Morgunblaðið - 10.03.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 10.03.1966, Síða 3
Fimmtudagur 10. marz 1966 MORCU N BLAÐIÐ 3 Concord tekur á sig mynd Hluti af skrokk og væng Concordþotunnar rétt innar. áður en hann var fluttur til tilraunastöðvar TJNNH) er nú af kappi við smíði Concord-risaþotunnar, en Bretar og Frakkar standa sameiginlega að smíðinni, sem fram fer í Frakklandi. Risa- þotan Concord á að fljúga yf- ir hljóðhraða. Samkvæmt á- ætlun á hún að fara í reynslu flug 1968. og þremur árum síðar er gert ráð fyrir því, að Concord-þotan verði tekin i notkun á flugleiðinni London og NY. Mun Concord aðeins verð’a þrjá klukkustund ir að fljúga yfir Atlantshafið. 4. marz sl. var miðhluti vængs tilraunaþotunnar, sem í smíðum er fluttur um götur Toulöuse í Frakklandi, svo og hluti af skrokknum. Var hvorttveggja flutt til tilrauna stöðvar Etablissement Aeran- autique de Toulouse í Pont de L’Hers. Þar munu flugvéla hlutirnir vera þrautprófaðir. Hér standa helztu ráðamenn Concord-áætlunarinnar með líkan af risaþotunni fyrir framan sig. Frá vinstri: Pierre Satre, tæknilegur framkvæmdastjóri, R.S. Brown, British Aircraft Corporation og Bernard Dufour, framikvæmdastjóri Sud Aviation. — Dönsku kosningarnar Framh. af bls. 1. arflokkurinn 19. Jafnaðar- menn misstu hinsvegar 20 sæti. Kjörsókn í þessum nýafstöðnu kosningum var mun meiri en ár- ið 1962. Um tvær og hálf milljón manna neyttu atkvæðisréttar síns og víða var kjörsókn tæp- lega 90%. í Kaupmannahöfn jók sósíalíski þjóðarflokkurinn all- mikið við sig eða 18 þús. atkvæð- um. Þeir bættu við sig 4 sætum, en Ihöfðu'áður 9. Jafnaðarmenn töpuðu 9.300 atkvæðum, og jafn- framt fjórum borgarstjórnarsæt- um af þeim 27, sem þeir áður höfðu. Jafnaðarmenn misstu meirihluta sinn í eftirtöldum bæjum og borgum: Köge, Hels- ingör, Frederikshavn, Varde, Bogense, Assens, Svendborg og Nyköbing. Vinstriflokkurinn og íhaldsmenn misstu meirihlutann í Thisted og Frederiksund. Hið mikla tap jafnaðarmanna i Kaupmannahöfn, er fyrst og fremst talið stafa af afstöðu þeirra til húsnæðismála; þeir hafa m.a. beitt sér fyrir hækkun á húsaleigu í eldri byggingum. Þegar ljóst varð að jafnaðar- menn höfðu beðið mikinn ósigur í Kaupmannahöfn, sagði borgar- stjórinn, Urban Hansen, að hann hefði búizt við þessu. Hann sagði ennfremur, að kosningaúrslitin sýndu í rauninni ekki afstöðu fólksins til almennra borgar- mála, heldur eingöngu til hús- næðismála. Eftir kosningarnar sagði Jens Otto Krag, forsætisráðherra, að úrslitin í kosningunum myndu ekki Ihafa nein veruleg áhrif á landstjórnarmál Danmerkur, því vitað væri að margir kysu öðru- vísi í bæja- og sveitastjórnar- kosningum en í þingkosningum. Formaður íhaldsflokksins, Poul Sörensen, taldi úrslitin gefa til kynna þá ósk fólksins, að borg- aralega samvinnu yrði að auka og styrkja. Formaður hinna rót- tæku, Hilmar Baunsgaard, taldi helztu niðurstöður kosninganna vera þær, að sósíalíski þjóðar- flokkurinn hefði unnið sæti af jafnaðarmönnum, en að hann sæi enga ástæðu fyrir íhalds- mepn að vera með bjartsýni. Úrslit: (tölurnar í svigum frá seinustu kosningum árið 1962): Jafnaðarmannafl. 36.19% (39.0) íhaldsflokkurinn 24.69% (22.5) Vinstri flokkurinn 21.69% (22.0) Sósíalíski þjóðarfl. 