Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Sunnurdagur 6. febrúar 1966 Kristín Ólafsdóttir frá Möiruvöllum — Minning A MORGUN verður til mold- ar borin frá Reynivallakirkju móðursystir mín Kristín Ólafs- dóttir fyrrum húsfreyja að Möðruvöllum í Kjós, en hún lézt í Landakotsspítala hinn 1. þ.m. á áttugasta aldursári. Kristín var fædd 24. nóvem- ber 1886 að Auðkúlu 1 Arnar- firði, og var amfirzk í báðar ættir. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Fálsdóttir og Ólafur Ólafsson, skipsjóri, í Stapadal og bóndi að Auðkúlu. Var Þuriður dóttir Páls Sím- onarsonar bónda og hreppstjóra að Dynjandi og í Stapadal og konu hans Sigríðar Jónsdóttur Bjamasonar bónda í Stapadal og HringsdaL Ólafur faðir Kristínar var sonur Ólafs bónda Jónssonar að Auðkúiu og konu hans Guðnýjar Ólafs- dttóur frá Haukadal í Dýrafirði. Voru í þessum ættum margir harðfengir atorkumenn og glæsi- legar og mikilhæfar konur. Ung að árum missti Kristín föður sinn. Tvistraðist þá heim- ilið og fluttist hún þá að Otra- dal til séra Jóns Ámasonar og móðursystur sinnar Jóhönnu Pálsdóttur. Minntist Kristín æt- íð síðan með miklu þafcklæt vem sinnar í Otradal og þeirrar elsku og uppfræðslu, er hún naut á heimili frú Jóhönnu og séra Jóns. Áxið 1912 giftist hún eftiriif- andi manni sínum Sigurði Guð- mundssyni frá Möðruvöllum. Bjuggu þau fyrstu búskaparár- in í Hafnarfirði, en fluttust það- an að Möðruvöllum og bjuggu þar á hálfri jörðinni á móti bróð ur Sigurðar í 30 ár, en þá tók Guðmundur sonur þeirra. við jörðinni, sem þau gerðu að ætt- aróðali. Áttu þau heimili að Möðmvöllum, og vom sjálfra sín þar til þau fluttu til Reykja- víkur fyrir þrem árum, enda var þá heilsan tekin að bila hjá þeim báðum. Möðmvellir eru kosta og flutn ingsjörð. Hefir þar löngum ver- ið tvíbýli, en mönnum þó bún- ast vel. Eftir því sem ég þekkti til, var búskapur þeirra Kristín- ar og Sigurðar rrvð miklum myndar- og snyrtibrag. Þótt efn- in væm aldrei mikil, vom þau drjúg og blómgu/ust. Bættu þau jörðina mikið í ræktun, byggðu á henni steinhús og útáhús, enda var húsbóndinn orðlagður hag- leiks- og starfsmaður. Mjög var ástúðlegt með þeim hjónum og þau samhent í lífsbaráttunni. Hjálpsemi og góðsemi í garð annarra ,bæði skyldra og vanda- lausra, var fúslega veitt og í ríkum mæli. Kristín og Sigurður eignuðust fjögur böm. Þau em: Guðmund- ur bóndi að Möðmvöllum, giftur Guðrúnu Jónsdóttur frá Sandi i Kjós, Guðný Lovisa, gift Páli Beck, starfsmanni hjá Reykja- víkurborg, Ólafía Petrún, gift Sigurði Pálssyni, húsasmíða- meistara í Reykjavik. Dóttir þeirra Guðlaug dó uppkomin, mesta efnisstúlka. Þá ólu þau upp systurdóttur Kristínar, Sig- líði Kristmimdsdóttur, gifta Her manni Meldal, og frú Kristín Guðmundsdóttir í Reykjavík kom á heimili þeirra 7 ára göm- ul og dvaldi þar til hún varð uppkomin. Kristín var tæplega msðal- kona á hæð. Hún var svipmikil, með hátt enni og skír augu. Hún kom einarðlega fyrir, var lát- prúð í viðmóti og svipurinn góð- legur, það sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún var vel viti borin, ákveðin í skoðunum, drenglynd, guðhrædd og góð- gerðasöm. Mannkostir hennar voru engin fordild og góðvild in var einlæg. Hún hélt fullum sálarkröftum fram í andlátið. Hún var gæfukona. Mér em mjög minnisstæð, sem smáhnokka fyrstu kynni af Kristínu móðursystur minni, en það var vorið 1918, þegar hún og maður hennar komu langa leið úr Kjós vestur í Dali til þess að standa yfir moldum móður minnar. í því árferði var það mikið kærleiksmerki af hennar hálfu, og mér mim seint úr minni líða sú ástúð og hlýja, er mér var þá sýnd. 10 árum síðar, þegar ég sem imglingur kom hingað suður í skóia, var