Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ \ Fimmtudagur 14. apríl 1966 B I LALEIC AN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 stH,3-ll-B0 vfmm Volkswagen 1965 og ’66. BIFREIÐALEIGAK VEGFERD Grettisgötu 10. Sími 14113. Nauðsyn — ekki munaður í gær var minnzt á vega- málin hér í dálkunum — og í rauninni væri þörf á að drepa á þau daglega. Slæmir vegir valda ekki aðeins óþægindum og leiðindum, heldur stórtjóni — ekki aðeins á farartækjun- um sjálfum, heldur einnig á mönnum. Hemlar bila, stýrisút- búnaður bilar, hnullungar þeyt- ast undan bílum ú hraðri ferð og valda skaða á nálægu fólki og farartækjum. Þetta væri hægt að rekja endalaust. Góðir vegir eru ekki munaður, „lúx- us“, heldur nauðsynlegir til þess að greiða fyrir samgöng- um, auka öryggi í umferð og spara viðhald, útgjöld bifreiða- eigenda, þjóðarinnar í heild. Stórt vandamál Vandamál umferðarörygg- isins er hinsvegar ekkert einka mál okkar, eins og allir vita. Þetta er vandamál alls staðar þar sem mikið er um bíla, ekki sízt í Bandaríkjunum. Þing- nefnd í Washington yfirheyrði fulltrúa fjögurra stærstu bíla- framleiðendanna þar í landi — og varð niðurstaðan sú, að bandarískir bílar framleiddir árið 1966 væru öruggustu bílar, sem hingað til hefðu verið fram leiddir — og langtum öruggari en bílar annarra þjóða. Hafa verksmiðjurnar bandarísku, sem framleiða samtals fjörutíu þúsund bíla á dag, lagt síaukna áherzlu á að gera endurbætur til aukins öryggis. Niðurstöður nýlegra ránnsókna sýna, að ein- stakir hlutir inni í bílnum valda oftast tjóni á mönnum, þegar slys verða í umferðinni — Þ.e.a.s.: Aki bíll á brúar- stólpa slasast ökumaðurinn e.t.v. vegna þess að hann rekur höf- uð í einhvern takka á mæla- borðinu, eða vegna þess að stýrishjólið rekst í kviðinn á honum. ^ Hætturnar Þessar rannsóknir leiddu í ljós, að eftirfarandi hlutir inni í bílnum ollu flestum áverkum — og er talið i réttri röð, sá „hættuiegasti" fyrst: Mælaborð, stýrishjól, framrúða, einstakir hlutir á hurðum, bakið á fram- sætinu, þakið, gluggapóstar (sitt hvoru megin við framrúð- una), spegill (fyrir framan öku mann), lokið á hólfi í mæla- borði, hemlahandfang, gírstöng — og síðan kemur annað smá- vægilegra. öryggisbelti eru talin mjög mikilvæg — og þau hafa þegar bjargað mörgum mannslífum, en forðað enn fleiri frá því að skrámast eða slasast. Verzlun í Fríhöfninni Og hér er stutt svar við bréfi, sem birtist hér í dálkun- um í gær: „Kæri Velvakandi. Gerðu svo.vel að koma eftir- farandi orðsendingu til þess, sem undirritar bréf sitt í dag með þeim ljómandi ágætu orð- um: „Tilvonandi farþegi Loft- leiða“: Loftleiðir vilja tryggja yður þægilega ferð frá Reykjavík til Keflavíkur og nægilegan tíma til þess að verzla í fríhöfninni áður en þér hefjið ferð yðar til útlanda, en hins vegar vill félagið ekki láta yður eiga >- þægilega langa viðdvöl í flug- afgreiðslunni í Keflavík, eftir að þér hafið gert þar þau kaup, sem þér teljið hyggileg. Þess vegna biður félagið yður að gera svo vel að koma með far- angur yðar til flugafgreiðslunn- ar á Reykjavíkurflugvelli 90 mínútum áður en flugvélin fer frá Keflavík, og er það talinn hæfilegur fyrirvari til trygg- ingar því, að þér getið lokið öllum erindum yðar, og verðið ekki að bíða brottfarar lengur en þægilegt er. Þar sem þér