Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 17
SunnurJagur ®. febrúar 1966 MOHGUNBLADIÐ 17 Veðrahlé r' Með ólíkindum var að fara hinn 22. janúar sl. úr Reykja- víkurhöfn í björtu og unaðsfögru veðri og halda áfram alla leið tiil Cuxhaven í Þýzkalandi án þess, að Gullfoss haggaðist meira en þótt hann sigldi innan hafn- argarða. Nokkur gustur blés raunar á móti þegar nálgast var Þýzkalandsstrendur, en þá var komið svo í skjól, að engin ó- þægindi urðu af. Vegria algerrar stillu og nokkurs frosts hafði ör- þunn ísskán myndazt i Reykja- víkurhöfn. Mjög var samt ólíkt lum að litast, þegar sigla skýldi inn til Cuxhaven. Þar var allt fullt af ís, að vísu hvorki þykk- irni né samanfrosnum, heldur í allstórum flökum. Þetta var is- rek, sem borizt hafði með Elbu sunnan úr Þýzkalandi, og ekki svo veigamikið, að til verulegs farartálma yrði. Sagt var, að höfnin fylltist stundum af þess- um hroða á nokkrum klukku- stundum, en hann hyrfi yfirleitt skjótlega aftur. Nokkur skip biðu fyrir utan, en Gullfoss fór tafarlaust inn, þó að nokltur töf yrði á því, að hægt væri að leggjast að bryggju, því að drátt- arbátur þurft’ að ýta ísf ekun- um írá. í emn stað kemur á hverjum árstíma siglt er um Norðurhöf, ætíð getur sjógangur orð ð meici en landkröbbum henti. Að siálfsögðu eru þó meiri líkur flil blíðviðris að sumri en um hávetur. Að þessu sinni var hinsvegar stilltara en oftast að sumrL Þegar svo vill til, þá eru fá ferðalög ánægjulegri eða hentugri til hvíldar en sigling *neð góðu skipi. Enda varð svo með Gullfossi að þessu sinnL Þetta er Reykjavík úr lofti og Seltjamarnes. 1 hægra horni neðst ser á Viðey. — Hið efra til vinstri sést á Kársnesið í Kópavogskaupstað og Álftanes. (Ljósm. Mlbl. Ól. K. M.) ur gríðarmiklum flutningavögn- um, t.d. frá Danmörku. Mest af fiskinum er flutt með járnbraut- arvögnum suður um allt Vest- ur-Þýzkaland. En einnig mátti líta flutningavagna frá Hollandi og Belgíu, sem komnir voru til þess að sækja fisk úr Cuxhaven, og var þó sagt að þeir flyttu einnig oft þangað fisk frá sínum heimalöndum og væru stundum hlaðnir báðar leiðir. Nýir gestir Miðvikudaginn 26. janúar vildi svo til, að þrjú skip með íslenzk- Tiltölulega litið af honum er þó látið fara í því ástandi, sem fiskurinn er í á sjálfum markaðn- um. Umhverfis söluskálana eru margháttuð fiskiðjuver, þar sem fiskurinn er lagaður til eftir því, sem bezt þykir henta. í þessum fiskiðjuverum ber mjög á því, hversu margt kvenfólk vinnur. Leyndi sér ekki, að fæst af því hafði þýzkt yfirbragð. Enda unnu þarna t.d. spánskar stúlk- ur hundruðum saman. Um slík- an tilflutning fólks mátti raun- ar heyra víðar en í Cuxhaven. Á öllum Norðurlöndum er mikið aðflutt vinnuafl, nema í Finn- landi, þar sem menn eiga við REYKJAVÍKURBRÉF þvi að þar var allur aðbúnaður #vo sem bezt má verða. Föng in koma víða að fbúar Cuxhaven eru um 47 þúsund. Þeir lifa mest á mót- töku fisks að vetri og baðgesta að sumri. Nú var allt í fullu fjöri í fiskihöfninni, en baðströnd in auð og eyðilegt umhverfis hótelin við sjávarströndina. Fróð legt var að koma á fiskimarkað- inn, sem hefst kl. 7 að morgni Og stendur um klukkutíma, eftir því hversu mikill fiskur hef ur borizt að. Fiskitegundirnar, pem á boðstólum voru, höfðu ver- ið vandlega sundurgreindar inn- *n þess farms, sem þær höfðu borizt með. Þær voru ótrúlega