mér tekið með opnum örmum og að mér hlúð eins og ég væri hennar eigið barn. Ég, kona mín og böm okkar þökkum Kristínu frænku fyrir vinátttma og frændræknina í okkar garð. Við biðjum Sigurði manni hennar og börnum þeirra blessunar. Megi minningamar um elskulega góða móður og eiginkonu reynast þeim dýrmæt- ar. Blessuð veri minning hennar. Gunnlaugur Pétursson. t HINAR fyrstu bernskuminn- ingar eru bundnar henni Stínu, eins og við alltaf kölluðum hana. Hún var okkur systkinun- Í um eins og eldri systri, sem allt- af var hægt að leita til þegar i Stórkosfleg Bútasala vandræði bar að höndum, eins og oft vill verða á bammörgu heimili. Kristín var einhver sú lijartabezta kona, sem ég hefi þekkt. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að líkna og hjálpa. Systurdóttur sína Sig- ríði Kristmundsdóttur ól hún upp frá bemsku, enda hefur hún reynst henni sem hennar eigin dætur eftir að hún þurfti að- stoðar við. Aðra munaðarlitla stúlku, Kristínu Guðmundsdótt- ur tók hún að sér þegar móðir hennar féll frá. Ást og tryggð þeirra varaði einnig til hinztu stundar. Kristín var sérlega bamgóð, sem dæmi þess má nefna að lít- ill frændi hennar, sem hafði ver- ið í sumardvöl á Möðruvöllum linnti ekki látum fýrr en hann fékk að fara þangað í sumar- leyfinu, þótt foreldrar hans væru þá íluttir í aðra heims- álfu. Þuríður, móðir Kristínar og móðursystir mín var skarpgáf- uð kona, fróð og minnugt og eins og dóttir hennar mjög sýnt um að annast sjúka. Ég er sann- færð um að hún hefði orðið af- bragðs hjúkrunarkona ef hún hefði átt þess kost. Hjónaband þeirra Sigurðar og Kristinar var mjög farsælt. Hann var oft langdvölum frá heimili sinu við smíðar og húsabyggingar í sveit- inni, en gat verið öruggur um að heimilinu væri óhætt í um- sjá hennar. Síðari hluta æfinnar var Krist ín rnjög heilsuveib en hún kvart aði aldrei, og ljómaði af ánægju þegar gestir komu til hennar, þó að líðanin væri ekki alltaf góð. „Blessuð bömin eru svo góð við okkur“, sagði hún ævinlega. Við fráfall hennar leitar hugur vina og ættingja til Sigurðar manns- ins hennar. Hann hefur misst mest þó að böm og bamaböm hafi einnig misst mikið. Sjálf sakna ég frænku minnar mjög þvi að hún var sú kona sem minnti mig mest á hana mömmu mína. Á morgun verður hún lögð til hinztu hvíldar í kirkjugarðinum á Reynivöllum við hlið elskaðr- ar dóttur, sem lézt í blóma lífs- ins. verðlækkun Verzlunin Vík Laugavegi 42. Sigríður Jónsd. Magnússon Lóð óskast Lóð undir einbýlishús óskast keypt. Helzt í Vest- \ urborginni eða Seltjarnarnesi. Tilb., merkt: „Út- sýni — 8112“, sendist Mbl. fyrir miðvikudag. Útsala — Úfsala hefst á mánudag Gullöld vísindanna VIÐ sem nú erum uppi lifum á gullöld vísindanna. Við eigum við að búa meiri framfarir og örari en þekkzt hafa á þessum hnetti fyrir okkar dag. Tækni og vísindi eru einkunnarorð okkar tíma. En ef við gef- um okkur tíma til að staldra við eitt andartak og hug- leiða þessar framfarir — hversu horfir þá við? Höfum við gengið þessa miklu og breiðu framfarabraut okkur til góðs? Eða höfum við kannski misstigið okkur í asanum? Höfum við kannski gleymt að elska náungann af því við gefum okkur ekki tóm til þess fyrr en við erum vissir um að vera honum fremri? Víst er um það, að tæknin hefur gert okkur kleift að vinna ýmis afrek, afrek, sem forfeður okkar þorðu tæpast að láta sig dreyma um. Vald mannsins á um- hverfi sínu hefur aukizt meir undanfarna öld en þau þúsund ár sem þar fóru á undan. Þegar ég var barn var ekkert rafmagn til, ekki síminn og engir bíl- ar, flug var óþekkt fyrirbæri og furðuverk á borð við útvarp og sjónvarp fyrirfundust aðeins í ævintýra- legum bókum Jules Verne. í>ó