Morgunblaðið - 18.11.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 18.11.1965, Síða 19
Fimmtudagur 18 nóv. 1965 MORGUNBLADIÐ 19 — Kennedy að skilja þetta tvennt að, en það er unnt að líta á þessar tvær hliðar mannsins sitt í hvoru lagi. Ég álít, að sem einstaklingur hafi hann verið búinn að sýna um það ieyti, sem hann dó, að styrkur harís hafi framar öðru falizt í því að geta vaxið, þ.e. löngun hans til þess að læra, vilji hans til þess að brjóta viðfangsefnið til mergjar og til þess að hafa gagn af reynslu sinni þessir hæfileikar voru miklir í æsku hans. en er hann varð fullorð- inn þroskuðust þeir. Hann hafði kjark til þess að horfast í augu við sín eigin mistök t.d. atburðina við Svína flóa og hafði þann áset.ning að læra af þeim. En fyrir utan þetta hugrekki sitt, sem var mikill siðferðilegur hæfileiki, þá hafði hann til að bera sér- staka forvitni um lífið, ótak- markaða forvitni varðandi nær allt — fólk, staði, fortíðina og framtíðina. Og hann vildi full nægja þessari forvitni sinni. Það fólk, sem ekkert hafði að segja gerði hann órólegan. Hann hataði það að verða öðr- um til leiðinda og einnig ef aðrir urðu honum til leiðinda. Hins vegar hafði hann gaman að því að hlusta á hvern, sem var, sem hafði nýjar upplýs- ingar eða nýjar hugmyndir um nær því hvaða málefni sem var. Það gat vel verið, að mað- ur væri með honum í flugvél, er hann var að flýta sér til einhverrar aðkallandi ráð- stefnu eða á bakkanum á sund laug, þar sem hann var að hvíla sig og þá gat hann sagt allt í einu. ,,Hlustaðu á þetta“ og byrjaði síðan að lesa ein- hverja grein, sem honum fannst athyglisverð. Hún gat verið í dagblaði, tímariti, í ævisögu einhvers eða verið skáldskapur, sem vel gat viljað svo til um, að væri mjög lé- legt, en hann myndi þá kynna sér það allt og ef það væri raunverulega eitthvað fyrsta flokks, sem taka mætti það- an, þá gat maður verið viss um, að hann myndi koma auga á það. Hvernig var að vinna fyr- ir hann? Hversu náið var samband ykkar? Hvað kölluðuð þið hvor annan til dæmis? Ef ég byrja á síðustu spurn- iwgunni, þá kallaði hann mig alltaf Ted. Það liðu nokkur áir, frá því að ég byrjaði að vinna fyrir hann, sem var 1953, er hann varð þingmaður í öld- ungadeildinni, unz ég kallaði hann „Jack“. Síðan komust við að raun um, er hann varð þekktur maður í þjóðlífinu, að bezt væri, að ég ávarpaði hann með orðihu ,,senator“ þ.e. öld ungadeildarþingmaður, ef ein- hverjir væru viðstaddir. Hins vegar sagði ég enn „Jack“, þegar svo var ekki. En þegar hann varð forseti, ávarpaði ég hann með ,,Herra forseti" (Mr. President), hvort sem einhver var viðstaddur eða ekki. Ég álít, að samband okkar hafi verið mjög náið. Ég var nákunnugur stjórn- málaskoðunum hans nærri frá því fyrsta. Hann talaði ekki mikið um, hvað honum var í huga, en hann var mjög hrein- skilinn og heiðarlegur __ ekki fyrir það gefinn að hugsa enda laust upphátt, en fullkomlega opinskár með að segja manni, , hvert álit hans var í hvaðá máli, sem var. Við þekktum engin leyndarmál hvor fyrir öðrum, né reyndum við að blekkja hvor annan. Ég eyddi miklum tima með honum á ýms um stöðum — talaði við hann fyrir morgunverð, þegar hann var í baðinu (hann rakaði sig í baðkerinu til þess að spara tímann) — gekk inn til hans og talaði við hann, er hann var við leikfimisæfingar eða ef hann lá á hitapúða eftir há- degisverð o. s. frv., og ég ferð- aðist með honum á ráðstefnur. í fríum og á hvers konar ferða lögum. Það var eitt, sem snerti Kennedy