Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐIÐ Sunnurdagur 6. febrúar 1966 Skaldverk og veruleiki eru sitt hvað Haínarstúdentarnir gömlu voru vel lesnir í evrópskum bókmenntum Rætt við Svein Skorra Höskuldsson sendi- kennara í tippsölum um Gest Pálsson o.fl. BÓK Sveins Skorra Höskulds sonar, Gestur Pálsson, ævi hans og verk, má vera bók- menntafólki fagnaðarefni. Skáldiverk Gests eru krufin til mergjar, raikinn í sundur efni viður þeirra og innilhald grandskoðað. Fyrirmyndir dregnar fram, ekki aðeins boldi klæddar innlendar fyr irmynir sagnafólks Gests, helur einnig sýnt fram á hvernig útlend álhriif og lærdómur mæta innlendri hefð, mynda ramma um alþekkt fyrirbæri hvers- dagslífs. Þessi könnun verka Gests er tvímælalaust í fremstu röð hliðstæðra verka á okkar tungu og er því verð mætari sem eklki er um mjög auðugan garð að gresja hald- góðra bókmenntarita. Þetta rit stendur einnig nær okk- ar tíma en velflest rit sam- bærileg, fjallar um stefnur og viðfangsefni, sem okkur eru einnig kunn úr samtíðinni. En þá fyrst má vænta veru- legrar grósku í andlegri list- sköpun er lærðir bókmennta- menn láta sig varða þær hrær ingar er bærast með samtíma skáldum og taka sér forustu- hlutverk á menningarvett- vangi. Bók Sveins Skorra er góður áfangi að þessu marki. Fleiri en bókmenntamenn og fagurfræðingar munu finna í ritverki þessu nokkuð við sitt hæfi. Ævisaga Gests, sem spannar fyrstu hundrað síðurnar rúmlega er ugglaust mörgum fróðieiksmanni kær- komið lesefni. Annar fróðleik ur um Gest og verk hans, sem þarna er saman dreginn, mun einnig finna sína áhuga- sömu lesendur. Allt bókarefni er fram sett í lipran stíl og á kjarngóðu máli og unnið af alúð þrosikaðrar fræði- mennsku. Að lestri loknum hittum við Svein Skorra að máli og lögð- um fyrir hann nokkrar spurn ingar um Gest, ævi hans og örlög, skáldskap, skoðanir o.fl. — Vílkjum fyrst að Gesti sjálfum. Telurðu það engan hverfipunkt örlaga hans, er Ingunn Elín Jónsdót'tir var frá honum rægð? — Það held ég ekki, og ég veit ekki til, að ég hafi nokkurs staðar látið þá skoð- un í ljós, né heldur, að unnt sé að túika þær heimildir, sem ég hef fundið um það atvik, á þann hátt. Nú veit ég yfirleitt ekki, hversu rétt- mætt er að tala um orsaka- samhengi milli atburða, en ef það er, þá bef ég litla trú á, að einstakur atburður geti gjörsamlega breytt lífshlaupi manna. Ef þú átt við þann undar- lega miss'kt’Eúng, sem ein- hvers staðar hefur komið fram, að Gestur hafi hætt námi og lagzt í drykkjuskap af þessum sökum, þá er það fráleitt. Hann stundaði lest- ur og ætlaði að taka próf löngu síðar, og hann kunni vel að káka við staup miklu fyrr. Hinu virðast a/llgóðar heiruildir fyrir, að Gestur hafi harmað slit trúlofunar þeirra Ingunnar meira en endalok annarra ástkynna, er hann átti við konur. Ég hef engar heknildir fundið um annað en Gesti hafi, svo sem öðrum karlmönnum, þótt líf sitt auðugra og fegurra þann tíma, er hann átti ástir kvenna, hvort sem þær vör- uðu eina ögurstund eða ævina alla. — Álítur þú, að ákvörðun Gests að verða skáld hafi vald ið eimhverju um það, að hann lauk ekki námi í Höfn? — Það gefur auga leið, að það hefur ekki flýtt fyrir próflestri í guðfræði að semja sögu eins og KærleikSheimil- ið. Um það eru hins vegar öruggar heimildir, að hann