Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1965, Blaðsíða 22
22 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1965 Vélskóflustjóri Vantar mann til að vinna um skeið í Ólafsvík á P. H. krana Upplýsingar í síma 13978 í kvöld kl. 6 — 10. Konan mín, KATRÍN ÓLADÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóv- ember kl. 10,30 f.h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Árni Garðar Kristinsson. Systir okkar, AGNES GUÐJÓNSDÓTTIR frá Ásgarði í Grímsnesi, andaðist 1. þ.m. á sjúkrahúsi í Danmörku. Systkini hinnar látnu. Jarðarför SIGURÐAR JÓNASSONAR forstjóra, er andaðist fimmtudaginn 28. okt. sl. fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 5. þ.m. kl. 1,30 e.h. Fyrir mína hönd og annarra ættingja. Helga Stefánsdóttir. Minningarathöfn um, SALVÖRU ÞORKELSDÓTTUR frá Varmadal, er andaðist 25. okt. sl. fer fram frá Fríkirkjunni kl. 1,30 e.h. fimmtudaginn 4. nóv. nk. — Jarðsett verður að athöfninni lokinni að Lágafellskirkju, Mosfellssveit. Bílferð þangað frá kirkjunni. — Blóm afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda. Lára Jónsdóttlr. Elskuleg konan mín og móðir okkar GUÐLAUG JÓHANNSDÓTTIR sem andaðist 30. f.m. verður jörðuð föstudaginn 5. þ.m. kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. — Blóm afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar láti Barnaspítalasjóð Hrings- ins njóta þess. \ Jónas Ólafsson og börnin. Maðurinn minn, JÓNAS B. BJARNASON frá Litladal, lézt að ellideild Héraðsheimilisins á Blönduósi 28. októ- ber. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar- daginn 6. nóvember kl. 2. Fyrir hönd barna og annarra ættingja. Ingibjörg Sigurðardóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR ERLENDSDÓTTUR frá Efri-Reykjum, Biskupstungum. Böm, tengdabörn, bamabörn, og bamabamabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar ÖNNU SÖLVADÓTTUR frá Höfðakaupstað. Bömin. Heilsuhælið í Hverageröi LESENDUR góðir. Ég ætla að gera tilraun með mínum fátæk- lega orðaforða, að lýsa fyrir ykk- ur einum bezta dvalarstað sjúk- linga hérlendis. Sá staður er Heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði. Þegar komið er á Kambabrún, blasir Hveragerði við augum ferðamannsins, í skeifulag- aðri hviift. Syðst í húsaþyrp- ingunni stendur Heilsuhæli N.L.F.Í. lágreist bygging, ljós- máluð með grænum þökum. Byggingin lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn, en er einkar smekk- leg, og öllu er vel fyrir komið og fellui vel inn í umhveríið. Aðal byggingin er 3 íbúðaálmur sem teygja sig móti suðri ag sól. Einnig er eldhús, borðstofa og dagstofa. Lík eru 2 sérstæð hús fyrir starfsfólk. Hælið er 10 ára og hefur verið að smástækka og bjóða upp á fullkomnari þjónustu. Frumkvæðið — hugmyndina að stofnun hælisins átti hugsjóna og eljumaðurinn Jónas Kristjáns son læknir, sem þá átti langan starfsferil að baki sem lands- kunnur skurðlæknir. Síðustu ár ævinnar, meðan heilsan entist, vann Jónas Kristjánsson sleitu- laust að stofnun hælisins og lagði allt sitt fjármagn í fyrirtækið. Og sjá, hann sá óskadraum sinn rætast, verða að veruleika. Á þann hátt reisti Jónas Kristjáns- son sér óbrotgjaman minnis- varða, sem mun halda nafni hans á lofti um ókomnar aldir. En ég er sannfærður um, að það út af fyrir sig hefur verið Jónasi Kristjánssyni aukaatriði. Aðal- markmið hans hefur verið, að þessi stofnun gegndi því hlut- verki, sem henni var ætlað frá upphafi: að veita líkn ungum og öldnum, bæta heilsumeinin og þá jafnframt öðrum þræði að fyrirbyggja sjúkdóma með því að kenna fólki að neyta hollrar fæðu og ástunda heilbrigt lífemi. Heilsuhælið var fremur lítil bygging til að byrja með, en hef- ur vaxið ört, þannig að það get- ur nú tekið á móti rúmlega 100 dvalargestum, og jafnhliða hefur öll þjónusta verið stórum aukin og endurbætt imdir stjórn nú- verandi forstjóra, Áma Ásbjam- arsonar, sem nýtur fyllsta trausts fyrir áhuga í starfi og örugga