Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 3
Trú og lækning Sunnurðagur 6. febróar 1966 --tm MOkCUNBLAðlD Sra. Jón Auðuns dómpróf.: , r- * Nokkrir af þátttakendunum í móti Cornell-manna fyrir utan Iceland Food Centre í London. Þekktir hótelmenn heimsækja Food Centre London Ég talaði um þetta efni í predikun fyrir skdmmú. Ég hreyfi því hér eftir beiðni. Holdsveikur maður leitar á fund Jesú og fær lækningu. Jesús læknaði menn, án þess trú þeirra væri fyrir hendi. Marg falt tíðara er hitt að hann telur trúna nauðsynlega. ,,Gæt þess að segja það eng- um“, segir hann við þennan mann.. Og á lika lund mælti hann oftar. Þessa varúð viðhefur hann vegna þeirra, sem læknazt hafa. Hann veit, að vantrú frænda og vina getur auðveldlega lætt nei- kvæðum, lamandi efa inn í sálu mannsins og eyðilegt batann. Hann telur ráðlegt, að eftir lækn- inguna sé maðurinn sem mest einn með trú sína á batann og gleðina yfir lækningunni. Hann ráðleggur sumum að fara ekki af fundi hans þegar í stað heim, heim í vinahópinn. Hann treyst- ir þeim ekki til að standast efa- semdir vinanna. Margir ganga trúaröruggir undir læknisaðgerð. Eftir hana gengur allt vel um sinn, og bat inn sýnist öruggum skrefum koma. En þegar biðin verður iengri en þolinmæðin endist til, bilar trúin. Viðnámsþrótturinn brotnar. Oft mun þessi verða or- sök dauðans í sjúkrahúsinu. Svo nauðsynleg er trúin. Forystumenn Evrópudeildar Cornell Society of Hotelmen í heimsókn á Iceland Food Centre. Frá vinstri: Sænskur full- trúi, Ruedi Miinster, forseti CSH (þýzkur), frú Inga Grön- dal, Halldór Gröndal og prófessor Wanderstock frá Cornell- háskóla. Það skeði nú fyrir skemmstu að þekktir hót- elmenn, sem starfandi eru um víða veröld, heim- sóttu Iceland Food Centre í London. Þessir menn eru félagar í Evrópudeild Cor nell Society of Hotelmen. Þeir héldum mót sitt dag- anna 20. til 24. janúar í London. Morgunblaðið hringdi af þessu tilefni til forstjóra Iceland Food Centre í Lond- on, Halldórs Gröndals, og spurði hann nánar um atvik þessa atburðar, en bayn er einn félaga í Cornell Society. Halldór tjáði blaðinu að allir meðlimir ráðstefnunnar hefðu búið á Hilton Hótel. Höfðu fulltrúarnir verið frá Svíþjóð, Finnlandi, Dan- mörku, Noregi, Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss, ítalíu og Bretlandseyjum. Þar að auki hefðu verið full- trúar sem gestir, bæði frá Thailandi og Eg- yptalandi. Síðar komu á þennan fund, eða ráð- A FUNDI borgarstjórnar si. fimmtudag bar Óskar Hallgríms- son (A) fram fyrirspum um af- greiðslutíma verzlana. Geir Hall- grímsson, borgarstjóri gaf í til- efni þeirnar fyrirspumar eftir- farandi greinargerð um málið: Þann 3. marz 1966 var gert eamkomulag milli Kaupmanna- samtaka íslands og KRGN annars vegar, en Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hins vegar, um stefnu, núverandi skólastjóri Cornell-háskóla, prófessor ,Beck og prófessor Wander- stock frá sama háskóla. Há- skóli þessi er bandarískur. Þessi fundur Evrópudeild- ar var haldinn í sambandi við hótel- og veitinga-sýn- ingu í sölum Olympia í Lond on. Halldór Gröndal tjáði blað- inu ennfremur að Evrópu- deild Cornell Society skipt* ist