Morgunblaðið - 14.04.1966, Side 8
6
MORGUNBLADIÐ
Fimmtuclagur 14. apríl 1968
Sjónvarpsmáliö á Alþingi í gær
I gær kom til umræðu tillaga
til þingsályktunar frá stjórnar-
andstöðunni um takmörkun sjón
varpsendinga frá Keflavíkurflug
velli. Flutningsmenn tillögunnar
eru Gils Guðmundsson, Karl
Kristjánsson, Alfreð Gíslason,
Sigurvin Einarsson, Lúðvík Jós-
efsson og Eysteinn Jónsson.
Hljóðar tillagan á þessa leið:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn
inni að hlutast til um, að sú
breyting verði gerð á tækniút-
búnaði sjónvarpsins á Keflavík-
urflugvelli, að sjónvarpssending
ar þaðan verði framvegis tak-
markaðar við herstöðina eina.
Skal breyting þessi koma til
framkvæmda, um leið og íslenzkt
sjónvarp tekur til starfa.
Gils Guðmundsson (K) fylgdi
tiliögunni úr hlaði og kom m.a.
fram í ræðu hans að undirbún-
ingur að stofnun íslenzks sjón-
varps væri nú langt á veg kom-
inn, enda væri gert ráð fyrir því
að það tæki til starfa á þessu
ári. Hins vegar hefði enn engin
ákvörðun verið tekin um það,
hvort hinu ameríska herstöðvar-
sjónvarpi á Keflavíkurflugvelli
yrði aftir sem áður leyft að
halda uppi sjónvarpi, er næði
til meiri hluta íslenzkra heimila,
með sama hætti og nú hefði við-
gengist um fullra fj/ögurra ára
akeið, síðan leyfi var gefið til
stækkunar sjónvarpsstöðvarinnar
þar árið 1961. Hefði það heyrzt
að ríkisstjórnin hefði þetta mál
i athugun og því verið beðið
með því að flytja tillögu þessa.
M|ú væri hins vegar langt liðið
vetrar, og ekkert hefði heyrzt
og væri því tillagan flutt.
Flutningsmenn tillögunnar litu
svo á, að sjálfsagt væri að tak-
marka Keflavíkursjónvarpið við
herstöðina eina, um leið og ís-
lenzkt sjónvarp tæki til starfa.
Fjöldi þjóðkunnra manna úr
öllum stjórnmálaflokkum, sem
léti sig skipta þjóðernis,- upp-
eldis- og menningarmálum, hefðu
látið sömu skoðun í ljós á ótví-
ræðan hátt, enda væri af menn-
ingar- og þjóðernislegum ástæð-
um með öllú óviðunandi, að rek-
ið yxði hér á landi óheft her-
stöðvarsjónvarp.
Kjarni þessa máls væri ekki
sá, hvaða efni sjónvarpssllöðm
flytti, heldur hvort við ættuim
að þola það að leyfa erlendum
aðila að hafa aðstöðu til sjón-
varpreksturs hérlendis. Ástand
þetta væri óviðunandi og niður-
lægjandi.
Eysteinn Jónsson (F) sagði það
ekki viðunandi að leyfa hér út-
sendingu sjónvarps sem væri út-
búið í hermálaráðuneyti annarr-
ar þjóðar og rniðað við það að
stytta hermönnum stundir. Ekki
ætti að tengja þetta við dvöl
varnarliðsins, heldur ætti að slíta
þessa þætti sundur. Hér væri um
mikið sjálfstæðis- og menning-
armál að ræða.
Eysteinn sagði að sjónvarpið
skapaði vandamál á hverju því
heimili sem það væri komið á.
Væri þar sérstaklega um að ræða
úm þau átök er sköpuðust á heim
ilum um hvort kaupa ætti sjón-
varp eða ekki, og hvort heldur
ætti að hlusta á íslenzka útvarp-
ið eða horfa á sjónvarpið. Sú
fjölskylda er tæki síðan þá á-
kvörðun að horfa á sjónvarpið
flyttist um leið úr íslenzku menn
ingarumhverfi yfir í bandarískt
menningarumhverfi. Ofboðslegt
ástand ríki nú í þessum málum
og hefði það verið séð fyrir
hefði sjónvarpið aldrei náð til
landsmanna. Þá væri sjónvarpið
til þess fallið að skapa óvild í
garð Bandaríkjamanna, en við
því mættum við ekki.