ætlaði að taka próf eftir það og jafnvel við Prestaskólann, eftir að hann var kominn heim til íslands haustið 1662.. Mér þykir trúlegast, að hann hafi ekki tekið embættispróf, en til þess töldu ýmsir hann hafa þekkingu, af þeim sök- um, að ‘hann hafi ekki talið sig eiga erindi í prédkunar- stól eða hemtpu. Á hinn bóginn má það fólk, sem gaman hefur að íslenzk- um skáldskap, sannarlega vera þakklátt þessum gömlu Hafnanjtúdentum, sem fremur notuðu fjögurra ára Garð- stynk sinn til að lesa evrópsk- an ská'ldskap, hugsa og spjalla yfir einni og einni ölkrús en til þess að ta'ka embættispróf. — Er það rétt skiilið hjá mér, að þú teljir sósíalisma Gests frernur eiga rætur að rekja til kristilegrar mannúð- ar en baráttunnar mil'li höfuð stóls og daglaunavinnu? — Ég veit ekki hvort ég kann nóg um kenningar þeirra Jesús Krists og Karl Marx til að geta svarað þess- ari spurningu. í ávarpsorðum sínum í I. tbl. Suðra sagði Gestur: „Það er lífsskoðun vor, að mannúðin sé sá grund völlur, er allt satt, rétt og gott byggist á.....“ Þessi mannúðarstefna, sem raunsæ- ismenn tiðum lýstu yfir beint og óbeint, hefur aft verið kennd við Conte og pósitív- isma hans, og ég geng víst einhvers staðar í þá troðnu slóð. Auðvitað rekst sú stefna ekki á kröfu Krists um jöfn- uð og góðleik gagnvart minnst um bróður. Ég hef ekki fundið um það beinar heimildir, að Gestur teldi sig kommúnista eða sósíalista fyrr en 1890, og ég dreg í efa ,hve mikið hann hefur þekkt til kenninga þeirra, þegar hann ritstýrði Suðra 1882-8(1. Hins vegar er augljóst, þegar hann skrifar Blautfisksverzlun og bróður- kærleika 1888, að hann gerir sér glögga grein fyrir mis- ræminu í kjörum atvinnureik- enda og launiþega og þá lík- lega frá sósíalísku sjónarmiði. Þegar hann síðar tekur að ræða átök auðvalds og verka- lýðs í Heimskringlugreinum sínum 1890-91, leikur ekki á tveimur tungum, að þar held- ur sósíalisti á pennanum og augljóst, hvorir eigi samúð hans: eigendur höfuðstóls eða seljendur daglaunavinnu. Því miður hef ég satt að segja ekki athugað, hve mikið ber á milli þeirra skoðana, sem hann setur þar fram, og þess, er Kristur kvað hafa sagt um margnefnda vandamenn höf- uðstólsins. — Verk Gests sýnast hafa orðið bitrum örlögum að bráð í höndum þeirra, sem þau hafa gefið út eftir hans dag. Viltu ræða það atriði nánar? — Ég held, að það sé ekki ástæða til þess. Það er gleði- legt, að svo virðist sem til- finning manna fyrir rétti höfundar fari vaxandi, að lát- inn höfundur, hvort sem nafn hans er þekkt eða óþekkt, eigi kröfu á því, að handrit- urn hans og þeim prentunum verka hans, er hann sá um sjálfur, sé sýndur heiðarleiki, þegar nýjar útgáfur eru gerð- ar. Ég er ekki viss um, að sú skoðun sé ýkjagömul. Ég hef óljósa hugmynd um, að það sé ekki mjög langt liðið, síð- an sjálfsagt var talið að „lag- færa“ t.a.m. kvæði höfunda. Auðvitað er það líka sjónar- mið, en þá verða lesendur að hafa í huga, að „hinn um- bætti texti“ ber vitni „skáld- gáfu“ lagfærandans, en segir lí'tið um getu hins upphaf- lega höfundar. — Þú rekur í bókinni áhrif erlendra verka á skáldsagna- gerð Gests. Af innlendum verkum, sem hann hefði get- að orðið fyrir áhrifum af, nefnir þú sögur Jóns Thorodd- sens. Telurðu, að Gestur hafi ekki orðið fyrir neinum áhrif um af íslendingasögum? — Ég