Morgunblaðið - 22.03.1966, Qupperneq 32
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Banaslys á Seyðisfirði
Seyðisfirði, 21. marz.
BANASLYS varð á Seyðisfirði
í gær, er tvítugur maður féll nið
ur fjögurra metra háan stiga i
fiskiðjuveri staðarins og höfuð-
kúpubrotnaði. Var hann látinn
áður en hann komst í sjúkrahús.
Nánari málsatvik voru þau, að
maðurinn var nýkominn til Seyð
isfjarðar, en hann var skipverji
á Björg NK, sem þar var í slipp.
Dvaldist hann í verbúðum fisk-
iðjuversins meðan beðið var eft-
j ir því, að skipið færi úr slipp,
ásamt fleiri skipsfélögum sínum.
Síðia sunnudagskvöldsins mun
hann hafa ætlað út, en hrasaði
efst í stiganum og féll niður
hann, og er fallið um fjórir metr
ar. Enginn var viðstaddur at-
burðinn, en véismiður, sem býr
í verbúðunum heyrði umgang í
stiganum og kom þegar á vett-
vang. Var maðurinn fluttur í
sjúkrahús Seyðisfjarðarkaupstað
ar, en var látinn þegar þangað
kom. — Sveinn.
BtLAÐIÐ sneri sér í gær til
Magnúsar Jónssonar, fjármáia-
ráðherra, og spurðist fyrir hvað
segja mætti um gang undirbún-
ings kísilgúrvinnslunnar við Mý-
vatn.
— í>ar hefir verið unnið í all
an vetur við byggingu starfs-
manna'húss og mötuneytis. í>á er
stöðugt unnið að því að ganga
frá samningum við ameríska fyr-
iríækið John Manville um rekst-
ur verksmiðjunnar, sagði fjár-
málaráðherra. Þá bætti hann við:
— Áður en hægt verður að
ganga að fullu frá samningum
þarf að fá lausn á tveimur tækni
legum vandamálum, en annað
er hvemig með ódýrum hætti
er hægt að ná járninu úr hrá-
efninu en hitt, hvernig hægt
er að þurrka það á hagkvæman
hátt, en þetta er eina verksmiðj
an í heiminum sinnar tegundar,
sem vinnur efnið undan vatni.
Það þykir þó sýnt að þetta sé
hvorttveggja auðið, þannig að
niðurstaða verði jákvæð og góð-
ar horfur eru á að svo fari að
leystum þessum vandamálum ná
ist samningar við hið ameríska
fyrirtæki um samaðild að bygg-
ingu verksmiðjunnar og sölu
framleiðslu hennar á hagstæðum
grundvelli fyrir íslendinga, sagði
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra að iokum.
Jens Otto Krag og frú koma á Pressuballið í Lídó í fylgd með veizlustjóra og frú hans, en for-
maður Blaðamannafélagsins tók á móti þeim ásamt konu sinni. Frúrnar ganga á undan upp stig-
ann, frú Álfheiður Guðmundsdó ttir, Helle Virkner Krag, sem er í Ijósum blúndukjól og með hið
íslenzka víravirkisarmband frá B Iaðamannafélaginu eitt skartgri pa og frú Ólöf Pálsdóttir, mynd-
höggvari. Næst á eftir frúnum gengur Jens Otto Krag, forsætis ráðherra.
(Sjá fleiri myndir á bls. 10).
Var Einar boðflenna?
SVO sem kunnugt er af fréttum
var um síðustu helgi efnt til ráð-
stefnu nokkurra vinstri flokka á
Norðurlöndum, sem SF-flokkur-
inn í Noregi boðaði til og haldinn
var í Osló.
21 tilboð opnað í rafala
Búrfellsvirkjunar
Hagstæðari en búizt var við
í GÆR voru opnuð tiliboð í
rafala Búrfellsvirkjunarinnar. —
Bárust 21 tilboð frá fyrirtækj-
um í 11 löndum. Eru lægstu til-
boðin í þrjá rafala, sem notaðir
verða ef reist verður 105 þús.
kw. stöð, um 28—34 millj. kr.
Sagði Jóhannes Nordal, stjórnar-
formaður Landsvirkjunar, eftir
að tilboð höfðu verið opnuð, að
þau virtust hagkvæm, þó erfitt
væri að bera þau saman á þessu
stigi málsins. Þau lægstu væru
ip vi en verkfræðin
virkjunar höfðu búizt við.
Lægstu tilboðin virðast vera
frá japanska fyrirtækinu Mitsui,
sænska fyrirtækinu ASEA, fyrir
tækinu AEG í Þýzkalandi, og
japanska fyrirtækinu Mitsubiski,
en ekki er hægt að órannsökuðu
máli að gera sér eins góða grein
fyrir tilboði þess síðastnefnda,
vegna þess að flutningskostnað-
ur virðist ekki vera reiknaður
í tilboðsverðinu. Þess má geta,
að lægsta fyrirtækið, Mitsui,
bínurnar en þetta er risafyrir-
tæki, með hátt í 200 þús. starfs-
menn og fra-mieiðir aiit frá
brauðristum upp í járnbrautir.
Tilboðin voru útbúin af Harza
Engineering Company Initer-
national. Var beðið um fast til-
boð í tvo rafala, með tiiliti til
þess að reist yrði aðéins 70 þús.
kw. stöð, en þar lágu lægstu til-
boðin í um 20 millj. kr. En til-
boðin eru í 11 liðum og þar í
viðbótartílboð um allt að 4 raf-
aia að auki, sem Landsvirkjun
getur fest kaup á innan fjögurra
ára, ef hún æskir þess.