á hótelstúdentum við Bandaríkin. Þeir, sem þátt tóku í ráð- stefnunni að þessu sinni, skoð uðu öll hótel í London, og ekki hvað sízt hið nýjasta sem ber nafnið Roayl Garden, sem er í Knightsbrid'ge í London. Þá voru einnig skoðuð mót- el, sem fyrirtækið Rank, sem flestir þekkja hér af kvik- myndum, hefur sett upp, og hefur í hyggju að setja upp um alla Evrópu. Er þessi mótelhringur, ef svo má nefna, mjög vísindalega upp byggður. Þegar blaðið spurði nánar um heimsókn Cornell-gest- anna á Ioeland Food Centre, sagði Halldór Gröndal, að þeir hefðu setið hádegisverð arboð og neytt þar ís- framkvæmd á skiptiverzlun á kvöldin, þar sem byggt var á því, að borginni væri ski.pt í hverfi og verzlanir skiptust á um að hafa opið sína vikuna hver innan hvers hverfis. S a m k æ m t samkomulaginu skyldi það gilda til 1. desember 1965. Jafnframt beindu þessi þessi samtök því til borgarráðs, að á gildistímabilinu yrði unnið að endurskoðun samþykkta um lenzks matar, og hefðu haft mjög gaman af. Hefðu gestir látið í ljósi, að þeim hefði þótt staðurinn mjög skemmtlegur og mat- urinn góður. Sagði Gröndal að þeim hefði verið borin kab- arett-máltíð, blandaðir fisk- réttir, svo og kjötréttir ís- afgreiðslutíma verzlana í Reykja vík, m. a. með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengist af sam- þykktu fyrirkomulagi á gildis- tíma þess. Nefndin var síðan skipuð í maímánuði og voru í henni tveir fulltrúar frá borgarráði og full- trúar frá Neytendasamtökun- um og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, einn frá hverjum þessara aðila. Nefndin hefur haldið nokkra fundi, en enhþá hefur engin sam- staða fengizt um fyrirkomulag kvöldsölu. Af hálfu Kaupmanna- samtakanna var því lýst yfir, þegar nær dró 1. desember, að skiptiverzlunin hefði ekki reynzt sem skyldi, hún héfði lítið verið notuð af almenningi og því væri erfitt að halda henni áfram. Aðalástæðan fyrir því, að end- anleg niðurstaða á störfum nefnd arinnar hefur dregizt meir en ætlað var, er sú, að heildarkjara- lenzkir, nýir hangnir og súr- ir. Að síðustu spurði blaðið hvemig gengi með rekstur matstaðarins. Sagði hann að allt væri þar á uppleið, hvert sæti væri jafnan skipað í há- degnu, en fremur rólegt á kvöldin enn sem komið værL samningar milli V.R. og Kaup- mannasamtakanna hafa ekki ver- ið gerðir, en samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í desember. Eitt aðalumræðuefni þeirra samn inga er heildarstytting vinnutíma verzlunarfólks og því var lýst yfir af hálfu Kaupmannasamtak- anna og V.R., að afstaða þeirra til aukins afgreiðslutíma verzl- ana færi eftir því, hvort sam- komulag næðist milli þessara að- ila um leiðir í átt til aukins af- greiðslutíma. Samkomulag um það einstaka atriði hefur þó ekki verið unnt að skilja frá samn- ingaviðræðum um heildarkjara- samninga. Ennþá hefur því eng- inn grundvöllur verið fyrir nefnd ina að komast að endanlegri nið- urstöðu. Nefndin hefur hins vegar viljað bíða eftir niðurstöð- um samningaviðræðnanna milli V.R. og Kaupmannasamtaka ís- lands og KRON og reyna þannig Framhald á bls. 30 Þar sem trúna skortir leitast Jesús við að vekja hana hjá hin- um