margar, og þurfti lærdóm til að kunna skil á þeim öllum. For- stöðumenn markaðarins kunnu hiklaust að greina frá því, hver not væri að hverri tegund um sig. Þarna mátti t.d. líta allstór- an hákarl og var sagt, að hann væri hafður til reykingar. Ótrú- legar sveiflur var sagt að ættu sér stað á verðlagi, svo að aldrei væri með öryggi hægt að sjá fyrir hver útkoman yrði. Aðalfiskmóttökuhafnir í Vest- ur-Þýzkalandi eru auk Cuxhav- en, Bremerhaven og Hamborg. Skammt er á milli þeirra allra. Er því hægt að beina einstök- um sendingum til þeirrar hafn- ar, þar sem markaðshorfur eru taldar beztar hverju sinni. Mikla sérþekkingu og æfingu þarf til þess að geta sagt um það, svo að af nokkru viti sé. í þeim efn- um njótum við Íslendingar góðra ráða ágætra umboðsmanna. Ræðis smaður okkar í Cuxhaven, Stabel, hefur slíkt orð á meðal ís- lenzkra farmanna, að þeir sögðu Juuranto-feðga í Helsinki eina jafnast á við hana í hjáipsemi. Til markaðarins kemur fiskur- inn ekki einungis með skipum, eem hafa verið á úthafsveiðum og bátum frá heimamiðum, held- Laugard- 5. febr. um fána lágu í Cuxhaven: Gull- foss, Jarlinn og Jón forseti. Afli hins síðastnefnda var seldur á fiskmarkaðinum þá um morgun- inn, en frystri síld var landað úr Gullfossi og Jarlinum. Daginn áður hafði verið þar leiguskip frá Eimskip með samskonar farm, nokkru af honum landað í Cuxhaven, en farið með hitt til Hollands eða Belgíu. Mark- aðsmöguleikar íslendinga, bæði á bolfiski og frystri síld, eru að sjálfsögðu mjög háðir því, hversu mikið berst að annars staðar frá. Þess vegna má það verða okkur til umhugsunar, sem tíð- indum þótti sæta í Cuxhaven, að ekki alls fyrir löngu höfðu kom- ið þar og selt farm sinn tvö rússnesk skip, er fluttu samskon- ar frysta síld og íslenzku flutn- ingaskipin voru með að þessu sinni. Þetta var í fyrsta skipti, sem rússnesk skip höfðu komið þessara erinda til Cuxhaven, og hafði líkað prýðisvel við vöru þeirra. Rússar höfðu látið uppi áhuga fyrir áframhaldandi sölum á þessum markaði. Rússnesku samningamennirnir hafa ekki ýkt, þegar þeir fullyrtu við ís- lendinga í síðustu verzlunarsamn ingum, að áhugi Rússa fyrir inn flutningi síldar væri harla lítill, því að þeir væru orðnir útflytj- endur síldar. Hinn öruggi, eilífi markaður, sem sumir fullyrtu að að verða mundi hjá þessari miklu meginlandsþjóð er nú úr sögunni. Framsýnir menn hér sögðu það raunar fyrir, strax og gerðar voru tilraunir til að tengja efnahagskerfi okkar nær eingöngu við rússneskan mark- að. Héðan í frá verðum við að búast við vaxandi samkeppni í Vestur-Evrópu frá Rússum, og má þá nærri geta, hversu örugg- ir markaðir okkar í Austur-Ev- rópu verði. Erlent vinnuafl Eins og fyrr segir, þá senda Cuxhavenmenn fisk, sem þar berst á land út um allar trissur. árstíðabundið atvinnuleysi í stórum stíl að stríða. Ýmsir örðugleikar eru sam- fara þessum flutningum. Sára- fátt þessa fólks ílendist þó í þeim norðlægu löndum, þar sem það sækist nú eftir vinnu. En menn láta örðugleikana ekki hindra æskilegar framfarir. Enginn vill verða aftur úr. Allar vita þessar þjóðir, að einangrunin gamla er úr sögunni, og sakna hennar fáir aðrir en forhertir afturhaldsseggir. Okkur íslend- inga hafði einangrunin nær drep ið með öllu. Meðal þeirra þjóða, sem í meira nábýli bjuggu, skap- aði hún vanþekkingu og fjand- skap, sem leiðir af