Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 2
r 2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnurdagur 6. febrúar 196Í „Reisa mætti mjðl- verksmiðju á íslandi" — fréttaritari IVibl. í K-höfn ræðir við H. IVi. Ehlers, sem hafið hefur framleiðslu á lyktar- og bragðlausu fiskimjöli Frá fréttaritara Mbl. í Kaupm.höfn. G. Rytgaard. „Það er ábyggilegt, að uppfinningin mín á fiski- mjöli, sem hvorkir lyktar né bragðast eins og fisk- ur, á eftir að valda straum hvörfum í þeim löndum, þar sem matvæli eru af skornum skammti“. Þannig kemst danski .verk fræðingurinn H.M. Ehlers að orði, en fyrir nokkrum dögum kunngerði hann upp finningu sína. Hefur hún þegar vakið mikla athygli, einkum meðal ráðamanna matvælastofnunar ^amein- uðu þjóðanna, FAO. Bhlers segir ennfremur: „Við höfum nú reist verk- smiðju hér í Danmörku, og framleiðir hún um eitt tonn af mjöli á klukkustund. Fram leiðslugetan er því ekki mikil, enn sem komið er, en ósk okkar nú er að geta aukið framleiðsluna. Það yrði mér mikil ánægja, ef ísiendingar hefðu áhuga á uppfinning- unni. Framleiðslan á að fara fram, þar sem nóg er um hrá- efni. Óskf einhverjir íslending ar eftir að, kynna sér upp- finninguna nánar, þá geta þeir skrifað beint til mín. Ég bý í Stepping í Suður- Jótlandi (Sönderjylland).“ — Svíar og Norðmenn hafa þegar látið orð falla um upp- finningu yðar. Nokkrir þeirra, þ.á.m. vísindamenn, halda því fram, að framleiðsluaðferðin sé ekki ný. Hana hafi menn þekkt um langt skeið, en hún sé hins vegar of dýr. „Mér er vel kunnugt um þessi ummaeli“, segir Bhlers. „Ég vil aðeins segja, að að- ferð mín er ný af nálinni, og ég er þeirrar skoðunar, að grundvöllur sé fyrir fram- leiðslu í stórum stíl. Við skul- um taka dæmi: Til fram- leiðslu á 1 kg. af mjöli fara 5 kg. af fiski. Sé kostnaðar- verð hráefnisins dregið frá, má reikna með, að hvert kg. mjöls kosti 30—35 aura (danska). Hveiti kostar um 1 kr. hvert kg. (dansika) hér í Danmörku. Þess vegna ætti fiskimjölið ekiki að verða mjög dýrt, og í því sambandi verður að hafa í huga, að næringargildi fiskimjölsins er 10 sinnum meira en nær- ingargildi hveitis. Fiskimjöl- ið innilheldur um 80% af eggjahvítuefnum, auk amínó sýra. Mannslíkaminn verður, eins og allir vita, að fá eggja hvítuefni úr dýraríkinu. Verð fiskimjölsins verður auðvitað mest undir því kom ið, hvert verð hráefnisins er á hverjum tíma. Á þeim grund veli verður að leggja dóm á, hvert gildi mjölið hefur." — Hvaða fistegundir á helzt að nota íil mjölfram- leiðslunnar? „Bæði þorsk og sild.“ — Er hugsanlegt að nota ti'J framleiðslunnar verðminni hluta fisksins? „Þeir eruð sennilega að hugsa um, hvort hægt er að selja fiskiflökin sér? Nei, það er ekki hægt. í Evrópu, a.m.k. er svo mikil'l Skortur á minnkafóðri, að fiskúrgangur er í svo háu verði, að notkun hans yrði ekki sérlega hag- kvæm. Eigi árangur að nást, verður að hagnýta allan fisk- inn. í þessu sambandi verð ég að benda á, að fiskimjölsfram- leiðs\una verður að skipu- leggja nákvæmlega. Nota verð ur ferskan fisk. Hafi fiskurinn legið í 6 stundir, án þess, að sérstakar ráðstafanir hafi ver ið gerðar til að skýla honum, hefur orðið efnabreyting, sem gerir hann óhæfan til mjöl- framleiðslu.