Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU NBLAÐJÐ Fimmtudagur 10. feb'rúar 1966 BILA m MAGIMUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190-21185 eftir lokun simi 21037 tÍM'3-íl-G0 mnum Volkswagen 1965 og ’66. BÍ LALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. S/Mf 34406 SBN DUM L I T L A bilaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bílaleigan VAKUR Sunllaugaveg 12. Sími 35135 og eftir lokun símar 34936 oig 36217 Daggjald kr. 300,00 og kr. 3,00 pr. km. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar pústrór o. ÍL varahiutir margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐKIN Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LAGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. ■fc Skíðin Nú eru skíðamótin að hefj- ast. Ekki vantar snjóinn vestra nyrðra og eystra, en af honum er samt ekki allt of mikið hér syðra — a.m.k. ekki í nágrenni Reykjavíkur. Nú ættu þeir, sem eiga skíði og skíðaútbún- að að nota hverja stund, sem gefst til skíðaferða. Sleppið ekki helginni, ef veður verður gott. í>að er ekki vist, að næsta helgi verði jafngóð. Katalína Útlendingur, nánar tiltekið Bandaríkjamaður, sem búsett- ur er hér í borginni og hefur verið í mörg ár, kom að máli við Velvakanda og bað hann að koma því á framfæri við Landhelgisgæzluna, að hún léti ekki rífa Katalínuflugbát- inn, sem hvolfdi í óveðrinu á dögunum. „Ég veit, að þessi flugvél er stjórnarvöldunum verðlaus, en hún yrði strákuniun mikils virði, ef flugvélinni yrði kom- ið á réttan kjöl aftur og hún bundin niður einhvevs staðar á borgarsvæðinu þar sem pilt- ar hefðu aðgang að henni. Ein- hver klúbburinn mundi taka þess konar „klúbbhúsi" með þökkum, ég efast ekki um það,“ sagði maðurinn „Það ætti að gefa strákunum kost á því að nota flugvélina — og láta þá jafnframt halda henni við, halda henni hreinni, mála hana — og gera þeim það skiljan- legt strax í upphafi, að hún yrði tekin aftur, ef umgengnin yrði ekki góð.“ Þetta er ágæt tillaga. Strák- arnir hafa yfirleitt mikinn áhuga á flugi og flugvélum. Mörgum yrði þetta kærkomið tækifæri til að komast í nán- ari snertingu við flugið. Maðurinn hafði líka orð á því, að smávélin, sem líka fauk í ofviðrinu — og sögð er fyrsta flugvél Loftleiða — ætti betur skilið að lenda á safni, en að verða veðri og vindum að bráð. Vélin gæti orðið vísir að flugmálasafni — og siðar meir mundu margir sjá eftir að vél þessi var ekki varðveitt, ef hún verður nú látin grotna niður. •fc Leikför til Vesturheims Frá því hefur verið skýrt hér í blaðinu, að Leikfélag Reykjavikur muni fara í leik- för til Vesturheims og sýna Fjalla Eyvind. Þetta er skemmtileg nýbreytni — og fullvíst er, að við höfum hing- að til gert of lítið af því að viðhalda tengslunum við Vest- ur-íslendinga með því að senda listafólk okkar þangað vestur. í þessari fyrirætlun Leikfél- agsins felst töluverð dirfska, því að list þeirra, sem flytja hið talaða orð, nær til mun færri manna erlendis en list hinna, sem flytja tónlist — svo ekki sé meira sagt. — Von- andi gengur þetta samt vel og e.t.v. verður það upphaf að nánari samskiptum við Vest- urheimsmenn á listasviðinu — þ.e.a.s. að við miðlum ein- hverju af því, sem við eigum og getum miðlað. Frá Norður- Ameríku fáum við hins vegar árlega hemisóknir fjölda lista- manna — og kunnum við vel að meta það. -yif Nokkur skrýtin nöfn Og hér kemur bréf frá fyrrv. háskólastúdent : „600 háskólastúdentar hafa mótmælt erlendu sjónvarpi, lesum við í blöðunum. Lbtinn með nöfnum þessara náms- manna í Háskóla íslands barst mér af tilviljun í hendur og ég fór að blaða í honum. Ekki af því að ég sé áhugamann- eskja um sjónvarpsmálin, hvorki með eða móti. Ég hefi ekki sjónvarp og hefi ekki hugsað mér að fá það, vil held- ur