Morgunblaðið - 10.02.1966, Page 1

Morgunblaðið - 10.02.1966, Page 1
28 síðuí AIH síðan stjórn Ians Smiths I Ródesiu setti olíubann á grannríkið Zambíu hafa Bretar séð Zam- híumönnum íyrir olíu loftleiðis. Þessi „olíu-loftbrú“ er dýrkeypt nokkuð, því fyrir hverja smálest af olíu sem flutt er til Lusaka í Zambíu brennir flugvélin tveimur smálestum eldsneytis þær átta stundir, sem það tekur að fljúga til Lusaka frá Nairobi í Kenya. Myndin var tekin á flugvellinum í Nairobi af olíutunnum sem þar bíða flutnings og vélum brezka flughersins, sem þær flytja. Verður réttur settur í dag yfir Sinyavsky og Daniel? Valery Tarsis heldur fund með frétta- mönnum í London síðdegis í dag Moskvu, 9. febr. — NTB. RÉTTARHÖLDIN yfir sov- ézku rithöfundunum Andrei Sinyavsky og Yuli Daniel munu hefjast í Moskvu á TOorgun, fimmtudag, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Sovétríkjunum. Áður hafði verið fullyrt að Saragat ger- réttarhöldunum yrði frestað. Rithöfundunum tveimur er gefið að sök að hafa haft um hönd and-sovézka starfsemi og eiga þeir á hættu allt að sjö ára frelsisskerðingu. Þeir hafa gefið út bækur á Vestur- löndum undir dulnefnunum Abram Tertz óg Nikolai Arz- hak. Dulnefnin munu að öll- um likindum verða með mikil vægustu þáttum málsins og hefur m.a. verið lögð á það á- ur bókmenntagagnrýnandi og heíur flutt fyrirlestra um bók- menntir við Gorki-stofnunina í Moskvu. Hann hefur jafnan verið talinn til frjálslyndari mennta- manna í Sovétríkjunum, en fregn in um að hann væri hinn kald- hæðni Abram Tertz kom flatt upp á bókmenntamenn í Moskvu. Þekktasta verk Daniels er skáld- sagan „Moskva kallar“. TARSIS Ekkert er enn um það vitað hvaða ástæður liggja að baki leyfi Sovétstjórnarinnar til handa rithöfundinum Valery Tarsis að fara úr landi og ferðast til Eng- lands. Tarsis kom til London í Framh. á bls. 2 Belgíska stjórnin sögð riða til falls Spaok hættir við ferð Brússel, 9. febrúar NTB. TJtanríkisráðherra Belgíu, Faul Henri Spaak, hefur hætt við för sína til Sovétríkjanna, sem hefj- ast átti á morgun, fimmtudag. Ástæðan til þess er stjórnmála- ástandið í Iandinu,' sem nú er hið versta og hefur einnig haft af utanríkisráðherranum Dan- merkurför í fylgdarliði Baldvins konungs og Fabiolu drottningar, sem þangað eru komin í opinbera heimsókn. Menn höfðu gert sér miklar vonir um heimsókn Spaaks til Sovétríkjanna og hefur það vald- ið vorabrigðum að ekkert skuli verða af henni. Spaak átti m.a. að eiga viðræður við ýmsa ráða menn í Sovétríkjunum, þar á meðal starfsbróður sinn, Gromy- ko utanríkisráðherra. Spaak heí- ur rætt oft við sendiherra Banda rikjanna í Brússel undanfarna daga til undirbúnings Moskvu- förinni. Komið var í veg fyrir verk- fall (það í Belgíu í dag er ella sína til Sovétríkjanna hefði tekið til allra starfsmanna gas- og rafveitna í landinu, tæp um tveimur klukkustundum áð- ur en leggja átti niður vinnu. Sættust fulltrúar verkalýðsfélaga og vinnuveitenda þá á 6,5% launahækkun á fundi með at- vinnumálaráðherranum, Leon Servais. Miklar deilur eru nú innan ibelgísku ríkisstjórnarinnar um það hvort koma eigi á ókeypis læknisþjónustu í sjúkrahúsum eða ekki. Hafa 9.000 belgískir læknar hótað að leggja niður vinnu verði þessari skipan kom- ið á. Sósíalistar í ríkisstjórninni krefjast þess að stjórnin láti tii skarar skríða þrátt fyrir and- mæli læknanna, en ráðherrar úr flokki Kristilegra sósíalista, flokki Harmels forsætisráðherra, eru tilleiðanlegir til þess að slá málinu á frest. Er það mál margra að stjórn- in riði nú til falls og t.ilgangs- laust sé að reyna að lengja lif- daga hennar. Humphrey leqqurupp í ferðtii SA Washington, 9. febrúar, NTB, AP. HUBERT HUMPHREY varafor- seti Bandaríkjanna hefur nú lagf upp í langferð sína til S-Vietnam, Thailands og