Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 8
s MQPGU N BLAÐID Miðvikudagur 3. nóv. 1965 Útflutningsuppbætur hafa tryggt bændum samarétt og dörum stéttum Bændur áður látnir bera þann halla sem leiddi aí útfluttum landbúnaðarafurðum í GÆR var enn haldið áfram umræðum um verðlagningu landbúnaðarafurða í neðri deild. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði að útflutningsuppbæturn- ar væru að verða vandamál, nú sérstaklega á síðari árum og ætti það rætur að rekja til þess að ríkisstjórnin hefði lítið taum hald á fjárhagsmálum og hefði ekkert gert til þess að hamla gegn verðbólgunni. Mætti nefna sem dæmi að vísitala bygging- arkostnaðar hefði til ársins 1962 hækkað um 10 stig að meðaltali á ári, en nú síðustu tvö ár hefði hún hinsvegar hækkað um 32 stig. Þá mætti rekja til stefnu stjórnarinnar í landbúnaðarmál- um að mjólkurframleiðslan væri meiri nú, — en stefna hennar hefði verið sú, að halda verði á kjöti niðri, því að það hefði nær eingöngu verið flutt út. Það væri sitt álit, að bændur og neytendur ættu að vinna saman í nefnd til þess að finna landbúnaðinum verðlagsgrund- völl og væri vonandi að Al- þýðusambandið' færi aftur inn á þá braut að hafa sem mest af- skipti af verðlagningu. Það væru réttar forsendur hjá því að gera dreifingarkostnaðinn að aðalatriði, enda væri þar örugg lega víðar pottur brotnni, en þar sem landbúnaðarafurðir ættu í hlut. Björn Pálsson (F) sagði að ekki væri ástæða til að deila um bráðabirgðalögin, þar sem þau væru aðeins miðað við eitt ár, og annað yrði að taka við. Bændur hefðu ekki á móti þeim og víst væri að hagur hefði ekki síðan 1960 verið betri en nú. Fyrir tuttugu árum hefði verið deilt á bændur fyrir að hafa of lítil bú og það að nota sér ekki tæknina, en nú kvæði við ann- an tón, þar sem talað væri um að framleiðslan væri of mikil. Sennilegasta ástæðan fyrir því að svo hátt léti í Alþýðuflokks- mönnum um þessi mál, væru sú að þeir væru með því að reyna að fiska atkvæði í kaupstöðun- um. Deila mætti um hvort að framþróunin væri of ör í land- búnaðinum og skipuleggja þyrfti þau mál betur. Mætti nefna sem dæmi að vélar sem bændur keyptu fyrir fimm ár- um þættu nú úreltar. '’Til að spyrna á móti þeirri þróun sem nú væri í landbúnaðinum mætti benda á þrjár leiðir. í fyrsta lagi að hafa hagstæðara verð á á sauðfjárafurðum, en slikt væri þó ekki réttlátt gagnvart þeim er framleiddu mjólk. í öðru lagi væri að takmarka fóð- urbætiskaup, þar sem vitað væri að fóðurbætir væri að tölu verðu leyti grundvöllur mjólkur- framleiðslu og í þriðja lagi væri að reikna út hve mikla mjólk þyrfti að skipta síðan mjólkur- framleiðslunni milli héraða, Varðandi stærð á búum væri það að segja að þróun í öðrum löndum væri sú, að minnstu búin leggðust niður, án þess að stóru búin stækkuðu og þyrfti svo einnig að vera hér. Það væri ekki rétt hjá forseta Al- þýðusambandsins að ásaka bændur fyrir aumingjaskap, jþótt þeir þyldu gerðadóm — frekar mætti spyrja hvaða leið- ir ætti að fara ef ekki næðist samkomulag. Signrvin Einarsson (F) sagði það hefði verið túlkun mennta- málaráðherra með ræðu sinni um þessi mál, að stefna sú sem ríkt hefði hér s.l. 20 ár væri röng þ. e. að veita bændum svip uð kjör og verkamenn og iðn- aðarmenn. Eða væri hægt að miða tekjur bóndans við tekjur sjómannsins, ef síldveiðarnar væru undanskildar, eða við tekj ur verkamanna ef stytting vinnu vikunnar væri