ókunnugleika á annarra högum. Hún varð þannig undirrót síendurtekins ófriðar og blóðsúthellinga, eða „þegar betur lét“, efnahagsöng- þveitis og fátæktar. sigurveg- Enginn ari enginn sigr- aður Fyrir síðustu helgi héldu utan- ríkisráðherrar Efnahagsbanda- lagsþjóðanna sex fund suður í Luxemburg til þess að reyna að semja um lausn ágreiningsefna, sem sumir óttuðust að verða mundú bandalaginu að bana. Segja má, að þar hafi verið fimm á móti einum. Frakkar stóðu einir síns liðs. Þeir vildu skjóta sér undan þeim skuld- bindingum, ~em felast í stofn- samningi bandalagsins og talið er að setji nokkrar hömlur á al- gert fullveldi bandalagsríkjanna. Af ríkjunum sex er Frakkland nú hið eina, sem lítur á sig sem stórveldi. Það vill ógjarna vera í bandalagi við aðra, nema það geti sett hinum kostina. Þessu vilja þeir minnimáttar ekki una. íslendingar eru fjær því en nokk ur þjóð önnur að vera stórveldi. Þó er sanni nær, að við skiljum skoðanir og afstöðu Frakka í þessu betúr en flestir aðrir. For- sendurnar eru ólíkar, en niður- staðan furðulega lík. Á fundinum í Luxemburg lauk löngu þófi með því að gert var samkomulag þess eðlis, að aðil- ar sögðu, að enginn hefði sigr- að og enginn verið sigraður. All- ir fengu nokkuð fram af því, sem þeir töldu máli skipta, en enginn allt. Þrátt fyrir marg- háttaða örðugleika og hagsmuna- árekstra, telja öll aðildarríkin sig mundu bíða ósegjanlegt tjón af því, ef samvinna þeirra slitn- aði. Þau eru sannfærð um, að samvinnan sé forsenda og undir- staða þeirra miklu breytinga til bóta, sem orðin er á lífskjörum þessara þjóða. Ekki yfirstéttanna fyrst og fremst. Þær hafa alltaf haft nóg. Þess vegna er það eink- um de Gaulle, maður hins gamla tíma, sem lítur á umheiminn af sjónarhóli dýrðar og mikilleik hins horfna Frakklands, sem hef ur minnst af samvinnuandanum, Almenningur, sem finnur af eig in raun muninn á atvinnuleysi og þar af leiðandi örbirgð ann ars vegar og nægri atvinnu og síbatnandi lífskjörum hins veg ar, krefst þess aftur á móti að áfram verði fylgt þeirri stefnu, sem til þessarar gjörbreytingar hefur leitt. Fara sér hægar, en stef na í sömu átt Samvinna Norðurlanda er með öðrum hætti, að sumu lausari, en að öðru nánari. Hugsunarháttur Norðurlandaþjóða er í meginat riðum hinn sami. Allar eru þess ar þjóðir, að fenginni reynslu — ekki sízt í innbyrðis samskipt um — flestum þjóðum varfærn ari í að afsala sér nokkru af sínu formlega fullveldi. Þær eru einnig hikandi í innbyrðis efna hagssamvinnu. Sjálfsagt vegna þess, að þar gruna þær hverja aðra enn um græsku. Óhemju vinnu var á sínum tíma varið til að koma á tollabandalagi Norðurlanda. Úr því varð aldrei neitt. Danmörk, Noregur og Svíþjóð gengu í fríverzlunar- bandalagið EFTA, og síðar gerð ist Finnland einnig aðili þess, þótt með sérsamningum væri. Þjóðirnar urðu þannig að fara krókaleið og taka upp samvinnu við enn stærri hóp, til að geta náð sín á milli svipaðri efnahags samvinnu — þótt í annarri mynd væri — og lengi hafði ver ið unnið að. Mestur hluti umræðna á fund um Norðurlandaráðs nú fjallar um hið mikla gagn, sem þjóð irnar fjórar hafi hlotið af þess ari samvinnu, og hvernig þær geti enn aukið hana. Ný viðhorf í Dan- mörku Næstu daga áður en fundir Norðurlandaráðs hófust, höfðu Danmörku gerzt atburðir, sem talið var, að miklu mundu ráða um stjórnmálaþróun þar í landi