“ — Er um einhverjar sér- stakar varúðarráðstafanir að ræða, í því samibandi? „Nei, það er alls ekki um neinar óþekktar ráðstafanir að ræða. Það þarf einungis að ísa fiskinn." — Það þarf þá ekki að reisa „fljótandi“ verksmðij- ur? „Nei. Það þarf aðeins að fara eftir almennum reglum.“ — Hvernig fer framleiðsla mjölsins fram? „Mikilvægur þáttur er notk un geisla. Ég get af eðlilegum ástæðum ekki lýst aðtferðinni í smáatriðum, en þó get ég sagt, að ekki eru notuð nein geislavirk efni. Það er notk- un geislanna, sem greinir milli minnar uppfinningar og eldri framdeiðsluaðferða. Eldri aðferðirnar eru ekki réttar, og varan þvi hvorki góð né ódýr.“ — Hafið þér unnið lengi að þessari uppfinningu? „Ég hef unnið með fisk um langan tíma, m.a. að fram- leiðslu dýrafóðurs. Sennilega um 12 ár. Fyrir 4 árum fram leiddi ég fiskimjöl (þorska- mjöl) til manneldis, en það var ekki bragðlaust. Einkum hef ég þó unnið að fram- leiðslu minka- og svínafóð- urs. Það var á þeim tíma, að ég var að því spurður, hvort ekki væri hægt að framleiða fiskimjöl til manneldis. Það þurfti að uppfylla 3 skilyrði. • í fyrsta lagi varð það að vera ódýrt. • í öðru lagi varð það að vera fíngert, ekki korn ótt, og uppleysanlegt í vatni. • í þriðja lagi varð það að hafa mikið geymslu þol. Mér hefur nú tekizt að leysa þessi þrjú vandamál. Við höfum þegar sent nokkur þúsund tonn til þeirra landa, sem sérstaka þörf hafa fyrir eggjahvíturík næringarefni. FAO hafði milligöngu um dreifingu mjölsins." — Þér hafið þegar gert samning við FAO? „Ég get ekki rætt um það í smáatriðum, en ég hef nána ■HKWnMSMMMMM samvinnu við þýzkt fyrirtæki. Hins vegar er það ljóst að FAO er á höttunum eftir ódýrri matvöru. Sannleikur- inn er sá að þetta mjöl gefur alveg ótrúlega mögu’lei'ka til að bæta úr því hörmungará- standi, sem ríkir í vanþróuðu löndunum. Það er ætlun okkar að reisa verksmiðju hér í Danmörku, og senda síðan mjölið til Bremen, og þar verða síðan gerðar tilraunir, í samráði við FAO, til brauðgerðar úr því. Niðurstaðan verður sennilega sú, að notað verði 10% af mjöli, en afgangurinn verði rúg- eða hveitimjöl. Þannig ætti brauðið að inni halda um 16% eggjahvítu- efni, en hingað til hefur eggjahvítuinnihald brauðs að eins verið 8%. Það er ekki hægt að gera brauð af mjöl- inu einu, en blanda má það öðru mjöli, sem ekki hefur eins mikið af eggjahvítuefn- um að geyma. Amínósýrurn- ar, sem mikið er af 1 fiski, eru fyrir hendi í ríkum mæli í brauðinu, og frá „teoret- isku“ sjónarmiði séð, má segja, að hægt sé að lifa af brauðinu einu' saman.“ E. M. Bhlers, verkfræðing- ur, sem er fimmtugur að aldri, hefur reist tilraunastöð sína í húsakynnum gamals mjólkurbús, í bænurn Stepp- ing, í nágrenni Haderslev í Suður-Jó'tlandi. Þar vinnur hann einnig að smíði tækja þeirra, sem notuð verða í nýrri verksmiðju, sem reist verður. „Það verður litil verk- smiðja,“ segir Elhlers, „en það er ekki endanlega ákveð- ið, hvar hún verður reist. Sennilega þó einhvers staðar á vesturströnd Jótlands, jafn- vel í Hanstholm, þar sem nú er unnið að stórri fiskihöfn.