Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 17
Miðviku<?aj*ur 3. nóv. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Observer: Hlutlaust norrænt varnarbandalag FIN'NSKUR stjórnmálamað ur sagði fyrir skemmstu í ræðu, sem hann hélt opin- berlega, að ef Noregur og Danmörk segðu sig úr Nato og gengju í hlutlaust varnar- bandalag með Finnlandi og Svíþjóð, væri öryggi Skandi- navíu tryggt og gætu Finnar þá losað sig undan hernaðar- legum skuldibindingum hins gagnkvæma aðstoðarsáttmála, sem stjórnar sambandi þeirra við Rússa- >að hefur lengi verið á- hugamál Rússa, að Skandi- navía yrði hlutlaus, en til- efni þessarar tillögu var frem ur vafi sá, sem de Gaulle hef um talið vera á framtíð Nato, en hann hefur komið af stað öldu af áhyggjum og almenn um umræðum um öryggi og varnir í höfuðborgum Norður landa. Skandinavisku löndin hafa þá sérstöðu í Vestur-Evrópu, að vera nágrannalönd Sovét- ríkjanna án þess að vera lepp ríki. Af þessum orsökum hafa þau alltaf kunnað að meta gildi Nato. Frá upphafi sam- takanna árið 1949 hafa þau haldið stjórnmálalegu og hernaðarlegu jafnvægi á þessu svæði, sem Rússar hafa öldum saman verið viðkvæmir fyrir, vegna þess að það liggur um mynni Eystrastlts, sem er út- gönguleið þeirra til hafsins. Einnig eru þau í leiðinni til stranda Síberíu. Noregur og Danmörk eru í Nato. Svíþjóð er hlutlaus, en í reynd hliðholl vestrænum ríkjum. Finnland er einnig hlutlaust, en innan áhrifa- svæðis Sovétríkjanna- Saman mynda löndin landamæri, sem haldast meðan jafnvægi helzt milli hinna andstæðu afla, sem maptast þar. Jaínvel Sviar og Finnar viðurkenna (þó ekki opin- berlega) mikilvægi Nato fyr- ir öryggi sjálfra þeirra. Til dæmis er almennt talið gef- ið, að hernaðarlegt skipulag Svíþjóðar sé byggt á þeirri fullvissu, að ef til ófriðar kæmi, nytu Svíar vestrænnar aðstoðar. Og í utanríkisstefnu álíta báðar þjóðirnar að bæði austur og vestur séu fylgj- andi friðsamri Skandinavíu. En núverandi ástand byggist á tilveru Nato í Norðri; ef það hyrfi, myndi það raska jafnvæginu. Það er þess vegna skilljan- legt, að sundrunaraðgerðir de Gaulles og sú staðreynd, að I. Virolainen Atlantshafssáttmálinn rennur út 1969, hafi byrjað að vefj- ast fyrir skandinaviskum her mönnum og stjórnmálamönn- um og þeir hafi farið að hugsa um framtíðina, ef svo færi að Nato leystist upp eða breytti um mynd. Eina sennilega lausnin er norrænt varnarbandalag og væri hlutleysi þess verndað af stórveldunum. Um nokkurt skeið hefur ver ið óformlegt samband milli Svía og Norðmanna og etv- Dana. Þetta samband hefur verið trúnaðarmál og lítið Jens Otto Kragh sem ekkert lekið út til blaða í Skandinavíu. Núverandi umræður hófust með grein í ensku blaði. I þeirri grein sagði, að Svíar hefðu leitað eftir hernaðarbandalagi við Norðmenn. Varnarmálaráð- herra Svía, Sven Andersen, neitaði því og hið sama gerði utanríkisráðherra Norðmanna Halvard Lange. En yfirmaður upplýsingadeildar norska ut- anríkisráðuneytisins staðfesti, að Svíar hefðu raunverulega sent út menn til þess að kanna jarðveginn fyrir hernaðar- bandalag, ef Noregur segði sig úr Nato. Þetta var gert á óformlegan hátt — en senni- lega að vitund æðstu manna, ef ekki með fullu samþykki þeirra. Per Borten í viðræðum halda sænskir embættismenn því fram, að norrænt hernaðarbandalag myndi ekki þjóna sænskum hagsmunum. Ekki kemst mað ur þó hjá því að álíta þetta stafa frémur af innanlands- málum en utanríkismálum, og einnig að þetta stafi af vilja þeirra til þess að forðast að svo líti út sem sænska , stjórnin sé að géra sér hugmyndir um að víkja frá hlutleysisstefnu sinni- Hlutleysi er rótgróið