7.29% ( 5.0) Róttækir 6.05% ( 6.0) Kommúnistar 0.99% ( 1.0) Rettsforbundet 0.68% ( 1.3) Þýzki þjóðernismhl 0.3 % ( 0.3) Aðrir flokkar 2.39% — Djakarfa Framhald af þls. 1. dio er núverandi menntamála- ráðherra landsins, en stúdentarn ir eru honum mjög mótfallnir og halda því fram að hann sé komm únisti. Stúdentarnir rótuðu í skjölum stofnunarinnar, læstu öllum dyr um og tóku lyklana með sér. Lög regulið kom á vettvang, en hafð ist ekkert að, enda við ofurefli að etja. Á miðvikudag fór Sukarno í könnunarferð- um byggingar ut- anríkisráðuneytisins, en daginn áður höfðu þúsundir stúdenta ráðizt inn í þær og gert mikinn óskunda. Utanríkisráðherrann, dr. Subandrio og aðrir ráðherrar fylgdu Sukarno um byggingarn- ar. Talsmaður stjórnarinnar sagði í Djakarta útvarpið á mið- vikudag, að stúdentarnir hefðu líklega verið í leit að einhverj- um skjölum. Hann gat þess enn- fremur, að enn væri allmargra mikivægra skjala saknað, þ. á. m. ýmissa milliríkjasamninga. Utan ríkisráðuneytinu verður lokað til 13. marz, til að gera starfsmönn um kleift að hreinsa til og kanna skjalasöfn ráðuneytisins. Mírnrn Kveður við nýjan tón Á síðu Sambands ungra Sjálf- stæðismanna í Mbl. í gær voru birtir kaflar úr grein, sem LáruS Jónsson, bæjargjaldkeri á Ólafs firði og meðlimur í stjórn Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna skrifaði i timaritið Stefni fyrir. nokkru, um framtið norðlenzkra útgerðarstaða. 1 grein þessari kveður mjög við nýjan tón uni atvinnumál á Norðurlandi, og er enginn vafi á því, að hún mun vekja mikla athygli. Hér verður aðeins drepið á eitt þeirra at- riða, sem Lárus Jónsson ræðir um í grein sinni. Hann segir: „Það er einkum tvennskonar áróður, sem dregið hefur hvað mest úr sjálfsvirðingu norð- lenzkra sjávarplássa, svo og áliti almennings á þjóðhagslegu gildí þessara staða og framtíðarvið- gangi. Hið fyrra er almenn spá- sögn Framsóknarmanna un» nýstárlegar náttúruhamfarir af mannavöldum, sem felist í stefnu ríkisstjómarinnar og leiða muni til landauðnar í dreifbýlinu yfir- leitt, en hið síðara eru hinar tví- eggjuðu og ýktu „upplýsingar um ástandið“, sem dreift er um borg og bí frá þessum stöðum, í blöðum og útvarpi, þegar slíkir tímabundnir erfiðleikar steðja að heima fyrir.“ Sjúkleg svartsýni „Landauðnaráróðurinn ýtir þannig undir, að eðlileg óánægja fólks þegar illa gengur verði að hálf sjúklegri svartsýni, sem birtist í ýktum dulmálslýsingum um ástandið. Slíkar upplýsingar gleymast hinsvegar gjarna, þeg- ar skár gengur. Að þessu standa jafnvel forustumenn sumra byggðarlaganna sjálfir, beint eða óbeint. Vítahringurinn full- komnast svo við það, að þessar bölmóðslýsingar verða hinum framsæknu og umbótasinnuðu áróðursmeisturum ferskt vatn á myllu landauðnaráróðursins“ . . . Hver sem tilgangurinn kann að vera með þessum áróðursað- gerðum, hafa þær augljós áhrif á skoðanamyndun almennings um framtíðarviðgang dreifbýlis- ins í heild. Yfirleitt lætur þessi söngur í eyrum manna líkt og útfararsöngur margra byggðar- laga og jafnvel landshluta, þvi menn gera sér yfirleitt grein fyrir því, að framtíð þessara staða verður ekki byggð á fram- færslu til langframa, og heldur ekki þótt um skemmri tíma sé að ræða.“ * r U tf ararsöngurinn laðar unga fólkið ekki að Og síðar segir Lárus Jónsson: „Það virðist ekki þurfa mikla skarpskyggni til þess að sjá, að þessi útfararsöngur er ekki beint til þess fallinn að laða unga menn til þess að hef ja störf og stofna heimili í byggðarlögum, sem þannig dæma' sjálf sig í eyra alþjóðar, eða hvetja þá sem trúað hefur verið fyrir sparifé þjóðarinnar til þess að lána það til framkvæmda á von- lausa staði, sem þá og þegar verði að verðlausum húsa- og mannvirkjakirkjugörðum, en þetta tvennt skortir einna til- finnanlegast á þessum stöðum, unga sérmenntaða menn og f jár- magn til framkvæmda.“ „Hin áðurnefnda bölmóðs- og volæðisvofa, sem virðist vakin upp úr myrkri miðalda á því ekkert erindi til nútíma fólks, hvorki í þessum landshluta eða annars staðar á Islandi, og allra sízt sú fylgja hennar, að mikill hluti þjóðarinnar skuli teljast einskonar niðursetningar i eigin landi á framfæri þess þjóðfélags, sem þetta fólk hefur helgað jafn erfiðan og árangursríkan starfs- dag eins og norðlenzkir sjómenn og verkamenn“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.