næstu misseri eða jafnvel um árabil. Danska ríkisstjórnin nú er minnihlutastjórn og hefur mjög átt í vök að verjast. Fyrir skemmstu samdí hún um lausn húsnæðismálanna, sem eru eitt hið versta vandamál þar í landi, við borgaraflokkana þrjá: Róttæka, vinstrimenn og íhalds- menn. Nú hafði stjórninni tek- izt að semja við róttæka og vinstrimenn um nauðsynlegar skattahækkanir til skaplegrar afgreiðslu fjárlaga. íhaldsmenn eru hinsvegar utan þessa sam- komulags. Þeir telja, að vinstri menn hafi vikið frá nýlegri yfir- lýsingu með því að gerast aðilar samkomulagsins. Mestu máli skiptir, að með þessu er rofið samstarf, sem verið hefur á milli íhaldsmanna og vinstrimanna nú um a.m.k. 15 ára skeið. Allt fram á sl. vor urðu þau tengsl sífellt nánari. Þá var svo komið, að Erik Eriksen, fyrrverandi for- sætisráðherra og þáverandi for- maður vinstrimanna, stefndi að því, að vinstrimenn og íhalds- menn gengju í einn flokk. Með því móti vildi hann skapa jafn- vægi á móti Alþýðuflokknum, í því skyni að til yrði annar raun- hæfur stjórnarmöguleiki þar í landi en sósíalískur. Þessar ráða- gerðir fengu ekki stuðning innan Vinstri flokksins, og tók Erik Eriksen þá þann kost að segja af sér. Fest sig í sessi Formannsskiptin hjá vinstri- mönnum sköpuðu dönsku stjórn- inni sterkari samningsstöðu en ella, en engu að síður horfði lengi mjög treglega um samn- inga. Til skamms tíma bjuggust margir, ef ekki flestir við, að stjórnin mundi rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Var þó talið, að kosningar væru í engra aug- um óæskilegri en einmitt stjórn- arinnar. Það þótti því miklum tíðindum sæta, þegar samkomu- lag um nauðsynlega skatta og fjárlagaafgreiðslu komst á. Kunn ugir fullyrtu, að meirihluti þing- manna vinstrimanna hefði í raun og veru verið á móti samkomu- laginu, einungis stutt það vegna þess að synjun þess hefði leitt til afsagnar hins nýja formanns. Eðlilegt hefði þótt, að hann fengi að spreyta sig um sinn. Þeir, sem svo töluðu og ekki voru á- nægðir, sögðu þó, að um eitt yrði ekki lengur deilt, og það væri, að Jens Otto Krag hefði nú sýnt sig vaxinn sínu starfi. Hingað til hefði verið uppi um það háværar raddir, ekki sízt innan hans eigin flokks, um að hann réði ekki við embætti sitt. Lengur myndi ekki um þetta deilt, því að þarna hefði hann unnið verulegan stjórnmálasig- ur. Gerhardsen eykui virðingu sína Þá var ekki síður fróðlegt að heyra tal hinna norsku stjórn- málaforingja. Eftirtektarverðast var, hvernig forustumenn hinna nýju stjórnarflokka töluðu um Gerhardsen, fyrrverandi forsætis ráðherra. Þeir sögðu, að viðbrögð hans nú væru allt önnur en sumarið 1963, þegar hann varð að láta af völdum í bili, eftir að hafa verið-óslitið ýmist for- sætisráhðerra, eða með öðrum hætti mest ráðandi, frá 1945. Ger hardsen segði nú, að 1963 hefði sér sárnað vegna þess að þá hefði stjórnin verið felld með því að nota óviðráðanleg slys og óhöpp henni til svívirðingar. Nú hefði stjórnin tapað kosningum, þar sem deilt hefði verið um þau málefni sem skoðanamunur væri um, og aðrir fengið meiri- hluta eftir settum leikreglum. Hann léti og ekki sitja við orð- in ein, heldur mætti segja, að hann hafi reynzt nýju stjórninni hinn hollasti ráðgjafi. Hann sýndi í einu og öllu, að hann setti þjóðarheill ofar eigin metn- aði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.