Var útboðið auglýst á alþjóð-
legum vettvangi, enda kom í ljós
er tilboðin voru opnuð í fundar-
sal á Hótel Sögu í gær, að borizt
höfðu 21 tilfooð frá 11 löndum.
Það seinasta kom reyndar á fund
inn, en stjórnarformaður Lan-ds-
Framhald á bls. 31
Tilboð í rafala í Búrfellsvirkjun opnuð. A myndinnj eru, talið frá vinstri: verkfræðingar Lands
virkjunar, Jóhann Már Maríusson, Rögnvaldur Þorláksson og dr. Gunnar Sigurðsson, þá skrif
stofustjórinn, Halldór Jónatansson, Jóhannes Nordal, stjórnarformaður, Eiríkur Briem framkvæ
æmdastjóri Landsvirkjunar og Sigurður Thoroddsen, stjórmarmeðjimur.
Ráðstefnu þessa sótti m.a.
Einar Olgeirsson, formaður Sós-
íalistafiokksins og sagði Þjóðvilj
inn í frétt um ráðstefnu þessa,
að Einar yrði fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins á rástefnunni.
Það hefur vakið nokkra
athygli, að Hannibal Valde-
marsson, formaður Alþýðubanda
lagsins eða einhver fulltrúi hans
skyldi ekki fremur sækja ráð-
stefnu þessa, þar sem SF-flokk-
arnir á Norðurlöndum eru eng-
an veginn sambærilegir við Sós-
íalistaflokkinn hér á landi. Mbl.
sneri sér í gær til Hannibals
Valdemarssonar, formanns Alþ
bl. og spurði hann hverju þetta
sætti. Hann sagði: „Alþýðubanda
laginu barst ekkert boð frá fund-
arboðendum, sem var norski SF-
flokkurinn. Hins vegar mun ein-
hver starfsmanna þess flokks
hafa haft samband við Einar OI-
geirsson um að koma til ráðstefn
unnar. Fyrir ráðstefnuna fékk
Alþýðubandalagið vitneskju um
hana frá Axel Larsen, formanni
danska SF-flokksins og ákvað
þingflokkurinn að Ragnar Am-
alds sækti ráðstefnuna fyrir
hönd Alþbl. Hann gat hins veg-
ar ekki farið til ráðstefnunnar.“
Af þessum ummælum for-
manns Alþýðubandalagsins er
ljóst, að Einar Olgeirsson hefur
ekki farið til þessarar ráðstefnu
sem fulltrúi Alþbl. og er frétt
Þjóðviljans þess efnis því röng.
Géður afli
á Skaga
Akranesi, 21. marz
6 þorskanetabátar komu úr
róðri í gær með samtals 1Ö6 tonn.
Sólfari var aflahæstur með 47,5
t-onn, Sigurborg með 43.5 Anna
33, Sigurfari 26,5, -Skírnir 24 og
Rán 20,5 tonn. — Togari fór í
eina trossu Sólfara fuila af fiski,
fyrir viku. Voru Sólfaramenn 3
klukkustundir að ná trossuslitr-
unum upp. Hingað kom danskt
skip og lestar nokkur hundruð
pökkum af saltfiski frá Sólfara
h.f.
M.s. Laxá (tilheyrir Hafskip)
kom í morgun O'g lestar 200 tonn
af loðnumjöli frá síldar og fiski-
mjölsverksmiðjunni. Þeim hefur
tekizt í verksmiðjunni að
grynnka á loðnuþrónum aftur.
Óhemju mikil vinna er í öllum
hraðfrystihúsum bæjarins. Hér
er kafaldsslydda. — Odd-ur.
Ketilsprenging veldur mildu tjóni
KETILSPRENGING varð í kjall
ara f jölbýlisliússins að Kapla-
skjóisvegi 27, sl. laugardags-
kvöld. Sprengingin varð í vest-
urenda hússins og svo mikil að
húsið titraði ailt. Skemmdir
uröu talsverðar í kyndiklefanum
og nærliggjandi þvottahúsi, en
engin slys urðu á mönnum.
í þvottahúsinu, sem liggur við
hliðina á kyndiklefanum, sem
sprengingin varð í, var kona
stödd með barn sitt. Sakaði hvor-
ugt og má það teljast mildi, því
hlaðinn skilveggur brotnaði af
þrýstingnum og stór gluggi í
klefanum mölbrotnaði. Auk þess
brotnaði tvöföld hurð fyrir
kyndiklefanum og ýmislegt
fleira skemmdist. Slökkviliðið
var þegar kvatt á vettvang en
eldur kom þó ekki upp, en
mikla guíu og reyk lagði frá ket
ilhúsinu. Telja menn, að skemmd
ir hafi orðið minni en ella, sök-
um þess hve stór glugginn fyrir
ketilhúsinu var, en þrýstingur-
inn fékk útrás gegnum hann.
RAÚFARHÖFN, 19. marz — Hér
eru menn byrjaöir að leg=Ja
grásleppunet. Þorskanetjab...ar
hafa yfirleitt aflað fremur vel
hér. Það hefur nokkrum smn-
um komið fyrir að bátar hér hafi
lóðað stórar torfur á 20-30 facma
dýpi, og er það áiit flestra að
það séu loðnutorfur.
Þrjá síðustu daga hefur verið
hér hið mesta blíðviðri og giaxup
andi sólskin.
Unnið af fuilum krafti
að undirbúningi kísil-
gúrverksmiðjunnar