kunnu menn þá að hagnýta sér gufuaflið og þá voru járnbrautirnar komnar til sögunnar og sömuleiðis gasljósið. Samt var það svo, að enginn reginmunur var á samgöngu- málum, fjarskiptum og borgarlýsingu í Frakklandi við upphaf 20. aldarinnar og á dögum Montaignes (16. öld). Víst fór ýmsu fram allar þessar aldir — en allt varð það hægt og sígandi. Nú á tímum líður aftur á móti ekki svo áratugur og tæplega ár að ekki verði einhverjar þær framfarir er gjörbreyti aðstöðu manna og aðbúð. Þessi gullöld vísindanna, sem nú ríkir hefur fært mönnunum svo mikið vald yfir umhverfi sínu að þeir eru enn eins og hálf-smeykir við að beita þvl Fram- farirnar hafa orðið svo snöggar, að menn hafa tæpast áttað sig á alls kostar á þeim fyrr en eitthvað nýrra og stórkostlegra er komið til sögunnar. Það er ekki að undra þó sumir séu dálítið ruglaðir í ríminu. Fyrstu verulegu framfarirnar urðu á öld gufuvélar- innar, járnbrautanna og gufuskipanna. Sá tími færði mönnum heim sanninn um hversu mikils mátti vænta af auknum hraða og auknu vélarafli. Svo kom öld rafmagnsins, sem lýsti upp borgir og bæi, varð upp- hafið að símanum og fjarskiptum á ýmsum sviðum, tengdi fjarlæg lönd og álfur. Síðan lærðu menn að hagnýta sér orku olíunnar og bifreiðin tók við sem hraðamiðlari af járnbrautunum. Svo kom flugið til sögunnar og hraði flugvélanna jókst von bráðar svo ört að menn sundlaði við. Fyrstu bifreiðarnar snigl- uðust áfram — eða það þykir mönnum nú, þó þá hafi hraðinn verið fullboðlegur — með tíu til tuttugu km hraða á klukkustund. Nú eru sérfræðingar í flugmál- um í þann veginn að gefa gömlu kílómetra-hraðaein- inguna upp á bátinn. Nýjustu gerðir véla hafa að hraðaeiningu svo og svo mörg mach, eða margfeldi af hraða hljóðsins. Og nú er í smíðum vél sem flogið getur milli Parísar og New York á þremur klukku- stundum. Hnötturinn er allur að hrökkva saman og fjarlægðirnar að verða að engu. Kjarnorkurannsóknir hafa orðið upphaf mikilla framfara í heimi vísindanna. Tekizt hefur að smíða aflvélar sem hafa úraníum að eldsneyti rétt eins og fyrirrennarar þeirra kol og olíu. Þessi tækni verð- ur mannkyninu ennþá mikilvægari er fram líða stund- ir og fyrri orkulindir fara þverrandi. Eins og er, lif- um við á orkubirgðum þeim sem safnazt hafa fyrir í jörðu í líki kola og olíu. En er þær þrýtur eigum við samt af nógu að taka þar sem eru úraníum og önn- ur kjarnakleyf efni. Það er ekki einasta að þessir orkugjafar framtíðarinnar tryggi nær ótakmarkaða orkuneyzlu hinna háþróuðu iðnaðarlanda heims, heldur geta þau lönd sem skemur eru á veg komin einnig haft af þeim mikil not. Ekki megum við heldur gleyma útvarpinu, sjón- varpinu, ratsjánni og öllu því sem rafeindin, sú ör- smáa ögn, hefur fært okkur. Rafeindasmásjáin er með merkari framlögum vísindanna til læknisfræð- innar og hefur reynzt gulls ígildi í efnaiðnaðinum. Hver veit nema hún eigi einn góðan veðurdag eftir að varpa ljósi á leyndardóma erfða og elli. Útvarp og sjónvarp gegna æ viðameira hlutverki í lífi okkar. Þeim er það að þakka, að menn geta fylgzt með því sem er að gerast í heiminum þótt þeir byggi sjálfir útkjálka og eyðisker, séu staddir upp til fjalla eða á hafi úti, langt inni í myrkviðum fruniskóganna eða á sléttum og eyðisöndum. Og gervihnettirnir, sem nú eru komnir til sögunnar, gera heimsfrægum lista- mönnum kleift að gleðja hug og hjörtu manna um ger- vallan hnöttinn á samri stundu. Með fullkomnun fjölmiðlunartækja er svo komið að fréttir berast um heiminn á svipstundu, almenningsálitið verður á á- hrifameira, mennirnir kynnast hverjir öðrum betur og ágreiningur þeirra fer minnkandi. Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.