Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 31
Miðvíkuðfagur S. nóv. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 31 liTAN IÍR HEIMI l New York,- Frambjóðendurnir við borgarstjórakosningarnar EINS og komið hefur fram í fréttum fóru fram borgar- stjórakosningar í New. York í gær og var ekki vitað um úr slit þeirra er blaðið fór í prentun. Helztu frambjóðend urnir voru þeir Jolin Lindsay, sem er republikani, en er þó ekki boðinn fram af hálfu flokksins, og Abraliam Beame, sem demókratar bjóða fram. Þá hefur framboð William Lindsay, frambjóðandl frjáls- lyndra repúblikana. Buckleys vakið mikla athygli, enda þótt hann væri ekki tal- inn eiga neina möguleika á því að sigra, en liann er íhalds samur republikani. Miklar getgátur vorú uppi um, hver myndi sigra í kosn- ingunum, en afar erfitt að mynda sér nokkrar áreiðan- legar skoðanir um það. Hin margvíslegu en fjöimennu þjóðarbrot, sem í New York borg er að finna, valda því, að stjórnrftálamennirnir fá martröð en þeir sem við skoð- anakannanir fást, missa allan kjark við slíkar bbllalegging- ar. Manntalsskýrslur borgar- innar sýna, að 15% af íbúun- um eru blökkumenn, 8% ætt- aðir frá Porto Rico, 11% af ítölskum og 4%' af írskum upp runa. Ef borgarbúum er skipt samkvæmt trúarbrögðum, leið ir sú skipting í ljós, að af þeim eru 1,8 millj. Gyðingar, 3,4 millj. rómversk-kaþólskir og 1,7 millj. mótmælendur. Flokksbundnir demókratar eru 3Vz sinnum fleiri en repu- blikanar. Ef frambjó’ðandi republikana ætlar sér að vinna Deinókratarnir Powell og Beame. borgarstjórakosningar í New York, en það hefur sjaldan komið fyrir (síðasti republik- ani í stöðu borgarstjóra var Fiorello La Guardia árið 1941), verður hann að geta samræmt mjög margvíslegar skoðanir. Hann verður að vera nægilega frjálslyndur til þess að geta fengið til fylgis við sig fólk, sem venjulega kýs demókrata, nógu óaðfinnan- legur til þess að hljóta at- kvæði engilsaxneskra mótmæl enda, en nógu sjálfstæður samt tii þess að öðiast stuðn- ing umbótasinnaðra demó- krata. Þótt undarlegt megi heita, þá er fyrsti republikaninn í áratugi, sem nokkra mögu- leika hefur til þess að öðlast stuðning hinna margvíslegu bg óiíku kjósenda, einmitt maður úr hópi hinna engil- saxnesku mótmælenda. Það er John Viiet Lindsay. Hann er 43 ára gamall, maður myndar- legur og hlaut menntun sína við Yale háskóla. Á hann sæti í bandaríska þinginu. Hann hlaut tilnefningu Republik- anaflokksins og hins verka- lýðssinnaða Frjálslyndaflokks til framboðs í borgarstjóra- kosningunum, en sagði skilið við forystumennina í sam- bandsflokki republikana — Nixon, Rockefeller og JEisen- hower, sem kynnu að hafa barizt fyrir kjöri hans í New York. Sem frambjóðendur méð sér valdi Lindsay Timo- thy W. Costellok, sem er for- maður Frjálslynda flokksins, til embættis forseta borgar- stjórnar og í embætti yfir- manns fjármála borgarinnar, Milton Mollen, sem er Gyðing ur í Brooklyn og hefur starf- að við stjórn demokrata í New York, á meðan Robert Wagner var borgarstjóri. Helzti andstæðingur Lind- says er Abraham David Beame, smávaxinn Gyðingur, sem var yfirmaður fjármála Buckley, frambjóðandi ihaids- samra repúblikana. borgarinnar í borgarstjórn Wagners. Hánn er 59 ára og gamalgróinn demokrati. — Beame þykir maður Ijúfmann legur en málflutningur hans slagorðakenndur. Hann hefur fremur öðru talað um „heil- brigða fjármálastefnu1, hversu þreyttir sem áheyrendur hans hafa annars virzt vera orðnir á slíku slagorði. Eitt af þeim slagorðum, sem hann hefur verið óþreytandi í áð koma fram með, er: „Ég og Lindsay lítum ekki sömu augum á hlut ina, hvorki líkamlega, andlega eða póHtískt“. Frambjóðandi Beames í stöðu forseta borgar stjórnar er írskur, Frank O’Connor, 56 ára og lögfræð- ingur, sem talinn er koma til greina við ríkisstjórakosning- arnar 1966 af hálfu demó- krata, í framboð yfirmanns Framhald á bls. 23. Síldaraflinn 