Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 23
Sunnurctagur 6. febrðar 1%6 MORGUNBLAÐIÐ 23 Baldur Bjarnason, oddvifi: Ljdkum vegagerð með- fram Djdpbyggðum Skötuíjörður í ögurhreppi komst inn í sviðsljós íslenzkra daglblaða í Re y k j aví ku rb rétf i Morgunblaðsins þann 3. ökt. sl. Höfundur bréfsins ræðir vanda mál landbúnaðarins og þær um- ræður, sem um hann hafa farið fram að undanförnu. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að veiga- mikið atriði í því sambandi sé einfaldlega það, að á fjölda jarða, sem búið sé á, sé í raun og veru alls ekki búandi, á þann hátt að þar verði lifað „mann- sæmandi lífi“, eins og höfund- ur kemst að orði. Sem dæmi upp á þessa staðhaefingu sína, tekur hann svo Skötufjörð í Ögur- hreppi, þar sem bæirnir „hangi utan í stórgrýttum fjallshlíðum“ og hafi enga möguleika til að þar verði lifað „mannsæmandi lífi“. Það fólk, sem þama búi, sé þama eiginlega af gömlum vana, af tryiggð við fornar slóðir. Þessu fólki þurfi samfélagið að 'koma til hjálpar, og aðstoða það við að komast burt úr þessu ömurlega umhverfi til búsældar- legri heimkynna, þar sem það geti lifað eins og fólki sæmir. Svo mörg eru Þau orð. Vegna hinna fjölmörgu, sem eru alls ókunnugir í þessum hluta landsins, og einnig vegna þeirra sem búa í Skötufirði, fann ég mig knúinn til að laggja nokkur orð í belg við þessar umræður. Ég tel mig vera nokkuð kunn- ugan bú- og landsháttum í Skötu firði, a.m.k.. á borð við höfund þessa Reykjavíkurbréfs, sem í mesta lagi einu sinni hefir Skötu fjörð augum litið. Ég vil þess vegna mótmæla því, sem fram kemur í þessari ritsmíð, vegna þess að þar er talað af fáfræði og ókunnugleika. Höfundur, sem ekki mun vera í hópi þeirra, sem vanalega rita Reykjavíkurbréf, slær því föstu, að á aðeins tveim bæjum af átta, sem eru í Skötufirði, séu ein- hverjir ræktunarmöguleikar. Fróðlegt hefði verið að sérfræð- ingurinn hefði nefnt þessa bæi. Það liggur nefnilega alls ekki Ijóst fyrir Skötfirðingum sjálf- um, eins og honum, hvaða tvo bæi gæti verið um að ræða, þar sem ræktunarmöguleikar væru svipaðir. Það er fjarri mér að fara að halda því fram að Skötufjörður sé eitthvert gósenland frá nátt- úrunnar hendi. Það er vitað mál, að þar eru ekki landkostir á borð við það, sem gerist í fjöldamörgum sveitum á íslandi. Sama má náttúrulega segja um ýmsa firðina okkar hér við Djúp, að þeir skáka ekki beztu góðsveitum landsins. En ég vil mótmæla Því að þessi byggð, sem allt frá landnámstíð hefur staðið fyrir sínu, sé allt í einu dæmd óbyggileg, og það af mönnum sem litla þekkingu hafa til brunns að bera í þessum ©fnum. Mér er ekki kunnugt um að nein athugun hafi farið fram á því, hve mikið ræktanlegt land sé í Skötufirði. Við fyrstu sýn, þegar farið er eftir firðinum, sjóleiðina, kunna hinar grýttu fjallshlíðar að draga frekar að sér athygli ferðamannsins en ræktanlegu blettirnir, en þegar allt kemur til alls má óefað fullyrða að á flestum eða öllum bæjum í Skötufirði megi rækta það stór tún, að nægja muni til þess að hægt sé að reka þar sæmilegan sauðfjárbúskap. „Það er fleira matur en feitt kjöt“ segir máltækið. Skilyrðin til búskapar eru ekki alla stað- *r hin sömu og þurfa heldur ekkl að vera það. Þar sem mjólkurframleiðsla er stunduð er óhjákvæmilegt að hafa mikla ræktun og gott og nærtækt beiti- land. Sauðfjárraektin krefst aft- ur á móti ekki eins mikillar túnræktunar, en því meira beiti lands. Að þessu leyti tel ég að Skötu- fjörður standi vel að vígi. Enda þótt brattlent sé þar og ríða grýtt, er Þar ágætt stuðland og víðáttumikið, víða skógankjarr, grösin kjarngóð og oftast snjó- létt á vetrum. Á tveimur yztu bæjunum í Skötufirði gengur féð aðallega í Hestfirði á sumrin, en þar er