undanskilin. Það væri viturlegast, að þegar vel vegnaði við sjávarsíðuna batnaði hagur bænda og þeir þyrftu líka að taka á sig þá áhættu sem fylgdi aflaleysi og daufari tím- um við sjávarsíðuna, því vitað væri að þegar vel gengi þar væri kaupgeta almennings meiri. Það væri röng leið sem farin væri með bráðabirgðalögunum, að miða verðlagsgrundvöllinn við Almannatryggingar og spyrja mætti að því hvort ætti að þýða það að hætt yrði að miða við launatekjur sjómanna, iðnaðar- manná og verkamanna, en það hefði verið grundvöllurinn í 20 ár. f þessum umræðum þyrfti að fá hreint út hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í landbúnaðar málum, en það lægi engan veg- inn ljóst fyrir. Landbúnaðarráðherra Ingólf- ur Jónsson, sagðist hafa talið það ligga ljóst fyrir hver væri stefna ríkisstjórnarinnar í land- búnaðarmálum, en hún væri að efla landbúnaðinn það vel, að hann gæti staðið á eigin fótum þegar' tímar liðu, án framlaga í útflutningsuppbótum. Það væri þess vegna sem ríkisstjórn in hefði beitt sér fyrir því að auka ræktun í landinu með stór auknum framlögum, enda kæmi það berlega í ljós, að ræktunin hefði aldrei verið meiri en nú síðustu árin. Á s.l. ári hefði hún numið nærri 7 þús. hekturum en á árunum 1950—-1960 til jafn aðar um 2500 hekturum. Varð- andi þá spurningu Sigurvins Einarssonar hvort það væri stefna landbúnaðaráðherra að bændur nytu jafnréttar við aðrar stéttir þjóðfélagsins, en svo virt- ist sem hann efaði það eitthvað vegna bráðabirgðalaganna væri því til að svara, að bráðabirgða- lögin væru aðeins miðuð við eitt ár og með þeim væri miðað að því, að bændur fengju bætta dýrtíðina og kauphækkunina frá því í fyrra. Mætti og vitna til ummæla Börns Fálssonar sem teldi þessi lög alveg þolan- leg, sérstaklegt með tilliti til þess, að þeim væri ekki ætlað að ná nema til eins árs og ríkis- stjórnin hefði gert ráðstafanir til þess að leiða aðila saman og halda áfram samstarfi og sam- vinnu á milli neytenda og fram- leiðenda. Það væri stefna ríkisstjórnar- innar í landbúnaðarmálum að koma honum á þann grundvöll, að bændur geti ávallt búið við kjör sem væru ekki lakari en aðrir landsmenn og önnur skil- yrði yrðu þannig, að framleiðslu kostnaður gæti lækkað með því að fullkomin tækni væri tekin í þjónustu landbúnaðarins og miðað yrði að því að bústærðin yrði sem hentugust. Útilokuð væri sú leið sem Einar Olgeirs- son hefði bent á í þessum um- ræðum, um það að tryggja smá- bændum einhver lágmarkslaun, án tillits til þess hvort þessir bændur framleiddu eða ekki. Það væri stefna ríkisstjórnarinn ar að gera þessum smábændum kleift að -stækka búin það mikið að það væri lífvænlegt á jörðun- um. Það væri rétt sem Þórarinn Þórarinsson hefði sagt að út- flutningsuppbæturnar færu hækkandi, en það stafaði bæði af því, að verðlagið hefði hækk- að og framleiðslan aukizt. Hann ætti þó að vita það, að búvörur hækkuðu ekki fyrr en eftir að kaupgaldið hefði hækkað. Útflutningsuppbæturnar hefðu ekki verið teknar upp fyrr en 1960, en þær hefðu tryggt bænd um sama rétt og öðrum þegnum þjóðfélagsins. Áður hefðu bænd ur verið látnir bera þann haila, sem af útfluttum landbúnaðar- vörum leiddi og undirstrika mætti það að áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefði ekki verið greidd útflutnings- trygging á landbúnaðarvörur í því formi sem nú væri og hefðu þá bændur sjaldnast fengið það verð sem sex manna nefndin ákvað að þeir skyldu hafa sam- kvæmt verðgrundvellinum. 