3 millj. mál og tunnur LANDLEGA er nú hjá sildveiði- bátum eystra og hefur verið síð- an í fyrri viku. 1 gær var norð- angarri og frost eystra og enginn hátur á sjó. Sumir minni bátanna munu nú hættir veiðum. Sl. laugardag var heildarsíldar- aflinn orðinn 3.072.061 mál og tunnur. Þessir fimm bátar voru með mestan afla sl. laugardag (afli í málum og tunnum í svig- om), Jón Kjartansson frá Eski- Hrðsending um fermingar í Reykjavikur- prófastsdæmi firði (52.862), Bjarmi II. frá Dal- vík (44.623), Sigurður Bjarnason frá Akureyri (42.086), Hannes Hafstein frá Dalvík (40.211) og Dagfari frá Húsavík (40.020). í skýrslu Fiskifélags íslands um síldveiðarnar segir s^o: Góð síldveiði var framan af vikunni sem leið, e.i ekkert veiði veður var síðari hluta yikunnar vegna brælu, er gerði á miðun- um. Flotinn var að veiðum á sömu slóðum og undanfarnar vikur, 50—60 sjómílur frá Dala- tanga. Vikuaflinn nam 183.450 málum og tunnum, og var heildarsíldar- aflinn frá vertiðarbyrjun til síð- asta laugardags orðinn 3.072.061 mál og tunnur. í sömu viku í fyrra var vikuaflinn 83.441 mál og tunnur og heildarmagnið þá orðið 2.887.522 mál og tunnur. Aflinn norðanlands og austan hefur verið hagnýttur þannig: í söltun 399.696 upps.tn., í fyrra 356.611. í frystingu 27.374 uppm. t.n í fyrra 41.732. í bræðslu 2.644.991 mál, í fyrra 2.492.179. Síldveiðin sunnanlands hefur verið lítil undanfarnar vikur. Heildaraflinn nemur nú 744.997 uppmældum tunnum. Á bls. 23 í blaðinu í dag er skrá yfir þau 155 skip, sem bætt hafa við sig afla sl. tvær vikur. Símamenn ræða launa- mál ríkisstarfsmanna SÍÐASTA prestastefna gerði sam 'þykktir um fermingarundirbún- ing, sem miða að a-ukinni krist- indónrusfræðslu fermingarbarna. M.a. var samþykkt að hvert bam fengi hjá presti sínum a.m.k. 30-40 kennslustundir fyrir ferm- ingu. Á sameiginlegum fundi sam- Þykktu prestar Reykjavíkurpró- fastsdæmis að hefja nú þegar í byrj un þessa mánaðar fermingar- undirbúning með þeim börnum, sem eiga að fermast á árinu 1968, haust eða vor, enda að öðr- um kosti naumast un.nt að veita börnunum þann fjölda kennslu- stunda, sem til er ætlast. Aftur á móti mun verða hlé á kennslunni í des. og fram í janúar. N.k. föstudag munu prestar prófastsdæmisins tilkynna í dag- biððunum, hvenær börnin eiga að koma til viðtals við þá. Ég bið foreldra og væntanleg ferm- ingarbörn að taka eftir þeim til- kynningum. Rétt til fermingar á árinu 1966 — haust eða vor — hafa börn, Gem eru fædd á árinu 1952, — og ekki seinna. Dómprófastur. ALMENNUR fundur var haldinn í Félagi íslenzkra símamanna föstudaginn 29. október sl. um launamál. Framsögumenn voru Ágúst Geirsson, formaður félags- ins og Baldvin Jóhannesson, full- trúi félagsins í launamálanefnd B.S.R.B. Eftirfarandi fundarályktun var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: Fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra símamanna föstudaginn 29. október 1965 lýsir yfir megnri óánægju vegna afstöðu ríkis- valdsins í launamálum opinberra starfsmanna, sem kemur skýrast fram í kröfugerð samninganefnd- ar ríkisins til Kjaradóms. í kröfugerðinni eru opinberum starfsmönnum ætluð 3% launa- hækkun á föst laun, en jafnframt gert ráð fyrir að taka þessi 3% af þeim aftur með kjaraskerð- ingu á öðrum sviðum, svo sem með lækkun vaktaálags úr 33% í 25% og lækkun greiðslu fyrir yfirvinnu. Fundurinn bendir á að frá gildistöku núverandi kjarasamn- ings til 1. september 1965 hefur v í s i t a 1 a framfærslukostnaðar hækkað um 31,8% og vísitala vöru og þjónustu um 31,3%. Vísi- tala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 35,5% á tímabilinu júní 1963 til júlí 1965. Á sama tíma hafa laun opinberra starfs- manna aðeins hækkað um 16,27% (verðlagsuppbót innifal- in). í þessu sambandi bendir fund- urinn á að launahækkanir hjá fjölmörgum atvinnustéttum hafa farið yfir 40% á sama tíma. Einnig eiga sér