Morgunblaðið - 15.01.1966, Síða 2
z
MORCU NBLAÐIÐ
' Laugardagur 15. janúar 1966
Nýr slökkviliðsbíll
f GÆR voru fréttamenn
Mbl. úti á Reykjavíkurflug;-
velli og sáu ]>á hvar verið
var að reyna nýjan slökkvi-
liðsbíl, sem lið vallarins hefir
fengið til afnota.
Myndin sýnir hvar Ólafur
Bjarnason slökkviliðsmaður
er að reyna slökkvi„byssur“
bílsins, en þær eru í sam-
bandi við háþrýstidælur.
Stóra byssan, sem vatnsbun-
an kemur úr, er aðallega
ætluð til að sprauta kvoðu,
en nokkur hundruð lítra
kvoðutankur er í bílnum.
Hin minni er fyrst og fremst
fyrir vatn. sem sent er út
með svo miklum þrýstingi að
það leggst á eldinn sem úði.
Vatnstankur bílsins tekur
þrjú og hálft tonn, en mesta
þyngd bílsins er alls 11 tonn
með fullri lileðslu.
Bíllinn er af Mercedes
Benz-gerð.
Við hlið nýja bílsins er
gamli slökkvibíllinn, sem nú
verður tekinn úr notkun,
bæði vegna þess að erfitt er
orðið að fá í hann varahluti
svo og að hann er seinn í
förum, en auðvitað eru
brunatilvik á flugvöllum
þannig að bregða verður
skjótt við.
Grindavík
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
félags Grindavíkur verður hald-
inn sunnudaginn 16. jan. kl. 15:30
í samkomuhúsinu (uppi). Félagar
fjölmennið.
Kjörbingo
á Akureyri
KJÖRBINGÓ Varðar, félags
ungra Sjálfstæðismanna á Akur
eyri í Sjálfstæðishúsinu á morg
un, sunnudag kl. 8.30 stundvís-
lega. Meðal vinninga eru, eftir
eigin vali, ísskápur, straupressa,
ryksuga, viðtæki, hrærivélar og
margt fleira.
Vinningarnir verða til sýnis í
glugga Véla- og raftækjasölunn-
ar, Hafnarstræti 100, en allir
vinningarnir eru frá því fyrir-
tæki. Forsala aðgöngumiða verð
ur á skrifstofu Sjálfstæðisflokks
ins, Hafnarstræti 101, annarri
hæð kl. 2-3 síðdegis á sunnudag.
Borð tekin frá um ieið.
Síldarbátar
suðaustur i hafi
í FYRRINÓTT fengu síldar-
bátar afla um 130 mílur suð-
austur af landinu, en síldin stóð
djúpt. Fengu nokkrir bátar
300—400 tunnur og Dagfari fékk
1600. Lengra úti voru Barði, sem
fékk 2300 tunnur og Snæfugl
1200.
Nokkrir Eyjabátar munu hafa
fengið afla í Skeiðarárdýpi, Eng-
ey 1250, Gjafar 800, Kap 400,
Ófeigur II 700, Ingiber Ólafsson
400, Andvari 450, Halkion 700 —
800.
í gærkvöldi munu um 20 síld-
veiðibótar hafa beðið á um 70
faðma dýpi og ætlað að kasta. En
ekki hafði frezt af því í gær-
kvöldi, þegar blaðið fór í prent-
un.
Borgarnesbíll á heimleið ók í
gærkvöldi kl. 11.15 á þjóðveg-
inum við Berjadalsá og mætti
þar Volvo-Akranes-vöruibíl á
leið hingað. Rákust þeir á. Til-
tölulega litlar skemimdir urðu
og enginn meiddist.
Klúbbfundur
Heimdallar í dag
í DAG kl. 12.30 efnir Heimdall
ur FUS til fyrsta klúbbfundarins
á nýju ári. Að þessu sinni mun
Bjarni Bragi Jónsson
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð-
ingur ræða um Horfur í efna-
hagsmálum næstu misseri og
svara fyrirspurnum fundarmanna
Eru Heimdallarfélagar hvattir til
þess að fjölmenna og taka með
sér nýja gesti. Fundurinn verður
íTjarnarbúð að venju.
Fræðslufundur
fyrir konur
á Akranesi
FRÆÐSLUFUNDUR fyrir kon-
ur um heilbrigðismál verður
haldinn að Hótel Akranesi kl.
4 e.h. í dag (laugardag) á veg-
um Kvenfélags - kranes og í
Samráði við héraðslækni. Páll
Gíslason sjúkrahúslæknir flytur
erindi á 'undinum — sýndar
verða tvær fræðslukvikmyndir
fró Krabbameinsfélaginu.
Hnjúkaþeyr í Grænlandi
MERKILEGT má telja, að froetið hins vegar 15—30 stig,
hlýjasti staðurinn á kortsvæð og í Vestur-Evrópu eru víða
inu er á Grænlandi nánar til miklir kuldar og snjókoma.
tekið á flugvellinum í Narss- Hér á íslandi var aLls staðar
arssuak, rétt hjá hinu forna þurrt veður, kyrrt og frost-
stórbýli Brattablíð. Þar blæs laust, jafnvel 7 stiga hiti á
hnjúkaþeyr ofan af jöklinum. Galtarvita um hádegið.