forseta, sem var ó- líkt mörgum forsetum. Aðstoð |" armenn hans og starfslið tóku ^ ekki þátt í samkvæmislífi hans ^ og vinir hans úr samkvæmis- lífinu höfðu lítið að segja af alvarlegri hliðinni á lífi hans. Honum geðjaðist félagsskapur sums fólks, vegna þess að það voru skemmtilegir og áhyggju lausir félagar og hann bauð þeim í ferðalög eða í frí til þess að ræða um stjórnmál. Á svipaðan hátt var hann vanur að taka fólk sem mig með sér í frí, ef til staðar voru mikil- væg mál, sem þurfti að sinna. Ef hann hins vegar gat farið í raunverulegt frí, skildi hann mig eftir. Lúðrasveitarmennirnir á æfingu Lúðrasveitin Svanur 30. október. Lúðrasveitin SVANUR hélt aðalfund sinn hinn 10. október Harlech lávarður, sendiherra s l- Formaður hennar, Þórir Sig- Bretlands var mjög oft með urbjörnsson skýrði frá starfsemi honum í fríum. En það var félagsins síðasta starfsár. Kom ekki sökum þess, að hann væri Þar fram m.a. að þrátt fyrir brezki sendiherrann heldur þröngan fjárhag hefur starfsem- vegna þess að hann var gam- m verið öflug. Keypt voru hljóð all vinur forsetans og þegar færi fyrir meira en 50.000,00 kr. þeir voru saman úti á báti þ.á.m . pákur (skálabumbur), mátti fremur búast við því, að hinar fyrstu í eigu lúðrasveit- Kennedy myndi ræða barnauppeldi en NATO. Áttuð þér í nokkru erfið- leikum gagnvart honum? Nei. Einu erfiðleikarnir voru fólgnir í því að vita, hve illa um ar á íslandi. Einnig var á s.l. hausti haldið námskeð fyrir blásara. Kennari var Jón Sig- urðsson trompetleikari. Formaður sagði einnig frá því, að sveitinni hefði borizt hann 'var "haldinn 'af’ sársauka höfðingleg gj öf frá íslenzkum alltaf öðru hvoru. Ég hef sagt tonhstarmanm i Kaupmanna- yður frá sjálfstjórn hans og hofn’ Reynl G«laayni, sem fyrr jafnvægi. Hann hataði engan a arunii var stjornandi luðra- óvin og lét ekkert mótlæti sveitar her 1 Reykjavik, er bar yfirbuga sig. Eitt þeirra fáu nafnlð ”Gl^an • Hann sendl skipta, sem ég fann að hann sveltlnlli mikt?» magn af ton- skipti skapi og það aðeins í verkum utsettum fyrir luðra- stutta stund, var þegar hann las um það, að einn ævisögu- sveit. Skömmu fyrir aðalfundinn * “V «7 V iov/g U- I . ... ... ...» r. ritari, sem skrifað hafði um barst sveitinm onnur gjof, not- ævi hans fram að því, að hann ur- myndlr af hfioðfærum og varð forseti, héldi því fram, að bæhlmgar um hljoðfæri, fra ..... ’ H rmrSon fllntPOTmi .. r* hann gæti ekki sýnt hluttekn ingu, sökum þess að hann skorti samúð og skilning. Hann sagði: „Burns virðist álíta, að því aðeins að sá sem í hlut á hrópi svo hátt sem hann geti um eitthvað, taki hann það nærri sér. Allan tímann sem hann var forseti, man ég aðeins eftir því einu sinni að hann talaði með beiskju um þá byrði, sem ábyrgð sú, sem á honum hvíldi væri honum. Það var nokkr- um mínútum áður en hann átti að flytja hina heimsfrægu ræðu sína um eldflaugarnar á Kúbu og forystumenn þings- ins, sem hann hafði kallað sam an til stutts fundar, höfðu komið fram með þúsund mót- mæli en engar nýjar tillögur. Þeir fóru síðan burt en hann fór til þess að skipta um föt, áður en hann kæmi fram í sjónvarpi. Hann sagði: „Ef þá langar í þetta starf mega þeir fá það“. En beizkjan var horf- in eftir augnablik. Það var talsvert um and- stöðu, er hann bauð sig fraim til forsetakjörs, vegna tilhugsunarinnar um það, að kaþólskur maður yrði forseti Bandaríkjanna. Hve miklu máli skiptu trúar- brögðin hann? Ég get ekki skýrt yður ná- 'kvæmlega frá því. Ekki svo mikið sem einu sinni