt andlit.
Ég yppti öxlum. — Hvernig
vitið þér nema ég sé lögreglu-
maður?
Hún starði á mig stundarkorn
og það var eitthvað í augun-
um í henni sem ég skildi ekki.
Svo hvíslaði hún. — Já, en ég
veit það .... víst veit ég það ....
allir hér inni vita það . . . Og
svo komu tárin allt í einu. En
ekkert heyrðist. Andlitið breytt
ist ekkert en þessi ljótu tár
runnu bara niður eftir kinnum
hennar. Hún studdi olnbogunum
á borðið og reyndi árangurs-
laust að leyna mig sorg sinni
og vandræðum, en hún heyrðist
aðeins í röddirmi, sem var ofsa-
leg og óróvekjandi.
— Þér verðið að hjálpa mér.
Mig hefur svo lengi langað til
að tala við einhvern, sem líkt-.
ist yður. Mér er alveg sama um
sjálfa mig, nú orðið....það er
allt umliðið.... ég er búin að
vera. En það eru allir hinir . . .
fólk eins og Örsúla. Þér verðið
að hjálpa. Þegar ég sá yður
sitja þarna, vissi ég, að ég þurfti
að tala við yður . . . . ég varð
að gera það! Hlustið nú á! Hún
hallaði sér fram yfir borðið og
andgufan var líkust því þegar
dyr á drykkjukrá opnast. Rödd-
in varð að hvísli: — Undir
vindlingaveskinu mínu er síma-
númerið mitt .... hringið þér
í mig á morgun klukkan ellefu
.... lofið mér því. . . .
Ég leit upp, og stór maður í
fínum samkvæmisfötum stóð
fyrir aftan mig. Lampaljósið,
■ sem skein upp á við, afmyndaði
andlitið á honum, gerði nefið
breiðara og augnabrýnnar skarp
ari, en mjókkaði ennið.
Andlitlð eins og hékk í lausu
lofti í hálfrö-kkrinu. Ég greip til
gamals ráðs og sparkaði ofur-
lítið í öklann á konunni undir
þorðinu, en hún hélt áfram í
sama tón: — Ég er ekki annað
en full, gömul hóra. Afsakið
mig....
Maðurinn gekk til hennar og
lagði hönd á öxl henni.
—• Yvonne . .. sagði hann og
röddin var mjúk eins og koddi.
— Er ekki tími kominn fyrir
þig að fara í rúmið?
Þegar hún leit upp, endur-
tóku augun aðvörun mína.
— Rodney ... tautaði hún ....
það hlaut að vera hann Rod-
ney .... já, sendu mig heim.
Ég er hrygg í kvöld. Ég hef ver-
ið að telja þessum herra raunir
mínar . . . . og hann hefur ver-
ið svo þolinmóður . . . . og ég
skammast mín svo . . . Hún
sneri sér að mér .... þetta
er hann Rodney .... skrifta-
faðir minn. Komdu, Rodney . . .
sendu mig heim.
Hún greip í jakkauppslögin
hans sér til styrktar oíí stóð upp
leit á hann syndandi augum, en
setti þá upp bjánalegt bros og
og sofnaði við sterklegan barm
hans. Hann kunni þessu illa og
gerðj John Neal bendingu og
rétti hana svo að honum, eins
og eitthvert óskilagóss.
— Náðu í bíl handa hennl.
Hún var að raula einhverja
vitleysu við sjálfa sig er hann
studdi hana burt, en áður sagði
hann:
— Er þetta ekki vindlingavesk-
ið hennar?
Stóri maðurinn laut fram og
tók það upp, en undir því \var
ferhyrndur bréfmiði. Ég rétti út
höndina og varð fyrri til að
taka hann. — Þennan á ég, sagði
ég og brosti vingjarnlega.
Það komu engin svipbrigði á
andlitið á honum, er hann rétti
Neal veskið. .. Ég horfði á þau
komast niður stigann, en svo
sneri hann sér að, og setti upp
bros, sem var álíka breitt og
hann sjálfur.
— Afsakið mig, herra fulltrúi,
sagði hann og rétti mér stóra
höndina. Ég heiti Rodney Hert-
er. Viljið þér ekki gera svo vel
að ganga inn í skrifstofuna
mína?
Um leið og hann sneri sér frá
mér drap ég í vindlingnum mín
um í öskubakkanum, en greip
um leið óreykta vindlinginn,
sem þar lá.
Ungi maðurinn með hárið
beint upp í loftið reif augun
sem snöggvast frá bjánalegu
stelpunni, rétt nógu lengi til að
sjá mig fara. Ég sendi honum
uppörvandi bros um leið og ég
fór framhjá honum.
Ég elti Herter gegn um gat-
ið á veggnum og gekk eftir
skuggalegum gangi að dyrum,
sem hann opnaði og veik svo til
hliðar til að hleypa mér inn
Þetta var velbúin skrifstofa
hversvegna. Það var ástæða til
og þar var sæmileg birta, sem
hvergi var þarna annarsstaðar,
Hann benti mér á stól, sem ég
skyldi sitja á, setti opinn vind-
lingakassa hjá mér, og gekk svo
yfir að flöskuskáp, sem var
eins og orgel í laginu.
— Má ég bjóða yður glas?
sagði hann. Ég gat ekki almenni
lega afþakkað það og þáði viskí
og sódavatn. Það skorti ekki á
veitingarnar hjá mér í kvöld.
Hann gaf mér stórt viskíglas
og frussaði í það sódavatni þang
að til ég bað hann hætta, og
er hann fiafði fengið sjálfum
sér það sama, settist hann nið-
ur í leðurstól við rauðaviðar
skrifborðið, og svo horfðum við
hvor á annan, andartak. Þetta
var laglegur maður, rúmlega
fertugur, með herðar og brjóst-
kassa eins og aflraunamaður.
Augun voru ljósblá.
— Hr. Neal hefur sagt mér
um málið, sem þér eruð að rann
saka. Mér þótti afskaplega leitt
að heyra, hvernig fór fyrir vesl-
ingnum henni Úrsúlu. Hún var
mjög vinsæl hérna. En það
þýðir auðsjáanlega ekki að vera
að endurtaka það, sem þið Neal
hafið sagt. Ef ég get upplýst
nokkuð annað, skal það vera
mér ánægja. Æ, verið þér ekki
að reykja yðar eigin vindlinga.