Ragnar Arnalds (K) sagði að
saga sjónvarpsins hér væri svip-
að bandarískum auðmanni yrði
veitt aðstaða hér til að byggja
og reka skóla, útvarp og gefa
út dagblöð. Heimskulegt og
hlægilegt væri að tala um frelsi
sjónvarpseigenda, heldur ætti að
ræða um hvort erlendir aðilar
ættu að hafa hér frelsi til rekst-
urs slíkrar stöðvar. >á væru full
yrðingar um það að tæknifram-
farir komandi ára mundu gefa
Islendingum tækifæri til þess að
velja á milli sUöðva, út í bláinn
enda yrði það á engan hátt sam-
bærilegt. Hættan stafaði af því
að áhrifin kæmu úr einni átt.
>eir er horfðu hér á sjónvarp-
ið yrðu um leið þátttakendur í
bandarísku þjóðlifL
Guðlaugur Gíslason sagði að
það vekti athygli að flutnings-
menn tillögunnar minntust ekki
orði á að leggja
niður Keflavík-
uijútvarpið, þótt
þeir viður-
kenndu þá stað-
reynd að ekki
væri eðlismunur
á þessum tveim
fjölmiðlimar-
tækjum. Tveir
flutningsmenn
þessarar tillögu hefðu verið ráð-
herrar síðan útvarpið kom til og
hefðu þeir þá enga tilraun gert
til þess að loka fyrir sendingar
þess.
f tillögu þessari fælist van-
traust á þjóðina með því van-
trauststali á menningu hennar og
þjóðerniskennd sem fram kæmi.
Þjóðarniskennd og þjóðarmetn-
aður íslendinga hefði aldrei
staðið fastari fótum en nú, enda
væru íslendingar orðnir jafn-
okar annarra þjóða og viður-
kenndir aðilar á aliþjóðavett-
vangi.
Hér væri i raun og veru að
ræða um það hvort Alþingi færi
inn á þá braut að hafa afskipti
af því hvað fólk horfði á í sjón-
varpi, eða hlustaði á í útvarpi.
Varðandi það er fram kom í
ræðu Eysteins Jónssonar um
Framhald á bls. 31.
Tæplegu þörf þess oð sfoino hér
til embættis „lögsögumonns“
Einar Ágústsson (F) mælti f
gær tfyrir þingályfktunartillögu
um stofnun embætti „lögsögu-
manns“. Meðflutningsmaður hans
að tillögunni er Kristján Thorla-
eius. Gat Einar þess, að mál
þetta hefði tvívegis áður verið
flutt á Alþingi, en í hvorugt
skiptið hlotið afgreiðslu. Er til-
lagan á þessa leið: Allþingi álykt-
ar að fela rí'kis-
istjóminni að
skipa fimm
manna netfnd til
þess að undirbúa
löggjötf um stofn
un embættis lög-
sögumanns- með
sérstakri hlið-
sjón atf löggjötf
á Norðurlönd-
um embætti „Ombundsmands".
Hverjum þingflokki skal gef-
in kostur á að tilnetfna einn
msinn í nefndina. Hinn fimmti
skal tilnefndur af hæstarétti, og
verði hann formaður.
Framsögumaður sagði tilgang
með stofnun embættis lögsögu-
manns ætti að vera sá að auka
möguleika þes6, að lög og regl-
ur þjóðtfélagsins gengju réttlót-
lega ytfir alla. Væri þá jötfnum
höndum átt við þau hlunnindi.
sem þjóðtfélagið veitti þegnum
sínum, og þær kvaðir, sem á þá
væru lagðar, sem og meöferð
refsimála og afplánun refsingar
þeirra er brotlegir gerðust. >á
gat Einar þess einnig að nokkr-
ir hefðu látið í ljós, að heitið
lögsögumaður væri ekki heppi-
legt í þessu sambandi, og væri
sjáltfsagt að taka fram, að flutn-
ingsmenn teldu heiti þessa startfs
manns ekkert aðalatriði, heldur
verkefni þau, sem honum væru
ætluð og væru reiðubúnir til
samkomulags um annað starfs-
heiti etf menn teldu það hent-
ugra.
