Morgunblaðið - 10.03.1966, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. marz 1966.
.... ... ..-.... —^ .... „
KR-vörnin kom í veg fyrir
línuspil Framara
Fram mátti því þakka fyrir
23:21 sigur
ÞAÐ voru aðeins taepar sjö mín-
útur til leiksloka, og staðan var
jöfn 20 mörk gegn 20. Það var
ótrúlegt, þegar tekiff var tillit
til þess, aff þarna ieiddu saman
hesta sína efstu liffin í 1. deild
karla í handknattleik, Fram, og
botnliðiff — KR. En þetta var þó
engin tilviljun, því aff mestan
hluta leiksins höfðu liðin skipzt
á forystunni — og sá maður sem
kom nú í fyrsta skipti í Háloga-
land til þess aff horfa á hand-
knattleik þar, hefði alls ekki get-
aff dæmt um þaff, hvort væri
efsta liffið í deildinni, og hvort
væri þaff neffsta.
• Æsispennandi leikur.
Framarar skoruðu fyrsta
markið, og náði brátt stöðunni
6—2. En KR-ingar skoruðu
næstu 6 mörk, komust í 8—6, og
í hálifleik var staðan 11—10 KR
í vil. Þeir skoruðu síðan fyrsta
mark síðari Ihálfleiks, og hélzt
eins til tveggja marka munur
fram í miðjan hálfleik. Þá náðu
Framarar aftur yfirhöndinni með
16—14. Hélzt sá munur þar til
um sjö mínútur voru eftir af
leik, að Karl Jóhannsson jafnar
fyrir KR 20:20. Nú hófust æsi-
spennandi mínútur. Guðjón skor
aði 21. mark Fram og skömmu
síðar bætti Gunnlaugur öðru
við. En KR-ingar voru ekki á
því að gefast upp og Sigurður
Óskarsson skoraði ágætt mark
aÆ línu fyrir KR. Framarar
höfðu þó ekki sagt sitt síðasta
orð, því að skömmu áður en dóm
arinn flautaði af komst Frímann
inn í vítateigshornið og skoraði
síðasta mark leiksins fyrir
Fram, svo að lokatölur urðu 23
mörk gegn 21 — fyrir Fram.
Úr leik Fram og KR. Sigurður Óskarsson er kominn að lína
Fram en Gunnlaugur kemur á vettvang og er líklega full djarf
ur í vörninni, ef dæma má afmyndinni. — Ljósm. Sv. Þorm.
• Liffin.
Fram fékk nú í fyrsta sinn
á þessu móti verðuga mótspyrnu,
og var engu likara en liðið yrði
að gjalti fyrir henni. Liðið var
mjög ósamstillt í samleik sín-
um, og langskyttum liðsins ge'kk
fremur erfiðlega að finna gluifur
í hinni tvöföldu vörn KR. í>á
var og vörn liðsins mjög glopp-
ótt, og sérstaklega átti hún í erf-
iðleikum að hafa hemil á línu-
spilurum KR. Þó hefur liðið það
sér til afsökunar, að Þorsteinn,
landsliðsmarkvörður, var ekki
Framhald á bls. 27.
Jón Þ. Ólafsson reyndi v/ð
heimsmeistarahæð en tókst ei
Athyglisverður órangur ungra pilta
ó innanfélagsmóti IR
Hér er Stefán Sandholt (Val) kominn hættulega nálægt marki
FH. Örn Hallsteinsson er ekki langt undan og stöðvar skotið,
en að því er virffist ekki á sársaukalausan hátt fyrir Stefán.
ÍR-ingar héldu innanfélagsmót í
frjálsum íþróttum 5. marz sl. tU
undirbúnings Meistaramóti ís-
lands sem fram fer um næstu
helgi. Árangur varff mjög góffur
og meðal anniars átti Jón Þ. Ól-
afsson ágætar tilraunir viff 1,78
í hástökki án atrennu, en þar er
heimsmetiff 1,77. Jón hafði áður
flogiff yfir 1,75.
é>-
Hraði FH opnaði vörn
Vals oft og skemmtilega
FH vann örugglega 28 : 21
SÍÐARI leikurinn, sem fram fór
í 1. deild karla í íslandsmótinu í
handknattleik í fyrrakvöld, var
milli FH og Vals, Eftir frammi-
stöðu Vals fyrr í mótinu, höfffu
flestir búizt viff aff liffiff yrffi ís-
landsmeisturunum skeinuhætt,
en svo varff þó ekki, því aff FH-
ingar tóku nær strax forustuna,
og tókst hinu unga liði Vals
aldrei að ógna henni. 1 hálfleik
var staðan 14—10, í síffari hálf-
leik uku FH-ingar smátt og
smátt viff þessa forustu, svo aff
leikum lauk meff öruggum sigri
þeirra 28 mörkum gegn 21.