viðurkennt að vera eitt- hvert bezta sauðland á landi hér. Það er líka svo að yfirleitt er sauðfé á Þessum slóðum afurða- gæft og heldur létt á fóðrum. Það má segja að sauðkindin sé í rauninni eina tækið, sem við höfum til þess að nýta hinar miklu víðáttur landsins, sem ella myndu ónotaðar með öllu. En ræktunina verður samt að auka mikið í Skötufirði, og það er verið að því þrátt fyrir veg- leysið, sem staðið hefur allri ræktun og öðrum framförum í Skötufirði fyrir þrifum. Með ærn um kostnaði og fyrirhöfn hafa þó nokkrum sinnum verið flutt stórvirk ræktunartæki sjóleiðina í fjörðinn og nú í haust var flutt þangað skurðgrafa í fyrsta sinn. Vann hún þar í nokkrar vikur og hefur ekki enn lokið verki sínu í firðinum. Það er varla hægt að minnast svo á Skötufjörð, að ekki sé minnzt á þann þátt sem sjór- inn hefur átt I afkomu manna þar. Fyrr á árum mátti segja að hann væri þeirra hálfa líf, eins og raunar mátti segja um flesta bændur hér við Djúp á þeim tímum. Fjörðurinn var fisksæll með afbrigðum. Þorskur, ýsa og annað góðfiski gekk einatt inn á fjarðarbotn að ógleymdri síld- inni og smokknum, og færðu mikla björg í bú. Nú er þetta breytt orðið, því miður. Fisk- urinn gengur ekki lengur inn á fjörðinn svo neinu nemi, en sild- in og smokkurinn koma þangað enn sem fyrr, og geta enn orð- ið til búdrýginda, enda þótt erf- iðara sé um vik nú en Þegar fólkið var fleira á bæjunum. Yfirleitt held ég að segja megi að í Skötufirði hafi ekki verið verr búið en annars staðar hér við Djúp, enda þótt byggðin hafi goldið þess á síðustu árum að vera ekki aðnjótandi þeirra tæknilegu framfara, sem fylgja í kjölfar veganna, nema að mjög takmörkuðu leyti. Það má benda höfundi Reykja víkurbréfsins og öðrum þeim, sem álíta Skötufjörð „óalandi og óferjandi" sakir skorts á land- kostum, að hann er sá fjörður- inn hér við Djúp, sem bezt hef- ur staðið sig í baráttunni við landseyðinguna. Þar hafa allir bæirnir, átta að tölu verið í byggð, þar til í haust að Kálfa- vík fór í eyði. Kleifar; sem ver- ið höfðu í eyði um nokkurra ára bil byggðist aftur fyrir fimmtán árum. Það færi betur að sem flestar sveitir á íslandi gætu sagt sömu sögu. Og þetta skeður þrátt fyrir það, að eng- inn vegarspotti er í firðinum og allir flutningar á smáu og stóru verða að fara fram á sjó. Er ekki ástæða til að ætla að fjörð- urinn hafi einhverja þá kosti upp á að bjóða, sem fólkið þar kann að meta, svo sannarlega væri það ekki ósennilegt. Enda þó nokkuð hafi nú verið rætt hér um landkosti í þessum firði, hefur ýmislegt ekki verið nefnt enn. Innarlega í firðinum og á botni hans renna vatns- miklar og straumþungar ár, sem vafalaust bjóða upp á mikla virkjunarmöguleika. Þær eru einnig veiðiár og mætti án efa koma þar upp laxveiði til ó- metanlegs styrks og hlunninda þeim bændum, sem land eiga að ánum. í botni Skötufjarðar er þó nokkurt undirlendi, og mikið af Því ræktanlegt land. Skógur er þar og berjaland afbragðs gott, sem oft hefur orðið góð búbót af. Viðbrugðið er náttúru fegurð í botni Skötufjarðar, og sumarfallegt mjög. Það er því víðs fjarri að Skötu fjörður hafi ekki annað til að bera en „stórgrýttar fjallshlíð ar“> eins og bréfritarinn lætur í veðri vaka. Fjörðurinn hefur marga kosti og „mörg er þar matarholan", enda þótt hann eða íbúar hans hafi ekki verið bá- súnaðir um allar jarðir. Hvítanes í Skötufirði var á tímabili mesta garðræktarstöð á Vestfjörðum, meðan dugnaðar- maðurinn Vernharður Einars- son bjó þar. Bændur í Skötu- firði voru með þeim fyrstu hér við' Djúp til þess að tileinka sér rafmagnið. Á þremur bæj- um voru snemma settar upp dieselrafstöðvar sem nægja til Ijósa og venjulegra heimilsnota. Á einum bæ hefur vatnsaflið verið virkjað og á