Morgunblaðið - 27.03.1966, Blaðsíða 5
sunnudagur 27. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
R
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
ÞRÁTT íyrir langvarandl
gæftaleysi hefur afli iþorska-
netjabáta í Reykavík verið
sæmilegur það sem af vertíð
er komið. Stafar það ef til
vill af því, að vegna óvenju
tregs afla hafa sjómenn hert
sóknina á ný mið jafnvel svo
að þeir hafa (þurft að „stíma“
allt upp í 16 tíma í vondum
sjó til og fró miðum. Of
-
Aflanum er ekið í hf Sjófang, þar sem hann er gerður að fullunninni útflutningsvóru.
(Ljósm. Sv. í>orm.).
„Bezti mánuðurinn eftir“
Rætt við Andrés Finnbogason,
skipstjóra um aflahorfurnar
snemmt er þó að örvænta um
aflaleysi. ef gæftir haldast,
eins og einn gamalreyndur
sjómaður komst að orði í við-
tali við Morgunblaðið „við
eigum bezta mánuðinn eftir,
maður!“. Mánuðurinn, sem
hinn aldna sjókempa átti við
er að sjálfsögðu apríl, þá
kemur páskahro'tan í Vest-
mannaeyjum og væntanlega
fyllast þá hálftómar lestar
bátanna gulum og vænum
þorski.
Loðnubátar þeir, sem gerð-
ix eru út frá Reykjavík mega
þó allflestir vel una við sinn
hlut. Loðnuveiði hefur verið
með afbrigðum góð það sem
af er árinu og auk þess stutt
fyrir bátana að fara. Má sem
dæmi um það nefna, að sl.
föstudag var mb. Gullver á
leiðinni til lands með 2000
tunnur af loðnu, sem hann
hafði fengið 6 mílur út af
Gróttu. Sömu sögu er að
segja um báta við Faxaflóa-
hafnir.
Af þorskanetjaibátum í Rvík
er nú mib. Helga komin með
mestan afla eða um 500 tonn,
og sögðu sjómenn er frétta-
menn blaðsins hittu við ver-
búðarbryggjurnar á föstudag-
inn, að mb. Helga væri lang-
h æ s t Reykjavíkurbátanna.
.Skipstjóri á mb Helgu er Ár-
mann Friðriksson.
Er við litum niður á ver-
búðarhryggjurnar á Granda-
garði skömmu eftir miðnætti
aðfaranótt föstudags var þar
enn iðandi athafnEilíf, þrátt
fyrir að borgin væri sofnuð.
Mestmegnis voru það þó
loðnubátar ,sem komnir voru
að og sökum þess, að áhugi
okkar beindist öllu meir að
þorskanetjaibátunum ákváðum
við að bíða tii dags með
heimsóknir í þá.
Daginn byrjuðum við síðan
með heimsókn í Grandaradió,
þar sem Jóhannes Halldórs-
son sat við talstöðina, svo
önnum kafinn, að hann má'tti
vart vera að því að líta upp.
Reykjavíkurbátar, sem og
aðrir kalla upp Grandaradíó,
ef eitthvað fer úrskeiðis hjá
þeim. í gegnum Grandaradíó
panta skipstjórar auk þess all-
an þann kost, sem þeir þurfa
á að halda í næstu ferð. Tal-
stöðvarmaðurinn í Granda-
radíó þarf jafnvel að bera frá
þeim persónuleg skilaboð til
fjölskyldu þeirra eða þá út-
gerðarmanna. Urðum við vitni
að einu slóku samtali þá
stuttu stund, er við dvöldum
þar. Það er því auðsætt, að
sá sem tekur að sér að svara
talstöðinni í Grandaradíó
þarf að vera þéttur í lund
og æðrulaus. Þó er ekki loku
— Ætli þeir séu ekki um
þrjátíu. Og af þeim er
Helgan hans Á r m a n n s
Friðrikssonar langhæst. Eg
held hins vegar að þið
náið Ármanni ekki núna, en
það væri vel tilfallið, ef þið
hefðuð tal af Andrési Finn-
bogasyni skipstjóra á Svan-
inum, og allir Reykvíkingar
þekkja. Hann væri vís til að
lesa yfir ykkur, piltar mínir!