Á norðaustur-Grænlandi er
Aðalfundur Fram
í Hafnarfirðl
Stefán Jónsson endurkjörinn formaður
Sl. fimmtudag hélt Lands-
málafélagið Fram í Hafnarfirði
aðalfund sinn og var hann fjöl-
sóttur. Formaður stjórnarinnar,
Stefán Jónsson, gaf skýrslu um
starf félagsins á starfsárinu. Bar
skýrsla formanns það með sér
að starf félagsins hefði verið
með ágætum og félagið eflzt á
árinu, m.a. gengu um 30 nýir
félagar í félagið á aðalfundin-
um. Gjaldkeri- félagsins, Guð-
jón Steingrímsson hrl. gaf
skýrslu um fjárhag félagsins.
í stjórn félagsins voru kjörn-
ir: Stefán Jónsson, formaður.
og meðstjórnendur: Guðlaugur
3. Þórðarson, kaupmaður, Guð-
jón Steingrímsson hrl., Gestur
Gamalíelsson, húsasm.m. og
Stefán Jónsson
Sigurður Kristinsson, málaram.
Varamenn í stjórn: Jón Kr. Jóh-
annesson, húsasm.m. og Ólafur
Pálsson, húsasm.m. Endurskoð-
endur: Beinteinn Bjarnason, út-
gm. og Sæmundur Sigurðsson,
skipstjóri. Þá fór fram kosning
fulltrúa félagsins í kjördæma-
ráð. Voru þessir kosnir: Bjarni
Snæbjörnsson, læknir, Eggert
ísaksson, bæjarfulltrúi, Guðm.
Guðmundsson, forstjóri og til
vara Sigurður Kristinsson, mál-
aram.
Að loknum aðalfundarstörfum
flutti Hafsteinn Baldvinsson,
bæjarstjóri framsöguerindi um
fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar
fyrir árið 1966. Urðu nokkrar um
ræður um fjárhagsáætlunina og
tóku til máls: Matthías A.
Matthiesen alþm., Ragnar Magn
ússon, prentari, Finnbogi F. Arn
dal, fulltrúi, Páll V. Danielsson,
bæjarfulltrúi og að lokum bæj-
arstjóri, sem svaraði fyrirspurn-
um, sem fram höfðu komið.
Var fundurinn fjölsóttur, sem
fyrr segir og kom fram mikill
áhugi fyrir eflingu félagsstarf-
seminnar og flokkSstarfsins í
heild.
— De Gaulle
lr»'amh. af bls. 1.
anna, sem eiga aðild að banda
laginu koma saman.
Meðal þeirra, sem samgn
koma á fundinum, voru þeir
Couve de Murville, utanríkis-
ráðherra Frakklands, Georges
Pompidou, forsætisráðherra,
Michel Denre, nýr fjármála-
ráðherra Frakklands, og
Raym-ond Marc-llin, iðnaðar-
málaráðherra.
— Sovétrikin
Framhald af bls. 1
fengizit um, hvers eðlis aðstoðin
er, sem Sovétríkin hafa í hyggju
að veita N-Vietnam. Hins vegar
hafa Sov-étríkin þegar se..d eld-
flaugavopn til N-Vietnam, og
látið hefur verið að því liggja,
að til greina k-omi, að „sjálf-
boðaliðar" verði sendir til lands-
ins, til þess að taka þátt í bar-
dögum gegn her S-Vietnam, og
brndaríska hernum þar.
f yfirlýsingunni, sem birt var
í Moskvu í dag, kemur fram,
að Hanoistjórnin hefur sérstak-
lega þa-kkað sovézkum ráða-
mönnum fyrir „aðstoð við að
styrkja varnir landsins og efna-
hag“. Segir enn fremur, að sov-
ézku nefndarmennirnir hafi
mjög hrifizt af áhuga þeim, sem
íbúar N-Vietnam sýni fyrir því
að reka heimvaldasinna at
höndu-m sér. Segir 1-oks, að báðir
aðilar hafi verið mjög ánæ-gðir
með niðurstöður viðræðnanna,
og þá aðsíoð, sem samið hefur
verið u-m.
Bílar mcð hleðsluna x fronska loftbelgina.
— Frakkar
Framhald af bls. 28
sem hafi mælitæki og sendi
upplýsingar niður gegnum
radíó. Muni belgirnir, sem
eru gríðarstórir, og með helí-
um í, fara upp í 35 km hæð,
en eyðast svo.
Tilgangurinn er að reyna
að mæla röntgengeisla í
gufuhvolfinu. Spurningunni
um það hvort þessar rann-
sóknir stæðu í sambandi við
eldflaugaskotin á Mýrdals-
sandi og Skógasandi, svaraði
Aubert. Þessar rannsóknir
væru skyldar, en þó ekki eins.
Þetta væru sjálfstæðar rann-
sóknir Frakka, sem jafnframt
væru liður í alþjóðlegum
rannsóknum.
Á sama tíma sem loftbelgj-
unum verður skotið upp hér,
fara fram sams konar tilraun-
ir á fjórum öðrum stöðum.
Frakkar sendu belgi frá tveim
ur stöðum, á íslandi og á
einum stað á Suðurskauts-
svæðinu, Þjóðverjar væru
.með tilraunir í Kiruna í Sví-
þjóð og Rússar einhvers stað-
ar nálægt Murmansk. Ynnu
vísindamennirnir bæði sjálf-
stætt og samræmdu tilraunir
sínar. Ætlunin er að skjóta
fyrstu belgjunum upp 17. jan-
úar. Þó er það ekki enn
alveg ákveðið.