FH var í sínu gamla og góða
formi í þessum leik, lék mjög
hratt fyrir utan vörn Vals, og
opnuðu hana oft mjög skemmti-
lega. Liðið sýndi nú oft og tíð-
um mjög skemmtilegt línuspil,
og voru mörg markanna skoruð
af línu, sem er nokkuð óvana-
legt fyrir liðið, sem yfirleitt
skorar nær öll mörk sín með
langskotum. Liðið var traust í
vörn, og gekk langskyttum Vals
— þeim Hermanni og Bergi —
erfiðlega að finna glufur í henni.
Beztu menn FH í þessum leik
voru þeir Guðlaugur, Birgir og
Karl í markinu.
Lið Vals er skipað ungum og
mjög efnilegum handknattleiks-
mönnum, sem síðar meira eiga
án efa eftir að hljóta íslands-
meistaratitilinn, en ennþá skort-
ir þá mjög festu og skipulag í
leÍK. Lioiö leikur mjög hraöan
hanaKnattleik, en ógna alltof
MUö, og gengur pví ou erfiölega
aö opna varnir andstæðingsins.
Uioio reyrur talsvert að íeika
inn á linu, og sendingar inn á
iínu eru oit akaílega vafasamar,
og eins viröist manni sem nokkr-
ir imuspiiarar iiðsins hafi ekki
enn lært til fullnustu að leika
sig „fria“ inn á linunni. Þá er og
vorn liðsins ákaflega götótt.
Beztu menn liðsins í þessum ieik
voru þeir Ágúst,' sem gerði
margt fallegt inn á línunni, Her-
mann og Stefán Sandholt.
Mörk Vals skoruðu: Ágúst 7,
Bergur 5, Hermann 4, Stefán 3,
Jón Carlsson 1 og Jón Ágústar 7.
Mörk FH skoruðu: Páll 8, Örn
5, Jón Gestur 4, Birgir, Auðunn
og Árni 3 hvor og Árni 2.
En athygli vöktu fleiri en Jón,
einkum þeir Ólafur Ottósson í
þristökki og Júlíus Hafstein í
Iangstökki og þrístökki. Báðir
eru þeir í sérflokki í sínum ald-
urshópi og mjög efnilegir.
Árangur á mótinu varð annars
sem hér segir:
Hástökk án atrennu
1. Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,76 m.
2. Karl Hólm ÍR 1,50.
3. Valbjörn Þorláksson KR 1,50.
4. Erlendur Valdimarsson ÍR 1,45.
Júlíus Hafstein og Ólafur Ottós-
son stúkku báðir 1,46 m.
Langstökk án atrenniu
1. Jón Þ. ólafsson ÍR 3,31 m.
2. ólafur Ottósson ÍR 3,12 m.
3. Júlíus Hafstein ÍR 3,05 m.
4. Valbjörn Þorláksson KR 3,00 -.
Þrístökk án atrennu
1. Jón Þ. Ólafsson ÍR 9,65 m.
2. Ólafur Þ. Ólafsson ÍR 9,66 m.
3. Júlíus Hafstein ÍR 8,87 m.
4. Guðmundur Vigfúss. lR 8,77 m.
5. Kristjón Kolbeinss. ÍR 8,74 m.
6. Valbjörn Þorláksson KR 8,72.
Kúluvarp
1. Valbjörn Þorláksson KR 12,88.
2. Erlendur Valdimarss. lR 12,80.
3. Jón Þ. ólafsson ÍR 12,77.
79 sveitir skóla
kepptu í boðsundi
HIÐ SÍÐARA sundmót skólanna
1965—1966 fór fram í Sundhöll
Reykjavíkur 3. marz sl.
Alls kepptu 19 sveitir frá 10
skólum.
Meðal þeirra voru skólar frá
Selfossi, Hveragerði, Keflavík
og Akureyri.
Stigakeppni í sundgreinum
stúlkna vann sveit Gagnfræða-
skóla Austurbæjar í Rvík., en
stigakeppni sundgreina pilta
vann sveit Menntaskólans í
Reykjavík.
Boðsund stúlkna (skriðsund)
vann sveit úr Gagnfræðaskóla
SeWoss en boðsund pilta vann
sveit Menntaskólans á Akureyri.
Árangur var góður í öllum
greinum. Matthildur Guðmunds-
dóttir jafnaði í baksundi met
Auðar Guðjónsdóttur úr Gagn-
frœðaskóla Keflavíkur.
Röð skólanna var þessi:
Stúlkur:
1. Gagnfræðask. Austurbæjar, R.
2. Gagnfræðaskóli Selfoss.
3. Gagnfræðaskóli Keflavikur.
4. Verzlunarskóli íslands.
5. Kennaraskóli íslands.
6. Hagaskóli Rvík.
7. Gagnfræðaskóli Hveragerðis.
Piltar:
1. Menntaskólinn í Reykjavík.
2. Gagnfræðask. Austurbæjar. R.
3. Menntaskólinn á Akureyri.
4. -5. Kennaraskóli íslands og
Verzlunarskóli íslands.
6. Gagnfræðaskóli Keflavíkur.
7. GagnifræðaskóM Vesturlbæjar
(Vonarstrætisskólinn) Rvík.
8. -10 Hagaskóli, Rvík., Gagn-
fræðaskóli Selfoss og Hvera
gerðis.