sitja með góða bók í tóm- stundum, en læt svo aðra um að velja sér sitt tómstunda- gaman. En þessi listi kom mér dálít- ið spánskt fyrir sjónir, því á honum sá ég fjölda mörg nöfn, sem ég þekkti frá því ég var í menntaskóla og háskóla, en það er bara svo langt síðan, að mig furðaði satt að segja á því hve stór hluti af þessu fólki hefur hlotið þau örlög að verða svokallaðir eilífðar- stúdentar. Þetta var þó ekk- ert óskynsamt fólk á sínum tíma. Yfirlýst göfuglyndi Þetta á sjéilfsagt allt sín- ar skýringar, hvers vegna þess ir gömlu kunningjar mínir hafa verið svona lengi að koma sér gegnum háskólanám — líf- ið erfitt. Þó rakst ég þarna 4 eitt nafn að minnsta kosti, sem ég þóttist vita að væri komið á listann fyrir einhvern misskilning, enda hefi ég kon- unnar eigin orð fyrir því að hún sé alls ekki háskólastú- dent og auk þess að hún sé svo göfuglynd að henni dytti aldrei í hug að setja nafn sitt undir það sem ekki væri rétt. Svo ekki má blanda henni sam an við okkur hin, sem ekki höfum lýst sérstaklega yfir göfuglyndi okkar. Þetta er Guðrún Helgadótt- ir, sem 23. janúar sl. skrifaði ákaflega heiðvirða grein í Þjóð viljanum, er hún nefndi „Upp á æru og trú“ og sagði m.a. er hún hneykslaðist mest á há- skólanum og óreiðunni þar, ásamt öllu mögulegu öðru: „Til frekari upplýsingar get ég getið þess, að sjálfa mig fann ég þarna á skrá (í skrá yfir háskólastúdenta, innskot bréfritara). Ég tók lítið próf við skólann vorið 1963, en ég hefi ekki komið þar síðan. Ég tek þetta aðeins fram til aug- lýsingar á göfuglyndi mínu, því að með þessu afsala ég mér ska-ttafrádrætti, sem mér bar ekki síður en öðrum.“ Þetta fannst mér verulega göfugt af frúnni, jafnvel og göfuglyndið hefði alls ekki ver ið það sama, ef hún hefði af- salað sér skattafrádrættinum með því að fá sér ekki sér- sakt vottorð til skatayfirvald- anna um að hún sæki ekki tíma, eins og krafizt er. En ég get ekki að því gert, að mér finnst svolítið lágkúrulegt af konu með svo mikið göfug- lyndi, að hún skyldi nú ekki herða sig upp í að mótmæla, þó það sé kannski ekki ein3 fínt sem húsfrú eða ritari. „Vér háskólastúdentar . . ... .“ var ekki verulega stórmannlegt að nota sem ávarp fyrir alvöru- mótmæli, sem áttu líka að fara inn á sjálft alþingi. Þama hafa verið einhver mistök, því hver vill sigla undir fölsku flaggi á göfugu plaggi til göfugrar sam- kundu. Áreiðanlega ekki yfir- lýst göfuglynt fólk. 1116 eða 500 stúdentar Annars var það fleira í grein frúarinnar, sem ekki stemmdi almennilega við þessar 600 und irskriftir og þau ummæli að þetta væru nú ekki allir há- skólastúdentarnir, sem hefðu viljað mótmæla. Hún begir nefnilega í fyrrnefndri grein; „Það er glæsilegt að tala um í hátíðarræðum, aðlU6 stúdent ar séu innritaðir. Ég leyfi mér að efast um að meira en 500 komi nokkum tíma í skólann..“ Svona getur þetta verið, ekki eru allir svo göfugyndir sem frúin, að þeir afsali sér bara háskólastúdentatitlinum á prenti. Þú verður nú að afsaka, Vel- valkandi minn, þó ég sé að skipta mér af svona máli, sem mér kemur í rauninni ekkert við, eins og það hverjir horfa á sjónvarp. En þetta er líklega smitandi. Og líklega hefi ég komizt í of náin kynni við þetta vandaða og göfuglynda fólk, sem ekki má vamm sit vita og raunar vill bjarga öll- um hinum frá táli heimsins. Með þökk fyrir birtinguna. Fyrrverandi háskólastúdent, sem er bara húsmóðir.“ Cstanley] Bílsktirshurbajárn — fyrirliggjandi — STANLEY — j á r n fyrir hurðastærð 7x9 fet. 1 r ludvig STORR J L Á með læsingu og handföngum. Sími 1-33-33. Bezt á ðugíýsa í IVIorgunblaðinu Akureyri — IM ær s veitir HÖFUM OPNAÐ SKYNDISÖLU í HÚSI SJÁLFSBJARGAR. MIKIÐ ÚRVAL AF MJÖG ÓDÝRUM VÖRUM. SKYNDISALAN VERÐUR AÐEINS ÚT ÞE NNAN MÁNUÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.