Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnurdagur 5. febrúar 1968 Útgefandi: Framkvaemdastj óri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SÍÐUSTU FALSRÖKIN Breytir Ironsi stjórnskip- an Nígeriu? Nú eru liðnar um það bil þrjár vikur frá því bylting- in var gerð í Nígeríu og er ekki annað að sjá og heyra en herforingjastjórnin undir forystu Ironsis, hershöfðingja, njóti enn mikilla vinsælda. Síðustu árin hefur Nígería verið land óánægju og um- kvartana, en nú heyrist fátt af slíku. Nú um stundir velta menn því helzt fyrir sér, hvað líði valdabaráttunni inn an hersins, hver verði örlög hins eða þessa herforingjans — en ekki er sjáanlegt, að neinn harmi það, sem gerzt hefur. Að sjálfsögðu þurfa blöðin alltaf að hafa eitthvað til þess að jagast út af — og síðasta sunnudag kvartaði eitt blaðanna í Lagos yfir því, að fyrrverandi dómsmála ráðherra landsins, Dr. Elias, væri enn í fullu starfsfjöri og virtist einskonar lögfræði- legur ráðunautur nýju stjórn- arinnar. Skoraði blaðið á her- foringjastjórnina að losa sig við öll gömlu fötin“., eins og komizt var að orði. Ljóst er að stjórnin hefur ekki enn fengið tíma til þess að hefjast handa um grund- vallar umbætur. Við höfum ekki heyrt neitt frekar um eitt fyrsta loforð Ironsis eft- ir að hann tók við völdum, þ.e.a.s. loforð hans um að koma á nýrri stjómarskrá“ í samræmi við óskir þjóðar- innar“, eins og hann komst að orði, —• og ekki hefur hann látið neitt uppi um það, hversu lengi hann hyggst fara með stjórn landsins. Á hinn bóginn hafa ýmsar at- hyglisverðar og furðu skjót- ar ráðstafanir verið gerðar með það fyrir augum að „koma þjóðinni í gang“ á ný ef svo mætti segja, til þess að afnema verstu og augljós- ustu agnúana og styrkja stjórnina í sessi. Fregnir um helztu ráðstaf- anir hinna nýju stjómarvalda hafa ékki borizt úr stjórnar- búðum í Lagos heldur úr bækistöðvum héraðsstjórn- anna, frá herforingjunum, sem skipaðir voru einskon- ar ríkisstjórar eða héraðs- stjórar fjögurra aðal ríkja eða héraða landsins. í fyrstu virtist sem ráðstafanir þeirra væru gerðar án samræmis hver út af fyrir sig. í Vestur- ríkinu var afnumið embætti aðalfulltrúans í London — en þar hafði ríkið einskonar sendiherra fyrir sig sérstak- lega. í Austurríkinu hafa hér aðsþing verið afnumin og í Norðurríkinu hafa verið gerðar sérstakar ráðstafan- ir til þess að lækka vöruverð. En ekki leið á löngu áður en ljóst varð, að bak við þessar ráðstafanir lá samræmd á- ætlun. Brýnust var nauðsyn til aðgerða í Vesturríkinu, þar serp allt hefur logað í illdeilum og heift vegna kosn ingasvikanna og endurtek- inna brota á lögum og reglu. Ættarhöfðingjar, sem misstu laun sín fyrst eftir byiting- una vegna þess að þeir vildu ekki viðurkenna nýju stjórn- ina, fá nú launagreiðslur reglulega á ný. Lagðar hafa verið niður hinar óvinsælu framkvæmdanefndir, sem á sínum tíma tóku við af ein- stökum svæðisbundnum ráð- um. Óvinsælustu embættis- mönnum hefur verið vikið úr starfi eða þeir færðir til. En róttækust var þó sú breyting sem gerð hefur verið á rétt- arfarinu, — mega svæðis- dómstólar nú ekki lengur dæma í afbrotamálum. Hjá þeim hefur ekki verið við- hafður löglegur málaflutn- ingur, og hafa stjómmála- menn því getað notað sér af- brotamál til þess að halda niðri andstæðingum sínum. 