held ég verði að vitna til þess, sem ég segi um Sveinn Skorri Höskuldsson þetta í ritgerðinni: „Sú skoðun Gests að meta íslenzkar fornsögur fremur sem noikkurs konar pólitískan aflvaka en listrænar bók- menntir virðist nú æðiþröng. Má þó vera, að sú afstaða hafi verið skiljanlegri á hans tíð en síðar. Að vísu verður ekki bent á augljós fornsagnaáhrif á verk Gests, sízt á sögur hans, en það virðist næsta óhugsandi, að nokkur ísienzk ur 'höfundur hafi lifað og sikrif að ósnortinn af list hinna fornu meistara. Sögur Gests kunna að vera ágætt dæmi um nútímaverk án fornsagna áhrifa. Þau eru sannarlega ekki mikil hjá Gesti. En hefði hann getað skrifað sögur sín- ar, svo sem hann gerði, án þess að þekkja hina íslenzku sagnahefð? Al'ltjent voru förnsögurnar miikiívægur þátt ur í bókmenntalegu uppeldi hans og menntun.“ Um þetta hef ég í sjálfu sér ekki neitt nýtt að segja nú. Annars, er þessi spurning þín sivo veigamikil, að full- nægjandi svar við henni mætti kannski endast til heill ar ritgerðar. Ég hygg það sé þó augljóst, að stílálhrif forn- sagna á Gest séu hverfandi, t.a.m. miðað við áhrif þeirra á Jón Thoroddsen, sem Stein- grímur J. Þorsteinsson hefur sýnt fram á í riti sínu um skáldsögur hans, og undir svip aða sök seldur og Gestur held ég sé stíll Einars H. Kvarans. Bf við Mtum aftur til höfundar eins og Þorgils gjallanda, sem kom síðar fram, hygg ég, að sjá megi meiri fornsagnaáhrif. Hann bjó Mka við meiri ein- angrun en þeir Gestur og Ein ar og hlaut því að reisa meira á grunni innlendrar sagna- hefðar. Ég get ekki að því gert, að stundum finnst mér Geirmundur í Upp við fossa einhvers konar mývetnskur Gunnar á Hlíðarenda, en svo á hann sjálfsagt allt aðrar rætur , Þetta efni hefði ég senni- lega átt að athuga miklu nán ar hjá Gesti. Mér dettur nú t.a.m. í hug veðrið, þegar Sveinn 1 Tilhuga'lífi stelur kaafunni. Víst er það sams konar veður og þegar Jón sniikkari stal steinolíunni hjá Ziemsen. En þetta er líka hið dæmigerða draugaveður. Þannig var veðrið, þegar Gunnar á H'Iíðarenda orti sem bezt í haugi sínum, þegar Grettir glimdi við Glám, og dæmi íslenzkra þjóðsagna eru fleiri en nefnd verði. Hvað réði hér mestu? Eða þegar Þuríður í Kærleiksheimilinu læsir að sér og ráðsmannin- um. Þar hefði mátt minna á hliðstæðu í Njálu, þegar Hrút ur gisti fyrst Gunnhildi kon- ungamóður, þar sem segir: „ Siðan gengu þau ti'l svefns, ok læsti hon þegar loptinu innan, og sváfu þau þar um nóttina.“ Svona hliðstæður verður þó aldrei nein fullnaðarsönnun, og Njála er eins og Biblían, að þar má finna all't. Samt held ég, að það sé rétt að forn sagnaáhrif á Gest séu í minnsta lagi. — Gætir þess meira á ís- landi en annars staðar, að ská'ld seilist til lifandi fyrir- mynda að sögupersónum? — Það þekki ég ekki. Mér virðist það ekki trúlegt. Um slíkar fyrirmyndir verður heldur aldrei neitt sannað. Mér skilst þó, að það sé ekk- ert feimnismál, að ýmis mestu skáld heimsins hafi beitt slílkum vinnubrögðum, eða sú sé a.m.k. skoðun margra fræðimanna. Sumir þykjast geta lesið samtíma- atburði úr flestum leikritum Shakespeares. Vð höfum Leid en des jungen Werthers hjá Goethe, svo að ekki sé talað um Margarete í Faust. Einnig mætti minna á samband Flau- berts og Louise Colet sem baks'við að Madame Bovary eða Agnes í Brand Ibsens