Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 32
Langstærsta og fjölbreytlasta blað landsins Helmingi 'útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Bætur vegna ásóknar arnar SL. miðvikudag var kveðimm upp í Hæstarétti dómur, þar sem bónda í Breiðaf jarðareyjum eru dæmdar skaðabætur úr bendi ríkissjóðs fyrir spjftll, er örn, sem er friðaður fugl lögum samkvæmt, olli í varplöndum hans. Málið snerist á annan veg i héraðsdómi, og má nú búast við, að eigendur varplanda, sem þurfa að verjast ágangi arnar, án þess að mega skjóta fuglinn, þyki hagur sinn vænkast og finnist eigi lítill fengur að þessu fordæmi, en hér er um „prinsipp- mál“ að ræöa. í þessu máli skipti að vísu mestu máli, að bóndinn beitti ekki varnarrétti sínum gegn banni yfirvalda, svo sem rakiö er í dómnum hér á eftir. Á árinu 1957 sótti örn mjög i æðarvarp hjá Jóni bónda Daníels syni í Hvallátrum. Jón hringdi til sýslumanns og vildi fá leyfi til þess að skjóta örninn. Fuiltrúi sýsiumanns hringdi til mennta- máiaráðuneytisins, sem sér um, að fuglafriðunarlögum sé fram- Framha'd á bls. 31. Hið nýja athafnasvæði Fáks: Nr. 1 er skeiðvöllur, sem byggir i hringvöll lengst til vinstri, nr. 2 áhorfendasvæði, 3 félagsheimili, 4 garður, 5 bílastæði, 6 hesthús, 7 sérhirðingarhús, 8 sjúkra- hús, baðhús m.m., 9 hestagirðing fyrir hesta gesta 10 hestagirðingar 11 væntanlegur reiðskóli, 12 hús uaoosjónarmanns, 13 akvegur 14 reiðgata. j<l50 TYU NÝ BÆKISTÖÐ HESTA- MANNA í SELÁSNUM Fákur reisir þar hestliús fyrir 600 hesta, hringhlaupabraut, áhorfendasvæði fyrir 15 þús. NÚ eru aðeins 5 dagar þar til dregið verður í Afmælishapp- drætti Varðar. Þeir, sem fengið hafa senda miða, eru beðnir að draga ekk að gera skil. (Hestamannafélagið Fákur er búið að M land undir framtíð- arsitarfsemi sina í Selásnum, austan Vatnsveituvegar og vest- an Grjótnáms borgarinnar. Hef- ur verið síkipulagt svæði með húsum fyrir 600 hesta, stórri hringhlaupabraut með áhorf- endasvæði fyrir 15 þús. manns, félagsheimili og fleiru undir starfsemi hestamannafélagsins. Er þegar búið að reisa eina hest- húsasamstæðu og í undirbúningi sjálfhirðingarhús, og í vor verð- ur haíizt handa um beinu hlaupa brautina í hesthúsum Fáks við Elliða- árnar eru nú hýstir 335 hestar í 12 húsum, auk 80 hesta á Laugalandi. Er nú lokið bygg- ingum félagsins á gamla staðn- um, og hluti skeiðvallarins þar á að fara undir vegi út úr borg- inni. Þessvegna hefur félaginu verið úthlutað þessu nýja svæði í Seiásnum, en fyrirhugaður er reiðvegur, aem tengir það svæð- inu við Elliðaárnar og síðar meir einnig reiðvegir frá því svæði út úr borginni, þar sem ekki verður bílaumferð. Mbl. leitaði upplýsinga um skipulag og byggingaráform á nýja svæðinu hjá forstöðumönn- um Fáks, en þeir hafa fengið Reyni Vilhjálmsson, skrúðgarða- arkitekt til að skipuleggja svæð- ið og Þorvaldur Kristmundsson, arkitekt hefur teiknað hesthúsin. Verða húsin þar sem hallar upp í hæðina, en hlaupabrautin á flötinni þar fyrir neðan. Kemur brautin hvergi nær Blliðaánum Framhald á bls. 31. 40 ára afmælishátíð Varð- arfélagsins nk. sunnudag LANDSMALAFELAGIÐ Vörður verður 40 ára næstkomandi sunnudag, 13. þ.m., og hefur stjórn félagsins ákveðið að efna til afmælishófs í Sjálfstæðishús- inu um kvöldið, Hefst það með borðbaldi kl. 19.30, en húsið verður opnað klukkan 18.45. A hófinu verða f jölbreytt skemmti- atriði, sem Svavar Gests og Ómar Ragnarsson annast, en ávörp flytja Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfsætðisflokks- ins, Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri og Baldvin Tryggvason, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna. Á borðhaldinu verður setið við smáborð, svo að veizlugestir þurfa ekki að flytja sig er ðans befst. Samikvæmisklæðnaður verður eða dökk föt. Aðgöngu- miðar verða seldir í Sjálfstæðis- búsinu á þriðjudag. 1 tilefni fjörutiu ára afmælis- ins, mun Vörður gefa út veg- legt afmælisrit, fjölbreytt að efni og í glæsilegum búningi. Verönr nánar skýrt frá því síðar. Skrifstofan er í Sjálfstæðishús inu við Austurvöll, sími 17100. Skáldsagnakeppni Skálholts hf. aflýst EINS og skýrt hefur verið frá í Mbl., efndi Bókaútgáfan Skál- holt hf. til skáldsagnasamkeppni fyrir nokkru. Verðlaun voru á- kveðin 100 þús. kr. og skilafrest- ur til 1. sept. 1966. 1 Mbl. í gær birtist svo eftirfarandi auglýsing: „Vegna framkominna athuga- semda frá Rithöfundasambandi íslands við auglýsta skáldsagna- samskeppni Bókaútgáfunnar Skál holts hf., tilkynnist öllum hlutað- eigandi hér með, að stjórn út- gáfunnar sér sig tilneydda að aft- urkalla ofangreinda samkeppni. — Stjórn Skálholts hf.“. Mbl. frétti í gær, að Rithöf- undasamhand íslands (RÍ) hefði komið fram með gagnrýni á þrjú atriði vegna keppninnar. 1) RÍ gæti ekki fallizt á, að í verðlaun- unum væri falinn hluti verk- launa. 2) RÍ gæti ekki fallizt á, að í dómnefnd sæti maður, sem hefði fjánhagslegra hagsmuna -að gæta af því, hvort nokkur bók yrði verðlaunuð eða engin. 3) RÍ sætti sig ekki við, að forlagið á- Framhald á bls. 5 Ungs manns leitað i Eyjum IJNGIJR maður í Vest- | mannaeyjum fór að heiman i frá sér aðfaranótt föstudags ] s.l. Hefur hans verið saknað f síðan. I gær var hafin leit I að manninum, sem er um I tvítugt, og tók fjöldi manna 1 þátt í henni ,lögreglumenn, f skátar og sjálfboðaliðar, en »' landlega er nú hjá sjómönn- U um. Var leitað víðs vegar ð í Heimaey og mcðíram höfn- I inni. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.