sjúka. Hann veit, að von- leysið, kvíðinn, er ekki sálar- meinsemd einvörðungu, heldur meinsemd, sem einnig orkar lam- andi, neikvætt á líkamann. Þess- vegna byrjar hann oft lækning- una á því að grafast fyrir sálar- meinið. Hann gerir það oift með þeim elskulega einfaldleika - að segja blátt áfram: „Barnið mitt, syndir þínar eru þér fyrirgefn- ar“. Ekki svo, að sjúkdómurinn sé refsing að dómi hans, en vonar birtu vill hann vekja, gleði og trú hinna sjúku á lífið og sigur þess yfir sjúkdómum, sorg og bölL Margir, sem nú eru sjúkir, væru hraustari í dag ef þeir ættu þetta bjarta traust þessa glöðu trú. Mun líkaminn sýkja sálina oft- ar en sálin líkamann? Þrátt fyrir likamlegar þján- ingar geta sumir Yarðveitt heil- brigða, sterka sál. En í svart- nætti bölsýnnar sálar missir Mk- aminn megn og þrótt. Líkamiega vanheill maður getur verið aUð- ugur. En er nokkur eins snauður og sá, sem er sjúkur á sálunni? Er það þá ekki hróplegt, að megnið af því sem gert er til að efla hamingju mannanna, skuli miðað við líkamann einan og þarfir hans? Afrek raunvísind- anna stefna að langmestu leyti að þörfum og þægindum líkam- ans einum, eins og maðurinn sé líkami aðeins og engin sál. Og svo langt gengur þessi skefjalausa efnishyggja kristinna manna, að sjálfa eilífðina geta margir ekki hugsað sér án holds- ins og ríghalda í frumstæðar hug myndir um upprisu þess á efsta degi. Án holds og blóðs, án beina og kjöts á sæla himnaríkis, eiiifð Guðs, ekki að vera hugsanleg.: „Af jörðu skaltu aftur upp rísa“ heyrist enn, þegar mold er kast- að á kistu látins manns. í fyrri heimsstyrjöld var skip - á siglingu á Miðjarðarhafinu. Það hafði m.a. innanborðs fáeina menn, sem höfðu lamazt á víg- völlunum ig áttu að fara i sjúkra- hús í Bretlandi. Skipinu var sökkt, og menn komust ekki í bátana. En „lörnuðu" mennimir stukku tafarlaust fyrir borð, eins og aðrir, og syntu, unz þeim varð bjargað. Trúlega hafa þeir lamazt við „shock" í hildarleik hernaðarins. En annað sálaráfall, dauðaskelf- ingin, varð þeim lækning. Ýmsar furðusögur um vald sál- arinnar yfir líkamanum eru sagðar. Eftir rússneskum lækni las ég þessa: Nokkrir hermenn komu dauð- þreyttir úr njósnarferð seint um kvöld til herbúða sinna. Úrvinda •» fleygðu þeir sér tilsvefns í fyrsta skálann, sem þeir komu að Og máttu nota. Snemma morguns vakti læknirinn þá hranalega og kallaði: „Eruð þið frávita, að sofa hér. Hér dóu menn úr tauga- veiki í gær og skálinn hefir ekki verið sótthreinsaður. Þið aumir menn“! Mnnirnir urðu lostnir skelf- ingu. Innan skamms höfðu þeir fengið öll einkenni taugaveik- innar og voru orðnir fárveikir. Sótthitinn hækkaði og hækkaði. En þeim batnaði fljótt, þegar læknirinn var búinn að fullvissa þá um, að engin taugavfeiki hefði komið í þennan skála, en að hann — læknirinn — hefði að- ^ eins verið að gera með þá til- raun, og tilraun, sem heppnaðist svona rækilega. Svo halda menn, að undir lík- amanum einum sé öll hreysti mannsins og hamingja komin, en sálin annaðhvort ekki eða tæp- lega til! Ég held þessu máli áfram næsta sunnudag. Frá borgarstjorn: Rætt um kvöldsölu í verzl. borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.