3. þm. Vestfirðinga, Sigurvin Einarsson ætti því ekki að spyrja að því hvort það væri stefna núverandi ríkisstjórnar að bændur bæri ekki minna úr býtum en aðrar stéttir þjóðfé- lagsins, heldur gera sér grein fyrir því að sú stefna hefði ekki verið ráðandi, áður en núver- andi ríkisstjórn var mynduð. Það væri eðlilegt að ekkert vandamál hefði verið með út- flutningsuppbætur á landbúnað- arafurðir, áður en sú stefna var upp tekin að tryggja bændum fullt verð fyrir allar framleiðslu vörur. Vitað væri að nú hefði þróun- in í landfoúnaðarmálum tekið rétta stefnu og hefði þar ráðið um að kjötverðið var hækkað á kostnað mjólkurverðsins. En tilfærsla þessi mætti þó vitan- lega ekki ganga of langt, þannig að mjólkurframleiðslan minnk- aði það mikið að skortur yrði á mólk. Jafnvægi þyrfti að vera í þessum málum, en miða þyrfti mjólkurframleiðsluna sem næst við það sem innanlandsþörfin væri á hverjum tíma. Að lokum kvaðst ráðherra vilja úndirstrika stefnu ríkis- stjórnarinnar í landbúnaðarmál- um en hún væri uppbyggingar- stefna, sem miðaði að því að halda áfram ræktuninni, auka þá framleiðslu landbúnaðar er bezt borgaði sig, leggja grund- völlinn að því að framleiðslan geti lækkað með því að vinna að því að tækni í landbúnaðin- um geti aukizt, og vinna að því að landbúnaðarafurðir yrðu unnar meira í landinu en und- anfarið og stuðla þannig að auknu verðmæti framleiðslunn- ar. Miðað við það, að um 1600 millj. kr. verðmæti væri lagt til frá landbúnaðinum sem fæða handa landsmönnum væri ekki hægt að segja að jafnvel þótt 4 — 5% af fjárlagaupphæðinni færu yfir þetta, væri ekki því til að dreifa að óviðráðanieg vandamál sköpuðust. Gylfi Þ. Gíslason menntamála* ráðherra, sagði að í þessum um- ræðum hefði verið vakin at- hygli á því að hver væru vanda mál landbúnaðarins. Það væri ekki réttur reikningur hjá Þór- arni Þórarinssyni að miða dýr- tíð við þau stig sem vísitalan hefði hækkað. Miða yrði við hlutfallslega hækkun á vísitölu- grundvelli og ef það væri gert kæmi annað í ljós, en kom fraon hjá Þórarni. Frá 1. jan. 1950 — 1. jan. 1959, sem hefði verið valdatímabil Framsóknar, hefði vísitalan hækkað um 136%, eða 17% á ári. Frá 1. jan. 1959 — 1. okt. s.l. hefði vísitalan hinsveg- ar hækkað um 69% eða um tæp 10% á ári, og væri verðbólgan því ekki meira vandamál fyrir landbúnaðinn nú en áður. Þá mætti vekja athygli á því að vísitölubúið hefði s.l. 17 ár stækkað um 50,3%, en á sama tíma hefði verið 82,4% aukning á mjólkurframleiðslu og 86% aukningu á kjötframleiðslu. Varðandi ræðu Sigurvins Einars sonar sagið ráðherra að það væri sín stefna að bændur og neytendur ættu að sema um verðlagsgrundvöll landbúnaðar- afurða og þannig ætti að finna út kjör bænda. En bændur ættu ekki að njóta hækkana á laun- um annarra stétta sem yrði til við sérstakar aðstæður. Að lokinni ræðu mennta- málaráðherra var umræðum enn frestað. Verðuppbætur á línufisk í EFRI DEILD fylgdi Björn Jónsson (K) úr hlaði frumvarpi er hann fJytur um breytingar á lögum nr. 34 8. maí 1965, um ráð stafanir vegna sjávarútvegsins. Sagði flutningsmáður að ákvæði laganna væri þ«u, að frá 1. jan. til 1. okt. 1965 greiddi ríkissjóð- ur fiskseijendum 25 aura verð- uppbót á hvert kíló línu- og handfærafisks. Frá 1. okt. 1965 og til 31. des. 1966 skyldi þessi verðuppbót vera 75 aurar á hvert kíló, enda greiði fiskkaupendur fiskseljendum á sama