1 Austurríkinu hafa verið gerðar ýmsar ámóta breyt- ingar. Almenn þjónustunefnd, sem áður hafði rétt til að skipa menn í stöður og færa þá milli embætta, hefur verið lögð niður en vald hennar hefur á síðustu árum verið misnotað afar mikið. I>ar hafa einnig verið afnumdar launa greiðslur til þeirra, sem sæti eiga í ýmsum nefndum, bæði Ironsi hershöfðingi. sem fjalla um ýmis lagaleg málefni, stynkveitinigar til skóla og önnur mál og sumar þeirra verið lagðar niður. Það, sem hvað atthyglisverð ast er við þessar aðgerðir, sem sumir kalla einskonar „hjálp í viðlögum“, — að- gerðir, sem vænta má að séu undanfari annarra róttækari og stórfelldari — er sú greini lega samræming og ljósa heildarstefna, sem þær virð- ast byggjast á. Aðgerðirnar virðast allar beinast í þá átt að draga úr valdi stjórna hinna einstöku ríkja og und- irbúa jarðveginn fyrir sterka miðstjórn landsins alls. Slík stefna mundi eflaust njóta vinsælda. Sú skoðun virðist yfirgnæfandl meðal ungra framfarasinnaðra Nígeríu- manna — og var greinilega ráðandi meðal þeirra sem upp runalega stóðu að bylting- unni um miðjan janúar — að stjórnskipan Nígeríu, þar sem ríkin fjögur hafa haft víðtæka sjálfstjórn en stjórn- in í Lagos verið einskonar sambandsstjórn, hafi verið undirrót allra helztu vand- ræða sem að þjóðinni hafa steðjað síðustu árin. Þessi skipting valdsins milli stjórna fjögurra ríkja hafði ekki aðeins í för með sér sér- stök þing og opinbert starfs- mannakerfi í hverju landinu voru fjórar rótgrónar valda- miðstöðvar hefðbundinna hagsmunaheilda, sem háðu harða samkeppni sín í milli, kyntu undir ættflokkadeil- um og gerðu að engu sam- ræmdar efnahagsáætlanir fyrir landið í heild. Nú hefur stjórnmálaforingj unum verið rutt úr vegiinum og nú ætlar Ironsi, hershöfð- ingi að vinna að því þegjandi og hljóðalaust að afnema þess ar valdamiðstöðvar. Það, sem ungir Nígeríubúar, hvort sem eru eru innan hersins eða utan, óska nú eftir, er sterk einingarstjórn fyrir landið allt, eitt þing fyrir landið allt og eitt kerfi opinberra starfs- manna. Nígeríumenn hafa oft sak- að Breta um að hafa komið á þessu kerfi sjálfum sér til hagsbóta. En þegar litið er á sögu áranna 1950-69 kemur fram allsterk vísbending um, að það hafi verið stjórnmála- menn Nígeríu sjálfir, sem æstu ættflokkanna upp hvern gegn öðrum, sjálfum sér til pólitísks framdráttar — og að þeir hafi sjálfir óskað eft- ir þessu stjórnarskipulagi. Nú eru þessir menn horfnir af sjónarsviðinu, að minnsta kosti í bili, og svo virðist sem vinsældir þessa gamla skipu- lags hafi horfið með þeim. Ironsi, hershöfðingi, gerir sér fyllilega ljóst, hvernig almenningur lítur á þessi mál. í annarri útvarpsræð- unni, sem hann hélt eftir valdatökuna, sagði hann m.a. „Allir Nígeríubúar vilja Framhald á bls. 12 ¥ umræðunum um stóriðj- una hafa andstæðingar hennar tínt til margháttuð falsrök, sem jafnharðan hafa verið hrakin. Eitt er þó það, sem einna lífseigast hefur verið, þ.e.a.s. að engar áætl- anir um virkjunarkostnað mundu standast vegna hækk andj verðlags hér innanlands. Einnig þessi fulilyrðing úr- tölumanna hefur nú verið af- sönnuð. Hagstæð tilboð hafa nú borizt í Búrfellsvirkjun, og esr þegar ljóst, að kostnaðar- áætlanir standast fyllilega. í því sambandi er þess sérstak- lega að gæta, að í lægstu til- boðunum, sem bárust í bygg- ingarframkvæmdir, er 77-85 % fastur kostnaður, en ein- ungis 15-23% háð verðlags- breytingum hér innanlands. Vélabúnaður allur er auk þess á föstu verði og ekki háður verðlagsbreytingum. Er því þegar ljóst að jafnvel þótt verulegar kaupgjalds- hækkanir yrðu hér innan- lands, standast allir útreikn- ingar, sem gerðir hafa verið, og virkjunin og orkusalan til alúmínverksmiðju er jafn hagstætt og menn höfðu gert sér vonir um. En sjálfsagt reyna aftur- haldsmennimir að finna ein- hver