Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Sunnurdagur 6. febrúar 1966 MAGNÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190-21185 eftir lokun simi 21037 tÍM' 3-11-60 mmm /Sóéézé&ogÆ, Volkswagen 1965 og ’6f BÍLALEICAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SfM/ 34406 SBNDUM L I T L A bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 FLAUTUR 6 v. Varahlufaverzlun * Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti Z Sími 1-19-84. Höfum flutt verzlun vora og verkstæöi að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúia 9. Sími 38820. ■j^ Hjartasjúkdómar Nýútkomið tímarit um hjartavernd barst mér í hend- ur í vikunni og þar er atihyglis- verð grein eftir Sigurð Sam- úelsson, prófessor. Segir hann að samkvæmt nýjustu hei'l- brigðisskýrslum (fyrir árið 1963) hafi dónartíðni af völd- um hjarta- og æðasjúkdóma enn aukizt. Þessi dánartíðni var þá komin yfir 40% allra mannsláta og telur prófessor- inn, að ekki muni líða mörg ár þar til dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms verði helmingi hærri en næsta dánarorsök, krabbamein. Segir hann, að í nágrannalöndum okkar sé dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma upp undir 50% — og sums staðar yfir. Ég leyfi mér að taka orðrétt stuttan kafla úr greininni og vona að greinar'höf undur sé því ekki mótfallinn, enda ætti að vera gagnlegt að þessi atriði kæmu fyrir sjónir sem flestra. í»ar fjallar hann um hættu- merki, sem finnst við rannsókn á fólki og sem talin eru byrj- unareinkenni og undanfari kransæðasjúkdóma. Þar segir orðrétt: ■j^ „1. Aukin fita í blóðinu Löngum hefir það verið vitað, að náið saimhengi er milli hækkunar fitu í blóðinu (ehol- esterols og fitusýru) og krans- æðasjúkdóms. Ráðlegast er því að lækka fituna í blóðinu hjá þeim, sem thún finnst hækkuð hjá. Er það fært með mataræði eða vissum lyfjum. 2. Aukinn sykur í blóði 1 ljós hefir komið, að þegar gjört er sykurþolspróf á kransæðasúklingum, finnst til- tölulega há tíðni sykursýki eða trufilaðra efnaskipta, sem síðar leiða til sykursýki. Þessvegna eru slíkar rannsóknir gjörðar, þegar fólk er rannsakað með tilliti til hjartasjúkdóma •jf 3. Hækkaður blóð- þrýstingur Vitað er, að hækkaður blóðþrýstingur hefir í för með sér aukna tíðni kransæðasjúik- dóma. Læknar hafa nú yfir að ráða öruggum filokki lyfja ti’l að lækka blóðþrýsting, og standa því vel að vígi í þeirri baráttu. Við hópransóknir á miðaldra fólki má ætla, að í ljós komi, að þó nokkur pró- sent þeirra hafi hækkaðan blóðþrýsting. ■jf 4. Sígarettureykingar Samkvæmt amerískum og enskum heimildum er dánar- tíðni þeirra, sem reýkja tölu- vert (10—20 sígarettur á dag), mun hærri en þeirra, sem ekki reykja. Stór-reykingamenn (20 sígarettur á dag eða meira) hafa 2% sinnum hærri dánartíðni en þeir, sem ekki reykja, sam- kvæmt amerískum skýrslum. Sömu tilhneiginguna höfum við séð á uppgjöri, sem gjört hefir verið á lyflæknisdeild Landspítalans, varðandi síga- rettureykingar og kransæða- sjúkdóma. ★ 5. Fita Hættan á kransæðasjúk- dómum og öðrum æðasúkdóm- um vex í hlutfalli við aukn- ingu líkamsþyngdar. >ví leng- ur sem oflfitan sitendur, því hættulegra er það heilsu manns. Sérstaklega ber þó að varast, ef fólk fitnar á unglings árunum, og heldur svo þeirri líkamsþyngd eða jafnvel eykur hana. Við rannsókn finnst hjá þessu fólki töluvert aukin tíðni bæði hækikaðs blóðþrýstings, hækkaðrar fitu í blóðinu og til- hneigingar til sykursýki. 