tímabili 25 aura verðuppbót umfram gild andi fiskverð samkvæmt ákvör'ð un verðlagsráðs sjávarútvegsins. Benda mætti á það að veiðar með línu og handfæri væru einu veiðarnar, sem áð jafnaði hentu verulegum hluta bátaflotans í flestum sjávarbyggðum landsins. Dragnót kæmi þar að vísu til greina, en reynslan sannaði, að ekki væri fært að stunda þær veiðar með árangri, nema þá takmarkáð. Fjöldi frystihúsa og annarra fiskvinnslustöðva í þrem landsfjórðungum ættu starfsemi sína og afkomu að langmestu leyti undir því komna, að línu- veiðar væru stundaðar í engu minna mæli en verið hefði. Það væru einmitt þau atvinnutæki, sem hefðu úrslitaþýðingu fyrir atvinnulíf í flestum sjávarbyggð- um Yestfjarða og Norðurlands allt árið. Fiskveiðar með línur væru rekstrarlega áhagstæðari en aðrar veiðar og nauðsyn bæri til að styrkja þær af opinberu fé. Yæru til lög frá 1965 sem kvæðu á um styrk til handa línu veiðum og hefði sá styrkur verið í GÆR voru lagðar fram fyrir- spurnir til ríkisstjórnarinnar um rannsóknarskip í þágu sjávarút- vegsins frá Jóni Skaftasyni. Er fyrirspurnin í þremur eftirfar- andi liðum: 1. Hafa verið gerðir samningar um smfði rannsóknaskips i þágu sjávarútvegsins? 2. Hve mikið fé er fyrir hendi til smíði skipsins? 3. Hvað er talið að vel búið rannsóknarskip kosti nú? Þá var einnig lögð fram svo- hljóðandi fyrirspurn til dóms- málaráðherra frá Jónasi G. Rafn- ar: Hvað líður endurskoðun laga um hlutafélög? og einnig var lögð fram fyrirspurn til menntamála- ráðherra frá Þórarni Þórarins- syni um hvað ríkisstjórnin hefði gert til að framkvæma ályktun Alþingis frá 29. maí 1957 um sameiningu Landsbókasafns og Háskólabókasafns o. fl. Þá var lagt fram í ne'ðri deild frumvarp til laga um afnám laga nr. 33 3. nóv. 1915 um verkfall opinberra starfsmanna, c*. fl., sem Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósefsson og Geir Gunnarsson flytja Frumvarp þetta er sam- hljóða frumvarpi er lagt var fyr- ir síðasta þing, en náði ekki af- greiðslu þá. Ákvæði frumvarps- ins eru þau að lög frá 1915 um verkfall opinberra starfsmanna ríkis og bæa og stjórnir þeirra sérfélaga þess, er málið serstak- lega varðar, undirbúa frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmannafélsga, er gegna þess háttar störfum, að framkvæmd þeirra varði líf og heilsu almenn- ings. Skal frumvarpið- miða að því að tryggja rétt þessa starfs- fólks til hagsmunabaráttu, eins og frekast samræmist öryggi um líf og heilsu almennings. Þegar samkomulag hefur náðst um slíkt frumvarp milli samtaka þessara og ríkisstjórnar, skal leggja það fyrir AlþingL ákveðinn kr. 0,25 á kg. Reynsl- an hefði sannað að styrkur þessi væri alls ófullnægjandi og kæmi þar m.a. til að tilkostnaður hefði aukizt áð mun frá því hann var ákveðinn. Væri það því Alþing- is að koma til skjalanna og gera ráðstafanir til styrktar þessari útgerð. Eggert G. Þorsteinsson. sjávar- útvegsmálaráðherra, sagði að sett hefði verið á stofn nefnd til að rannsaka hag smábátaútgerðar, þar sem vitað væri, að hún ætti við marga örðugleika að etja. M.a. þann, að menn réðu sig frem ur á stóru bátana, þar sem að- búðin væri betri og aflavon- meiri. Björn Jónsson (K) tók aftur til máls og kvaðst fagna ráðstöf- unum þeim er gerðar hefðu ver- ið. Ríkisstjórninni hefði þó borið að taka þetta mál fyrr fyrir, þar sem brýn nauðsyn væri að hraða því. að auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.