á ellefu ánum — þrátt fyrir allar um- ræður okkar varðandi afskipti ríkisins af mólefnum kirkjunn- ar — sagði hann frá persónu- legum skoðunum sínum varð- andi viðhorf mannsins gagnvart Guði. Samt man ég, hve reiður liann varð, er höfundur einnar bókarinnar um yngri ár hans, komst þar svo að orði um hann, að hann væri „ekki mjög trú- hneigður". Hann meðtók trú sína sem hluta af lífi sinu og hann fór í kirkju á hverjum suinnudegi, ef honum var það unnt, jafnvel þegar hann var á ferðalögum fram og aftur um landið og enginn kjósandi gat vitað, hvert hann færi til kirkju eða ekki. Ég veit ekki til þess, að hann hafi gert upp á milli ióiks sem var kaþólskrar trúar eða fólks af nokkrum öðrum ti'úarbrögðum. Þegar hann var • öldiungar- deildanþingmaður, kom hann Hreiðari Ólafssyni, sem í mörg Jón Sigurðsson stjórnandi. ár gegndi formannsembætti I Lúðrasveitinni Svanur. Hreiðar sendi þessa góðu gjöf í tilefni 35 ára afmælis sveitarinnar hinn 16. nóvember n.k. Á síðastliðnu starfsári urðu stórnandaskipti við sveitina. Jón G. Þórarinsson lét af störf- um eftir fjögurra ára þróttmik- ið og fórnfúst starf ,en í hans stað var ráðinn Jón Sigurðsson trompetleikari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands. í tilefni 35 ára afmælis síns hyggst Lúðrasveitin Svanur efna til tónleika í Austurbæjar- bíói laugardaginn 27. nóvember n.k. Verður þar margt áheyri- legt á efnisskránni, s.s. einleikur Jóns Sigurðssonar, syrpur úr söngleikjum, göngulög o.fl. Fyr- irhugað er að bjóða gömlum fé- lögum og öðrum velunnurum sveitarinnar á þessa tónleika. Stjórn Lúðrasveitarinnar Svan- ur er nú svo skipuð: Þórir Sig- urbjörnsson formaður, Eysteinn Guðmundsson varaform., Reyn- ir Guðnason ritari, Jóhann Gunnarsson gjaldkeri og Júlíus Sæberg Ólafsson meðstjórn- andi: (Fréttatilkynning). einu sinni í kvennaskóla nokk- urn og var spurður um viður- kenningu á Kína. í svari sínu sagði hann, að „spurningin, hvort viðurkenna ætti kín- versku kommúnistastjórnina, væri ekki málefni siðferðilegs eðli.“ Presti, sem var þarna viðstaddur, mislíkaði svar hans og spurði: „Kennedy, trúið þér því ekki, að öll lög komi frá Guði?“ Kennedy svaraði snúð- ug.t um öxl: „Ég er kaþólskur og þess vegna trúi ég því auð- vitað, en það kernur ekkert al- þjóðalögum við.“ Ég veit ekki til þess, að hann hafi breytt viðhorfum sínum í trúmálum, af því að hann taldi það heppilegra af pólitískum ástæðum og ég man aldrei eftir því, að hann hafi látið neinar trúarkenningar segja mér fyrir varðandi skoðanir um, hvað var sarmgjarnt og rétt og æski- legt fyrir þjóð sína, hverrar trúar sem viðkomandi voru eða hvort sem þeir voru trúaðir eða ekki. Hvernig mynduð þér í stuttu máli skýra frá því, sem hamn hefur haft fram að leggja í bandarískri s t jór nmálasög u ? Ég tel, að hann hafi gert mikið í þá átt að líta á stjórn- mál sem köllun. Hann var sömu skoðunar og John Buchan, að stjórnmál væru enn „hið mikilvægasta og virðingarverð- asta verkefni.“ Ég held, að það hafi komið fram alls staðar. En þar að auki byrj- uðu álit hans í kosningabar- áttunni til forsetakjörs og þegar hann var fluttur í Hvíta húsið á ástandinu í landi hans og reyndar á þessum hnetti jafnan á þessum fjórum orð- um: „Ég er ekki ánægður.