hinum bæj- unum eru mótorrafstöðvar með hjálparvélum. Skötfirðingar hafa líka komizt upp á lag með að hjápa sér sjálfir í ýmsu til- liti, enda eru þar hagleiksmenn margir, bæði á smíðar, rafmagn, vélaviðgerðir og margt fleira. Höfundur Reykjavikurbréfsins stingur upp á þvi að þessu fólki verði hjálpað til að flytjast til búsælli staða. Ég tel vafalaust, að mér sé fyrir hönd Skötfirðinga, óhætt að. afþakka þetta vel'hugsaða boð. Aftúr á móti tel ég full- víst að þeir yrðu þakklátir fyrir hverja þá aðstoð, sem þeim yrði í té látin, og miðaði að Því að gera þeim fært að búa áfram á jörðum sínum. Þeir myndu fagna hverri þeirri rödd, sem styddi kröfu þeirra um bættar samgöngur á landi og annað sem gerði þeim sókniV til bættra lífskjara léttari. Það eru óefað vegamálin sem mest aðkallandi eru í dag fyrir íbúa Skötufjarðar, eins og áður hefur verið drepið á. Það er staðreynd, að vegasamband er eitt þeirra frumskilyrða, sem uppfylla þarf nú á dögum til þess að hægt sé að lifa mann- sæmandi lífi. f dreifbýli, eins og hér er um að ræða, gjörbreytir það bókstaflega öllu lífi fólks, bæði atvinnulega séð, og þá ekki síður í félagslegu tilliti. ögur- hreppur má heita klofinn í tvo hluta, nokkuð jafna. Innri hlut- inn að Skarði þar sem vegur er kominn á hvern bæ, og svo Skötufjörðurinn. Það þarf ekki að útskýra það, hve mikill hnekkir og dragbítur það er á allt starfslíf í hreppnum að að- stæðurnar eru þannig. Þess vegna er það skýlaus sanngirniskrafa þeirra, sem hlut eiga að máli, að vegalagn- nigunni inn með Skötufirði verði hraðað meira hér eftir en hing- að til. Vegaáætlunin nýja, sem fékk gildi á sl. ári varð Skötfirðing- um mikil vonbrigði, og eigi sið- ur öðrum Djúpmönnum. Þar var alltof naumt skammtað af fjár- veitingavaldinu, þar sem í hlut átti byggðarlag, sem svo langt átti í land með að komast í vegasamband. Við næstu endurskoðun vega-^ áætlunarinnar eftir eitt ár verð- ur Þetta að breytast. Það nær ekki nokkurri átt að á sama tíma sem tugum milljóna er var- ið í nýja vegi meðfram vegum hingað og þangað á landinu, skuli fjárframlög til þessa vegar skor- in svo við nögl, sem raun er á, og það fólk sem hlut á að máli sett skör lægra en aðrir landsmenn. Það eru heldur ekki eingöngu Skötfirðingar sem hér eiga hagsmuna að gæta, held ur Djúpmenn allir, í sveitum og við sjó. Þeim er það mikil nauð- syn að akfært verði sem allra fyrst til ísafjarðar, svo mjög sem þeirra viðskipti eru bund- in honum. Gæti ekki einnig skap azt sama ástand hér við Djúp og í Strandasýslu á sl. vetri, þegar hafísinn lokaði öllum sjó- leiðum? Hvar væru mjólkur- framleiðendur hér við Djúp þá staddir? Það er talað um miklar vega- lengjur og erfitt land til vega- Framhald á bls. 22 Jóhann Hjálmarsson: PICASSOSAFNIÐ I BARCELONA S Á sem hefur í hyggju að leita uppi nútímalist í sýn- ingarsölum Barcelónaborgar, verður ábyggilega fyrir von- brigðum. í staðinn fyrir að finna myndir eftir unga spænska málara, sem okkur er tjáð að reyni margir hverj- ir nýjar leiðir og séu lifandi menn, finnur þú klessuverk eftir afdankaða karla, lata og sæla. Þessir gömlu menn hafa sennilega ekki haft spurnir af því að neitt hafi gerzt í mynd list síðan á dögum impress- jónistanna, eða kæra sig ekki um að vita það. Listasmekk- ur spænskrar alþýðu er léleg- ur ef hún sættir sig við þetta gutl, en við skulum vona að margir Spánverjar séu ekki í andlegu bræðralagi við þessa málara. Ég hef áður getið um það í greinum mínum héðan að Barcelona sé full af gömlum, miklum listaverkum, aðallega trúarlegum, en hver hefur ekki löngun dl að sjá mynd- ir af nútíma píslarvottum eft- ir að hafa átt þess kost að fylgjast með þeim liðnu mál- uðum af sannfæringarkrafti, skaphita og leikni