ný falsrök, og verður fróðlegt að sjá hver þau verða. ÞÁTTUR VÍSINDANNA r>kki er langt síðan almennt ^ var hent gaman að veð- urspánum, og sumir töldu áreiðanlegra að labba sig út á bæjarhólinn og líta til skýjafarsins en skrúfa frá útvarpinu og vita hvað veð- urfræðingamir segðu. En í fárviðrinu um daginn sást bezt hvers virði veðurþjón- uistan er. Veðurstofan varaði rækilega við ofviðrinu með góðum fyrirvara, og menn gátu til sjós og lands búið sig undir að mæta veðurofsan- um. Þess vegna varð tjónið líka minna en ella hefði orðið, og víst er ástæða til að ætla, að manntjón hefði getað orð- ið, ef veðurstofunnar hefði ekki notið við. Kifrildi og kvartanir er landlægt, hve- nær sem eitthvað fer miður en skyldi — og oft raunar að tilefnislausu. Hafa veður- fræðingarnir ekki farið var- hluta af þessari ónáttúru fremur en aðrir. Þess vegna er enn meiri ástæða til að þakka þeim og minna menn á hið þýðingarmikla starf, sem þeir gegna í þágu lands og þjóðar. En eins og þeir em marg- ir, sem þykjast betri spá- menn á duttlunga veðrátt- unnar en þeir, sem til þess hafa lært, þannig eru líka til menn, sem halda sig svo náttúrugreinda og skarp- skyggna, að þeir viti alilt um veðrabrigði í efnahags- og viðskiptalífi, og sérstaklega finnst þessum rnönnum á- stæðulaust að hlýða á orð hagfræðinga, nema þá í þeim tilgangi að snúast öndvert gegn skoðunum þeirra. Samt er það svo, að á síð- ustu árum hefur vegur hag- fræðinnar stöðugt farið vax- andi og hlutverk hagvísinda- manna er mikils metið um allan hinn frjálsa heim. Þetta er heldur ekki að ó- fyrirsynju, því að hagfræð- ingar hafa sýnt og sannað, að kenningar þeirra nægja til að afstýra meiriháttar kreppum og beina efnahags- lífi þjóðanna í hinn æskileg- asta farveg. Án þessarar vís- indagreinar hefðu framfar- irnar áreiðanlega ekki orðið neitt í líkingu við það ,sem raun er á, og kynni þá meira að segja að hafa farið svo, að frjálsar þjóðir yrjðu ofbeldis- öflum að bráð. Einnig hér á landi hefur verið hlustað meira á ráðlegg ingar hagfræðinga nú á seinni árum en áður var, þótt auðvitað séu það stjóm- málamennimir sem ákvarð- anir taka og ábyrgð bera á þeim. Auðvitað er ekkert við því að segja, þótt einhverjir sér- vitringar telji sig eina hafa vit á öllu, og finnist fráleitt að hlýða á kenningar þeirra, sem menntun hafa og kynnt hafa sér reynslu og kenning- ar, sem annars staðar er byggt á. Hagfræðingar gera heldur ekki kröfu til að telj- ast óskeikulir, og þess vegna er hægt að ræða úrræði þeirra og deila um þau. En þegar stjórnmálafor- ingjar og heilir stjómmála- flokkar lýsa ámm saman yf- ir andstöðu við allt það, sem hagfræðin telur reynt og rétt, þá tekur í hnúkana. Þannig er það þó með Framsóknarflokkinn, að hann hefur snúizt öndverð- ur gegn öllurn úrræðum, sem innlendir og erlendir sérfræðingar telja nauðsyn- leg. Foringjar hans segja t.d., að leiðin til að halda verð- bólgu í skefjum sé sú, að sleppa peningamagninu lausu og láta seðlaflóðið lækna verðþenslu. Þetta nefna þeir „hina leiðina“, og setja upp mikinn spekingssvip yfir meðfasddri skarpskyggni sinni, enda ráði þeir yfir úrræðum, sem hvergi annars staðar þekkj- ast og engum hefur dottið í hug, hvorki stjórnmálamönn- um eða hagfræðingum. Raunar er þessi kenning svo fáránleg, að enga hag- vísindamenn þarf til þess að sjá, hvert hún myndi leiða, ef eftir henni yrði farið. Það skilur hvert mannsbam, og vafalaust líka þeir ,sem þennan málflutning stunda, þegar hinn broslegi berserks- gangur rennur af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.