hafið afráðið að njóta þeirra kostakjara, sem þeim eru boðin, er mega verzla í fríhofninni, þá má gera ráð fyrir, að þér komið réttstundis til flugafgreiðslunnar í Reykja vík. Vera má, að einhverjir væntanlegra samferðamanna yðar, ætli heldur að kaupa þann tollfrjálsa varning, sem boðinn er í flugvélum Loftleiða, og vilji af þeim sökum eiga sem allra stytzta viðdvöl í Keflavík, og komi þess vegna nokkrum mínútum síðar til farskráningar í Reykjavík en ráðgert er. Þess vegna er hugs- anlegt að brottförinni seinki nokkuð, en afleiðing þess get- ur orðið sú, að tíminn, sem þér hafið ætlað til viðskipt- anna í fríhöfninni verði of stutt ur, og þér vérðið fyrir sams konar óhappi og sú vinkona yð ar, sem þurfti að fara rakleitt út í flugvélina eftir komuna til Keflavikur, og þá er mjög eðlilegt að þér spyrjið: Hvern- ig á ég að tryggja mér nægi- legan tíma til þess að verzla í fríhöfninni áður en flugvélin fer frá Keflavík? Svarið við spurningunni er mjög einfalt: Venjulega fer áhöfn flugvél- arinnar rúmum hálftíma frá Reykjavík, áður en farþega- bifreiðin leggur af stað þaðan, en það er gert til tryggingar því, að öllu sé lokið, sem gera þarf, farþegum til þæginda og öryggis, áður en flugferðin er 'hafin. í áhafnabifreiðunum er venjulega mjög rúmt, og þeim farþegum, sem vilja eiga sam- fylgd með flugliðinu til Kefla- víkur er það velkomið, en með því móti geta þeir varið hálfri klukkustund til þess að verzla í fríhöfninni áður en hinir væntanlegu samferðamenn þeirra koma suður þangað með farþegabifreiðinni. Sem sagt: Ef þér viljið fá hvort tveggja í senn, skemmti lega samfylgd til Keflavíkur og nægan tíma til þess að verzla í fríhöfninni áður en þér hefjið ferð yðar til útlanda með Loft- leiðum, þá gerið svo vel að biðja afgreiðslumenn í Reykja vík um að fá að fara suður- eftir í áhafnabílnum. Þeir munu áreiðanlega leyfa yður það, og þar með tryggið þér yður prýðilega samfylgd allt frá Reykjavíkúrflugvelli til áfanga staðarins erlendis, og nægan tíma til þess að njóta þeirra kostakjara, sem fríhöfnin í Keflavík býður viðskiptavinum sínum. Með beztu kveðjum og full- vissu um skemmtilega ferð með Loftleiðum. Sigurður Magnússon.“ -Jg Umferðin Og hér er bréf um hægri/ vinstri, enn eitt bréfið um það mál: „Alþingi ber að skjóta þessu „hægri handar“-máli tíl hæsta- réttar þjóðarinnar — þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er fyllsta réttlætiskrafa, að þjóðin sé á formlegan hátt, í samræmi við ákvæði Stjórnarskrár íslands, að því spurð, hvort hún, þjóð- in, vill kalla yfir sig hægri handar umferð á vegum lands- ins. Er þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um málið, get- ur Alþingi tekið sína afstöðu til málsins, vitanlega verður vilji meirihlutans virtur, hver sem hann nú er. Engan heil- skygnan er hægt að sannfæra um að svo liggi mikið við, að hamra þetta mál í gegn, að ekki megi bíða eftir úrskurði þjóð- arinnar. Hitt mun sönnu nær, að hægri handar menn óttast dóm þjóðarinnar. Enda má að óreyndu gera ráð fyrir, að mik- ill meirihluti þjóðarinnar geri sér ljóst, að breytingin frá vinstri til hægri sé í fyrsta lagi óþarfa fálm og eftirherma, í öðru lagi, og sem mikilvægast er, krefjist hún meiri eða minni mannfórna og breytingin muni kosta stóra fjármuni, sem þjóð- in þarfnast til