stað verulegar yfirborganir á hinum frjálsa vinnumarkaði, eins og sést á yfirliti Hagstofu íslands um launakjör verzluftar- og skrif- stofufólks í einkaþjónustu, en þar kemur fram að yfirborganir eru allt að 35%. Eins og þetta sýnir hefur sú óheillavænlega þróun átt sér stað á síðasta samningstímabili að laun ríkisstarfsmanna hafa dreg- izt verulega aftur úr því sem tíðkast á meðal annarra stétta. Það er því óhjákvæmilegt við gerð nýs kjarasamnings að taka full't tillit til þessa og hækka laun opinberra starfsmanna í samræmi við það. — Borgarstjóra- kosningar Framhald af bls. 1 hafði marg lýst því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til framboðs við borgarstjórakosningarnar þeg ar hann skyndilega skipti um skoðun í maí sl. Var þá álitið að andstæðingur hans yrði Robert Wagner, fráfarandi borg- arstjóri. Þegar Wagner ákvað að bjóða sig ekki fram hófust deilur innan demókrataflokksins um hver skyldi taka við. Wagner mælti með Paul Screvane, forseta borg- arráðs, en alls voru fjórir fram- bjóðendur, sem til greina komu er flokkurinn greiddi atkvæði um það i síðasta mánuði hver skyldi verða fyrir valinu. Og þá sigraði Beame. Buckley, sem á að heita flokks- bróðir Lindseys, hélt því fram að Lindsey væri ekki repúblik- ani, og taldi það því skyldu sína gagnvart kjósendum að gefa kost á sér. Hinsvegar neitaði hann því að með framboði sínu ætlaði hann að forða því að Lindsey yrði kjörinn og refsa honum þannig fyrir að hafa neitað að styðja forsetaframboð Goldwat- ers í fyrra. Skoðanakannanir í New York sýna að úrslit kosninganna geta orðið hin naumustu síðan 1941 er repúblikaninn Fiorello la Guardia var kjörinn borgar- stjóri með 130 þúsund atkv. meirihluta. En eftir að hann féll frá hafa demókratar farið með stjórn stórborgarinnar. 12 lesla gerfihnöttur Moskvu, 2. nóv. (AP—NTB). SOVÉZKIR vísindamenn skutu i dag á loft nýjum gerfihnetti, ,,Proton II.“, og fór hann á braut umhverfis jörðu, Hnöttur þessi er af sömu gerð og ,,Proton I.“, sem skotið var á braut 16. júlí s.l. og vegur 12.2 lestir. Eru þetia þyngstu gerfihnett irnir, sem tekizt hefur að skjóta á loft. Valgard Blöndal látinn VALGARD Blöndal, flugvallar- stjóri og umboðsmaður Flug- félags íslands á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur í gærmorgun, er hann var á leið frá Sauðár- króki til Akureyrar í flugvél. Valgard heitinn afgreiddi Blik- faxa, flugvéi F. í., á flugvellin- um við Sauðárkrók um morgun- inn og tók sér síðan far méð henni til Akureyrar, þar sem hann ætlaði að sitja fund um- boðsmanna F. í. á Norður- og Norðausturlandi, sem hefjast átti í dag, en þeim fundi hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Þegar flugvélin var stödd yfir Hjalteyri kl. rúmlega ellefm varð flugfreyjan, Sigríður B. Skaftfell, þess vör, að Valgard leið út af í sæti sínu. Hún hlúði að honum eftir beztu getu og gerði síðan flugstjóranum, ólafi Indriðasym, viðvart. Hann káll- aði þegar í stað upp flugturninn við Akureyri og bað um, að sjúkrabill yrði hafður til taks á flugvellinum, en þegar flugvél- in lenti, var Valgard látinn. Jean Valgard Blöndal var fæddur á Sauð- árkróki 2. júlí 1902, og var hann því 63ja ára, er hann lézt Foreldrar hans voru Kristján Blöndal, póstafgreiðslumaður á Sauðárkróki, og kona hans, Álf- heiður Guðjónsdóttir. Valgard Blöndal var póstafgreiðslumaður og hótelhaldari á Sauðárkróki um langt skeið. Hann gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum í bæj arfélagi sínu. Valgard var á sín um tíma aðalhvatamaður að flug vallargerð við • Sauðárkrók og flugvallarstjóri þar frá því að flugvöllurinn var tekinn í notk- un. Umboðsmaður F. í. var hann jafnlengi. Valgard Blöndal lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Árnadóttur (Þorkelssonar á Geitaskarði), og fjögur uppkomin börn. Einn. sona hans var áður látinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.