hjá Svíum og þeir gætu ekki tekið neins konar erlendum skuldbindingum, ekki einu sinni jafn greinilega skyn- samlegu fyrirkomulagi og hernaðarbandalagi við Noreg, en Noregur gæti varla verið meira tengdur Svíþjóð, hvað viðkemur sögu, tungu og venjum. Ef einhver hreyfing er meðal sænskra stjórnmála manna í átt til breytinga, yrði að undirbúa þær vandlega mörg ár fram í tímann, svo að þegar til breytinganna kæmi væri almenningur móttæki- legur fyrir hugmyndina. Ekki leikur vafi á því, að nokkrar áhyggjur ríkja, sér- staklega í Danmörku og Noregi, yfir komandi atburð- um, því ef Bandaríkin tækju meiri þátt í atburðarásinni í Austurlöndum fjær, yrðu þau að leggja minni áherzlu á málefni Evrópu, en það gæti leitt til þess að Rússar ykju enn þrýsting sinn á Skandina víu. Einar Gerhardsen, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs sagði fyrir skemmstu, að þrýst ingur frá Sovétríkjunum hefði verið svo ákveðinn og óþægi- legur á fyrri hluta sjötta ára- tugsins, að sér hefði fundizt hann hafa „komið við frelsi landsins og sjálfstæði“. Hann gaf sérstök dæmi, sem aldrei hefur verið skýrt frá áður. Hann talaði greinilega eins og hann gerði til þess að verja Nato í núverandi andrúms- lofti vafa og áhyggna. Hann gaf i skyn að um leið og Nato hefði verið stofnað, hafi þrýst ingur frá Sovétríkjunum horfið. Hvað viðkemur Dönum, geta þeir varla hugsað sér annað en framhald Nato- Ef það losnar upp, verða þeir að ganga í varnarbandalag með Vestur-Þýskalandi, því bæði hernaðarlega og landfra?ðilega séð fylgja þeir meginlandinu. Fáir Danir myndu taka þessu öðruvísi en með óánægju, og vildu fremur vera í stærra bandalagi, þar sem Þýzkaland væri aðeins eitt af þátttöku- löndunum og gæti ekki stjórn að þeim. Finnar geta aðeins vonazt til framhalds á núverandi á- standi, því hver breyting myndi ná til þeirra á meira eða minna óþægilegan hátt. Þess sjást nú merki, að Rúss ar séu að byrja að nota þá sem beitú fyrir hin Skandina- víulöndin. Uppástungan er á þá leið, að ef Noregur og Dan mörk yfirgæfu Nato, gæti svo farið að Finnar vrðu leystir undan hernaðarlegum skuld- bindingum sínum og leyft að ganga í hlutlaust norrænt varnarbandalag. Verið getur að Rússar vijdu greiða fyrir að losna við Nato úr þessum heimshluta með því að leysa Finna þannig undan skuld- bindingum við sig. Þetta virð ist liggja að baki því, sem gef ið hefur verið í skyn í þessa átt í blöðum og ræðum stjórn málamanna. Einhvern veginn yrðu föst tök á framtíð Nato og öryggi Vestur-Evrópu sér staklega velkomin í Skandina víu nú- (Observer — öll réttindi áskilin). Ákvæðisvinnutaxti settur fyrir rafvirkja Leikfélag^ Akureyrar sýnir: Skrúðsbóndonn 09 Sveden- hjelms-fjölskylduna NÝLEGA var saminn ákvæðis- vinnutaxti fyrir rafvirkja og er það í fyrsta skipti sem slíkur taxti kemur fram. Af því tilefni voru blaðamenn boðaðir til fund *r á nýrri skrifstofu ákvæðis- vinnunefndar rafvirkja að Skip- holti 37, þar sem Andrés Andrés- son form. nefndarinnar skýrði frá hinu nýja ákvæðisvinnu- fyrirkomulagi. Andrés Andrésson sagði m. a., að með ákvæðisvinnufyrirkomu- lagi ynnist það tvennt, að raf- virkjar fengju yfirleitt hærri laun fyrir sína vinnu og að kostnaður yrði yfirleitt minni fyrir viðskiptavini og verkið yrði fljótar unnið. Með þessi atriði í huga hefðu stéttarfélög rafvirkja farið þess á leit við Iðnaðarmála- stofnun Islands að hún aðstoðaði við uppbyggingu á grundvelli að ékvæðisvinnutaxta í samráði við þar til kjörna fulltrúa félaganna. Þessari málaleitun hafi verið vel tekið og í ársbyrjun 1963 hafi I.IVLS.L ráðið Sigurð Hail- dórsson verkfræðing til að taka að sér uppbyggingu á ákvæðis- vinnugrundvelli í samráði við formenn félaganna. Hinn 29. apríl sl. var svo undirritað sam- komulag milli F.L.R.R. og F.