stjórn. Snemma á liðnu sumri réðst nýr læknir til hælisins,sérmennt- aður í náttúrulækningum. Það er Bjöm L. Jónsson, fyrrverandi veðurfræðingur. Það er mikið happ fyrir Heilsuhælið í Hvera- gerði og náttúrulækningastefn- una í heild að fá að njóta starfs- krafta hans. Að -ninnsta kosti spáir sá tími, sem liðinn er síð- an Bjöm læknir tók við starfi hér, góðu um framhaldið. Björn L. .Jónsson er áhugasamur, hið mesta prúðmenni í allri fram- göngu og hvers manns hugljúfi. Ávallt boðinn og búinn að tala við sjúklingana, leiðbeina og bæta meinin sem þjá þá. Hann fylgist vel með líðan þeirra og batahorfum. T.d. kemur hann á hverjum morgni í leirbaðssalinn og fylgist með leirböðunum, sem og öðrum hjálpartækjum sem hér eru um hönd höfð til heilsu- bóta. Lóðin umhverfis hælið hefur verið löguð og prýdd nú síðustu árin. Meðfram gangstéttinni, hús- veggjunum og víðar eru beð með litfögrum, gróskumiklxun sumar- blómum, þar næst tekur við gras flöt — tún. En við endamörk túnsins eru gróðursett skógartré í belti. Á túnflötimii, gagnstætt aðaldyrum hælisins, er bronz- stytta á steyptum stöpli af Jón- asi Kristjánssyni stofnanda þess- arar stofnunar. Að baki styttunn ar í hálfhring eru gróðursett birkitré, en við fótstallinn sumar blóm. Hælið ræktar sjálft græmneti til daglegrar neyzlu í eigin gróð- urhúsum og einnig gulrófur og I kartöflur, sem er verulegur lið-l ur í fæðisneyzlunni. Danskur garðyrkjumaður, Niels Busk að nafni, er fastráðinn maður hjá hælinu. Hann sér um gróðurhúsa ræktina og yfirleitt alla jarð- yrkju hér á staðnum, fegrun og viðhald lóðarinnar o.s.frv. Hér á hælinu er miðaldra kona, sem heitir Kristmunda Brynjólfs dóttir. Hún mun hafa komið fyrst hingað sem sjúklingur fjrrir nokkrum árum, og er búin að vera starfandi hér um árabil. Hún sér um bókasafn hælisins og kennir sjúklingum föndurvinnu á vetrum. Það er ekki hægt að minnast hælisins án þess aö henn ar sé getið, svo ríkan þátt á hún í uppbyggingarstarfi hins dag- legalega lífe hér á hælinu. Krist- munda Brynjólfsdóttir er þrátt fyrir fötlun frá bernskuárum sér stæður og sterkur persónuleiki, skemmtilega hög og listfeng kona. Það virðist vera alveg sama á hverju hún snertir .allt leikur í hennar höndum. Hún ann Heilsuhælinu og vinnur ötul lega að heill og "engi þess. Það er ekki að efa, enda á margra vitorði, að margur fær bót meina sinna hér á hælinu. Ásamt hinu holla fæði eru fólkinu kenndar heilbrigðar lífsvenjur. Það út af fyrir sig er mikils virði. Nudd, leir og vatnsböð, ljós, sjúkraæf- ingar og sund stuðlar allt að bættri heilsu. En fólkið gætir þess ekki sem skyldi, að ég hygg, að koma nógu snemma í byrjun veikindanna, því að í flestum til- fellum kemur það of seint á hæl- ið og er orðið mjög illa farið. Þar af leiðandi er af skiljanleg- um ástæðum miklu örðugra una lækningu. Eitt er það í sambandi við rekstur hælisins, sem er harla einkennilegt, að sjúkrasamlögin skuli ekki greiða nema óveru- lega upphæð yfir tvo sumarmán- uðina — júlí og ágúst, þann tíma ársins sem æskilegast væri fyrir sjúklingana að dvelja á hælinu, frá heilsufræðilegu sjónarmiði séð, þann tíma ársins sem hægt er að njóta mestrar útivistar jöfnum höndum. Mér er spurn, hvers vegna er sjúklingum gert nær ókleift að njóta hælisvistar á bezta tíma ársins? Það mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar yfirvegunar af þeim mör.aum, sem um þessi mál fjalla. Félagslíf innan hælisins ' er Framhald á bls. 24 Keflavík Ákveðið hefur verið að efna til hugmyndakeppni um merki fyrir Keflavíkurkaupstað. Veitt verða verðlaun að upphæð krónur 10 þúsund fyrir það merki, sem valið verður. — Þeir, sem taka vilja þátt í samkeppni þessari, sendi tillögur sínar til skrifstofu Keflavíkurbæjar fyrir 1. desember nk. og fylgi nafn höfundar í lokuðu umslagi auðkennt á sama hátt og teikningin. Bæjarstjórinn í Keflavík. ...alllr þekkja l. KlWlverndar skóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.