eða Föðurinn hjá Strindberg. Jafn vel svo blásaklaust verk á yfirborðinu sem Næturgalann eftir H. C. Andersen má lesa sem bergmál eða mynd af átökum tveggja skáldifylkinga í Danmörku. Hit't gaeti ég trúað, að væri rétt, að fámenni íslenzkrar þjóðar og það, hve margir þekkja marga á íslandi, va'ldi því, að allur almenningur þar hafi opnari augun fyrir því en vanalegt er með stærri þjóðum, ef þent er á hliðstæð ur með raunveruiegu lífi ein- stakra presóna og ákveðnum atviikum eða persónum skáld- verka. Af þeim sökum væri 'kannski full ástæða að brýna fyrir lesendum, að aldrei má draga jafnaðarmerki með skáldverki og ra-unveruleika. Þóft í skáldverki kunni að geta búið ákveðnir þættir, sem höfundur þekkti úr raun veruleika, lifir sfcáldverkið sjálfstæðu lífi, sem er allt annað en hið raunverulega. — Telurðu raunsæisstefn- una hafa orðið skammvinna í íslenzkum bókmenntum? — Þessu má bæði játa og neita. Það er komið undir skilgreiningu á orðum. Ef við eigum við ákveðið sögulegt fyrirbæri í bókmenntum, sem t.a.m. megi þekkja af stíl, efnistökum og einihverjum skoðunum, má sennilega játa spurningunni. Nýrómantík og symbólismi komu á sínum tíma til íslands. Bf við lítum hins vegar á 'þetta í víðari merkingu, köfl- um skáildskap fólginn í mim- esis — líkingu eftir raunveru leika eða náttúrunni, ;þá hef- ur víst aldrei ríkt eindrægni um það, síðan Aristóteles setti fram mimesiskenningu sína, hvað væri raunveruleiki eða náttúra. Fulltrúar svo ólíkra bókmenntastefna sem franskr ar klassiskur, rómantíkur og natúralisma hafa allir talið sig líkja eftir náttúrunni. Ætli afkára leiikhúsið hafi ekki komizt einna naest því að losa sig undan mimesis, og þó finnst mér stundum, að skáld ems og Becket og lonesoo segi mestan sannleik um raunveruleika nútímans. Ég þekki ek'ki, hver islenzk skáld hafa valdið sambæri- legum hræringum á íslandi síðustu árin eða svipaðri stíl- byltingu í íslenzkum skáld- skap. — Vinnurðu að nýjum við- fangsefnum, ef'tir að þú laukst við Gest? — Nei, engu, sem hægt er að nefna því nafni. — Að lokum langar mig til að leggja fyrir þig eina spurn ingu um starf þitt hér. — Er áhugi á íslenzkunámi mikill meðail sænskra stú- denta? — Það tel ég, að segja megi. Ef við miðum við alla, sem eru við háskólanám í Svíþjóð, eru auðvitað ekki rnargir af þúsundi, sem leggja stund á íslenzikt nú- tíðarmál. Prófi í florníslenzku verða allir, sem nema nor- ræn mál, að ljúka. Nútíma- íslenzlka er hins vegar aðeins kennd þeim, sem hyggja á hinar hærri menntagráður, þrjú stig eða licentiatpróf. Kennslan fer fram í námskeið um ,og stendur hvert þeirra eitt kennslumisseri. Hvert misseri hefja þetta 5-8 stú- dentar nám og ljúka því und- antekningarlítið. Á hverju ári fá því svona 10—15 nýir stú- dentar ofurlitla nasasjón af íslenzku nútóðarmáli, og það getur verið fyrsta sporið til veigameiri kynna. Mér er ekki kunnugt, hversu má'lum er háttað við aðra erlenda há- skóla, en mér finnst þettá mega heita góður og jafn á- hugi. Ef til vill má það gleðja hjörtu ykkar Morgunblaðs- manna, að blað ykkar hefur lengstum verið notað hér við kennsluna sem sýnishorn um íslenzkan blaðastíl. Nú hefur blaðið hins vegar ekki komið nokkra hríð. Ég veit ekki, hvort brestur hefur orðið á Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.