Bjarni Benediktsdóttir forsæt-
isráðherra, sagði að íhuga þyríti
mál þetta betur áður en til fram-
kvæmda kæmi. Embættiskostn-
aður hériendis væri meiri en
víða annars staðar og fara
þyrtfti variega 1 þær sakir að
gera embættakerfið flóknara og
kostnaðarmeira- Ráðherra gat
þess að nú væri
á dagskrá í
Sameinuðu-Al-
þingi þingsálykt-
unartillaga, sem
Björn Fr. Björns
son og fleiri
flyttu. Fjallaði
sú tillaga um að
aflhugun færi
fram á breyttri
héraðsdómaskipun. Sagði ráð-
herra að mál það er sú til'laga
fjallaði um væri aðkallandi og
þýðingarmeira en það er tillaga
þessi fjallaði um. Óheppilegt
væri það ástand er hér ríkti,
það væri að dómsvald og fram-
kvæmdavald væri í sömu hönd-
um, þótt það hefði getað gengið
hérlendis sökum þjóðtfélagsó-
stæðna. Fm réttarsjónarmiði
væri sjáltfsagt að gera breytingu
á þessu. Ýmsar ástæður hetfðu
komið til að því hetfði ekki verið
hreytft m.a. þær að menn hefðu
verið hikandi að færa dóms-
^ ,
valdið úr strjalbýlinu og ott-
ast hetfði verið stjórnmálalegar
deilur um það. Það gerði því
málið auðveldara, að það væru
stjórnarandstæðingar er flyttu
það. Gera þyrfti að því gang-
skör að kanna hvort ekki væri
hægt að ná samstöðu um rann-
sókn þess máis.
Varðandi embætti „lögsögu-
manns“ væri það að segja að
minni þörf væri á því hérlendis
heldur en í fjölmennari lönd-
um. Væri enginn vatfi á því að
þörtf gæti verið fyrir slíkt em-
bætti í þeim. Embætti þetta
hetfði ekki vakið neina sérstaka
athygli í Svíþjóð, en hinsvegar
hefðu Danir verið mjög heppnir
með val embættismanns er þeir
stofnuðu þetta embætti- >á lægi
reynsla Norðmanna á þessu máli
ekki fyrir.
>á sagði forsætisráðherra að
lokum, að gera yrði sér grein
fyrir því að þetta embætti safn-
aði alltaf mönnum í kringum sig
og athuga þyrfti gaumgæfilega
hvers konar mól hetfðu komið
til þessarra embætta hjá hinum
Norðurlöndunum. Smægð ís-
lenzka þjóðfélagsins gerði minni
þörtf á milliliðum milli ríkis-
valdsins og þegnanna.
Einar Ágústsson talaði aftur
og einnig tók Ólafur Jóhannes-
son (F) til máls. Að lokum tók
forsætisráðherra Bjarni Bene-
diktsson aftur til máls og gerði
að umtalsefni atriði _er fram
höifðu komið í ræðu Ólatfs Jó-
hannessonar. Málinu var síðan
vísað til 2. umræðu og alláherj-
arnefndar.
Einkarltari
Vel þekkt verzlunarfyrirtæki i Reykjavik vill ráða
vélritunarstúlku nú þegar. Kunnátta í ensku og
enskri hraðritun nauðsynleg. — Umsóknir sendist
afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m., merktar: „Bréfritari —
9036“.
/ FERMINGA R VEIZLUNA
SMURT BRAUÐ
BRAUÐTERTUR
SNITTUR
FJÖLBREYTT ALEGG
MUNIÐ AÐ PANTA TIMANLEGA
VIÐ
Óf> I N STORG
S í M I 2 0 4 9 0
----------------------—----- j
Stúlka
Rösk stúlka óskast í bókaverzlun. Góð enskukunn-
átta nauðsynleg. — Umsóknir er tilgreini aldur, j
menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 124.
Lóan tilkynnir
Nýkomnir ódýrir tvískiptir barnagallar, drengja-
blússur (skinnlíki), orlonpeysur, pólóbolir með stutt
um og löngum ermum.
Drengja- og telpnaúlpur. Ennfremur telpnakjól-
ar, stærðir: 1—14 ára, í miklu úrvali.
Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20B.
Gengið inn frá Klapparstíg, móti Hamborg).
6 herb. íbúðarhæð
við Hvassaleiti
Til sölu er óvenju glæsileg 6 herb. íbúð (143 ferm.)
á 3. hæð í nýlegu sambýlishúsi á bezta stað við
Hvassaleiti. 1 herb. fylgir í kjallara, íbúðin er öll
teppalögð og sérstaklega hljóðeinangruð. Mikið af
innbyggðum skápum, harðviðarhurðir og karmar.
Tvöfalt gler, stórar vestur svalir. Bílskúrsréttur.
Óvenju fallegt útsýni.
Sklþa- og fasteignasalan £ssy„
Mokkrir verkamenn
eldri og yngri óskast til afgreiðslustarfa í
vörugeymslum Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins. — Upplýsingar í síma 13-200
á skrifstofutíma.
PIERPONT-UR model 1966
Vinsælasta fermingarúrið í ár.
100 mismunandi gerðir
Vatns og höggvarin.
Garðar Ólafsson úrsm.
Lækjartorgi — Sími 10081.