fleiri SA-Asiulanda auk Ástraliu. Er för hans til þess gerð að leggja áherzlu á hug Johnsons forseta til S-Vi- etnam og áhuga hans á þvi að barizt verði áfram í landinu ekki einasta á sviði hermála heldur og landsmála. Á eftir Humphrey munu halda austur ýmsir sérfræðingar Banda Asíulanda ríkjastjórnar í heilbrigðismálum, kennslumálum og landbúnaðar- málum til aðstoðar S-Vietnam- stjórn f baráttunni gegn hungri, fáfræði og sjúkdómum. Johnson forseti hefur lýst yfir því að hann muni ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að leita eftir friði í Vietnam, Iþrátt fyrir andúð S-Vietnamstjórnar á því að semja við fulltrúa Viet Cong og í trássi við vilja hennar í iþessu efni. Segir forsetinn að enn standi opnar dyrnar til friðarins Framhald á bls. 2. ir þriðju tilraun Róm, 9. febr. — NTB: GTUSEPPE Saragat, forseti ftal íu, hóf í dag þriðju tilraun sína til að leysa stjórnarkreppu þá, sem nú hefur staðið á Ítalíu í nær þrjár vikur. Samsteypuflokkarnir fjórir segjast allir helzt kjósa nýja stjórn undir forystu Aldo Moro fráfarandi forsætisráðherra, en litlar borfur eru samt á því enn að saman gangi um stjórnar- myndun. í fyrri viku strönduðu samningaviðraeður á hugsanlegri þátttöku Mario Scelba úr kristi- lega demókrataflokknum í stjórn inni. Scelba, sem hefur áður gegnt embættum forsætis- og innanríkismálaráðherra, er í bópi hægrimanna í flokki sín- um og hefur til skamms tíma verið mótsnúinn samsteypu- stjórninni sem var heldur vínstri sinnuð. Sósíalistar vilja hvorki heyra Scelba né sjá. Saragat áformar viðræður við 29 stjórnmálamenn í þessari til- raun sinni og hyggst ljúka við- ræðum þessum fyrir helgi, helzt á föstudag. herzla í sovézkum blöðum að rithöfundarnir tveir hafi skot- ið sér á bak við aðfengin nöfn er þeir hafi gagnrýnt aðstæð- ur í Sovétríkjunum en hafi svo á hinn bóginn komið fram í Moskvu sem „heiðarlegir sovézkir rithöfundar“. Er m.a. bent á að rithöfundurinn Val- ery Tarsis, sem er höfundur ýmissa bóka miklu fjandsam- legri Sovétríkjunum er gefn- ar hafa verið út á Vesturlönd- um hafi nú fyrir skemmstu fengið vegabréfsáritun til London, en Tarsis hafi alla tíð ritað undir eigin nafni. Sinyavsky er rússneskrar ætt- ar, en dulnefni hans, Abram Tertz, er með gyðinglegum keim og er talið að það geti orðið enn ein ásökunin á hendur honum. Daniel er Gyðingaættar og hefur þýtt margar bækur á rússnesku ai tungum smærri þjóðarbrota í Sovétríkjunum. Báðir eru þeir Sinyavsky og Daniel á fertugs- aldri, kvæntir menn. Þeir hafa ekki séð fjölskyldur sínar síðan þeir voru teknir höndum í sept- ember í fyrra. Frægasta hók Sinyavskys er „Réttur er settur". Hann er kunn dnógar upplýsingar ennþá um tunglskotiö Rætt við Þorstein Sæmundsson stjörnufr. n------------n Sjá grein um Lunu-9 á bls. 12 og 13. □_-----------n í TILEFNI hins mikla af- ' reks rússneskra vísinda- manna á dögunum, er þeim heppnaðist að láta tungl- flaugina Luna 9. lenda mjúklega á tunglinu, hefur Morgunhlaðið snúið sér til Þorsteins Sæmundssonar, stjörnufræðings, og leitað álits hans á atburðinum. — Þorsteinn sagði: — Þetta var mikið vís- indalegt aírek og er stórt skref í áttina til þess að senda menn til tunglsins. — Lending tunglflaugar- innar veitir áreiðanlega góðar upplýsingar um yfir- borð tunglsins, þar sem hún lenti, og nákvæmari hug- mynd um hina smærri drætti yfirborðsins. — Ég vona að Rússar sjái sér fært að veita þær upplýsingar, sem vísinda- menn um allan heim bíða eftir. — Þær upplýsingar, sem nú Mggja fyrir um tungl- skotið, eru ekki nægjanleg- ar til að draga endanlegar ályktanir. Nægilega góðar ljósmyndir hafa enn ekki verið birtar né heldur upp- lýsingar um, hvernig þær eru teknar, úr hvaða hæð og yfir hversu stórt horn Framh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.