meistar- anna. Ungu málararnir? Þeir eru allir í Madrid, er okkur sagt. En vegna þess að það tekur langan tíma að komast til Madrid, og vió eigum ekki heimangengt, þá væri ekki úr vegi að skoða listasafn, sem Barcelonaborg má vera stolt af. Þetta listasafn heitir Picassosafnið, og er nýlega tekið til starfa. Picassosafnið er stórt hús, rúmt og bjart eins og mikil- væg söfn eiga að vera. Mynd- irnar búa ekki við nein þrengsli, þeim er gefið nóg pláss á veggjunum og þannig njóta þær sín vel. Hér eru mörg æskuverk Picassos og þrátt fyrir hinn nána skyldleika við myndir Lautrecs, eru þessar myndir ekki stælingar, heldur litfag- ur söngur ungs manns um ver öldina. Hvernig hefur Piccasso litið út á þessum árum? Svar- ið er að finna á sjálfsmynd, sem sýnir hann síðhærðan með hattkúf og pípu, stór- eygðan listamann á torginu. Hann er alltaf að breytast, endurnýjast. Hann er tíminn sem við lifum á, stríðið sem er liðið, baráttan sem enn á sér stað á vígvöllunum og í hjarta mannsins sjálfs. Hann lærir af fortíðinni, frumstæðri list, egypzkri; hann tekur allt það sem hann finnur og breyt ir því í myndir. Mest er um svartlist og teikningar í Picassosafninu. Þar eru færri málverk. Hér eru syrpur um Don Quijote þekkt. Myndir af skáldum. og Sancho Panza; nautaöt og konur, sem Picasso hefur Teikning af skáldinu Antonio Machado, sem dó í útlegð i lok borgarastyrjaldarinnar, þessi teikning minnir á hina frægu teikningu af Erenbúrg. Hrjáðir menn á kaffihúsum inn líða yfir glasi af víni. Líkt og Matisse getur Picasso sagt sögu andlits í fáum lín- um. Línunum fækkar, litur- inn hverfur. Loksins er aðeins eftir ein lína. Er það nóg? Picasso er unglingur. Það er ekki hægt að hugsa sér hann gamlan. Það er auðvelt að álita myndir hans frá seinni tímum tákn uppgjafar, en það er ekki hægt að neita tilvist þeirra. Þær kalla á mann. Þær eru ofurviðkvæmar, stundum þungar og líkt og yfirfullar af smáatriðum, létt- ar, dimmar. Þannig er Pic- asso, trúðurinn. Picasso er mikill auglýs- ingamaður eins og Dalí. Ef til vill mun framtíðin telja Dalí hafa átt meira erindi við sig. En sem málari, myndlistar- maður, stendur Picasso föst- um rótum. Hann er orðinn tré sem vindarnir leika um. En á morgun verður ef til vill málaralistinni varpað fyrir borð. Eða hvert stefna hinir nýju menn? Mun þeim tak- ast að ganga af málaralistinni dauðri? Gott og vel. En þá viljum við fá eitthvað annað í staðinn. Við langa, mjóa og gamla götu stendur Picassosafnið í Barcelona. Rétt þar hjá er Franska jránbrautarstöðin. — Það er hægt að fara með lest- inni klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur til Parísar, og koma snemma morguns þang- að sem Picasso vinnur. En ekki kemur Picasso með lest- inni til Barcelona. Spænsk stjórnarvöld hafa boðið hon- um að koma. Þrjóski ungling- urinn neitar. Man hann enn Guernica? Heyrir hann enn gný flugvélanna, sem vörp- uðu sprengjunum á þorpið Guernica? Mun hann mála nýja mynd af Guernica? Eða heldur hann áfram að sýna yndisþokka kvenandlitanna? Picasso vill ekki fara heim til Barcelona, en borgin býður eftir honum. Þegar ég var á leið í Picasso safnið, spurði ég fólk úr ná- grenninu til vegar. Það hristi höfuðið. Picassosafnið? Hver er Picasso? Úr sölum safns- ins má virða fyrir sér lif borg arinnar fyrir utan. Forgömul kona gægist fram undan mis- litum þvotti og hjá henni eru tvö fuglabúr. Alls staðar hang ir þvottur til þerris. Fólk hrað ar sér með matinn og veit ekki að fáeina metra frá því er safn Picassos, þar sem saga aldarinnar hefur verið fest á striga og hvítan pappír. Gamlá konan hrýtur. Picasso er einhvers staðar í Frakk- landi og neitar enn að hverfa heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.