Í.R. •um tilhögun á ákvæðisvinnu fyrir rafvirkjun. Ýmsar nýjungar mun að finna í hinum nýja ákvæðisvinnu- grundvelli, að því er Andrés tjáði blaðamönnum. T. d. er inni- faldar reglur um hvernig skila skuli ákveðnum verkefnum og margt fleira. í ák.væðisvinnunefnd eiga sæti þrír menn, þeir Þorlákur Jóns- son, rafvirkjameistari, Magnús Geirsson, rafvirki og Andrés Andrésson, sem er formaður nefndarinnar. Eins og áður er sagt, stárfrækir nefndin skrif- stofu að Skipholti 37, en hlut- verk nefndarinnar og skrifstof- unnar er sem hér segir: Að yfirfara alla ákvæðis- vinnuútreikninga vegna verka, sem unnin eru eftir tímaskrá. Teljast slíkir útreikningar því aðeins fullgildir, að skrifstofan hafi endurskoðað þá og staðfest réttmæti þeirra með áritun sinni. Nefndin skal endurskoða og gera breytingar á ákvæðisvinnu- grundvellinum og almennum á- kvæðum hans, eftir því, sem fengin reynsla segir til um og þörf krefur, hvort heldur er vegna ósamræmis eða ágalla á ákvæðisskránni, vegna nýrra vinnuaðferða, efna eða tækja, vegna niðurstaða tímamælinga, eða af öðrum ástæðum. Skal nefndin jafnan til kynna samn- ingsaðilum og handhöfum taxt- ans um slíkar breytingar á skránni. Telji nefndin ástæðu til, hefur hún rétt til að rannsaka eða meta verk, sem unnin hafa verið. Nefndin sér Um, að „fyrirmæli um vinnubrögð“ sem fylgja taxt- anum séu á hverjum tíma í fullu samræmi við þær kröfur, sem gera skal ura vönduð vinnubrögð Og að endurskoðun fyrirmælanna fari fram reglulega. Gerir nefnd- in breyingar á fyrirmælunum, ef endurskoðun sýnir þörf á. Leiki vafi á, að verkgæði séu fullnægjandi, og upptfylli kröfur um verkvöndun, sbr. „fyrirmæli um vinnubrögð", getur netfndin látið fara fram athugun á því. Lætur hún hlutaðeigandi aðilum i té umsögn síná, ef óskað er. AKUREYRI 2. nóvember. I.eik- félag Akureyrar frumsýnir sjón- leikinn Skrúðbóndann e f t i r Björgvin Guðmundsson fimmtu- daginn ellefta nóvember næst- komandi. Leikurinn er tekinn til sýningar nú meðal annars í til- efni af því, að höfundurinn hefði orðið 75 ára á þessu ieikári, eða hinn 26. apríl næstkomandi. Leikstjóri er Ágúst Kvaran, leikendur tíu, og auk þess dans- Og söngfólk, þannig að alls koma 3'5 manns fram á sýningunni. Leikurinn hefur aðeins verið sýndur einu sinni áður, það var árið 1941, og var sú sýning einn- ig á vegum Leikfélags Akureyrar og undir stjórn Ágústs Kvarans. Þá stjórnaði höfundur sjálfur flutningi atlrar tónlistar, sem er mikil og fjölbreytt, en nú verður Áskell Jónsson söngstjóri. Dans- ana hefur frú Margrét Rögn- valdsdóttir samið og æft. Jakob Tryggvason leikur á orgel á und- an hverjum þætti. Aðstoðarmað- ur við hljómlist er Björgvin Júníusson. Með stærstu hlut- verkin fara Þórey Aðalsteins- dóttir, Marínó Þorsteinsson, Björg Baldvinsdóttir, Sigríður Schiöth og Jóhann Daníelsson. Leiktjöld hefur Aðalsteinn Vest- mann málað, en Unnar Bjárna- son, starfsmaður Þjóðleikhússins, hefur gert teikningar og „módel" af sumum atriðunum. Leiktjöld eru mjög viðamikil, þar sem út- búa þarf sex ólík svið. Búningar eru • að mestu leyti fengnir að láni frá Þjóðleikhúsinu. Þar næsta verkefni Leikfélags Akureyrar er gamanleikurinn Svedenhjelms-fjölskyldan eftir Svíann Hjalmar Bergman í þýð- ingu séra Gunnars Árnasonar. Leikstjóri verður Ragnhildur Steingrímsdóttir. Leikurinn hef- ur ekki verið sýndur hér á landi áður, én var fyrst fluttur í Kaup- mannahöfn árið 1924 með Poul Reúmert • aðalhlutvérki. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.