Við tökum hann á orðinu
og örkum niður á bryggjuna
fyrir neðan Grandaradíó, þar
sem Svanur lá. Stiginn um
borð í hann var bundinn á
dularfulilann hátt í reiðann og
greinilega mannskæður en við
létum ekkert aftra okkur í
því, að ná tali af Andrési
Finnbogasyni, þeim góðkunna
aflamanni og skipstjóra.
Svo vel vildi tii, að Andrés
var staddur um borð er okk-
ur bar að, og spígsporaði
hann um lestarlúgumar, gler-
. hálar af slori og ísingu, eins
og ekkert væri sjálfsagðara.
Andrés var hinn kumpán-
legasti, er hann sá, að blaða-
manninum hafði tekizt að
skreiðast um borð með mikilli
fyrirhöfn. Á leiðinni til
Andrésar spyrjum við einn
háseta hans um aflafréttir af
Svaninum, og hann sagði þá
háseta mega una sínum hlut
vel. Hann sagði, að Svanurinn
kæmi með um 35 tonn af fiski
úr hvrjum xóðri og stundum
meira, og kvaðst alls ekki
kvíða sínum hlut.
Og loksins komumst við í
kallfæri við Andrés skipstjóra
Finnbogason. Hann biður
okkur að koma nær, hvort
við séum hræddir við hann?
Nei svörum við af karl-
mennsku mikilli, en er hann
ekki hræddur við Þessa voða-
legu ísingu á bátnum?
— Nei, svarar Andrés, —
það er er ekki ísingin drengir
mínir, sem ég er hrœddur við,
það er fiskileysið.
— Ykkur hefur þó gengið
vel það sem af er vertið?
— Já, okkur hefur vist
gengið bærilega. En þann
fisk, sem við höfum fengið
mest af höfum við þurft að
sækja á Breiðafjarðarmið,
sem í vondum sjó eru um 16
tíma „stím“ frá Reykjavík.
Þau mið, sem Reykjavíkur-
bátarnir hafa verið á undan-
farin ár eru svo til þurrausin
og Silvestermiðin líka. Þetta
er alvörumál. Ég hef verið
skipstjóri á Svaninum síðan
ég tók við honum fyrir 21 ári,
og ég þykist aldrei hafa séð
svo slæmar horfur. En auð-
vitað þykir manni hver ver-
tíð alira vertíða verst. En við
skulum ekki örvænta! Bezti
mánuðurinn er eftir, þá kem-
ur hrotan í Vestmannaeyjum
og þá skulum við vona, að
allar okkar tómu eða hálf-
tómu lestir fyllist af vænum,
spriklandi, gulum þorski.
Stoinuð kvennodeild Styrktnr-
félngs Inmnðrn og fntlnðrn
Við lestun úr mb Svani.
Mánudaginn 21. marz sl. var
haldinn stofnfundur Kvenna-
deildar Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra, í Tjarnarbúð. Mætt-
ar voru 60 konur. Avarp flutti
frú Matthildur Þórðardóttir og
sikýrði frá tilgangi með stofnun
kvennadeildar innan þess félags-
skapar. Frú Jónína M. Guðmunds
dóttir, forstöðukona æfingaslfóðv-
arinnar að Sjafnargötu 14, sagði
frá starfi æfingastöðvarinnar og
væntanlegum verkefnum deildar
innar. Fundarstjóri var kosin
frú Guðlaug Sveinbjarnardóttir
og voru kosnar í stjórn: frú
Jónína M. Guðmundsdóttir, for-
maður, frú Matthildur Þórðar-
dóttir, gjaldkeri, frk. Margrét
Þórisdóttir, ritari. Varastjórn:
Sigríður Stefánsdóttir, fi|ú Guð-
laug Sveinbjarnardóttir og frú
Ása Pálsdótir. Auk þess var kos
ið í bazar- og kaffinefnd. Fram-
halds stofnfundur verður hald-
inn í Tjarnarbúð, þriðjudaginn
5. apríl kl. 9 e.h. og er þess
vænst að þær konur sem áhuga
hafa á málefnum félagsins fjöl-
menni.