6. Hreyfingarleysi og andleg áreynsla: Langt er síðan læknar tóku eftir því, að kyrrsetu- mönnum er hættara við krans- æðasjúkdómum heldur en þeim, sem erfiðisvinnu stunda. Er þetta venjulega skýrt með því, að með vinnu sinni brenni erfiðismaðurinn öl'lum þeim hitaeiningum, sem hann fær úr fæðunni í fonmi fitu og ann- arra næringarefna, en kyrrsetu- maðurinn safnar þeim hitaein- ingurn, sem hann brennir ekki, fyrst og fremst sem fitu á kvið og þjóhnappa, auk þess sem fituefni safnast frekar í æðaveggi hans. Það er óheilia- vænlegt, að oft fara saman kyrrsetustörf, andleg spenna og fituríkt fæði, og má því bú- ast við alvarlegum afleiðing- um, e<f ekki er aðgát höfð. ★ 7. Ættgengi Bæði hérlendis og er- lendis benda rannsóknir til, að viss þáttur erfða geti átt sér stað við kransæðasjúkdóma. Þegar nánustu ættmenn þeirra sjúklinga, sem þjást af krans- æðasjúkdómi eða eiftirstöðvum kransæðastíflu, eru rannsakað- ir með hliðsjón af þeim hættu- merkjum, sem ég hefi talið hér að ofan, kemur í ljós, að þó nókkur hluti þeirra hefir eitt eða fleiri þeirra, og er það mun meiri tíðni en eðlilegt má telja“. ★ Flugslys Óhuganlegt ér að lesa um flugslysið í Japan. Slys verða alltaif, aldrei verður end- anlega hægt að koma í veg fyr- ir þau, hvorki á landi, á sjó né í lofti. En það eru takmörk fyr- ir því hve mikið við þolum að heyra án þess að missa jafn- vægið. Ég hef áður tekið Bo- eing-727 til u-mræðu hér í dál'k- unum og tekið undir með þeiim, sem ekki töldu slysin sanna að þessi þota væri lakari en aðr- ar. Ég er enn sömu skoðunar, þó mér finnist það ofur eðli- legt, að fólk óttist þessa þotu — a.m.k. rétt á eftir slysin. Ef þotan hefði farizt með áhöfn og enga farþega haft innanborðs, hefði það ekki vak- ið jafnmikla athygli — en að vissu leyti hefði það verið jafn alvarlegt. Eftir því sem flugvélarnar stækka hljóta slysin að verða hræðilegri, þegar þau verða á annað borð. En miðað við alla umferðina í loftinu eru flugslysin blessúnar lega fá — og sannleikurinn er sá þrátt fyrir allt, að þekn fer fækkandL ■jf Nútíma þjóðfélag fslendingar fljúga mik- ið og flugvélina nota margir okkar meira til ferðalaga en önnur farartæki Oft heyrum við samt fólk vera uggandi og kvíðafuillt, þegar filugferð er fyrir höndum og slys á borð við þetta í Tokyo verður sízt til að róa þá, sem ekki njóta þess beinlínis að filjúga. Án tillits til þess hvort filug- vélin er stór eða ’lítil — verður fólk auðvitað að leita svarsins hjá sjállfu sér, hvort það er hrætt eða ekki, hvort það kvíðir fyrir flugferð, eða vill fremur ferðast með öðrum farartækjum. En jafniframt leit ar það svars við spurningunni um það, hvort það sé reiðuhúið til þess að vera hluti af nútíma þjóðfélagi, njóta þeirra þæg- inda, sem nútíminn hefur að bjóða — og taka jafnframfc áhættunni. Plugvélarnar hafa stækkað, en fjöldi slysa hefur ekki vax- ið að sama skapi — og stórar flugvélar virðast síður en svo hættulegri en minni flugvélar — nema síður sé. Hins vegar eru slysin óhugnanlegri, þegar þau verða á annað borð, eins og ég sagði að framan. Kunningi minn hringdi 1 fyrradag, og sagði, að lengur væri ekki hægt að aka Grens- ásveg. Hann býr þarna innfrá og er þeirrar skoðunar, að jafn- gott sé að loka götunni alveg og að leyfa umferð um hana 1 því ástandi sem hún er nú. — Ég held, að ég fari ekki með rangt mál, en ég man ekki bet- ur en Grensásvegurinn sé ein- mitt á malbikunaráætluninnl fyrir þetta ár. Vonandi kemur að þeirri malbikun mjög bráð- lega, því satt er það, Grensás- vegurinn er ekíki með beztu götum bæjarins. íbúðir — íbúðir Til okkkar berast daglega fyrirspurnir um íbúðir. Ef þér viljið selja, verða íbúðir skráðar um helg- ina í símum 10071 og 33963. Ólaffup Þopgrlmsson nn. Auslurstræti 14, 3 hæö - Sfmí 21785 A — 0 Hvort sem nafnið á bílnum byrjar á A eða Ö eða einhverjum staf þar á milli þá framleiðum við áklæði á bílinn. Klæðum hurðarspjöld. Klæðum sæti. Ofur Sími 10659 — Hringbraut 121. (búð óskast til leigu 4—6 herbergja íbúð, helzt í eða nálægt Hlíðun- um, óskast til leigu nú þegar eða sem fyrst. — Uppl. í síma 2-30-69. Leðurjakkar stúlkna og drengja á kr. 2285.— og kr. 2250.—. Verzlun O. L. Traðakotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.