“ Ég álít, að hann hafi látið eftir sig arfleifð handa öllum, sem hugsa nokkru sinni um stjórnmálastarfsemi. Sem öld- ungadeildarþingmaður, fram- bjóðandi og forseti var mæli- 'kvarði hans þessi: Getur það tekizt, getur það komið að gagni? Og oft, en ekki alltaf, veður það sa.mþybkt? þ.ea.s. getum við komið þessu í lög? Enda þótt hann legði áherzlu á gætni, varkárni og reynslu, lét hann samt í ljós sína eigin tilfinningu fyrir því sem var áríðandi. Ein af uppáhalds sög- um hans var um það, hvernig garðyrkjumaður franska mar- skálksins Lyauteys reyndi að losa sig við hinn síðamefnda, sem var að nudda í honum til þess að planta nokkrum trjám, með því að benda marskálk- unum á, að trén, sem hann vildi, að yrðu gróðursett, myndu ekki bera blóm næstu hundrað árin. „í því tilfelli," sagði marskálkurinn, „gróður setjið trén strax í dag.“ Ég held, að Kennedy hatfi talið okk ur á að gróðursetja strax í dag. Ég held, að hann hafi gef- ið hugmynd um, hvað unnt væri að gera, hvað ætti að gera og tayrja ætti á nú, án þess að hann virtist nokkru sinni halda, að unnt væri að koma á þúsund ára ríki á einum sólarhring. Hann skrifaði for- mála að bók minni, sem hét „Hvernig ákvarðanir eru tekn- ar í Hvíta húsinu“ („Decision Making in the White House“), þar sem hann komst svo að orði: „Sérhver forseti verður að sætta sig við, að langtf bil sé á milli þess, sem hann viil og þess sem mögulegt er.“ Aðeins fáeinum dögum fyrir dauða sinn ,skrifaði hann bréf til Clinton Rossiter, en hann dálði mjög verik hins síðar- nefnda „Forsetaembætti Banda ríkjanna“ (The Americán Presi dency). Prófessor Rossiter hafði tileinkað bók sína Kennedy með tilvitnun úr „Macbeth“: „Mér fannst ég heyra rödd hrópa, „Sofðu ei lengur". Kennedy gat alltatf sofið, þrátt fyrir hættur þær, sem að hon- um steðjuðu, en honum fannst hann ekki geta vakið aðra til þess að láta þá vita um þær, jafn vel sem forseti. Svo að hann stakk upp á sem heppi- legri tilvitnun orðaskiptum þeir.ra Glendower og Hotspur í Henry VI. Glendower: Ég getf kallað anda úr hafsins hyl. •Hotspur: Það get ég líka og getur hver sem er; en ætli þeir komi, hvernig serrí þér hrópið? Ég álít, að hið bezta, sem nokkum tímann hafi verið sagt um John F. Kennedy, hafí kon an hans sagt: „Hann var hug- sjónamaður án tálvona." — Bæjarfógeta- embættió Framháld af bls. 6 sem eytt hefir öllu lífsstarfi sínu í þessu byggðarlagi. , Það þótti samt ekki rétt að veita honum embættið, þótt hann ætti allan starfsaldur sinn hér í bæ, og hefði tvisvar sinnum verið settur héraðslæknir, held- ur vai það veitt í tvö skipti mönn um utan af landi, sem starfað höfðu sem embættismenn ríkis- ins. Almennt munu þó HafnfirS- ingar hafa haft hug á, að eðli- legt væri a'ð launa Bjarna af- burða þjónustu með því að veita honum embættið. Fáir munu þó hafa tekið við- komandi læknum betur en Bjarni Shæbjörnsson, sem sýnir vel reisn hans og manndóm, enda reyndust þeir menn, sem embætt- ið hlutu hinir nýtustu menn og hafa notið virðingar samborgara sinna. Það er vissulega leitt, ef þau skrif, sem birzt hafa að undan- förnu í Þjóðviljanum og Tíman- um, svo og í opnu bréfi Kristjáns B. Ólafssonar í Alþýðublaðinu í máli þessu yrðu til þess, að menn fengju þá hugmynd að allur þorri Hafnfirðinga væri þessum skrifum samþykkur. En því fer víðs fjarri í viöræðum manna almennt hefir þessi embættisveiting ekki komið neinu róti á hugi manna, hér í Hafnarfirði, og það er vissa mín, að hinum nýskipaða bæjar- fógeta, Einari Ingimundarsyni, verði ekki síður tekið vingjarn- lega af bæjarbúum, en öðrum embættismönnum, sem hér hafa setzt áð, þótt frumhlaup ein- stakra manna gæti bent til annars. Hafnarfirði, 16. nóv. 1965. Hafsteinn Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.