“ ■— Hvers vegna hafið þér leitað eftir stuðningi og fjár- magni í Þyzkalandi? „Ég reyndi árangurslaust að fá stuðning við hugmynd mina hér í Danmörku, en eins og þér vitið, þá liggur fjár- magn ekki á lausu hérlendis. Því sneri ég mér til Þýzka- lands. Ég hef fengið góðar undir- tektir í Noregi. Auk þess gæti ég hugsað, að reisa mætti mjöl verksmiðjur í Grænlandi, á íslandi og í Perú, þar sem gnægð er hráefnis." — Þeir, sem hafa áhuga á samstarfi við yður, eiga þá að snúa sér beint til yðar? „Já, enn sem komið er, að minnsta kosti.“ — Rytgaard. — Verba Framh. af bls. 1 könnun telur, að meirihluti hans geti orðið um 6%. Eftir helgina er búizt við frekari fregnum um hug stjórn- arinnar í þessu máli — en í gær var haft eftir allgóðum heim- ildum, að Wilson forsætisráð- herra hefði þegar tekið ákvörð- un um að láta fara fram kosn- ingar í lok marz, 24. eða 21. mars. Hinsvegar er á það bent, að hann hefur fram að þessu frem- ur hallazt að því að bíðg til haustsins — og helztu ráðgjafar hans eru alls ekki sammála um hvað gera skuli. Sumir telja ekki rétt að taka neina áhættu fyrr en stjórnin hefur fengið framkvæmt helztu stefnumál sín- aðrir telja, að hún eigi sig- ur vísan fari*kosningar fram nú. Þá kemur það einnig til greina það álit ýmissa fréttaritara, að hinn naumi meirihluti stjórnar- innar hafi að vissu leyti verið sterkasta vopn Wilsons til þess að halda í skefjum vinstri armi verkamannaflokksins, sem hafi ekki getað gert honum neina skráveifu nema með því að fella stjórnina. Því hafi Wilsqn haft meira athafnarfrelsi en ella. Og aukist meiri hluti flokksins veru lega, geti svo farlð, að vinstri armur hans fái meira svigrúm til þess að velgja forsætisráð- herranum undir uggum. — Viefnam Framhald af bls. 1. flækt í þetta mál hver væri stað- an þar og hvert væri raunveru- legt markmið Bandaríkjanna þar. Leiðtogi Demokrata í öldunga- deildinni Mike Mansfield sagði, er honum bárust fregnir af hin- um fyrirhugaða Hawai fundi, að sú hugmynd væri prýðileg og líkleg til árangurs. Og öldunga- j deildarþingmaðurinn, George Aitken, lét svo um mælt, að sennilega væri það rétt leið hjá stjórninni að leggja meiri áherzlu á hina efnahagslegu og félags- legu hlið Vietnam málsins en i til þessa hefur verið gert Képavogur SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogs heldur fund n.k. miðviku- dagskvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi. Geir Hall- grímsson borgarstjóri talar á fundinum um skipulagsmál Reykjavíkur og Kópavogs. Birgir Kjaran lalar um Jon SigurðsstHi AíNiVAÐ KVÖLD, mánudags- kvöld, hefst erindaf lokkur Heim- dallar um liðna stjórnmálaskör- unga. Birgir Kjaran, hagfr. mun þá ræða um Jón Sigurðsson, forseta, Þess er að vænta að félagsmenn Heimdallar fjöl- menni enda verður hér vafalaust um fróðlegt erindi að ræða. Fundurinn verður í Félagsiheim- ilinu og hefst kl. 20.30. Alþingi kemur saman ALÞINGI kemur saman til funda að loknu jólaleyfi á morgun, mánudag, kl. 2 síðdegis. Verður þá fundur í Sameinuðu Alþingi. Bruni í geymsíu UM kl. hálfþrjú í gærdag kom upp eldur í geymsluhúsi við hlið ina á byggingu Gamla komanís- ins við Síðumúla 23. Slökkviliðið varð að rjúfa þekjuna af húsinu og hliðina á því, til þess að kom- ast fyrir eldinn. Allmikið tjón varð af eldi, vatni og reyk á efni, I vélum og húsgögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.