lífsnauðsynlegra umbóta og brýnna fram- kvæmda. Samkvæmt því fellir þjóðin sinn dóm. Það óttast hægri handar postularnir. Það er undravert og sorgleg saga, hvað áróðurinn er skefja- laus og áhrifamikill. Svo á- hrifamikill, að margir ágætustu menn þjóðarinnar, fulltrúar hennar, hafa forblindazt svo, að þessi háskalega breyting, „tií hægri“ hefur siglt hraðbyr gegn um neðri deild. Hvers konar töfrabrögðum hefur verið beitt? Og svo er málið óhugnanlega vanhugsað, að ætlast er til, að hér nægi 1—2 ár til að undir- búa breytinguna, þegar aðrar þjóðir telja fjögur ár minnsta undirbúnings tíma til hins sama hjá sér. Svíar telja sér mikla ógæfu, að neyðast til vegna legu landsins, að skipta yfir til hægri, og sjá m.a. eftir því fé, sem í það fer, en þó mun kostnaðurinn hjá þeim 5 —6 sinnum minni á hvern ein- stakling þjóðarheildarinnar en hjá okkur.. En Svíar ætla hvorki að spara tíma né fé til að draga úr slysahættunni, svo sem kost ur er. Erum við í tímahraki? Verði Efri deild ekki svo gifturík að stöðva þetta vand- ræðamál algjört að sinni, já verður að vænta þess, að því verði skotið til þjóðardóms ,en bregðist hvort tveggja, þá verði þó undirbúningstíminn fram- lengdur til ársins 1970. Ekki mun af veita. „Að forðast slysin“ mega ekki vera orð án kjarna, til þess að letra á spjöld og lesa i útvarp, og sem vel er meint. Fast verður að fylgja eftir, á öllum sviðum. Þar sem umrætt mál, er ekki í eðli sínu stjórnarfrumvarp, en borið fram vegna fyrri sam- þykktar Alþingis, og flokksmál eins eða neins flokks ekki held- ur, er lítt skiljanlegt það of- urkapp, sem lagt er á, að hamra það í gegn. Spakmælið: „Kapp er bezt með ofrsjá", er enn i fullu gildi. Látum þjóðina fella úrskurð. Andvari." ■jg Hnúðormar Loks er hér lítil fyrirspurn: ’ „Velvakandi góður, nú lang- ar mig til að biðja þig um að gera mér greiða ef þú getur, en eins og þú veizt að þeir sér- fræðingar, sem til eru í land- inu, hverju nafni sem þeir nefnast, eru í henni Reykjavík og því erfitt fyrir okkur, sem utan hennar búum að ná til þeirra. Við höfum átt kartöflugarð f baklóðinni hjá okkur um ára- bil, sem hefur verið okkur ó- metanleg búbót. Nú vildi svo illa til fyrir einum 4—5 árum að hinn válegi gestur, hnúð- ormurinn, tók sér þar bólfestu og lagði garðinn í auðn. Nú er það, sem mig langar að vita, hvort garðurinn sé ó- nýtur um aldur og ævi eða ein- hvern vissan tíma. Ég er viss um, að það yrðu fleiri en ég, sem munu senda þér þakkir í huganum ef þú gætir frætt okkur eitthvað uro þennan óþverra. Með beztu kveðju. Húsmóðir í Keflavfk." Vonandi gefur einhver sér- fræðingur okkar sér tima til að senda Velvakanda línu um málið og segja húsmóðurinni allan sannleikann. Barnaleiktæki ★ íþróttatæki Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. B O S C H ÞOKULXJKTIR BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Skni 36820. Skrifstofuaðstoð Lítið iðnfyrirtæki í Holtunum óskar eftir skrif- stofuaðstoð hálfan daginn. Nokkur bókhaldskunn- átta, annars almenn skrifstofustörf. — Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir 25. apríl, merkt: „Vandvirkni —> 9048“. Iðnaðarhúsnæði óskast 100—120 ferm. iðnaðarhúsnæði óskast sem fyrst. — Ekki í úthverfum borgarinnar. Fjölprent hf Sími 19909.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.